Ákveðum sjálf með íbúð í ESB-blokkinni

Þegar ESB ber á góma, þá undantekningalaust rísa upp raddir hræðslukórs, sem talar um landráð, afhausanir, missi fullveldis og forræðis yfir auðlindum. Þessi kór talar og skrifar yfirleitt í 150desibela styrk í þeirri von um að öskrin kaffæri umræðuna. En virkar það?

Allavega ekki á mig, því upphrópanir ofstækismanna eru einfaldlega frekar fráhrindandi og fyrst og fremst innihaldslaus hræðslu-áróður. Ég stend í þeim sporum með ESB, að vera frekar hlutlaus í garð ESB. Umræðan hér á landi síðustu 14 árin eða svo, hefur einkennst einmitt af þessum upphrópunum í báðar áttir um tóma hamingju eða tæra illsku ESB, og því hefur maður ekki nennt að setja sig inn í það mál allt.

En í dag, er staðan önnur. Þjóðfélagið og efnahagskerfið er hrunið, gjaldmiðillinn er hreinlega dauður á skurðborðinu, hjartahnoðið virkar ekki og við höfum ekki efni á rafmagni til að reyna endurlífgun með straum. Þegar svona er ástatt um hlutina, þá verður að leggja til hliðar kreddur og upphrópanir og hjóla í hlutina til leitar að lausnum.  Eins og staðan er, þá verðum við að hafa bæði langtímalausnir og skammtímalausnir sem leiða okkur í áttina að langtímalausn á vandanum. Sumir segja að við eigum ekki að leita að langtímalausnum strax, heldur eingöngu einblína á skammtímalausnir en það verður því miður að segjast, að slíkt gengur ekki upp í dag. Það verður einfaldlega plástur á sárin sem halda áfram að blæða en ekki eitthvað sem stöðvar blæðinguna og lokar sárinu til (vonandi) frambúðar.

Þegar ég sat aðeins í gær og var að hugleiða þessi mál, þá kom upp í kollinn á mér ágætis myndlíking við þessi mál. Stórfjölskyldan Þjóðin sem við erum hluti af, býr í húsi þar sem stoðirnar eru ónýtar eftir ýmiskonar óværu, grunnurinn sprunginn og ónýtur og eignalaus eftir að varðhundurinn svaf út í garði eftir að hafa fengið bein frá ræningjahópnum sem öryggisvörðurinn hleypti inn.  Staðan er sú að þessi stórfjölskylda þarf núna að koma sínu húsi í stand ásamt því að leita hjálpar og húsaskjóls á meðan. Tveir frændur sitja sitja í sitthvoru horninu undir burðarbitum húsins, annar öskrar um að við eigum að flytja í tiltekið hús þar sem allt er æðislegt, en hinn fullyrðir að við séum mikið betur sett í húsinu sem er að hrynja, við getum gert við það alveg sjálf þótt við höfum ekki efni á nöglum, þetta reddist.  Í yfir hálft ár hafa þessir tveir frændur öskrað á hvorn annan, á meðan stórfjölskyldan veit ekki hvað hún á að gera, á meðan það hrynur meir og meir úr lofti og burðarbitum húsins.

En nú er kominn tími til þess að hætta að hlusta á frændurnar og stórfjölskyldan verður að gera eitthvað í málinu. Stórfjölskyldan verður einfaldlega að senda einhverja af stað í stóru íbúðina sem hún hefur verið að spá í, á meðan hún tjaslar upp á húsið sitt á meðan. Þessir fjölskyldumeðlimir sem eru bestu samningamenn fjölskyldunnar, eiga að fá það verkefni að skoða nýju íbúðina, finna kostina og galla, og reyna sitt besta til að fá sem bestan samning um framtíðarleigu/kaup, í ESB-blokkinni.  Þegar samkomulag hefur náðst um þetta nýja húsaskjól, þá hafa samningamennirnir þá skyldu við stórfjölskylduna Þjóðina, að snúa aftur með samninginn í höndunum, kalla saman fjölskyldufund þar sem plúsarnir og mínusarnir við að leita ásjár í ESB-blokkinni verða kynntir, ræddir og að lokum þá ákveður stórfjölskyldan Þjóðin það sjálf í kosningu hvort þetta sé fýsilegur kostur eður ei.

Hættum að sitja og hlusta á tuðandi frændur rífast,förum strax í að skoða hlutina með alvöru, förum í aðildarviðræður sem fyrst, fáum samning til að skoða sjálf og dæma, og látum ÞJÓÐINA segja til um hvort þetta sé góður samningur eða ekki.

Þetta er mín persónulega skoðun, skoðun sem samræmist stefnu Borgarahreyfingarinnar. Ákveðum þetta sjálf, látum ekki upphrópanir ráða ferðinni en umfram allt,  fáum þessi mál á hreint með forsendurnar sem felast í sjáanlegum samning í höndunum.

Við höfum nefnilega ekki lengur efni á því að tala niðurstöðulaust í hringi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir góðan pistil :)

xO fyrir mig bæði í kosningum og koníakki

Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Röksemdarfærslan um húsið sem er að hrynja heldur ekki. Þessi sömu hús eru hrunin í ESB. Haldandi öðru fram þá fylgist þú bara ekki með. Atvinnuleysi í ESB löndunum er yfirleitt meira en hér þrátt fyrir allt! Þeim fjölgar löndunum i ESB sem eru komin í sömu stöðu og við. Hvern er verið að blekkja?

ESB veitir stórfé til að múta fólki hér til að kjafta Ísland inn í sambandið. Þetta er gert skipulega með því að halda úti áróðursmaskínum hér eins og "Evrópufræðasetur" (lesist: operation landráð) á Bifröst þar sem Eiríkur Bergmann malar á fullum launum um gríðarlega kosti þess að vera í ESB. Eins eru fleiri stöðugildi víða annars staðar þar sem undirstofnanir ESB eru beinir greiðendur launa til að halda úti ESB áróðri. Við, sem erum á móti ESB aðild, eigum enga möguleika á að tala gegn þessu með sama afli. Við verðum undir í baráttunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. En það gerist ekki án þess að berjast.

Við erum betur sett sem sjálfstæð þjóð. Ég skil ekki þá áráttu sumra stjórnmálamanna að þurfa að ganga í alla þessa þjóðaklúbba sem eru í raun ekkert nema útgjöld og í besta falli tilefni til ferðalagasukks hjá þeim. Við höfum td. ekkert við NATÓ að gera í þessu sambandi. Við höfum engin efni á svona huglægu rugli þegar raunveruleg verkefni eru annars vegar.

Mér finnst mjög ógeðfellt að heyra að við "verðum að fara í aðildarviðræður til að vita hvað við fáum" vegna þess að þetta er eins og að hlusta á hóru selja sig. Þeir sem eru svona hrifnir af ESB geta bara drullast þarna út og leyft okkur sem viljum vera sjálfstæðir íslendingum að vera kyrrir í friði.

Tilraunin til að koma okkur í ESB er landráðatilraun skv. hegningarlögum. Auk þess er þetta undarleg vanmáttarkennd sem þarfnast frekar sálfræðiaðstoðar en nokkurs annars.

Segið mér hvenær það hefur gagnast einhverri þjóð að verða útnáranýlenda frá Evrópu? Spyrjið sjálf ykkur hvort sumar Afríku- og Asíuþjóðir sem voru nýlendur Evrópuríkja hafi hug á að verða það aftur?

Haukur Nikulásson, 23.4.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Einar Karl

Góður pistill, AK!  Og einn "frændinn" kominn hingað inn að kommentera.

Einar Karl, 23.4.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband