4.3.2009 | 23:29
Á leið í slaginn með Borgarahreyfingunni
Fyrir einu ári eða tveimur, þá hefði ég líklegast horft með djúpri vantrú og spurnarmerki, ef einvher hefði sagt við mig, að allt færi til fjandans hér á landi og að afleðingin yrði sú m.a., ég færi að taka þátt í stjórnmálum og stofnun stjórnmálahreyfingar. Þrátt fyrir áhuga minn á stjórnmálum og öðru dægurþrasi, þá einhvernveginn óaði manni við og hafði ekkert sérlega mikinn áhuga á að fara í þennan sandkassaleik og drullumallið sem honum fylgdi.
Síðan þá eins og þið vitið, hefur allt breyst. Heimsmyndin er hrunin, blekkingin hefur verið afhjúpuð og samfélagssáttmálinn rofinn. I greiði minnii og örvæntingu yfir að geta ekki gert neitt, þá stóð ég upp úr sófanum og ákvað að gera eitthvað. Ég beindi reiði minni og kröftum í jákvæðan farveg að mér fansnt, fór að starfa við borgarafundina og boltinn byrjaði að rúlla. Maður byrjaði að kynnast fullt af fólki sem maður hefði aldrei annars hitt, hlustaði á fólk og sögur þeirra, maður heyrði hluti sem rændu manni svefni og manni varð ljóst þegar maður horfði upp á hroka valdhafa, siðblindu viðskiptamanna og firru embættismanna sem áttu að gæta hagsmuna okkar, að íslensku samfélagi yrði að breyta. Annars gætum við einfaldlega kvatt þetta sker og farið.
Eftir búsáhaldabyltinguna sem blés manni von í brjóst, þá varð manni það fljótlega ljóst, að sláttur á potta, pönnur og trommu í Bónus-poka líkt og ég hafði, myndi ekki duga. Manns eigin vantrú og vantraust á að flokkarnir myndu breyta einhverju eða vildu breyta einhverju, varð fljótlega ofan á, þegar þingmenn og flokkarnir byrjuðu að færa sig hægt og rólega yfir í sama farið, með innihaldslausum rifrildum um "störf þingsins" á Austurvallar-leikskólanum. Manni sýndist að heilu mjólkurbúi yrði einnig fórnað í smjörklípur til að dreifa athyglinni frá hlutum sem þyrfti nauðsynlega að gera.
Það var því upp úr þessu öllu sem manni varð ljóst að eitt af því sem þyrfti að gera, væri að viðhalda þrýstingi inn á þingi, sem og utan þess. Hópur fólks í svipuðum hugleiðingum, héðan og þaðan úr grasrótarhópum, kom sér svo saman um það að við skyldum stofna Borgarahreyfinguna, hvað við værum öll sammála um að þyrfti að gera og skyldum stefna á þing til að reyna að gera okkar besta til að breyta samfélaginu í átt til réttlætis og aukins lýðræðis, fulljóst að okkar mun bíða mikil orrahríð frá flokkum og fólki sem hræðist valdamissi.
Ég er því á leið í framboð með Borgarahreyfingunni og með góðu fólki sem manni hefur hlotnast sú gæfa að hafa kynnst á þessum hörmungartímum sem eru rétt að hefjast. Þrátt fyrir að vita hvað mun bíða manns: óhróður, smjörklípur,skítkast og allskonar hræðsluáróður á borð við "ný framboð tryggja Sjálfstæðisflokki völdin", nokkuð sem mér finnst álíka mikil mýta og "Sjálfstæðisflokknum er einum treystandi fyrir efnahagsmálum", þá er ég tilbúinn í þetta stríð. Það er nú þannig að ef maður vill að eitthvað gerist sem maður vill að verði gert, ef maður vill að hugsjónir manns verði að veruleika og ef maður vill geta fengið trúna á íslenskt samfélag aftur, þá verður maður sjálfur að standa upp úr sófanum og taka þátt í að reyna að gera það að veruleika. Maður getur ekki treyst alltaf á að einvher annar framkvæmi þetta fyrir mann.
Þið sem viljið það sama og við í Borgarahreyfingunni, ég vona innilega að þið standið einnig upp úr sófanum og reynið að gera það að veruleika, hvort sem það er með okkur eða á öðrum vettvangi.
Ykkar er valið.
Vilja gegnsætt réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir sem vilja kynna sér stefnu okkar, geta skoðað hana á heimasíðunni:
www.borgarahreyfingin.is
AK-72, 4.3.2009 kl. 23:30
Borgarahreyfingunni verður spennandi að fylgjast með. Hvenær verður hinn fyrsti fundur ykkar svo boðaður?
Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 15:53
Blessaður, Hilmar. Við stefnum að því að hafa opinn fund bráðlega, og við ræddum okkar á milli að hafa hann líklegast eftir helgi. Ég reikna með að það skýrist eitthvað í kvöld, en ef þú vilt fá senda tilkynningu um það í tölvupósti, endilega kíktu á síðuna okkar, þú getur skráð þig þar á póstlista.
AK-72, 5.3.2009 kl. 16:07
Þakka þér fyrir það Ak-72.
Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 16:25
Þið þurfið að fara að drífa ykkur að starta meðmælandasöfnuninni. Treysti því að þið setjið það í gang á póstlistanum :)
Héðinn Björnsson, 5.3.2009 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.