Vafasöm afskrift skilanefndar Glitnis

Í öllum þeim hrunadansi sem hrunið er, þá hafa stundum litlar fréttir eða upplýsingar í tengslum við bankanna og annað vafasmt, flogið framhjá manni eða "off the radar" líkt og um flugvélar eiturlyfjasmyglara væri um að ræða. Sumu hefur maðru bara einfaldlega gleymt, athygli manns hefur legið annars staðar eða ekki náð að kanna betur hvort sé rétt, eins og t.d. það að Landsvirkjun hafi skúffufyrirtæki í karabíska hafinu. Skiljanlegt því hlutirnir hafa gerst hratt og út um allt.

Í gær var mér bent á frekar sakleysislega frétt sem birtist núna þann 7. febrúar hjá Fréttablðainu/visir.is , þegar augu landsmannna beindust annað.  Í henni stendur eftirfarandi og ætla ég að feitletra ákveðinn part:

" Glitni vantar 1.400 milljarða til að mæta skuldbindingum sínum.

Skilanefnd gamla Glitnis gerir ráð fyrir að 121,5 milljarðar króna séu glatað fé. Tapið er vegna afskrifta á lánum bankans til íslenskra eignarhaldsfélaga, sem flest eru skráð erlendis. Áætlað er að sex prósent útlána til eignarhaldsfélaganna fáist greidd til baka.

Þetta kemur fram í yfirliti skilanefndar bankans yfir eignir og skuldir gamla Glitnis, sem birt var kröfuhöfum í gær. Þar segir enn fremur að 1.400 milljarða króna vanti svo bankinn geti mætt skuldbindingum sínum.
„Þetta eru stórar tölur þótt þær líti sakleysislega út í yfirlitinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, um skuldastöðu bankans. - jab"

Takið eftir þessu, íslensk eignarhaldsfélög erlendis.

Sá sem benti mér á þessa frétt, bætti við nefnilega talsvert af upplýsingum um þetta. Þessi íslensku eignarhaldsfélög erlendis, standa á bak við nær því allri þessari tölu: 121,5 milljarðar. Til samanburðar má benda á að íslensk heimili skulda um 150 miilljarða samtals og heilbrigðiskerfið kostar örlítið minna í rekstri þetta árið eða 115 milljarða.

Annað sem mér var tjáð um þessi fyrirtæki og afskriftir á þeim, er það að þessi fyrirtæki sem eru víst örfá í reynd, voru öll skráð á Tortula-eyju. Þessari eyju sem er jafnfræg og vafasöm og Kaupþing í Lúxemburg þegar kemur að einstaklega vafasömum hlutum í tengslum við efnahagshrunið.

Þriðji hluturinn sem mér var tjáð í sambandi við þessar afskriftir, er að skilanefnd Glitnis neitar að gefa upp hvaða fyrirtæki þetta voru og þar með, hverjir stóðu á bak við þau.

Hversvegna er ekki látið reyna að ná þessum íslensku félögum á Tortula, ef fé skyldi leynast þar?Hvað varð um gagnsæi, öllum steinum velt við og ekkert dregið undan? Hversvegna er skilanefndin að breiða yfir þetta? Og ef þetta er svona hjá þeim, hvað með skilanefndi hinna bankanna? Hversvegna er reynt að draga leyndarhulu yfir afskriftir og hverjir fá þær?

Maður spyr sig.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Saari

Sæll.

Það var talað um að þetta væru fimm eignarhaldsfélög í eigu íslendinga, skráð á Tortola. Þessu verðum við að halda til haga því þessa skilanefndargjörninga þarf að ógilda og sækja skuldarana til saka.

Þór Saari, 5.4.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband