28.3.2009 | 21:16
Þrjár uppákomur á vegum Borgarahreyfingarinnar sunnudaginn 29. mars
Mig langar til að benda fólki á að Borgarahreyfingin er síður en svo, að sitja kyrr, þó að tveir af fjórflokkunum séu með háflgerðar trúarsamkundur er kallast víst í auglýsingum: landsfundur. Frambjóðendur okkar og talsmenn, hafa verið á ferðalagi úti á landiog hafa þeir boðað til fundar á Akureyri nú á sunnudaginn 29. mars. Sá fundur verður haldinn í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 og hefst hann kl. 14.
Þar munu Herbert Sveinbjörnsson formaður flokksins og Baldvin Jónsson ritari, halda stutt erindi og eftir það verður spjallað við gesti um það sem liggur þeim hvað mest á hjarta. Einnig verða Lilja Skaftadóttir, heiða B. Heiðars og Gunnar Sigurðsson leikstjóri á svæðinu, til að svara spurningum og spjalla.
En þessi fríði hópur mun ekki láta sér nægja þetta eitt, heldur verður svo stefnan tekinn til Sauðarkróks þar sem haldinn verður kynningarfundur í litla salnum, Aðalgötu 8. Þar munu þau kynna hreyfinguna og stefnu hennar og að því loknu, svara áhugasömum og ræða við þá um allt sem þeim liggur á hjarta.
Borgarahreyfingin lætur sér þó ekki nægja að vera með fundarhöld út á landi, heldur verður boðið upp á vöfflukaffi á morgun í kosningamiðstöð hreyfingarinnar að Laugavegi 40. Þar verður boðið upp á nýbakaðar vöfflur og verða meðlimir hreyfingarinnar til skrafs um allt mögulegt sem fólki kynni langa að vita. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta.
Að lokum, þá yrðum við mjög þakklát ef okkar velgjörðarfólk, myndi láta alla þá sem gætu haft áhuga á þessum viðburðum vita. Kærar þakkir og vonandi sjáumst við sem flest.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.