Þegar Þorgerður Katrín, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, glopraði út úr sér þeim orðum, að í kreppunni fælust tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá leit maður á það sem dæmi um sjálfhverfa firringu sem ríkti í Valhöll FL-okksins og meðal þingmanna þeirra. En kannski var maður að taka þessu vitlaust, kannski hefði maður átt að taka þessu sem skilaboðum til FL-okksins:"Nýtið ykkur ringulreiðina, framkvæmið það sem við fengum greitt fyrir, einkavinavæðið allt sem þið getið, framkvæmið draum okkar um fyrirtækjaríkið Ísland".
Sú hugsun læðist að manni allavega að Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ og Reykjavík hafi tekið því þannig, þegar litið er til þeirrar gjörðar sem nú er í gangi: einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja. Sú einkavæðing hófst um áramótin 2006/2007 og að mínum dómi tengist stóra styrkja eða frekar stóra mútumálið sem upplýstist um páskana frekar þeirri einkavæðingu heldur en REI-málinu. Má sjá rökfærslu minu fyrir því hér. Flestir töldu þó reyndar að stóra mútumálið tengdist REI-málinu sem Lára Hanna rennir hér snilldarlega yfir, en rétt áður en allt sprakk, þá var einmitt öfgafrjálshyggjan búin að ná sínu fram:REI skyldi einkavinavætt og það með hlut HS, bara ekki til "rangra" aðila eða eins og rifjað er upp hjá Láru:
"Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu blaðamannafund í ráðhúsinu þann 8. október 2007 þar sem þeir kynntu niðurstöðu þriggja tíma sáttafundar sem þeir höfðu þá setið á með sjálfum sér. Niðurstaða þess fundar var að selja ætti REI að fullu út úr Orkuveitunni."
En hvað hefur gerst síðan eftir allt það gjörningaveður. Sjálfstæðismenn og Framsókn, þeir hinir sömu og stóðu að REI, eru komnir aftur til valda í borginni og eftir biðtíma, áfall kreppunar og allt högg það, er byrjað ýmislegt að gerast. Skoðum aðeins hvað hefur gerst á Suðurnesjum með Hitaveitu Suðurnesja.
Eftir að ríkið einkavinavæddi hlutinn og REI-mál allt, þá hefur ekki mikið farið fyrir fréttum af HS fyrir utan eina og eina í tengslum við hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS. En svo kom bankahrunið sem olli því kannski, að athygli fólks beindist mest að stjórnarráði, þingi og myrkraverkum bankanna, sem gerði það mögulegt að hlutir færu framhjá fólki. Það má kannski segja að hin nýja einkavæðing orkuhluta HS hafi hafist með samþykkt frá 1. desember 2008, um skiptingu Hitaveitu Suðurnesja upp í tvö félög eða eins og segir í frétt visis.is:
"Í þessari ákvörðun felst að veitukerfi fyrir raforku, hitaveitu og ferskvatn verða í sérstöku félagi, en framleiðslan og sala raforku verður í öðru félagi. Þessi skipting er ákveðin í samræmi við nýlega lagasetningu um aðskilnað þessara þátta. HS Orka hf verður framleiðslu- og sölufyrirtæki raforku, en HS Veitur hf verður dreifi- og veitufyrirtækið."
.Í framhaldi af því þá kemur bæjarstjóri Reykjanesbæjar með útspil sitt, væntanlega til að friða sveitarfélögin suður með sjó, eða eins og segir hér:
"Í kjölfar uppskiptingar Hitaveitu Suðurnesja hefur verið ákveðið að selja auðlindir félagsins. Á uppskiptingarfundinum kynnti Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ hugmyndir um að sveitarfélög keyptu land af HS orku. hf og leigði það síðan fyrirtækinu undir starfssemi sína.
Þannig yrðu auðlindirnar áfram í eigu almennings. Reykjanesbær hefur nú þegar hafið undirbúning að slíku tilboði."
Hversvegna ætli þetta sé? Svona til upprifjunar þá á Geysir Green Energy nefnilega stóran hlut í HS og hafa Sjálfstæðismenn róið öllum árum að því að koma orkuveitum á Suðurnesjum undir eign GGE. Væntanlega hefur þetta útspil átt að friða hin sveitarfélögin fyrir utan Reykvíkinga sem virðast vera með í leiknum. Tækifærið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, var nefnilega notað og öfgafrjálshyggjumaðurinn Glúmur J. Björnsson, eiginmaður öfgafrjálshyggjukonunar Sigríðar Andersen og einn aðalmaðurinn á áróðursvef öfgafrjálshyggjunar sem kallast Vef-Þjóðvilj, var skipaður sem fulltrúi OR í stjórn HS Veitu. Semsagt einkavinavæðnigarsinni skipaður af Sjálfstæðisflokknum fyrir hönd Reykvíkinga í opinbert fyrirtæki. Hvað er þetta annars með öfgafrjálshyggjumenn og ríkisspena?
Þann 21. desember þá tók OR við sér og hvutti frjálshyggjumanna gelti með Framsóknarhreim sínum(hef ekki enn skilið hversvegna Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sameinast ekki):
Þegar Grindavík seldi okkur var miðað við að æskilegt væri að Hitaveita Suðurnesja yrði í eigu opinberra aðila. En í ljósi þess að núverandi meirihluti er myndaður af Reykjanesbæ og Geysi Green Energy, og í ljósi nýrra laga frá Alþingi, eru þær forsendur brostnar," segir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkuveitan samþykkti nýverið að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, og hefur fulltrúi VG í stjórn Orkuveitu, Svandís Svavarsdóttir, gert athugasemd við að ekki sé tryggt að auðlindirnar haldist í eigu almennings.
Guðlaugur bendir á að meirihlutasamstarf GGE og Reykjanesbæjar sé sterkt. Reynt hafi verið að fá hluthafasamþykkt fram, sem átti að tryggja hagsmuni minnihlutans, en því hafi verið hafnað."
Það reyndar kemur ekkert fram hvernig þessi samþykkt átti að hljóma né hvort tekið hafi verið fram að tryggja ætti að opinberir aðilar ættu meirihluta í orkuveitunni. Takið eftir samt, að Orkuveita Reykjavíkur hafði samþykkt um svipað leyti að losa sig við hlut sinn í HS.
Svo líða næstu mánuðir áfram, búsáhaldabylting, kosningar og varla maður sem tekur efitr nokkru fyrr en nú þegar laumast er til að sumri á meðan athygli manna beinist að IceSave og ríkisfjármálum. Reykjanesbær ákveður að selja Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku og þar með loks takast að koma þessari mjólkurkú sinni líkt og Hannes Friðriksson bloggari kallar fyrirtækið, í hendur einkavinana í GGE(en hluti þess fyrirtækis er í eigu ríkisbanka í dag). Ástæðan fyrir þessari sölu, er samkvæmt Hannesi, að bærinn er á hvínandi kúpunni né virðist bæjarstjórinn geta gert grein fyrir hvernig kaup GGE eru fjármögnuð. En er það líklegt að menn selji mjólkurkúnna þá? Öfgafrjálshyggjan? Hver veit? Allavega er fátt eitt efitr sem bærinn á.
Þá er reyndar áhugavert að skoða hvernig um var samið um greiðslu eða eins og segir hér í frétt Eyjunnar:
"Samkvæmt frétt um drögin á á vb.is verða þrír milljarðar króna greiddir með peningum, fjórir milljarðar með hlut GGE í HS Veitum og sex milljarðar með skuldabréfi sem greiðist á 7 árum. Þá felur samkomulagið í sér að Reykjanesbær kaupir landsvæði og auðlindirnar af HS Orku fyrir 1,3 milljarða króna. Á móti fær bærinn auðlindagjald sem getur numið allt að 90 milljónum króna á ári."
Sjáum nú til, skoðum þetta betur. Bærinn endar í raun með 1,7 milljarð í peningum, HS Veitu-hlutinn, skuldabréf og auðlindirnar sem skila samkvæmt auðlindagjaldi til bæjarins 90 milljónum á ári max. 90 milljónum af fyrirtæki sem veltir milljörðum á hverju ári samkvæmt ársreikningi? Er það ekki frekar lítið? Hvað með að nú stendur upp bærinn með engin völd yfir framleiðslunni né getur ráðstafað henni og missir hugsanlega af tekjum vegna orkusölu til álvers, gagnavers og annars sem fer af stað í framleiðslu á næstu árum. Hefði ekki veirð betra að halda þessu þarna? Bara spyr, fávís maðurinn.
En svo í dag byrja málin aðeins að skýrast með fjármögnunina. Jú, fjármögnun á kaupunum eru í gegnum erlent, kanadískt fyrirtæki Magma Energy. Verðlaun fyrir aðstoð við fjármögnun, er 10,8% hlutur í HS Orku. Svo skemmtilega vill til, að á sama tíma eru GGE heitir fyrir hlut OR og Hafnarfjarðar í HS Orku(sala er í gangi), sem myndi þýða algjör yfirráð . Í framhaldi myndi svo Magma Energy eiga þess kost að eignast meir af HS Orku eða eins og segir í fréttinni:
"Erlendu fjárfestarnir gætu síðan eignast enn stærri hlut í HS Orku, sem er framleiðslu- og söluhluti þess sem áður var Hitaveita Suðurnesja, með hlutafjáraukningu í félaginu."
En hvaða fyrirtæi er þetta og hverjir eiga það? Þetta fyrirtæki sem er stofnað 2008, hefur það háleita markmið að vera eitt aðaljarðvarmafyrirtæki heims og er skyndilega að færa út kvíarnar þrátt fyrir að það sé fyrst og fremst með starfsemi í BNA og S-Ameríku. Ósköp lítið er hægt að finna um eigendur þess eða hverjir eru á bak við fyrirtækið nema þá kannski að nokkrir stjórnendur og stjórnarmeðlimir tengjast Pan American Silver Corp. og svo má finna eftirfarandi í einni fréttinni á síðu Magma Energy:
"We are rapidly building a global business and I am very proud that we now have great shareholders from Canada, the USA, Bahamas, Switzerland, London, the Gulf region and Singapore. hese include retail investors, major financial institutions, a large Alberta-based gas utility company, and the investment company of one of the world's most prominent individuals. In addition, all senior members of our management team are shareholders."
En á meðan við vitum ekki meir um hluthafahópinn nema þessa loðnu frétt og e.t.v. það tengist námufyrirtækinu, þá hef ég þrjár samsæriskenningar um hverjir standi í raun á bak við fyrirtækið. Sú fyrsta er mjög einföld, að þetta sé fyrirtæki sem er í eigu Century Alumninum sem er í Kanada(ef mig minnir rétt). Augljóslega er það mjög hagstætt að vera einn stærsti atvinnurekandinn á Suðurnesjum þegar Helguvíkur-álverið er komið af stað og því ekki að eiga orkuframleiðslufyrirtækið einnig með öllu tilheyrandi og tryggja eiginlega yfirráð yfir atvinnulífi þarna og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú alltaf verið soldið heitur fyrir fyrirtækjaræðinu. Draumalandið, anyone?
Svo er það önnur kenningin sem sprettur upp úr kunningjaspillingu Íslands og Sjálfstæðisflokksins. Ef við skoðum nú það að Sjálfstæðisflokkurinn er með völdin yfir OR og HS, þá er mjög líklegt ef ekki alveg borðliggjandi að þeir telji að eigur almennings eigi að fara undir "réttar "hendur vina flokksins. Áður minnitst ég á hann Glúm öfgafrjálshyggjumann og við það tækifæri er skemmtilegt að líta aðeins á fyrirtækið Arctic Finance sem sér um útboðið fyrir OR. Aðalmaðurinn í því fyrirtæki er maður að nafni Bjarni Þórður Bjarnason, fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans sem stofnaði fyrirtækið ásamt öðrum félögum úr Landsbankanum eftir hrun. Bjarni þessi var svo í stjorn Heimdalls ásamt honum Glúmi, Sigríði konu hans, Sigurði Kára, Friðjóni nokkri kenndum við bláar appelsínur og öðrum illa súrum rjómum öfgafrjálshyggjunar. Þegar svo Bjarni og félagar hans í Arctic Finance eru svo nánar skoðaðir, má þar sjá að margir þeirra unnu við stórverkefni á borð við yfirtöku Novator á Actavis, fyrir manninn sem ætlaði að kaupa Ísland upp á bruna-útsölu, Ís-Björgunarkónginn Bjögga Thor. Bjöggi hefur nefnilega einnig hagsmuni á því að eignast orkuframleiðslu á þessu svæði, hann er að setja upp gagnaver í gegnum Verne Holding á Suðurnesjum, og hví ekki að tryggja sér ódýra orku og græða í leiðinni? Hann hefur einnig verið í hávegum hafður af Sjáflstæðismönnum síðan Davíð Oddson söng útrásarsöng fyrir Björgúlfs-feðga. Veik kenning en skemmtileg engu að síður og smellpassar við Ísland Sjálfstæðisflokksins.
En svo er þriðja kenningin sem er sára-einföld og hægt að lýsa í einni setningu.
Bjarni Ármanns er að koma heim.
Kanadískt félag kaupir í HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hérna er kort frá heimasíðu Magma energy sem búið er að pinna þá staði sem þeir eru með vinnustöðvar, ef skoðuð er litla myndin sést svolítið merkileg staðsetning á pinna að mínu mati
http://www.magmaenergycorp.com/s/Projects.asp
Kveðja
Hilmar
Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 21:59
Ég hlakka ekki að fá Bjarna Ármannsson heim, hann er nágranni minn. Mér fannst hann best geymdur í Noregi með alla milljarðana sem hann græddi á sölu hlutabréfanna sinna korteri í hrun....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2009 kl. 01:52
Þetta er athyglisverðar kenningar. Við þurfum svo sannarlega að halda vöku okkar.
Margrét Sigurðardóttir, 29.6.2009 kl. 06:29
Það tók suðurnesjamenn ekki nema tæp 20 ár að borga upp fjárfestinguna af Hitaveitu Suðurnesja.
Þetta er allt mjög loðið. Selja fyrirtæki allar eignir HS, nema landsvæðið. Landsvæðið gefur suðurnesjamönnum engan rétt til eins eða neins, landið er bara leigt út til 99 ára eins og venjan er, og ekkert meira um það að segja, ekkert frekar en þegar A leigir K land á 10 þús á ári, þá er A ekkert að skipta sér af hvernig hús K er að byggja eða sýsla yfir höfuð, svo lengi sem það er innan laga og reglna.
Geysir Green er í eigu Atorku og fleiri fyrirtækja. Þau eru flest í greiðslustöðvun.
Það var gefið út skuldabréf sem á að nota til að borga kaupin næstu sjö árin. Hver fjármagnar þetta? Ekki þó einhverjir fjárfestar? Líklega verður bara orkuverðið hækkað eitthvað eða farið í eitthvað bix til að ná þessu inn. Hitaveita Suðurnesja er hagkvæmasta orkuveita landsins. Það kostar sama og ekkert að pumpa þessu vatni á markað. Suðurnesjamenn eru enn og aftur að pissa í stígvélið sitt. Það er farið að flæða út úr því sýnist manni.
joi (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 15:34
Takk fyrir þennan pistil Aggi. Það er allt of margt sem fer fyrir ofan garð og neðan í blöðunum, gott að fá svona samantektir og vangaveltur.
Einar Karl, 30.6.2009 kl. 23:06
Flottur pistil en má til að setja inn slóð sem vísar á frábæra færslu Ævars Rafns um sama efni.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2009 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.