Ósvaraðar spurningar vegna hrunsins

Þegar búsáhaldabyltingin hafði róast niður, þá var viðkomið að það kæmi skeið á meðan fólk biði og sæi hvað gerðist í framhaldi, þrátt fyrir að mörgu sé ósvarað. Greinilegt er á gjörningum eins og afskrifturm Landsbanka og Glitnis á um 60% skulda Árvaks sem Björgúlfarnir stofnuðu til, að sumstaðar er talið þetta merki um að almenningur sé orðinn þægur á ný og hægt að skella þessum byrðum á herðar þjóðarinnar.Það má ekki gerast heldur verður að halda áfram að hamra járnið, og eitt af því er að heimta svör við mörgum ósvöruðum spurningum.

 Ef maður kíkr á margt sem maður hefur verið að spyrja sjálfan sig, þá eru hér þó nokkrar spuringar og ekki tæmandi listi:

Almennt í tengslum við bankanna:

Hversvegna voru lappirnar dregnar í því að hefja rannsókn?

Hversvegna fengu stjórnendur bankanna að sitja í lengri tíma óáreittir og með fullan aðgang að gögnum?

Hversvegna er ekkert gagnsæi með afskriftir?

Hversvegna eru fyrrum eigendur gömlu bankanna, stjórnendur þeirra og aðrir, ekki komnir á válista og útilokaðir frá viðskiptum hér á landi, heldur fá að kaupa eins og t.d. Árvak með góðum afslætti?

Hversvegna er ekkert gagnsæi um hvernig meðhöndlun mála er?

Af hverju eru söluferli fyrirtæki ekki upp á borðum?

Hversvegna er ekki enn byrjað að rannsaka ásakanir um óeðlilega fyrirgreiðslu sem Davíð Oddson nefndi, né upplýst af jfölmiðlum eða bönkum? Ég hef fengið það staðfest(án nafna) að Landsbankinn hafi allavega stundað slíkt.

Landsbankinn:

Hversvegna voru hryðjuverkalögin sett á Landsbankann?

Hversvegna eru enn menn á borð við Yngva Örn Kristinnson, fyrrum yfirmann Verðbréfasviðs og núverandi yfirhagfræðingur bankans, enn starfandi í yfirmannastöðum þarna og fleiri nátengdir Sigurjóni Árnasyni?

Hvað líður annars rannsókn á óeðlilegum viðskiptum Landsbankans í tengslum við húsnæðismál, þar sem téður Yngiv Örn var ráðgjafi ríkistjórnarinnar í þeim málum?

Hversvegna var Ársæll Hafsteinsson, yfirmaður lögfræðisviðs Landsbankans, maður sem hafði verið dæmdur fyrir að leka innherja-upplýsingum til Björgúlfs Guðmundssonar, skiipaður í skilanefnd? Hversvegna var ákveðið að treysta slíkum manni?

Hversvegna gera Landsbankamenn allt til þess að koma í veg fyrir, að fólk sem tapaði á peningasjóðunum, fái aðgang að gögnum um þá?

Hvað hafa Landsbankamenn afskrifað af skuldum 30-menningana og fyrirtækja þeirra hjá sér?

Og svo eitt sem ég heyrði nýlega, og vill endilega koma í umræðuna: hvaða þingmaður eða þingmenn, hafa farið inn í Landsbankann ásamt forstjóra fyrirtækja, til að sjá til þess að viðkomandi fyrirtæki fengju fyrirgreiðslu?

Kaupþing:

Hversvegna hefur ekki enn verið hætt við afskriftir á lánum lykilstarfsmanna Kaupþings? Hversvegna hefur það verið þaggað niður?

Hvaða starfsmenn Kaupþings voru búnir að færa skuldir sínar yfir í einkahlutafélög, líkt og Frosti ReyrRúnarsson og Ingvar Vihjálmsson, og hafa þeir fengið að komast upp með það?

Hversvegna hefur ekkert verið gengið almennilega í að kanna tengsl Kaupþings-Lúxemburg við skattsvik, fjárflutnigna til Jómfrúareyja o.fl. vafasamra staða þar sem skattsvik, peningaþvætti o.fl. tengd skipulagðri glæpastarfsemi þrífst? Hver er staðan á þeim málum?

Hversvegna fékk Robert Tscengis 107 milljarða króna yfirdrátt og hverjir aðrir hafa fengið slíkt?

Glitnir:

Hversvegna situr Birna Einarsdóttir ennþá sem bankastjóri? Hversvegna var henni ekki vikið frá eftir að upp komst með "gleymda hlutinn"?

Af hverju fékk fyrrum eigandi bankans að kaupa Árvak með góðum afslætti, og fleiri aðilar tengdir Glitni?

Hversvegna hefur enginn verið handtekinn eða vikið vegna Stím-málsins, og hvað er að frétta af því?

Hversvegna er enn margir lykilmenn úr Gamla Glitni enn starfandi í Nýja Glitni?

Hversvegna var Árni Tómasson, settur í skilanefnd Glitnis þrátt fyrir dóminn sem hann hlaut með Ársæli Hafsteinssyni fyrir að leka innherja-upplýsingum til Björgúlfs?

Annað í tengslum við fjárfestingar og fjárfestingafélög:

Hvað töpuðu lífeyrissjóðir miklu á fjárfestingum í bönkunum, hver voru tengsl stjórnarmanna og hverjir tóku ákvörðunina um að fjárfesta í vafasömum fyrirtækjum á borð við Exista?

Hversvegna hefur ekkert verið gruflaði í því að þrír lífeyrissjóðir voru látnir fjárfesta í Exista snemma a síðasta ári þegar fyrirtækið virtist í vandræðum? Allir þessir sjóðir hafa þurft að skerða greiðslur og einn af stjórnameðlimum eins sjóðsins var Vilhjálmur Egilson, formaður SA. Hversvegna hefur hann ekki verið spurður út i þetta?

Hversvegna er ekki búið að upplýsa hvaða fyrirtæki og auðmenn, tóku stöðutöku gegn krónunni?

Hversvegna fékk Viðskiptaráð 90% af tillögum sínum um viðskiptalífið í gegn hjá stjórnvöldum og hversvegna sitja enn margir gerendur hrunsins í forsvari fyrir það?

Hversvegna er ekki verið að rannsaka endurskoðendaskrifstofurnar, þátt þeirra og lögfræðistofna í hruninu?

Af hverju er ekki veirð að rannsaka þátt Tryggva Þórs Herbertssonar í tengslum við Mishkin-skýrsluna?

Hversvegna er ekki byrjað að rannsaka Gift-málð?

Hversvegna er ekki einnig byrjað að rannsaka Byr og ýmislegt vafasamt í tengslum við eignarhald á því?

Hversvegna hefur Inga jóna, eiginkona fyrrum forsætisráðherra og fyrrum stjórnarmaður í FL Group, ekki veirð spurð út í hvað fór þar fram?

Stjórnvöld:

Hversvegna gripu stjórnvöld ekki í taumana þegar ljóst var hvert stefndi snemma árs 2008?

Hversvegna var ekkert gert varðandi IceSave, af hálfu stjórnvalda?

Hversvegna er ekki gengið í egur Björgúflsfeðga hér á landi og erlendis vegna IceSave?

Hversvegna lánaði Seðlabankinn Kaupþingi, þegar Seðlabankastjóri sagðist hafa varað við bankahruninu? Var það ekki einstaklega óábyrgt?

 Hversvegna verða gögn "rannsóknanefndar þingsins" eða hvítþvottanefndar réttara sagt, ekki gerð öll opinber?

Hversvegna hefur ekkert verið birt úr skýrslum endurskoðenda um bankanna, heldur falið sig á bak við bankaleynd?

Hversvegna er ekkert byrjað að rannsaka af hálfu lögreglu eða slíkra aðila, hvort Baldur Guðlaugsson hafi staðið í innherjaviðskiptum?

Hversvegna hefur það ekkert verið rannsakað né upplýst hvað gerðist þegar Seðlabankinn festi gengið um tíma við evruna í október? Ég hef heimildir fyrir því að það var ekki gert í samráði við hagfræðinga bankans sem urðu fyrst varir við það á visir.is, og að gjaldeyrissjóður bankans, hafi nær því klárast. Hverjir fluttu fé út úr landi á þeim stutta tíma?

Hversvegna er ekki verið að rannsaka tengsl stjórnmálaflokka við bankanna og hvort þeir hafi þegið fé í tugmilljónatali í gegnum skúffufyrirtækin?

Hversvegna er ekki veirð að hjóla í stjórnmálamenn um að fá raunverulega stöðu þjóðarinnar upp á borðið?

Hversvegna hefur ekk enn verið gengið hart í það að frysta eiginir auðmanna og lykilstjórnenda bankanna, þegar fordæmi eru til fyrir því með haldlagningu á fé hælisleitenda?

Af hverju var hætt við að fá erlenda sérfræðinga og allt kapp lagt á að þetta yrði innlendir aðilar, valdir af fjórflokkunum?

Hversvegna er rannsókn hindruð innan stjórnkerfisins af "eftirlitsstofnunum"?

Samkvæmt mínum heimildum þá mun rannsóknafé til saksóknararns, duga skammt ef það á að gera alvöru rannsókn, vegna kostnaðar við tæki, tól og erlenda sérfræðinga í endurskoðun vegna fjármálaglæpa. Hversvegna er það fé svona lítið?

Hversvegna var ákveðið að skera niður fé til efnahagsbrotadeildar þrátt fyrir að augljóst væri að nú þyrfti þess meir en áður? 

Og að lokum, hvað varð um allt gagnsæið, allt upp á borðum, hverjum steini velt við, ekki neinu leynt og allur sannleikurinn kæmi í ljós?

Læt þetta nægja í bili en endilega, bætið við ósvöruðum hlutum og höldum svona á lofti. Þetta má alls ekki gleymast né mega bankarnir og klíkurnar sem tengjast þeim, að byrja að haga sér á sama hátt aftur líkt og er byrjað að örla á. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Mögnuð samantekt og margt af þessu hafði ég ekki hugmynd um.

Jón Kristófer Arnarson, 3.3.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: AK-72

Ég skal bæta einu við sem þú veist örugglega ekki, og mig langar að fá staðfest. Landsvirkjun er víst með skúffufyrirtæki einhverstaðar í karabíska hafinu, man þó ekki hvort það sé á Jómfrúareyjum, Cayman eða slíkum. Ef satt er, þá er spurningin, hversvegna er þetta ríkisfyrirtæki með slíkt?

AK-72, 3.3.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk fyrir magnaða samantekt

Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2009 kl. 02:21

4 identicon

Takk kærlega. Flott samantekt . Þetta eru spurningar sem fjölmargir eru að spyrja sig þessa daganna. Nú þarf að fara að upplýsa þjóðina og svara spurningum.Ef það verður ekki gert þá verður allt vitlaust í þjóðfélaginu. Það þarf að spyrja þessara spurninga aftur og aftur og gefa engin grið fyrr en við fáum svör. Stjórnmálamenn í öllum flokkum þurfa að fara að standa við stóru orðin um algert gegnsæi og allt upp á borðum.

Svo þarf að afgreiða frumvarp um stjórnlagaþing og persónukjör sem fyrst því best væri að geta kosið stjórnlagaþing í kosningunum í apríl.

Ína (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 03:57

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Magnað framtak, takk fyrir það, kv. BF

Baldur Fjölnisson, 4.3.2009 kl. 15:52

6 identicon

Takk AK-72 fyrir góða samantekt. Mér finnst hún  svo góð að ég ætla að taka eintak og vista á minni tölvu svo að ekkert þessara atriða gleymist. - Annars fallast manni eiginlega hendur.

Byltingin er ekki búin! Við verðum að standa vaktina og mæta á fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir

Kolla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 17:17

7 identicon

Takk fyrir góða samantekt. Ég tek mér það bessaleyfi að dreifa henni sem víðast.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:19

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég kalla nú ekki allt ömmu mína en verð að viðurkenna að ég náði ekki að lesa alla þessa hrollvekjandi samanatekt í einu, hún er það sjokkerandi, en klára það auðvitað bráðlega. En ég bjó strax til pdf skjal úr þessu og sendi það áfram og óskaði eftir athugasemdum. Að vísu bætti ég við undirfyrirsögninni: Allt bendir til að enn grasseri bullandi spilling á Litlu-Sikiley og vona að höfundurinn virði það til betri vegar.

Baldur Fjölnisson, 4.3.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband