13.4.2009 | 19:08
Valhallarhneykslið: EInkavæðing HS, tengslanetið og var styrkurinn liðkun fyrir einkavæðingu?
Frá því að Valhallarhneykslið komst í fjölmiðla, þá hefur hver sprengjan fallið á fætur annari og varnir FL-okksmanna, verið hefðbundnar. Fyrst steig fram fyrrum formaður og tók við syndunum enda orðin hálfgerð ruslakista fyrir allar syndir FL-okksins og þegar það dugði ekki til að þagga niður umræðuna, þá var gripið til hefðbundnar Baugs-varnar með Samflylkinguna og benda þangað. Það sprakk í andlitið á FL-okksmönnum svo. Framkvæmdastjórinn núverandi lét sig hverfa næst með þeim orðum, að hann hefði ekki komið nálægt þessu og fyrrum framkvæmdastjóri þóttist ekkert vita frekar en miðstjórn og fjáröflunarnefndir flokksins. Að lokum gáfu sig fram tveir menn sem sögðust hafa reddað styrknum fyrir hönd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Þorsteinn M. Jónson, stjórnarmaður í FL Group og Steinþor Gunnarsson, yfirmaður í Landsbankanum. Við það átti málið að falla dautt niður og þetta væru "mistök" allt saman.
En er það nægilegt? Er ekki talsvert af spurningum ósvarað um vitneskju manna? Hversvegna er þetta fé gefið? Hvað ætluðust menn að fá í staðinn? Hversvegna er styrkurinn settur fram á þessum tíma? Og svo það sem verið hefur reynt að beinta athyglinni frá, tengslin við REI-málið og það sem er upphafið: að þessu öllu: tengist þessi styrkveiting einkavæðingu á HS?
Í nýlegri færslu hjá Láru Hönnu má lesa ágæta og mjög ítarlega grein Péturs Blöndals blaðamanns, um ferli REI-málsins og því óþarfi að fara nánar út í það sem stendur. Aftur á móti þegar nú þessir"styrkir" hafa komið í ljós, þá er vert að skoða hvað var í gangi á þessum tíma, og það er ekki bara stofnun Geysis Green Energy, heldur einnig einkavæðing HS, sem virðist tengja þessu ferli öllu.
Skoðum smá tímalínu í tengslum við einkavæðingu HS og stofnun GGE.
- 20. desember Árni Matthíasen fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, fela einkavæðingarnefnd á fundi, að einkavæða hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Á sama fundi er bréf tekið fyrir þar sem Glitnir lýsir áhuga sínum á að kaupa HS.
- 29. desember Greiðsla FL Group, eins af eigendum Glitnis, upp á 30 milljónir berst inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Um svipað leyti eru greiddar 25 millur frá Landsbankanum.
- 1. janúar Lög um styrki lögaðila taka gildi.
- 7. janúar Glitnir og FL Group stofna fyrirtækið Geysir Green Energy ásamt VGK-hönnun.
- 2. febrúar Reykjanesbær kaupir 2,5% hlut í GGE fyrir 175 milljónir.
- 30. apríl GGE eignast hlut ríkisins, til viðbótar hlutnum í HS frá Reykjanesbæ. Samtals er GGE með 32% og reyndi síðar meir að eignast meir, bæði um sumarið og svo hefði REI-sameiningin skilað um 48% hlut í HS.
Þennan hluta styrkja-málsins finnst mér lítið hafa verið spáð í, sérstaklega einkavæðingarnefnd, leikmenn þar og í bönkunum eða það sem kallast tengslanetið. Það er nefnilega þannig með íslensk stjórnmál og viðskipti, að það nægir ekki að elta peninginn, það verður líka að skoða mennina sem hafa hagsmuni af peningunum, hverjum þeir tengjast og hver eru tengslin í viðskipta- og stjórnmálalífinu.Tengslanetið er kannski flókið og því miður gat ég ekki græjað skyringamynd.
Byrjum á því að skoða einkavæðingarnefnd, hverjir sátu þar þegar þessi einkavæðing átti sér stað.
- Baldur Guðlaugsson-ráðuneytistjórinn sem seldi í LÍ kortér fyrir hrun og Sjálfstæðismaður.
- Illugi Gunnarsson-Sjálfstæðismaður
- Jón Sveinsson-Framsóknarmaður?
- Sævar Þór Sigurgeirsson-Ekki viss um fyrir hvorn flokkinn hann starfaði fyrir í nefndinni.
Skoðum tvær staðreyndir með þessa menn.
Síðar meir þá tók Illugi Gunnarsson það hlutverk að sér, að gerast stjórnarmaður í Glitnir sjóðum.
Jón Sveinsson, Baldur Guðlaugsson og Sævar Þór Sigurgeirsson, tóku allir þátt í einkavæðingu bankanna, á sínum tíma og sátu í þessari nefnd. Þessi nefnd hafði tvo starfsmenn á sínum tíma við einkavæðingu bankanna: Skarpheðinn B. Steinarsson og Guðmund Ólason. Þetta er gott að hafa í huga þegar kemur að stjorn Glitnis og FL Group.
Á þessum tíma eru FL Group og Milestone nokkuð ráðandi eigendur í Glitni. Werners-bræður, Hannes Smárason o.fl. þeim tengdir sitja í stjórnum eða taka sæti í stjórn Glitnis á þessum tíma.
Skoðum nú nokkra menn sem tengjast Glitni í stjórn, og eða starfa þar á þessum tíma.
- Skarphéðinn B. Steinarsson-Stjórnarmaður sem starfaði fyrir einkavæðingarnefnd og þá menn sem sitja þar. Einnig í stjórn FL Group.
- Guðmundur Ólason-Stjórnarmaður sem starfaði fyrir einkavæðingarnefnd og þá menn sem sitja þar. Framkvæmdastjóri Milestone.
- Árni Magnússon-Fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins og framkvæmdastjóri hins nýlega orkusviðs Glitnis.
- Jón SIgurðsson-stjórnarmaður og aðstoðarforstjóri FL Group.
- Þorsteinn M. Jónsson-Varastjórn Glitnis(frá febrúar 2007 allavega, gæti verið fyrr) og sá sem reddaði pening frá FL Group, fyrir Sjálfstæðisflokkinn
- Einar Sveinsson-Stjórnarformaður, frændi Bjarna Benediktssonar, eigandi í BNT hf(N1) og stjórnarmaður í Sjóvá-Almennum, sem er í eigu Milestone.
Þá skulum við skoða næst hverjir sitja í stjórn FL Group og/eða tengjast nánum böndum.
- Jón Ásgeir Jóhannesson-Stjórnarmaður sem varla þarf að kynna
- Þorsteinn M. Jónsson-Varaformaður stjórnar FL Group og sá hinn sami og sótti styrkinn fræga.
- Skarphéðinn B. Steinarson-Stjórnarformaður og sá sem vann eitt sinn fyrir einkavæðingarnefnd.
- Kristinn Björnsson-Stjórnarmaður, þekktur úr olíusamráðinu, og fyrirtæki í hans eigu er næststærsti eigandi FL Group á þessum tíma. .Einnig stjórnarmaður i Sjóvá og Árvakri.
Á þessum tíma, séu heimildir mínar réttar, þá voru stærstu eigendurnir Oddaflug Hannesar Smára, Baugsmenn og fyrirtæki Kristinss Björnssonar. Einnig er áhugavert að sjá að Glitnir á í eigenda sínum smá hlut.Í
framhaldi af þessu er vert að skoða Reykjanesbæ, og tengslanetiðá þessum tíma. Þetta er þó aðeinsþað sem maður fann í fljótu bragði.
- Reykjanesbær á fyrirtækið Fasteign hf. til heilminga við Glitnir. Þetta fasteignafélag sér um rekstur fasteigna bæjarins.
- Árni Sigfússon er bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn og bróðir hans heitir Þór Sigfússon.
- Þór Sigfússon er forstjóri Sjóvá-Almennra, stjórnarformaður Árvaks á þessum tíma og framkvæmdastjóri SA. Werners-bræður eiga góðan hlut í Glitni og á Sjóvá-Almennar, í gegnum Milestone, Þáttur og önnur fyrirtæki.
Það er vert að minnast þess einnig í framhjáhlaupi að einkavæðing varnarliðssvæðisins, tengdist einnig fyrirtæki í eigu bróður Árna Matt, fjármálaráðherra og Þórs Sigfússonar, og ef mig minnir rétt, þá var Reykjanesbær einnig tengdur því máli. Þori samt ekki að fara með það.
En allavega svo við snúum okkur að aðalmálinu. Það þarf varla neinn eldflaugasérfræðing til að fara að tengja saman tengsl manna í viðskiptalífi og stjórnmálalífi þegar kemur að einkavæðngu HS í gegnum stjórnir fyrirtækjanna sem tengjast því máli, og svo maður reyni að draga saman þessi flóknu tengsl.
- FL Group sem greðir 30 milljónir til Sjálfstæðisflokksins, fer með stóran eignahlut í Glitni.
- Milestone á einnig stóran hlut í Glitni. Milestone er einnig eigandi Sjóvá-Almennra.
- Í stjórn Glitnis og FL Group sameinast menn sem hafa náin tengsl við einkavæðingarnefnd, Sjóvá Almennar og Sjálfstæðisflokkinn.
- Í gegnum Glitni og Sjóvá-Almennar, eru svo sterk tengsl við Reykjanesbæ.
Einnig þegar tímalínan er skoðuð, þá verður varla hægt að draga aðra ályktun en þá, að þessar 30 milljónir voru til þess að liðka fyrir einkavæðingunn á HSi.Landsbankinn(sem var reyndar einnig 8-9 stærsti eigandi í FL Group) var þar að auki einnig að hugsa sér til hreyfings á þessum markaði og því mjög líklegt að einmitt í gegnum flokkinn hafi borist þau skilaboð: "Ef þú vilt vera með í leiknum, þá þurfið þið að borga ykkur inn í hann." Hugsanelga hefur átt Landsbankinn að fá Landsvirkjun eða annað orkufyrirtæki síðar um árið og með þeim rökum að það gengi ekki að ríkið væri í samkeppni við einkafyrirtækið HS eða álíka klassísk rök frjálshyggjumanna þegar kom að einkavæðingunni.
En hversvegna draga menn þá ályktun að það þurfi að liðka fyrir einkavæðingunni? Er það ekki e.t.v. að fenginni reynslu?Þegar haft er í huga að einkavæðingarnefnd var að mestu leyti skipuð mönnum sem sáu um einkavæðingu bankanna á sínum tíma, að innan Glitnis og FL Group voru menn sem þekktu til hvernig hlutirnir gengu fyrir sig, þá getur maður ekki annað en skellt fram þeirri stóru spurningu: Var þetta svona líka þá? Nú sér maður að Illugi Gunnarsson fær stjornarset innan Glitnis eftir þetta, var það eðlilegt eða tengist það störfum hans í einkavæðingu HS? Þarf ekki að opna bókhald flokkana mun lengra aftur í tímann en bara 2006?Þarf ekki að opna einnig prófkjörs-fjármálin aftur í tímann?
Svandís skorar á Guðlaug Þór og Vilhjálm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:41 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dúndur pistill. Þú ættir að vera blaða- eða fréttamaður. Þeir kunna ekki svona. En hvar eru nöfn eins og Finnur Ingólfsson og mágkona hans, vinkona Ingibjargar Sólrúnar? Og Steingrímur Ari Arason sem fékk forstjórastöðu fyrir að halda kjafti um það sem gerðist í einkavæðingarnefndinni þegar hann labbaði út og skellti á eftir sér hurðum?
Rósa (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 20:28
Takk fyrir hrósið, Rósa.
Ástæðan fyrir því að Finnur Ingólfsson, mágkona hans og Steingrímur Ari eru ekki með, er einfalt. Þau tengjast ekki einkavæðingu HS(nema annað komi í ljós) miðað við þetta grúsk manns. Steingrímur Ari hætti í einkavæðingarnefnd 2002 og í staðinn tók við ráðuneytistjórinn Baldur.
Steingrímur Ari er víst reyndar vinur Guðlaugs Þórs að manni skilst, og þeir sem hlýddu á Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttir í Háskólabíó, hefðu örugglega heyrt minnst á það, að Guðlaugur var þá búinn að ákveða að Steingrímur fengi stöðuna fyrirfram, og ef Gulli hefði fengið að halda áfram, þá væri hafin sú vegferð að einkavæða heilbrigðiskerfið.
AK-72, 13.4.2009 kl. 22:41
Takk fyrir þetta. Eftir lestur þessarar færslu og samantektar Láru Hönnu er myndin að skýrast. Sannarlega kominn tími á uppgjör.
Kolla (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:06
Frábær greining, það verða sem flestir að lesa þetta. En hér kemur smá viðbót. Kannski ekki um akkúrat þetta en viðbót samt sem styrkir þessa frásögn.
Ég sá eftirfarandi ummæli á netinu, skoðið og sannfærist um siðblindu Sjálfstæðisflokksins => Hér er ágæt innsýn í vinnubrögð Flokksins, tekið úr ævisögu Jóns Ólafssonar:
“....Auðvitað má segja að Jón og félagar hafi verið að safna glóðum elds að höfði sér með því að vera með derring við Flokkinn. Það má til dæmis segja frá því að fyrst um sinn eftir að Sýn varð að alvörusjónvarsstöð árið 1995 var heimilsfang hennar á Suðurlandsbraut 4a, lögmannsstofu stjórnarformannsins Sigurðar G. Guðjónssonar. Og þangað komu um það leyti stafnbúar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson, fyrir hönd fjármálaráðsins, og sögðu Sigurði að ÍÚ ætti að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú upphæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu fyrirtækisins. En Sigurður svaraði því til að þeir myndu ekki borga í flokkssjóði. Félagið hefði þá stefnu að styrkja pólitískar hreyfingar í kringum kosningar, og þá með því að bjóða þeim öllum 50% afslátt af auglýsingaverði. Svo að mennirnir gengu tómhentir á dyr.
Jón segir núna að í ljósi sögunnar hefði líklega verið viturlegra af Sigga að borga þetta - bara til að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir miklu veseni. En sjálfur hafði hann átt samtal við Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóra flokksins tæpum áratug fyrr, eða þegar Bylgjan fór í loftið. Þá sagði Kjartan að hann reiknaði með að Flokkurinn myndi fá samskonar afslátt af auglýsingum og hann nyti hjá Morgunblaðinu. En Jóni var vel kunnugt, því hann var þá ritari Varðar, að flokkurinn fékk 100% afslátt í Mogganum. Hann svaraði Kjartani því til að það gæti hann ekki boðið, bara aað þeir fengju hæsta afslátt sem stöðin myndi yfirleitt veita. Jón segir að Kjartani hafi augljóslega mislíkað þetta svar, og að það hafi örugglega átt sinn þátt í því að menn í Valhöll vildu ekki með nokkru móti fallast á að hann yrði varaformaður Varðar ekki löngu síðar..:”
Einar Kárason - Jónsbók. Bls. 421-422
Valsól (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 02:35
Góður pirtill AK-72
Og það má spyra: Hvers vegna fengu Vinstri grænir ekki 55 millur?
Vegna þess að þeir báðu ekki um það?
Vegna þess að þeir voru ekki við kjötkatlana?
Svarið er já við báðum spurningum.
Þessi vinnubröð segja sína sögu um tengsl milli manna sem eru í viðskiptum og vilja ná árangri og mann sem eru í stjórnmálum og skortir siðferði.
Hjálmtýr V Heiðdal, 14.4.2009 kl. 18:02
Góður pistill á það að vera. Ég veit ekki hvað pirtill er. Aldrei séð það fyrirbrigði.
Hjálmtýr V Heiðdal, 14.4.2009 kl. 18:04
Pirtill er örugglega eitthvað sem leynist í skúmaskotum Valhallar og gengur fyrir spillingu.
Nú í kvöld í kvöldfréttum Stöðvar 2 var svo dregin upp sú staðreynd að Landsvikrjun fór í samstarf með Landsbankanum í gegnum orkufyrritæki, nokkrum mánuðum eftir greiðsluna. Ætli Landsvirkjun hefði svo ekki látið virkjanir sínar síðar meir, inn í það fyrirtæki, til að auka "samkeppnishæfni" eða álíka afsökun og Landsbankinn farið svo með meirihlutastjórn?
AK-72, 14.4.2009 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.