Að lýðskruma sig til valda

Um daginn skrifaði ég svo að þetta rotna, spillta fullveldi sem skapað var hér, mætti fara til fjandans mín vega. Ekki hafði mér þó órað fyrir því að þessi orð myndu heyrast alla leið inn í ruslakompu helvítis þar sem landsins forni fjandi sat við smásagnaskrif og gefið honum þær hugmyndir að nú væri komnn tími til að kveikja bál á ný, íklegast í þeirri von um að það gæti komið mönnum hins rotna, spillta fullveldis, yfirráðin á ný.

En er það tilviljun að viðtalið birtist nú?Nei, svo held ég ekki. Síðastliðnar vikur hefur nefnilega glytt í ansi marga kunnuglega takta þeirra sem vilja ná völdum á ný. Fyrst steig fram pólitískt hundspott sem troðið var í dómarastól í þakkarskyni fyrir að hafa bitið alla þá sem dirfðust að efast um orð húsbónda síns við briddsborðið, og rolluhjörðina sem tilbað þennan Félaga Napóleon líkt og um Krist á krossinum væri um að ræða. Reyndar var tilbeiðslan rolluhjarðarinnar svo sannfærandi að Félagi Napóleon tilkynnti það í ræðu nýverið að hann væri Kristur á krossinum og hjörðin reis upp, klappandi af fögnuði yfir því að hann viðurkenndi nú loks þann helga sannleika sem prédikaður hafði verið af Félaga Hannesi um áraraðir.

Fleiri hafa bættust þó í leikinn, froðufellandi eins og þeir hafi smitast af hundaæði eftir að dómarahundur húsbóndans glefsaði í þá eða af eintómi geðvonsku, hins freka, spillta krakka sem eyðilagði leikfangið sitt og vill nú fá það aftur á kostnað annara. Öskrin og óp lýðskrumsins ná hæstu hæðum í málflutningi hins nýja forystusauðs rolluhjarðarinnar sem á köflum virkar eins og of trekkt leikfang frænda sinna sem dreymir um að mynda N1-ríkistjórn líkt og var í þeirri gullgrafaratíð hins rotna, spillta fullveldis. Varla sakar heldur að þeirra mati að fá sérstakan velgjörðarmann í lið með sér, velgjörðarmanninn sem hringdi sérstaklega í forstjóra N1 til að láta hann vita að hann fengi gjaldeyri til bensínkaupa.

Ekki er það þó bara forystusauðurinn ungi sem lætur svo, heldur mátti sjá glitta í, forsmáðan sauð með einkavinavæðingarglampa í augum og vasa fulla af ávísunum frá hinum tæra snillingi IceSave og fyrirtækisins sem olli því að talað er um FL-okkinn í hæðnistóni. Nokkrar körfur ætlar hann að skora til að koma sér í fjölmiðla og gera sig að breiðum sauð á ný, þrátt fyrir að hornin hafi misst fyrir kosningar, eða hvað, var kannski bara greitt yfir(eða fyrir) hornin?

Fyrir utan veggi steinkumbaldsins sem hýsir frægasta leikskóla landsins, þá þyrpast svo stuðningsmenn lýðskrumsins að, til að geta glefsað og náð til valda án tilliti til afleiðnga fyrir þjóðina. Hverjir munu græða á því fyrst og fremst? Er það almenningur? Nei. Er það þjóðin öll? Nei. Þeir sem róa öllum áttum í að koma FL-okknum til valda á ný, eru að gera það annarsvegar út af persónulegum hagsmunum og svo þeim hagsmunum sem hinir örgu sauðir rolluhjarðarinnar vilja þjóna: kvótagreifum, auðmönnum, bankamönnum og ýmisra valda-ætta sem hafa hag af því að FL-okkurinn sé við völd. Það er nefnilega nú verið að taka á málum sem snerta hagsmuni þessara aðila, málum sem þarf að stoppa með öllum tilltækum ráðum að þeirra mati.

Og hver eru sum þessara mála sem þarf að stöðva? Breytingar á kvótakerfinu sem skerða hagsmuni kvótagreifa sem keyptu sér heilan fjölmiðiil fyrir baráttuna, þann fjölmiðil sem nú er notaður fyrir áróðursviðtal sem er í umræðunni. Rannsókn á bankahruninu og ábyrgð manna sem tengjast FL-okknum, manna sem reyna að firra sig allri ábyrgð líkt og sá sem hjalar nú.Stjórnkerfis og stjórnarskrárbreytingar sem veikja ægisvald fámenns hóps á "lýðræðinu", hóps sem telur sig vera herrastétt þessa lands. Svo að lokum er það sem er mesta ógnin í augum þeirra: að hér rísi upp réttlátt, nýtt samfélag þar sem rotnum og ónytum stoðum þeim sem þessar valdaklíkur eyðilögðu, verður kastað inn í ruslakompu helvítis svo landsins forni fjandi hafi eitthvað til að orna sig við þar.

Tækn og tólin sem nú er beitt, eru ill tól lýðskrums af hálfu þessara FL-okksmanna og tækifærið sem þeir sjá nú, er hinn veiki blettur er kallast samningurinn um IceSave, því reiði fólks er skiljanleg í þessu einstaklega umdeilda máli. En reiðin getur blindað fólki sýn á hverjir séu að berjast gegn einhverju vegna raunverulegrar sannfæringar eða eins og er í tilfelli þeirra  FL-okksmanna sem FL-okkast undir arm þann er kenndur er við nýfrjálshyggju Davíðs og hagsmunaaðila þar, lýðskrum til að ota sínum tota að. Sagan hefur kennt okkur að þegar slík öfl fá að nýta sér tækifærin, þá leiðir það til skelfilegrar útkomu fyrir þjóðir heims, og nægir að benda á annan illræmdan samning: Versalasamninginn, þar sem lýðskrumandi afl nýtti sér tækifæri til að ná völdum, með hryllilegum afleiiðngum.

Horfum því gagnrýnisaugum á þá skyndilega hugarfarsbreytingu sem FL-okksmenn sumir sýna, þar sem hylltu áður gerðan samning sinna manna, og leikræna tilburði sýna nú á þingi. Horfumst einnig í augu við það að ekki eru allir sem samþykkir eru manni, vinir né ekki eru allir sem er ósamþykkir manni, óvnir sem vilji illt. En umfram allt vörumst lýðskrumsherferð þeirra nýfrjálshyggjumanna, öfgafullveldissina og þjóðernishyggjumanna, kvótagreifa og annara áhrifavalda innan Sjálfstæðisflokksins, sem vilja nýta sér meðbyr mótstöðu við IceSave-samninginn.

Þjóðin hefur nefnilega ekki efni á því að gerast grastorfa þeirrar rolluhjarðar á ný.

 


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Amen á eftir efninu.

Þór Jóhannesson, 5.7.2009 kl. 15:56

2 identicon

Mér sýnist nú fyrirsögnin þín og ýmislegt í textanum eiga við um Steingrím sjálfan!

Postuli (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:17

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Grimmur - og góður!

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.7.2009 kl. 10:51

4 Smámynd: Kama Sutra

Það er sko engin tilviljun að karlfauskurinn hendir þessari sprengju inn í samfélagið á þessum tímapunkti.  Hann er að reyna að skemma og eyðileggja.

Skítlegt eðli...

Kama Sutra, 7.7.2009 kl. 06:52

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

magnaður pistill.

Óskar Þorkelsson, 8.7.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband