Mótmælum áfram-Vanhæf ríkistjórn situr enn

Ætla að byrja á því að segja, að ég óska þess innilega að Geir nái fullum bata, því þrátt fyrir allt, er manni ekki illa við hann sem manneskju. Hinsvegar eru störf hans sem embættismaður allt annar handleggur, hann brást manni sem forsætisráðherra og hefur tekið margar afleitar ákvarðanir í starfi né gert það sem þarf að gera . Því verður ekki blandað saman við veikindi hans né hans fjölskyldulíf en ég vona að hann sýni það hyggjuvit að taka veikindafrí sem fyrst því menn þurfa að hugsa um heilsuna fyrst og fremst, ekki starfið.

 Þó það hafi verið boðað til kosninga í vor, þá eru ekki sjáanlegar neinar breytingar fram að því. Davíð situr enn sem límdastur í Seðlabankanum og aðrir stjórnendur þar eru ósnertanlegir þrátt fyrir gífurleg mistök sem hafa átt sinn þátt í þjóðargjaldþroti. Stjórn FME situr enn og enginn þar axlar ábyrgð heldur fá frjálsar hendur við að fela slóðir. Fáir hafa þurft að víkja úr bönkunum en enn sitja þar margir sem áttu sinn þátt í hruninu. Ráðherrar og þingmenn sem brugðust okkur, sitja sem fastast og vilja ekki gefa eftir neitt.

Þegar tillit er tekið til þess er enginn ástæða til að hætta mótmælum því kosningar er ekki nema smásigur á meðan ekert breytist í raun þegar kemur að spilingunni og vanhæfni sem umlykur auðmenn, embættismenn, þing og stjórn. Stjórnin þarf að víkja enda er hún algjörlega óstarfhæf og það án þess að tekið sé tillit til veikinda, og ekki er sjáanlegt að hún sýni þá reisn sem þarf og segi af sér.

Höldum áfram mótmælum af fullum krafti, en gerum eitt, gefum Geir grið sem persónu en höldum þó málefnalegri gagnrýni a hans störf áfram sem embættismann, ef tilefni er til.

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

heyr heyr

Birgitta Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 15:27

2 identicon

éttu skít fáviti, maður hérna í lífsháska og það eina sem þú hugsar um er að mótmæla (mótvæla) útaf þú tapaðir öllum peningum þínum á erlendumyntkrónuláni eða einhverju slíku.. hugsaðu aðeins um það sem skiptir máli, sýnið manninum virðingu...

Jóhann (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: AK-72

Jóhann minn, lestu nú yfir það sem ég segi.

AK-72, 23.1.2009 kl. 15:41

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sýnist sem Jóhann hafi vissulega gleymt að lesa færsluna áður en hann tjáði sig.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 16:20

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Mér finnst enn þá líklegra að Jóhann hafi aldrei ætlað sér að lesa færsluna.

Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 18:11

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Mér finnst langlíklegast að Jóhann kunni ekki að lesa. Hver skyldi hafa skrifað færsluna fyrir hann? Ég er á allt annari línu í pólitík en Geir- sem skiptir ekki máli-samúð mín er með honum og fjölskyldu hans og ég óska þess af heilindum að honum auðnist að ná fullum bata. 

Þráinn Jökull Elísson, 23.1.2009 kl. 19:10

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

Af hverju mótmælin halda áfram af fullum þunga

Seðlabankastjórar - starfa enn

Yfirmenn Fjármálaeftirlitsins - starfa enn

Útrásarvíkingar - starfa enn (undir nýjum kennitölum)

Yfirstjórnir bankanna - starfa enn (hægri hendur gömlu stjóranna nú bankastjórar)

Ríkisstjórnin sem gerði ekkert í 4 mánuði - starfar enn

Stjórnlagaþing - ekki rætt af núverandi ríkisstjórn (Þeir vilja ekki laga lýðveldið)

--- Það er ekki mjög flókið að átta sig á af hverju mótmæli halda áfram ---

Þór Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 19:54

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Nú er bara að beinda mótmælum að öðrum stöðum einsog Seðlabankanum... Eða bónus.. af nógu er að taka.

Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 20:24

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Fyrirgefið öll,  en má ég leggja fram nokkrar spurningar:

1) Af hverju mótmælir enginn við Bónus  ?

2) Af hverju mótmælir enginn við Samskip  ?

3) Af hverju mótmælir enginn við Actavis  ?

4) Af hverju mótmælir enginn við Hagkaup  ?

5) Af hverju mótmælir enginn við Bakkavör  ?

6) Af hverju mótmælir enginn við Straum - Burðarás  ?

Af hverju halda allir svokallaðir mótmælendur áfram að versla í Bónus, Hagkaup og versla við allar búðir tengdar Baugsklíkunni sem setti okkur á hausinn  ?

Af hverju halda allir svokallaðir mótmælendur að flytja inn vörur með Samskip  ?

Af hverju halda allir áfram að versla lyf frá Actavis  ?

Af hverju, af hverju, af hverju ??

Sigurður Sigurðsson, 23.1.2009 kl. 20:41

11 identicon

Nú er þessi litli öfgahópur meðal mótmælenda að einangrast. Harðlínu mótmælendurnir sita einir eftir og hlusta á bergmálið í sjálfum sér. Það verður kosið í maí. Hættið þessu tuði.

Hanna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:23

12 identicon

Jóhann, ég get lofað þér því að þessi AK-72, Þór Jóhannesson og hinir nördarnir hafa ekki tapað krónu. Þetta eru bara harðlínukommar og stjórnleysingjar sem þrífast á að vera á móti. Þrífast á neikvæðni. Þeir verða aldrei ánægðir.

Hanna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:30

13 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæl Hanna mín. Veistu að ég er með heila bloggfærslu um gengistap, sem ég varð fyrir í desember, sem rekja má til bankahrunsins og falls krónunnar. En erindi mitt var nú bara að spyrja þig í hvorum flokknum, sem þú nefnir, ég lendi. Sjáðu til, ég er sjaldan neikvæður og oftast ánægður. Ef ég ætti hlutabréf hefði ég tilefni til að vera ánægður bæði fyrir og eftir kreppu:

Fyrir kreppu hefðu hlutabréfin hækkað og ég grætt.

Eftir kreppu hefðu þau lækkað og ég tekið það sem skýrt merki um hrun kapítalismans.

Þannig að þú sérð að ég er alltaf jákvæður og ánægður sama hvað á bjátar svona eins og hver önnur Pollýanna.

Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 22:41

14 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hverja kallar þú nörda Hanna, þá sem eru búnir að sjá í gegnum apaspilið og vilja alvöru breytingar, ekki bara kosningar og nokkur ný andlit innan um gamla settið, ekki eitthvað hálfkák og tjasl. Burt með baktjaldamakkið og pukrið, upplýsinga í skömmtum og hálfkveðnar vísur. Ég vill allavegana ekki sjá óbreytt kerfi með nýjum andlitum og svo er um æði marga.  Ekki viljum við ganga ÞESSU hyski endanlega og algerlega á hönd þó að skaðinn sé kannski að mestu þegar skeður, IMF er búið að læsa klónum í skerið og á okkur með húð og hári nánast þó að fáir þori að horfast í augu við það ásamt ýmsum stórum kröfuhöfum. Þegar búið er að koma varðhundum arðræningjanna frá þarf að setja allt á fullt og endurheimta sem mest af þýfinu, stjórnvöld draga hælana þar, það verður ekki liðið af þjóðinni, hún er komin með upp í kok á blekkingum og spillingu þar sem vellur nýr vibbi úr graftarkýlinu á hverjum helvítis degi.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 22:50

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

...ganga ÞESSU....

Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 22:51

16 identicon

Georg P, hvorki þú né aðrir stjórnið því hverjir bjóða sig fram. Það mega vera gömul og ný andlit. Það er síðan almennings að velja á milli. Og svo er það allra að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninganna. Sama hversu mikið fólk er á móti. Það er lýðræði. Lítill hópur stjórnleysingja ákveður ekki fyrir restina hvernig hlutirnir eiga að vera.

Hanna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:02

17 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Held að það sé nú gott betur en lítill hópur stjórnleysingja sem vill mikla uppstokkun á kerfinu, anarkistarnir(ég er ekki anarkisti) vilja gjörbylta dæminu og þurka út stjórnmálamenn(ekki í bókstaflegri merkingu) og stjórnmálaflokka. Stór hluti mótmælenda vill hinsvegar gera skynsama uppstokkun á kerfinu og beinna lýðræði en að krossa á blað á fjögurra ára fresti eða berjast til valda innan flokkanna til áhrifa með öllu sem því fylgir. Kerfi sem er ekki auðvelt að spilla og algerlega gegnsætt. Aðra forgangsröðun, kjósa fólk en ekki flokka og svo framvegis. Sækja þýfið án tafar eftir því sem hægt er með góðu móti. Hag almennings ekki fórnað í refskákum stjórnmálamanna og auðmanna.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 00:17

18 identicon

Georg P, ef viljinn til gjörbyltingar er svo mikill, mun einhver flokkur setja það á stefnuskrána sína og mun þá væntanlega hljóta góða kosningu í maí. Það verður afgreitt í kosningum en ekki með byltingu fárra. Kosningar er það sem gildir. 

Hanna (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:30

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Auðvitað á að kjósa, kemur vonandi fram sterk fylking sem hefur það að skýru markmiði að gera gagngerar breyting á þessu flokksræði og koma á alvöru lýðræði. Þangað til vil ég að spillingarliðið stígi til hliðar og hæft fólk sem nýtur trausts fengið í utanþingsstjórn, helst með slatta af því fólki sem sá hrunið á leiðinni fyrir löngu og reyndist framsýnna en allt alþingi til samans, þar klikkuðu allir sem og veikar eftirlitsstofnanir. Slíkt fólk hlýtur að fara nærri um þróun mála og líklega stöðu en þeir sem sváfu, segir sig sjálft.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband