Hvar er sómatilfinningin?

Þetta er bara eitthvað lið sem hefði átt að vita betur. Klikkað lið sem getur bara sjálfu sér um kennt.

Hverju er þessu liði að mótmæla? Það getur bara sjálfu sér um kennt.

Aumingjar sem hafa ekkert betra að gera en að mótmæla. Helvítis atvinnumótmælendur.

Lið með frekju og yfirgang sem á að horfa í eigin barm, það á bara að halda kjafti og vera hlýðið við ríkistjórnina. Ríkistjórnin er mest og best og á að láta henda þessu mótmælendapakki í fangelsi

Þetta er einhvern veginn megin inntak margra bloggfærlsna stuðnignsmanna Sjálfstæðisflokksins í haust þegar fólk byrjaði að mótmæla aðgerðarleysi og sinnuleysi stjórnvalda. Skítnum og óþverranum var svoleiðis ausið yfir allt það fólk sem stóð sína pligt á Austurvelli og alla þá sem reyndu að gera eitthvað í átt til upplýsingar og réttlætis. Þegar svo spjótin byrjðu að beinast að Samfylkingunni, þá upphófst sami áróðurinn og skítkastið í garð þessa fólks um að það gæti sjálfu sér um kennt. Svo lauk þessu, Samfó og VG komin saman í stjórn en hvað svo?

Þessi söngur er hafinn upp á ný, en nú af hálfu stuðningsmanna stjórnvalda í garð þeirra sem telja að aðgerðir stjórnvalda í þágu heimilanna, gagnist ekki neitt. Einhvern veginn er það svo að nær því allir sem maður talar við og eru í erfiðleikum, eru á því að greiðslufrysting og greiðslujöfnun sé fyrst og fremst örlítil lenging á hengingarólinni þar sem tærnar ná að snerta stólbrýrnar og smásúrefni kemst inn um varir þínar, á meðan hægfara kyrkingin fer fram fyrir glottandi fulltrúum lánastofnanna og Intrum.

Niðurlægingarferlið sem fylgir svo greiðslu-aðlöguninni er varla manni bjóðandi þar sem kaldlyndur þjónustufulltrúi í Landsbankanum-Birkenau metur um hvort fjölsklydan eigi að vera sett í þrælabúiðr næstu árin eða áratugina með viðhaldi lána í gegnum Lánstraust eða send beint í "sérstaka meðferð" greiðslu-aðlögunar, á meðan aðhlæjandi viðskiptamenn Fjórða ríkis Frjálshyggjunar valsa þar inn á kontór bankastjóra með þingmann í eftirdragi þegar kemur að liðkun fyrirgreiðslu, niðurfellingu skulda og einhverju ódýru sem bónus s.s. húsnæði fjölskyldunnar sem bíður frammi.

Niðurlægingaferlið sem tekur við er svo jafn ómanneskjulegt og hægt er. Fjölskyldan er berstrípuð af öllum rétti til vals, fangavörður ser um að gæta þess að þau hafi rétt svo nægan mat næstu árin og þeim látið finnast eins og baggi á samfélaginu með kuldalegheitum og ógeðfelldum athugasemdum stuðningsmana stjórnvalda um að þetta sé þieim að kenna og þau séu bara pakk. Já, það er þeim að kenna að bankarnir hrundu, það er þeim að kenna að húsnæðislánin hækkuðu margfalt, það er þeim að kenna að allt hækkaði í landinu, það er þeim að kenna að fyrirtækin skertu kaup þeirra, það er þeim að kenna að þau misstu atvinnuna og það er þeim að kenna að skilja ekki að stjórnvöld séu æðislega góð með því að leyfa þeim að upplifa niðurlæginguna alla.

Ég er reiður yfir þessum upphrópunum og mannfyrirlitningu sem skín frá þessum stuðningsmönnum fjórflokkana, þegar kemur að fólki í neyð. og hræsninni sem því fylgir, sérstaklega þegar maður sá hæðnislega grein á Smugunni sem var eins og klippt út úr Staksteinum Moggans í byrjun mótmæla haustsins. Hvar er mannúðin sem á að fylgja félagshyggjunni? Hvar er samúðin með náunganum og skilningur gagnvart þeim sem reyna að berjast fyrir rétti sínum? Hvar er viðleitini til þess að hlusta á þetta fólk og reyna að hjálpa þí? Hurfu hugsjónirnar með því að "mitt lið" komst til valda?

Hjarðhugsunnin og fótboltaliðseðlið fær mann til að fyllast velgju, því munurinn á þessum stuðningsmönnum ríkistjórnar Sjálfstæðisflokks og núverandi ríkistjórnar er enginn. Það hafa bara orðið hlutverkaskipti, nú sitja Sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu og þykist vera vinur fjölskyldnanna í landinu þó hagsmunir LÍÚ sé það eina sem finnst í huga þeirra, Framsóknarmenn berja á brjóst sér og heimta aðgerðir í þágu heimilanna en eru með hugann allan við herbergið sitt og fyrrum stjórnarandstöðuflokkar eru í hlutverki stjórnar nú á fótboltavellinum. Og hvað hefur breyst fyrir almenning? Ekkert sem stendur, engin vonarneisti, ekkert ljós til framtíðar, bara fjas um ESB og nekt.

Ég ætla þó ekki að dæma ríkistjórnina út af borðinu strax því stuttur tími er liðinn og hún hefur lítinn tíma haft til að koma með alvöru lausnir, auk þess sem þar er margt gott fólk sem ég vona að valdi félagshyggjuhjarta mínu ekki vonbrigðum. Aftur á móti við stuðningsmenn ríkistjórnarinnar og Smugupenna sem haga sér svona með orðfari háðs og níðs í garð fólks sem er að berjast fyrir réttindum og réttlæti, fólks sem stóð með þeim í vetur og barði trommur, fólks sem sýndi samstöðu gegn sinnuleysi, aðgerðarleysi og valdhroka þáverandi ríkistjornar, þá vill ég taka mér söguleg orð öldungadeildarþingmannsins Joseph Welch, mér í munn og beina til þeirra:

"HAFIÐ ÞÉR ENGA SÓMATILFINNINGU? HAFIÐ ÞÉR GLATAÐ ENDANLEGA ALLRI SÓMATILFINNINGU?"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill.. mjög góður meira að segja :)

Óskar Þorkelsson, 24.5.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með orðum Óskars hér á undan!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.5.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Afburða góður pistill

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.5.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæti hálfnafni minn, Agnar Kristján, af Siglfirðingi að vera, finnst mér þú full stórmæltur. Ég skil hins vegar reiði þína vel og get tekið undir flest, sem þú finnur Fjór(Fimm-)flokknum til foráttu. Reyndar var útskipting í fyrri hálfleik, er FF voru teknir útaf og inná komu miklir kappar, sem helst vildu keppa án pungbinda ? Þeir vilu helst ekki hafa neinn fund til að fá heilræði þjálfara og framkvæmdastóra, vildu bara sitja sem næst hliðarlínunni og spá í framgöngu Fjórflokksins, þó að þeir bæru enga virðingu fyrir því úrkynjaða fyrirbrigði. Þeir náðu fram vilja sínum með afnám bindisskyldunnar með nokkurra ístöðulítilla lima fötlunardeildar Fjórflokksins.

"Borgarahreyfingin (?!!)¨kallast þessi undarlegi hópur, sem skálmar ótrauður inná hið háa Alþingi. Það eitt að kenna sig við borgara finnst mér fremur ankannalegt. Hver á alþýða manna að gjalda ? Hver eiga þeir fáu, sem þora að kenna sig sem borgara (ríkisborgara). Reydar er það svo, að við erum öll, íslenskir ríkisborgarar,en þar sem þetta lið var kosið einungis af smáhluta kosningabærra manna væri miklu nær, og þá myndi þeim ratast satt orð á munn, ef þeir kölluðu sig bara SMÁBORGARA ?

Annars sef ég vært. þrátt fyrir bægslagang í blessuðum nýliðunum á Alþingi, Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað sé nafn Hans að eilífu !

Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG (aðfluttur Siglfirðingur).

Kristján P. Gudmundsson, 25.5.2009 kl. 09:02

5 identicon

Ekki gleyma því að það er nýbúið að kjósa. Þeir sem kusu fjórflokkana eru meirihluti þjóðarinnar. Vona að svokölluð Borgarahreyfing muni gera góða hluti í þjóðfélaginu en þeir eru ekki fulltrúar mínir á þingi heldur Samfylkingin sem nú leiðir ríkisstjórnina. Ég ætla að gefa þessari stjórn sjens því þó Guð hafi skapað heiminn á sjö dögum þá eru þau nú bara mannleg og geta ekki feygt okkur inn í betri tíma á nokkrum dögum. En ég veit að þau eru að gera sitt besta.

Ína (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:10

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

En, Ína mín. heilög Jóhanna og hennar fylgifiskar eru búin að hafa marga mánuði fyrir utan þá fjóra mánuði, sem Kossa-stjórnin sáluga hafði í undirbúning fyrir Kjallarabyltinguna, er Sollu var skipt út ? Hvað eigum við að gefa þessu druslulega liði langan tíma, Ína mín.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 25.5.2009 kl. 11:22

7 identicon

Heill og sæll Agnar; sem þið önnur hér, á síðu hans !

Þakka þér; ágæta samantektina, sem oftar, en,.......... fólk; eins og nafni minn Þorkelsson - Rakel og Ína, allt góðar manneskjur, og velviljaðar, fara villur vega, haldi þau, að fordæðan Jóhanna Sigurðardóttir, og hennar slekti, komi á einhverjum bjargráðum, sem dygðu.

Kettirnir mínir; ferfættu, væru mun líklegri til aðgerða, hefðu þau til þess burði.

Kristján P. Guðmundsson, hinn rótgróni Sjálfstæðismaður, ætti nú að taka sér tak, og viðurkenna skemmdarverk flokks síns; OPINBERLEGA, hver unnin voru, með þáverandi hjálparkokkum - Framsóknarflokki og Samfylkingu, auk þess, sem ég vil árétta liðleskjuhátt ''Borgara hreyfingar'' nokkurrar, hver þenur bringu - eftir því; hvernig vindar blása, hverju sinni, enda,....... auðvirðilegt útibú, frá ESB Nazistavinunum og Alþjóða gjaldeyris sjóðsins, í Samfylkingunni, sem öllum má ljóst vera, nú um stundir.  

Virðið fyrir ykkur; skrípilinn Össur Skarphéðinsson, svo dæmi sé tekið - hann er samnefnari, fyrir sjónhverfingar helvítis kratanna, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 12:01

8 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Sæll, Óskar Helgi, ég neyðist til að leiðrétta þig, ég er ekki Sjálfstæðismaður í þeim skilningi, sem þú leggur í orðið. Ég er hins vegar hægri sinnaður, og þú mátt alveg kalla mig Íhald eða sjálfstæðismann af gamla skólanum. Merkilegt er þó, að margir gamlir fylgjendur Sjálfstæðisflokksins eru einörðustu andskotar EU hér á landi og þar eigum við, Óskar Helgi, vonandi samleið áfram.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 26.5.2009 kl. 12:04

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ætli ég svari þá Óskar Helga hinum orðheppna líka Þó ég myndi seint kalla Jóhönnu fordæðu þá hef ég aldrei verið haldin þeirri ofurtrú á henni sem margir virðast byggja á hvað hana varðar. Ég treysti henni ekki einni til að leysa þau vandamál sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Þess vegna kaus ég hana ekki í síðustu kosningum og heldur ekki í kosningunum þar á undan.

Mér finnst Samfylkingin vera komin mjög langt frá því sem ég hélt einu sinni að sá flokkur vildi standa fyrir. Þó þær stjórnir sem Jóhanna hefur leitt láti liggja að því að þær vilji og ætli að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar þá er forgangsröðunin og verkin ekki þau sem ég trúi að komi okkur að gagni til þess, því miður!

Það eru a.m.k. ekki lausnir sem koma íslenskum almenningi að gagni. Í mínum augum er það ekki þjóðarhagur þegar hagsmunum heildarinnar er fórnað fyrir fáa útvalda. Aðgerðir og stefna núverandi stjórnvalda eru frá mínum bæjardyrum séð aðeins til þess fallnar að byggja upp efnahag fjármálastofnananna í landinu á kostnað almennings og velflestra fyrirtækja líka.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.5.2009 kl. 16:57

10 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Kristján !

Jú; mér sýnist, sem þú sért, hinn errilegasti Íhaldsmaður, af gömlum skóla, og er það vel - hverjum þeim; sem ei hefir látið eitur frjálshyggjunnar, um varir renna, ágæti Trölla skaga búi - úr ranni Þormóðar ramma, frænda míns, upp sprottinn.

Rakel !

Rétt mun ég fyrir mér hafa; sem oftar, að krata slæðingur Jóhönnu Sigurðardóttur er; svona viðlíka trúanlegur til verka, sem forar hland Framsóknar fjósa, hinna seinni tíma - til eldsneytis brúks, vélræns - óeimað, vel að merkja.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband