Opinn borgarafundur 16. febrúar í Háskólabíó

Nú er komð að næsta borgarafundi hér í bænum og ætlunin er að smala ríkistjórninni inn í húsið til að ræða málin ásamt fulltrúum stjórnarandstöðuflokkana á þingi. Er markmiðið að ræða hver hin raunverulega staða er og hvert við stefnum og mælist ég til að fólk mæti vel undirbúið með spurningar. Þrír frummælendur eru og einn þeirra var í Silfri dagsins: Haraldur L. Haraldsson.

 Hér er opinbera tilkynningin frá Borgarafundinum og bendi ég á heimasíðu okkar www.borgarafundur.org þar sem má finna myndir, myndskeið o.fl. frá fundunum.

 

Opinn borgarafundur #10

Í Háskólabíó, mánudaginn 16. febrúar kl 20-22.

Fundarefni

Staðan - Stefnan - Framtíðin


Frummælendur

  • Haraldur L. Haraldsson - hagfræðingur
  • Andrés Magnússon - geðlæknir
  • Aðalheiður Ámundadóttir - laganemi

Auk þeirra hefur ríkisstjórn Íslands og formönnum þeirra þingflokka sem ekki eiga aðild að ríkisstjórn verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.

Öllum þingmönnum hefur einnig verið sérstaklega boðið.


Fyrirkomulag

Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Spyrjum, hlustum og fræðumst.

Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Verður fróðlegt að heyra hvað fjármálaráðherrann segi núna, síðast er var fundur í Háskólabíói þá var hann í stjórnarandstöðu, þetta gæti orðið athyglisvert.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 15.2.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 123103

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband