Samstöðu-spuni þjóðernishyggjunar

Mér er heitt í mansi núna enda fylltist mælirinn nú af dropum ógeðfellds áróðurs. Hver er ástæðan? Í gærkvöldi sá ég ábendingu um auglýsingu frá InDefence sem ég hef verið frekar tortrygginn í garð vegna annarsvegar tengsla þeirra við Framsóknarflokkinn og svo hinsvegar framkoma þeirra í tengslum við nýlegan borgarafund þar sem þeir eignuðu sér fundinn í fréttatilkynningum þrátt fyrir að vera eðeins gestir í boði aðstandenda Borgarafunda.

Það fauk hressilega svo í mig þegar ég sá þessa auglýsingu þó ég hafi verið orðinn nett pirraður yfir ábendingunni, því hún innihélt það sem ég fyrirlít framar öllu: þjoðernishyggjulegt myndmál notað í pólitískum myndmáli. Þar var flennistór mynd af styttunni af Jóni Sigurðssyni grenjandi eins og að hann hefði veirð neyddur til að hlusta á ræður Bjarna Ben og Sigmunds Davíðs einhvers staðar í þröngum fangaklefa í leynifangelsum CIA. Myndmálið var augljóslega til að sýna að hann gréti yfir IceSlave-samningnum sem Bjarni Ben hafði lofað rétt fyrir jól en þótti nú grátlegur, en tónninn sjálfur undirniðri er alvarlegri á margan hátt.

Síðustu daga hafa nefnilega birst fleiri auglýsingar í svipuðum dúr þar sem Jón Sigurðsson er notaður í svipuðum pólitískum tilgangi þar sem gefið er í skyn ákveðinn hótun til þingmanna með orðalaginu:„Kæri þingmaður. Afstaða þín mun aldrei gleymast í Icesave deilunni – kjóstu gegn ríkisaábyrgð“ af ónafngreindum aðilum sem kalla sig Áhugafólk um framtíð Íslands.Þetta áhugafólk er þó ekki annað en yfirvarp yfir Samtök Fullveldissinna sem eru öfgaþjóðernishyggjumenn sem fara einnig hamförum við að auglýsa upp þennan fund og berja á trommur þjóðernisrembings í pólitískum tilgangi. 

Þegar þessar auglýsingar báðar eru svo skoðaðar í samhengi þá má lesa út úr þeim ákveðin skilaboð. Ef þú telur að það eigi að fara samningaleið eða hugleiðir einhverjar aðrar lausnir en þá sem InDefence og Fullveldissinar vilja, þá ertu föðurlandsvikari. Þar sem IceSave-málið er einnig blandað við ESB til að ná fram markmiðum fullveldssina og Sjálfstæðisflokksins sem þeir flestir, ef ekki allir tilheyra, þá ertu landráðamaður og vei þér, ef þú skyldir minnast á í þeirra hópi að Davíð beri einhverja ábyrgð á hruninu og skuli stinga inn, þá ertu nefnilega orðinn sekur um guðlast. Semsagt ef þú fylkir þér ekki á bak við grátandi Jón Sigurðsson, þá ertu lydda sem vilt skríða fyrir útlendingum, landráðamaður eða föðurlandsvikari í bland við hefðbundið blótsyrði hægri öfgamanna: kommúnisti eða Samfylkingarmaður. 

Þessar þjóðernisöfgar fylla mig alltaf af velgju, velgju þess sem veit að þeir sem spila á slíkt í pólitískum tilgangi, eru með hrient lýðskrum í valdabrölti eða til að fá hrætt fólk á sitt band hvort sem það er að mótmæla einhverju máli, senda hermenn til Íraks til að berjast fyrir föðurlandið eða enn verri hluti sem má lesa í sögubókum. 

Ég veit það allavega að ég mun ekki mæta á þennan samstöðu-fund spunameistara þeirra afla sem eru að nýta sér IceSave-málið inn á þingi til að ná völdum á ný. Ég veit það allavega að ég mun ekki mæta á samstöðufund sem þjóðernisöfgamenn auglýsa grimmt mitt á milli þess sem þeir tala um að vinstri menn séu landráðamenn, samkynhneigðir séu óæskilegir í samfélag manna og að múslimar séu ógn við hinn hvíta, kristna kynstofn, jafnvel þó það kitli mig aðeins að mæta dulbúinn sem vinstrisinnaður, samkynhneigður múslimi til að sjá viðbrögð brúnstakkalegra Samtaka fullveldissina sem telja sig eina hafa rétt a skoðunum hér á landi.

En nei, ég held ég haldi mig bara heima og rifji upp myndina Triumph of the will  til áminningar um verstu afleiðingar þess að þjóðernishyggja sé spunninn inn í pólitískt lýðskrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomlega sammála!!!

Ég vildi vera að gera svo margt annað þegar Jesús snýr aftur en að standa með Bjarna Harðarsyni, Jóni Vali Jenssyni og Halli Hallsyni niðri á Austurvelli í einhverjum bjánagangi.

marco (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:10

2 identicon

Úpps!!

Þarna brást mér hraðlesturinn.

Ekki vera svo vitlaus að blanda íslam inn í þetta mál.  Ef ég mætti velja milli þess að lifa í íslömsku ríki eða með Jón Val Jensson sem einræðisherra þá veldi ég Jón Val án þess að depla auga.

Ótrúlegt dekur vatnsgrautarmiskunnsamra vinstri manna við helstefnuna íslam getur aðeins leitt til tveggja niðurstaðana.

Íslamskt ríki eða meira og minna fasískt ríki.  Í aðdragandum verða til fleiri og fleiri Gaza-svæði um öll vesturlönd.

Opnaðu augun maður!!!

marco (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Skondið að spyrða saman Halla, Bjarna og Jón Val. Þetta eru allt menn sem ég er svo hjartanlega ósammála í nánast öllum málum sem þeir hafa tjáð sig um.

Þjóðremban er alltaf fylgifiskur þegar óheiðarlegur tilgangur og lýðskrum ráða för. Jón Sigurðsson á ekkert sameiginlegt með fólki sem er haldið skammsýni og smásálarhætti.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Macro: hvað meinar þú með Gaza svæði?

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.8.2009 kl. 12:20

5 identicon

Íslömsk gettó sem verða svo róstursöm og illskeytt að þau einangrast.  Vísir að þessu er komið fram víða um Evrópu.

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að aðstæður eru miklu mun flóknari á Gaza-svæðinu sjálfu.  

marco (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:28

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Takk Aggi - þú hefur yfirvegunina til að koma orðum yfir hlutina. Ég hef ekki þessa yfirvegun en hér dregur þú saman nákvæmlega það sem er að gerast kl. 17:00 í dag og sviptir hulunni (sem einhverra hluta vegna sumir sjá ekki) af þessum öfga hægrimönnum í InDefence og Samtökum íslenskra Nasista, en þar virðast skoðanir þessara tveggja hópa einstaklega samhljóma.

Verst þykir mér að fjöldi fólks sem veit ekkert hvaða öfl eru þarna að baki ætlar að mæta til að mótmæla IceSave!!!

Þór Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 12:34

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mér þykir mjög fyndið að sjá þið spyrða saman andstöðu við ESB og öfgaþjóðernishyggju. Þú hefur greinilega ekki hundsvit á því sem þú ert að raupa um.

Talandi um Trimph des Willens,- var sá vilji og draumur ekki sameinuð Evrópa?

Reducto ad Hitlerum rök sýna aðeins rökþrot þín.

Og Þór...

...er ekki svaraverður hér frekar en annarsstaðar.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 12:39

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

hahaha - hér höfum við snilldarsýnishorn af því sem Aggi er að reyna að benda á í athugasemd 7.

Þór Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 12:48

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bíddu, Þór, þú ert maðurinn sem kallaðir mig og félaga mína sem mótmæltum flokkakerfinu (og stóðum í fremstu röð alla búsáhaldabyltinguna) bytingarsvikara fyrir það að ganga ekki beint í flokk og sjúga spena spillingarinnar, eins og þú gerðir... ekki satt?

...ég held að þú haldir áfram að vera ó-svaraverður.

Annars er ég að rita grein um þetta raup ykkar flokkshollustumanna um öfga þjóðernishyggju. Ég vil Ísland frjálst frá ESB. Ég vil ekki borga Iceslave. Samt hef ég staðið í 'Anti-fa' alla mína tíð og mér er illa við að vera flokkaður undir kollektív hugtök eins og þjóð eða kynþátt.

Þér yrði líkast til brátt í brók ef þú hittir alvöru þjóðernishyggjumann.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 12:56

10 identicon

Ja hérna! Þetta var hressilegur reiðlestur. Ég er ekki sammála neinu sem þarna stendur, en ferlega var skemmtilegt að lesa þetta. Ég vil gjarnan bjóða þér á spjall við meðlimi InDefence til að þú getir bent mér á alla hægri öfgamennina í hópnum. Við erum greinilega stórhættulegt fólk.

Jóhannes Þ. (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:08

11 identicon

Flott Aggi, ég er alveg sammála þér. Ég man ekki nöfnin á þessum köllum (eingöngu karlmenn í forystu InDefence), en a.m.k. einn þeirra er í náhirð sjallanna.

Rósa (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:41

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Eru VG eða XS skárri en helvítis sjallarnir eða framsóknarafturhaldið?

Fari flokkarnir allir í fúlan pytt og fald-haldandi fylgissveinar og meyjar þeirra með!

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 14:01

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Taktu nú aðeins málefnalegri afstöðu til þess sem verið er að krefjast í stað þess að vera að fara á limminu yfir öðrum skoðunum sumra þeirra sem mæta eða myndmáli auglýsinga þeirra.Þarna er hópur af fólki að krefjast þess að ekki verði skrifað undir samninga sem þjóðin ráði ekki við að standa við, nema með því að leggja sig niður sem samfélag. Það er nú allt og sumt.

Ég efast um að ræðumenn séu sammála um margt annað en að ekki eigi að leggja þyngri byrgðar á almennt launafólk vegna þessa samnings en að það geti risið undir því. Ég þekki ekki Jóhannes en InDefence hópurinn hefur haldið uppi málefnalegri gagnrýni á samninginn sem stjórnvöld hafa átt erfitt með að svara, Einar og Andrés eru sannfærðir vinstrimenn sem vilja að reikningnum sé vísað til auðvaldsins og Elínbjörg er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins en ég þekki hana úr fjölskyldusamhengi og það er fráleitt að kalla hana einhvern öfgahægrimann og minnihlutahópahatara.

Ég verð því að vera algerlega ósammála þér í afstöðu þinni til fundarins og vona þú farir ekki að telja mig vera nasista þó ég mæti þangað og leggi málstað þingflokks Borgarahreyfingarinnar, vinstriarms VG og annars gegns vinstrifólks liðsinni. 

Héðinn Björnsson, 13.8.2009 kl. 14:24

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Héðinn þú ert ekki vinstri maður fyrir 5 aura ef þú skrifar svona til að afsaka það að þú viljir nú ganga í falskt faðmlag auðvaldsins.

Þór Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 14:47

15 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jæja Þór...

...hver er aftur byltingarsvikari?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:04

16 identicon

Þór og J. Einar!

 Þið hljómið eins og draugar aftan úr myrkri fortíð Alþýðubandalagsins. 

Byltingarsvikari???

Eruð þið að tala í alvöru?

marco (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:08

17 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég hef aldrei kallað þig byltingasvikara (sem er n.b. mjög ákjósanlegt og gott hugtak marco) en ég hef kallað þá sem ganga í faðm auðvaldsins það. En ég veit ekki hvaða byltingu þú ert að vitna í en ég er að vitna í byltingu öreiganna - einu sönnu BYLTINGUNA sem aldrei hefur náð alla leið þó vissulega styttis í hana ef fólk hættir að gleypa við lygum auðvaldsins.

Þór Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 15:10

18 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Orð í tíma töluð AK-72. Við höfum orðið fyrir miklu áfalli sem auðvelt er að upplifa sem niðurlægjandi. Við slíkar aðstæður er kjörjarðvegur fyrir fasisma og þjóðernisrembing. Á milli fasismans eins og hann birtist á Íslandi og nazisma Þjóðverja stendur ekkert nema munur stærðar og máttar. 

- Þegar óumræðilega erfið og flókin úrlausnarefnin taka sem eðlilegt er tíma og krefjast undirbúnings og umræðu og átaka kemur fram krafan um eitt land, eina þjóða og einn foringja, alráðan sem spyr engan neins heldur skipar bara fyrir,  - einn Dabba ... - sieg h...

Fyrr eða síðar leiðir það svo til verstu hörmunga (sem í reynd stjórnartími Dabba hefur þegar leitt til) þar sem stefna og ákvarðanir einræðislegar foringja eru alltaf án djúprar ígrundunar eða yfirvegunar sem samræðan ein og átök sjónarhorna getur gefið og teknar frá þröngri sýn einnar stefnu og eins manns eða já-bræðra.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.8.2009 kl. 15:11

19 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þór kallaði félaga minn (sem stóð við hlið mér alla uppreisnina í vetur þar sem við mótmæltum fjórflokkaspillingunni og aumingjaskap alþingis) byltingarsvikara fyrir það að vilja ekki ganga í VG...

...ég er aðeins að vísa til þessa orða hans.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:11

20 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ein Jóka?

Komm the fökk on.

Þið eruð fastir í sovéthugsunarmáta.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:12

21 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvaða félagi þinn var það - hann hefur nú alveg örugglega sagt eitthvað meira en það hann vildi ekki gang til liðs við VG, það er morgunljóst.

En ef menn ætla að skreyta sig með hugtaki Byltingarinnar þá er nú samt lágmarkskrafa að þeir hafi örlítið vit á því um hvað byltingin raunverulega snýst.

Þór Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 15:27

22 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þór, byltingin snýst ekki um stuðning við VG, svo mikið er víst.

 Félagi minn, hann opinberar sig sjálfur ef hann vill.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:31

23 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur með þjóðernishyggju heldur eru þeir mellur bilderbergs sem eru alþjóðassamtök sem stjórna flest öllum heiminum

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.8.2009 kl. 15:34

24 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég get ekki stuðið stjálfstæðisflokkinn því hann er ekki haldinn nægri þjóðernishyggju fyrir minn smekk

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.8.2009 kl. 15:35

25 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar fólk telur að ég sé öfgaþjóðernissinni, en konunni minni, fyrrum sambýliskonu og fósturbörnunum mínum finnst það enn fyndnara.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.8.2009 kl. 15:37

26 Smámynd: Þór Jóhannesson

Byltinginn snýst um (í örstuttu máli) að almúgamaðurinn (öreiginn) bylti auðvaldinu sem kúgar hann! Þetta alda gömul hugmyndafræði frá Marx karlinum (fyrst skrifað 1848) og á ennþá fullkomlega við í dag. VG er ekki fullkominn flokkur en sá eini sem stendur eitthvað nærri þessum hugsjónum þó Steingrímur J. virðist genginn í björg (það sjá allir).

Þór Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 15:38

27 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Dæmi um alvöru þjóðernissinaða flokka sem eru góðir eru tildæmis Svissneski fólksflokkurinn, Danski fólksflokkurinn, flokkur jörg haiders(r.i.p) ,

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.8.2009 kl. 15:39

28 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þór...þú kallaðir mig byltingarsvikara fyrir það að taka afstöðu gegn flokkakkerfinu. Mótmæltu endilega eigin orðum..hehehe...en þú, Þór, hreint og beint stærir þig af þátttöku í einum af flokkunum sem eru að ríða þér í rassgatið.

Þú meira að segja lést í það skína að rétt væri að hantera mig líkamlega...sem ég bauð þér að reyna endilega og bíð enn! 

Þú skreytir þig með byltingu sem þú drullar yfir við hvert tækifæri...enda afar stórt rassgat.

Ég fylgdist með þér breytast úr hugsjónamanni í pólitíska hóru....verði þér að góðu með það, en þú ættir að spara stóru orðin í garð þeirra sem sjá stóru myndina án þess að setja upp flokksgleraugun...ósjálfstæði er ekki það sem við þurfum núna, svo þú ættir að einbeita þér að því að gera það sem þér fer best; að kyssa vöndinn.

Haraldur Davíðsson, 13.8.2009 kl. 15:40

29 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er ekki vinstristefna að vilja láta almenning borga skuldir auðvaldsins án þess að taka þá í það minnsta eignir auðvaldsins upp í þær skuldir sem verið er að borga. Ef stjónin hefði líst yfir vilja til að þjóðnýta upp í skuldirnar sem bankahrunið olli hjá útrásarpeśunum, fjármálabröskurunum, kvótakóngunum og álverunum hefði ég verið tilbúinn að styðja það. Meðan að á að ná í peningana hjá öldruðum, láglaunafólki og öryrkjum og leyfa auðvaldinu að halda öllum sínum eignum svo þeir geti keypt okkar veraldlegu eignir upp á slikk og fyrir ný lán í nýendureinkavæddu bönkunum sem þeir geta svo sett aftur á hausinn, mun ég halda áfram að berjast fyrir breyttri stefnu.

Ég bylti ríkisstjórn til að fá breytta stefnu og hart sótt að þeim sem settu landið á hausinn. Meðan ekki hefur verið breytt um stefnu mun ég halda áfram baráttunni hver sem situr í stjórnarráðinu og hver sem stendur á torgum.

Héðinn Björnsson, 13.8.2009 kl. 15:44

30 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það er nefnilega það Þór.

Finnst þér byltingin í vetur hafa heppnast?

Komust ekki vinstriflokkarnir til valda?

Þegar K. Marx og J. Engels reitu ávarpið í London 1848 var landslag heimsins annað en í dag. Síðan hefur sósíalismi verið reyndur og hann virkar ekki frekar en kapítalisminn til þess að færa aþýðunni frelsi. Marxisminn er dauður, sama hvort þú kallar hann Trotskýisma, Maóisma eða Marx-Lenínisma.

Það breytir engu hvort yfirvaldið kallar sig vinstri eða hægri á meðan það er eingöngu í þjónustu hinna ríkjandi stétta. Stuðningur þinn og annara við þessa flokka er því í besta falli hlægilegur.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 15:46

31 Smámynd: Haraldur Davíðsson

byltingin er er ekki einkamál flokksbundinnar eða stefnubundinnar dagskrár, eignarhald á byltingunni er ekki til.

Og satt best að segja er ekki rétt að Marx hafi átt upphafið að því...eða átti franska stjórnarbyltingin sér ekki stað?

Klaufaleg rök kallinn minn...

Haraldur Davíðsson, 13.8.2009 kl. 15:54

32 identicon

Þegar menn líta á byltingu á sama hátt og þú Þór, þá er stutt í félaga Beria.

Vel kontroleraður kapítalismi er eina skipulagið sem alþýða manna hefur þrifist vel í.

marco (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:56

33 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já, eða Teboðið í Boston þar sem heimamenn neituðu þeirri tilskipan konungs að þeir skildu greiða gjaldþrot Austur-Indíafjélagsins? Átti það sér aldrei stað?

Virðist nefnilega gleymast í þessari umræðu, það var nokkurskonar Iceslave mál sem startaði BNA á sínum tíma.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2009 kl. 16:03

34 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég verð að taka undir með pistilhöfundi með það að þessi mótmæli nú eru ekkert annað en útþynnt endurtekning, eftiröpun leyfi ég mér að segja.

Ég vil meira að segja ganga svo langt að halda því fram að það er hræðslulykt af þessu, hræðsla við að byltingin verði raunveruleg og áþreifanleg bylting, því er reynt að halda í það minnsta í því horfi sem reyndist "viðráðanlegt" í vetur. Það er að segja, að kerfið..fjórflokkurinn..þessi óseðjandi tilberi, haldi velli. Hafa kommarnir flett ofan af einhverju?

Eru hlutirnir gagnsæir? Uppi á borðum?

Hversvegna eru vinstri menn ekki búnir að nota þennan gríðarlega pólitíska höggþunga sem það myndi veita þeim að opinbera öll tengsl hægri pólískussa við glæpina?

Svarið er einfalt, kerfið sér fyrst og fremst um að viðhalda sjálfu sér...það einfaldlega getur aldrei annað.

Meira að segja " Þjóðin á þing " slagorðið sem hljómar annars ágætlega, er orðið sótugt og tætt eftir örstutta stund sem tannhjól í vélinni. Það er ekkert pláss fyrir hugsjónir innan kerfisins, hefur aldrei verið og mun aldrei verða.

Ég mæli enn einu sinni með að menn rifji upp hverju vinstri menn byggðu allan sinn málflutning á í síðustu kosningum...það er enginn munur á kúk og skít, nokkrir dropar af matarlit í súpuna og nýr kokkur, gera súpuna ekki að nýrri súpu. 

Haraldur Davíðsson, 13.8.2009 kl. 16:43

35 Smámynd: AK-72

Hér er líf og fjör og nettu bræður munu berjast-fílingur meðal byltingarmanna, svona þegar rennt er yfir svörin.

marco: Við vitum að við verðum alltaf ósammála um þetta og örugglega munum við taka rimmu á ný í framtíðinni um þau mál á ný, þegar sést til sólar á ný út úr þessu svartnætti okkar.

Enar: Ef þú lítur á textann aftur, þá er ég að vísa til því hvernig Samtök fullveldissina og aðrir jafnheitir í þjóðernisofstækinu láta. Ég lít t.d. ekki á Héðinn sem svarar seinna sem þjóðernisöfgamann né þó nokkra aðra sem eru andsnúnir ESB vegna þess hvernig þeir setja fram sitt mál. Aftur á móti er þetta lið sem flaggar íslenska fánunum með fullveldisstandpínu og öskrar og æpir að allir séu föðurlandsvikarar, landráðamenn og Quislingar við það eitt að telja að bera eigi að skoða ESB sem möguleika eða annað ekki að þeirra skapi, að því er ég að beina spjótum mínum að. Hvað Triumph of the will varðar þá dró ég hana fram sem lokaorð yfir það versta í þjóðernishyggju og pólitísku lýðskrumi, kannski of langt gengið en mér er nokk sama.

Héðinn: Ég les þennan fund allt öðruvísi en þú, sérstaklega eftir fréttina í Fréttablaðinu þar sem kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn hvatt sitt félagsfólk sérstaklega til að mæta. Ég er ekki að fara að mæta þarna til að standa með í Samstöðu með Gísla Frey Valdórssyni sem taldi mesta hneyksli síðasta árs vera að mótmælendur hefðu ekki veirð beittir nægilega hörðum meðölum(líklegast kylfum og gúmmíkúlum að hans mati) og félögum hans sem hæddu okkur og spottuðu allan síðatliðinn vetur, fyrirlitu okkur og hötuðu fyrir að vera ósátt við að ekki mætti snerta á Dabba og hvítflibbaglæpnunum, sama lið og taldi upphaflega IceSlave-samninginn bara hið fínasta plagg. Ég er ekki heldur að fara að sýna samstöðu þarna nður frá með Samtökum fullveldissina sem djöflast áfram með þjoðernishyggju og kallar mig föðurlandsvikara, landráðamann og Quisling fyrir það eitt að vera ekki sammála um hvaða leiðir séu bestar út úr þessum ömurlegu stöðu sem við erum komin , sömu þjóðernishyggjuöfl og fyrirlitu okkar baráttu í veturí. Hvað varðar IceSlave, þá er ég bara nokkuð sáttur við að það skuli vera komnir fyrirvarar og að það sé að nást lausn svo hægt sé að einbeita sér að því sem er mjög aðkallandi, að koma hlutunum í gang á nýjan leik.

Og hvað varðar IceSave, þá hef ég lítið þorað að blanda mér í þa´umræðu, vitnadi fúkyrðaflauminn og landráðagargið sem maður fengi fyrir að telja samningsleið betri kost heldur en að segja eins og smákrakkar:Nei, við borgum ekki. Ég óttast nefnilega meira þá leið heldur IceSave-samninginn og ég óttast nýja valdatíð Sjálfstæðisflokks fengna fram með pólitísku lýðskrumi og þjóðernishyggju, meir heldur en IceSave-samning.Hvað varðar þennan skítasamning svo og málefnalegheit þá kemur það síðar en ég sýni ekk málefnalegheit þegar kemur að svona þjóðernishyggjulegu lýðskrumi í pólitískum tilgangi. Ég lít svo á að Einar og Andrés hafi bara verið gabbaðir þarna niður eftir, þeir ágætu menn og ég hef þegar sýnt iðrun í garð Einars Más með því að fara og kaupa Hvítu bókina hans.

AK-72, 13.8.2009 kl. 17:53

36 Smámynd: AK-72

Eftir að hafa séð þetta, þá vona ég að þeir sem voru niður frá hafi lesið almennilega yfir þessum manni.

AK-72, 13.8.2009 kl. 18:04

37 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það þýðir ekkert að rétta fjármálamafíunni litla fingurinn og hélt ég að menn væru farnir að átta sig á því núna eftir að hafa verið svæfðir af ruslveitum og pólitískum eignum mafíunnar á meðan þeir voru teknir í ósmurðan afturendann. En kannski virka svæfimeðölin ennþá.

Skv. seðlabankanum var staðan gagnvart útlöndum neikvæð um 4600 milljarða í lok 1. ársfj. 2009. Nýrri tölur liggja ekki fyrir hjá sniglunum í þessarri svæfingarmaskínu mafíunnar. Icesave er því í rauninni lítið annað en standard smjörklípa í því samhengi, en jafnframt mikilvægt fordæmi fyrir mafíuna. Ef þið látið halda ykkur sofandi áfram þá fáið þið mörgum sinnum stærri súpu en Icesave í afturendann. Amen og kúmen. 

Baldur Fjölnisson, 13.8.2009 kl. 19:02

38 identicon

Nei sko Hannesarjafna!  Hann stendur þarna keikur með einhverju gúni.  Saddur og sæll af eftirlaunaósómanum og fullviss um að hann beri enga ábyrgð á hruninu.

Mikið er ég feginn að ég fór ekki.  Ég hefði líklega ekki látið hann heyra það og þess vegna væri ég líkast til með stækt óbragð í munninum núna.

Vá hvað eðlið er skítlegt!!!!

marco (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 19:39

39 identicon

Er það nú orðið þjóðernishyggja að láta ekki gamla nýlendukúgara svínbeygja sig?  Svo er auðvitað gráupplagt að líta framhjá því að samfylkingin ber mesta sök á icesave klúðrinu - sem steingeldur Steingrímur og hinir vinstri-grasasnarnir ætla núna að leggja blessun sína yfir.  Þessi ríkisstjórn aðgerðarleysis og sundurþykkju er sköpunarverk brúnstakka VG og vinstri-öfgakrata, og nú eru þessir fáráðlingar farnir að kalla hvorn annan byltingarsvikara - þvílíkur farsi sem þetta lið er.

Ekki ætla ég að fara að kalla AK landráðamann eða eitthvað viðlíka, það var alls ekki það sem fyrst kom upp í hugan, það sem fyrst kom upp í hugan var "vitleysingur" .

bjarni (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 00:36

40 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það segir sig sjálft að sá sem kallar Agga vitleysing er auðvitað ekkert annað en auðvaldsdrullusokkur og fávís kjáni - enda nafnlaus bleyða sem myndi ALDREI þora að koma fram undir fullu nafni í samfélagi við heilbrigða menn.

Bjarni komdu fram undir fullu nafni og sjáum hversu upp á þér typpið er í sleggjudómum og nafnaköllum þá - HFF auðvaldsaftaníossinn þinn.

Þór Jóhannesson, 14.8.2009 kl. 01:10

41 identicon

Heill og sæll; Agnar minn - sem og, þið önnur. hér á síðu !

Agnar (AK-72) !

Þú ert; allt of skynsamur maður, til þess að láta skapið fara með þig, í þessar gönur.

Sjálfur; þurfti ég, að erinda, niður í Þorlákshafnar og Hjalla sóknum, fram eftir degi, og sá fyrir mér, að ég kæmist ekki á fundinn. Sem; betur fer, reyndar, hvar jú, viðhlæjendur frjálshyggjunnar - yfirhræsnarar Sjálfstæðis og Framsóknarflokka, að ógleymdri Samfylkingar skömminni, þriðja hjólinu undir vagni þeim - lofuðu; í hástert, þessa fölsku samkundu, hver var ekkert annað en tilbeiðslu kór - fyrir lið ónýtu stjórnskipulagi okkar.

Það er nú; verkurinn, Agnar minn.

Ég hefi; þrátt fyrir að vera fylgismaður, þeirra Guðjóns Arnars (FF), og sjóhundanna- og bændanna hliðhollri þungavigtarsveit þeirra, átt mjög þægileg samskipti, við nokkra meðlima; Samtaka fullveldissinna, þar með talinn, Axel Þór tölvuð (nr. 27), og vottfest get ég, Agnar - sem og þið önnur, hér á síðu, að ofstopi, í garð annarra kynþátta - trúarbragða, eða viðlíka hluta, er svo víðs fjarri, öllum sannleika, þar um slóðir.

Hins vegar; skal ég viðurkenna, vaxandi tortryggni mína, persónulega, í garð hins hvíta kynstofns, gott fólk - og þá; ekki hvað sízt, engla hjörðina, hans Helga Jóhanns Haukssonar, þess ágæta drengs - sem hinna kratanna, suður í Brussel (ESB heimsvaldasinnana; margumtöluðu) !!!

Agnar !

Reyndu nú; að horfa nokkur ár, fram í tímann, og sjá fyrir þér - raunverulegt ætlunarverk AGS/ESB/NATÓ, hér á Fróni, sem víðar á Norðurslóðum, almennt. Að; kok gleypa öll þau náttúru auðæfi, hver fyrir finnast - þar sem; heima lönd ESB, sem margar gömlu nýlendna þeirra, eru þurrausin, af völdum þessa ''yfirburða'' hvíta manns, hér í álfu.

Með, hinum beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 02:47

42 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Makalaust að ef einhver er ósammála ofur-kommanum Þór...þá er sá hinn sami ævinlega fífl, heimskingi, auðvaldsdrullusokkur...hvað er þetta með þig maður? Ertu í alvörunni svona viss um eigið ágæti og óskeikulleik?

Hvaða flokkar eru það sem nú eru að bugta sig fyrir auðvaldinu? Eru það ekki vinstri-flokkarnir? Hvaða flokkur er það sem fer með þau mál sem snúa að afkomu fólksins í landinu? Eru það hægri-flokkarnir?

Hverjir eru u.þ.b. að selja börnin þín í ánauð? Hverjir eru að skerða lífeyri fólks, í stað þess að t.d. svara kalli saksóknara um lagaheimildir til að knésetja auðvalds-svínin, og frysta eigur þeirra?

Þú veðjaðir á rangan hest væni, og bíttu bara í það súra epli.

Haraldur Davíðsson, 14.8.2009 kl. 14:06

43 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er ógeðslegt að sjá  kommaóþverrna  hérna í hóprúnki

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.8.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband