Frá því að kosningum lauk hef ég lítið sem ekkert tjáð mig opinberlega um Borgarahreyfinguna enda vilja fókusera meira á mál á bloggi mínu sem hafa vakið athygli mína. Svo kom þó að vegna frétta af deilum, niðurrifsumræðu á netinu og umræðu á heimasíðu um þennan ágæta fund í gær, þá setti ég inn eftirfarandi athugasemd á umræðu um fundinn í gær, sem ég vona að verði efni til umhugsunar fyrir alla meðlimi hreyfingarinnar:
"Eftir að hafa lesið yfir þetta allt saman þá get ég ekki orða bundist lengur yfir þessu öllu. Ég hef reynt að forðast það að taka þátt í umræðunni um Borgarahreyfinguna opinberlega þó mig hafi langað til að taka undir gagnrýni. Ég er búinn að vera viðloðinn þetta frá upphafi að einhverju leyti, fyglst með, tekið þátt í kosningabaráttunni og sýnt stuðning allt þar til kom að ákveðnum vendipunkti sem var afgreiðslan á ESB-málinu.
Frá því að kosningum lauk hef ég lítið sem ekkert tjáð mig opinberlega um Borgarahreyfinguna enda vilja fókusera meira á mál á bloggi mínu sem hafa vakið athygli mína. Svo kom þó að vegna frétta af deilum, niðurrifsumræðu á netinu og umræðu á heimasíðu um þennan ágæta fund í gær, þá setti ég inn eftirfarandi athugasemd á umræðu um fundinn í gær, sem ég vona að verði efni til umhugsunar fyrir alla meðlimi hreyfingarinnar:
"Eftir að hafa lesið yfir þetta allt saman þá get ég ekki orða bundist lengur yfir þessu öllu. Ég hef reynt að forðast það að taka þátt í umræðunni um Borgarahreyfinguna opinberlega þó mig hafi langað til að taka undir gagnrýni. Ég er búinn að vera viðloðinn þetta frá upphafi að einhverju leyti, fyglst með, tekið þátt í kosningabaráttunni og sýnt stuðning allt þar til kom að ákveðnum vendipunkti sem var afgreiðslan á ESB-málinu.
Þegar ég sá þá frétt um að hluti þinghópsins hefði tekið pólitískt "charge of the Light Brigade" með barnalegri og misheppnaðri tilraun til hrossakaupa, þá féllust mér hendur. Ég varð reiður, ég varð sár, ég íhugaði alvarlega að segja mig úr hreyfingunni og gat engan veginn fengið það af mér að verja þessa ákvörðun sem voru hörmuleg mistök tekin í góðri trú að því að mér skildist. En hversvegna varð ég svona sár? Það var eiginlega ekki málið sem slíkt þó ég hafi staðið í þeirri meiningu frá því löngu fyrir kosningar, að lendingin milli ESB-sinna og andstæðinga hefði verið sú að samþykkja aðildarviðræður og að það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn, nokkuð sem ég sagði fólki í góðri trú þegar ég var spurður um afstöðu hreyfingarinnar í þessum málum og í dag stend ég uppi sem fábjáni að hafa haldið fram hlutum sem gengið hefur verið á bak orða sinna með.
En það er samt ekki aðalmálið í þessu öllu. Það sem mér finnst aðalmálið er að það sem gerðist var að þessi mistök þinghópsins fyrir utan Þráinn sem gekk út meiri maður frá þessu máli í mínum dómi, voru að reyna kúgun og hrossakaup sem voru óheil. Ég skil ástæuurnar á bak við, hræðslan við IceSave og einhver örvænting sem hefur gripið þau sem olli því að þau misstu þarna sjón af því sem skiptir mestu máli fyrir þau og okkur öll: heilindi og heiðarleiki og þeirri grundvallarreglu að tilgangurinn helgar aldrei meðölin.Þetta var og er aðalástæðan fyrir sárindum mínum því ég held að þeim hafi ekki gengið illt til, heldur misst sjónir af því sem máli skiptir fyrir alla þá sem hafa komið að Borgarahreyfingunni, þeim heilindum sem við viljum innleiða á ný í íslenskt samfélag.
Ég ákvað þó að gefa þinghópnum færi á að útskýra mál sitt, færi á að sýna auðmýkt og iðrun á mistökum sínum en fólk þarf þá að horfa í eigin barm og segja:"Ég gerði mistök, fyrirgefið mér". Þó einhver tími sé liðinn, þá hef ég enn smá von um þetta þó ég sé langþreyttur á biðinni eftir slíku og traust mitt skaddað eftir þetta.
En um þessar deilur svo innan þinghóps og þinghóps gagnvart öðrum. Það er til máltæki sem hljoðar svo: Sjaldan veldur einn þá er tveir deila. Nú er sú staða komin upp að deiluaðilar þurfa að setjast niður og horfa í eigin barm, hætta skeytasendingum í gegnum fjölmiðla, viðurkenna fyrir sjálfu sér að það hafi gert mistök eða sagt eitthvað í reiði sem hefði ekki átt að segja, sýna hvort öðru virðingu og rétta út sáttarhönd, setjast niður og tala saman án hrópa og gífuryrða þegar reiðin er horfin en umfram allt að hlusta á hvort annað sem manneskjur.
Að lokum, hvað varðar fundinn, þá skil eg alveg að fyrirvarinn hafi verið stuttur en þessir félagafundir hafa verið á dagskrá í allt sumar og hefðu e.t.v. mátt vera betur auglýstir. Tilkynningin um þennan fund barst frekar seint en ég skil alveg ástæðuna fyrir breytingunni, þetta var krísufundur og þingmenn allir hefðu mátt vera það ljóst að þó skammur fyrirvari væri, þá hefðu þeir átt að reyna að mæta ef kostur væri til að útskýra sín sjónarmið.
Aftur á móti var þessi fundur mjög gagnlegur þó sumir þingmanna geri lítið úr honum og baklandi grasrótarinnar sem þar mætti. Grasrótin getur nefnilega rætt saman, hún getur náð sáttum sín á mill um ákvarðanir og hún gerði það málefnalega í gær og til fyrirmyndar í sátt og samlyndi. Ef það er gagnslaust að baklandið tali saman og taki ákvarðanir, að grasrótin sé ómerkileg og ekki marktæk vegna þess að enginn þingmaður mætti að mati þeirra, þá verða þeir að líta í eigin barm og spyrja: er ég nokkurs megnugur án þessa fólks sem lagði alla þessa vinnu og krafta af óeigingirni í þeirri trú að hægt væri að breyta samfélaginu til hins betra? Vill ég glata trausti, stuðningi og virðingu þessa fólks?
Sættist nú, góða fólk, ekki bara fyrir ykkar sálarheilla heldur einnig vegna hreyfingarinnar og þeirra mála sem við vildum koma á framfæri. Persónulegar erjur eru smámál sem hægt er að leysa auðveldlega, smámál sem blikna í samanburði við stórmálin í samfélaginu og þeir einu sem græða á þessu, eru þeir sem gleðjast yfir óförum þessum.
Bið ykkur vel að lifa,
Agnar Kr. Þorsteinsson eða Aggi"
Sem auka-athugasemd við þetta, þá ætla ég ekkert að velta mér frekar upp úr þessu máli í bili, heldur sjá hverju framvindur á tímum mikilla sviptivinda yfir landinu því það eru aðrir og stærri hlutir sem ég hef áhyggjur af.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst til fyrirmyndar í þessum pistli hvernig þú hefur þig yfir erjurnar með því að flytja ekki skoðun þína á einu máli yfir í að fara í flokkadrætti í öðrum málum. Frábærar tillögur komu frá félagsmönnum á fundinum í gær og gagnrýni á stjórn var réttmæt og vel tekið. Ég er sammála þér um gagnsemi fundarins. Fundarmenn sýndu með almennri þátttöku sinni í umræðum að Borgarahreyfingin getur talað sig í gegnum átök og viðhaft heiðarleg og opin skoðanaskipti.
Margrét Sigurðardóttir, 7.8.2009 kl. 16:20
tl;dr
Rúnar (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:36
Mér finnst þetta flott bón hjá þér og get verið algjörlega sammála.
Finnst reyndar að þetta ætti að tilheyra öllu sem kemur að manneskjunni!
Takk og endilega haltu þessu áfram - jákvæðni borgar sig:)
Kær kveðja,
Ginna.
Gunna (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 02:30
Ég var sáttur við alla þingmenn Borgarahreyfingarinnar eftir ESB málið. Nú kemur Þráinn og vill reka hin? Mætir ekki á þingflokksfundi og reynir ekki að ræða málin. Er það ekki dæmi um að verið sé að banna þingmönnum að fara eftir eigin sannfæringu?
Birgitta kom með afar góðar skýringar af hverju hún, og Þór Saari gætu ekki mætt á þennan fund. Ef vilji er til að þingmenn mæti á fundi, verður þá ekki að boða þá fundi í samráði við þá? Átti Þór Saari að sleppa fundi í Alþingisnefd um IceSave til að mæta á þennan fund?
Ég hef tekið eftir því að fólk sem er í forystusveit Borgarahreyfingarinnar og kemur fram í blogg-heimum er fullt vandlætingar yfir þessum einu mistökum meirihluta þingflokksins. Já, 3/4 þingflokksins var svo ofboðið í IceSave að þau gengu gegn fyrri loforðum. Það endurskoðaði afstöðu sína. Það tók, guð forði mér, sjálfstæða afstöðu - eins og það er kosið til. Það getur verið að þú og fleiri hafi ekki heyrt afsökunarbeiðnir þeirra, en ég hef lesið öll þeirra blogg, og þeirra afsökun, og sannfæring, er skýr í mínum huga. Eru bjálkarnir virkilega svona stórir í augum þessa fólks sem ég minnist á hér á undan, að það geti ekki sæst við þessa einu flís sem finna má í þingflokknum.
Væri það trúverðugt fyrir Borgarahreyfinguna, sem nóta bene fer upp í 8% fylgi eftir þessar aðgerðir, að skipa út meginhluta þingflokksins og láta nýtt fólk setja sig inn í öll mál og allar nefndir? Eru varaþingmenn tilbúnir að hoppa inn og hegða sér þar án þess að mega stíga eitt einasta feilspor? Er það fólk tilbúið til að vera á vakt svo til allan sólarhringinn? Ég hef séð að Birgitta og Þór eru tengd inn á bloggið langt fram eftir nóttum? Er það dæmi um þingmenn sem ekki er annt um það sem þau standa fyrir.
Í guðanna bænum, kíkið nú aðeins í spegil, þið vandlætingarfólk, og athugið hvort að þið munið eftir nokkru sem þið sjáið eftir í lífinu, og hvort að allir sem að þeim málum koma hafi fengið nægilegar afsökunarbeiðnir.
ES: Atkvæði mitt í síðustu kosningum er það atkvæði sem ég er stoltastur af á þeim aldarfjórðungi sem ég hef mátt kjósa. Það hef ég sagt áður, og segi enn.
Góðar stundir.
Billi bilaði, 8.8.2009 kl. 02:47
Ég er alveg ringluð á þingmönnum Borgarahreyfingarinnar á þinginu. En ég skil samt ákvarðanir Þórs, Birgittu og Margrétar. Ég er eiginlega mest hissa á Þráni Bertelssyni, hann er ekki að vinna með hinum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2009 kl. 03:41
ES: Agnar. Ég vil taka það fram að frústrasjónir mínar út í Borgarahreyfingarfólk eru ekki komnar til af þínum skrifum, þó svo að ég hafi blásið aðeins út hér. Þessi pistill hjá þér er málefnalegur og góður, eins og þau skrif þín önnur sem ég hef lesið.
Billi bilaði, 8.8.2009 kl. 04:03
Borgarahreyfingin þarf meðal annars að gera tvennt að mínu mati:
1. Að stefna af því að verða jafn lýðræðislegt afl og aðrar stjórnmálahreyfingar. Efla vægi stjórnar, starfshópa og félagsfunda í ákvarðanatöku og afstöðu hreyfingarinnar til einstakra mála.
2. Þegar markmiði eitt er náð þá þarf Borgarahreyfingin að verða lýðræðislegri en aðrar stjórnmálahreyfingar. Fundað verði reglulega með þingmönnum og afstaða til einstakra mála rædd. Allir þeir sem þess óska geti mætt á slíka fundi með málfrelsi og tillögurétt.
Jón Kristófer Arnarson, 8.8.2009 kl. 12:43
3. Virða það þegar þingmenn fylgja sinni sannfæringu í einstökum málum, og gefa þeim tækifæri til að sanna sig í því að vinna að því sem er hreyfingunni fyrir bestu.
Billi bilaði, 8.8.2009 kl. 13:39
Vona að ykkur gangi vel að sætta þingemnnina því þjóðin þarf á Borgarahreyfingunni að halda óskiptri og einbeittri í þjóðmálaumræðu komandi ára.
Héðinn Björnsson, 10.8.2009 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.