13.8.2009 | 20:31
Heimur á hvolfi
Mótmæli á Austurvelli voru í dag undir merkjum InDefence.
Þar mátti sjá Bjarna Benedikstsson formann Sjálfstæðisflokksins sem taldi 6,7% vexti á IceSave-láni til 10 ára með fyrsta gjalddaga ári síðar, vel viðunandi niðurstöðu síðastliðin desember. Í dag stóð hann og mótmælti því að 5,5% vextir væru á láni til 15 ára með fyrsta gjalddaga eftir 7 ár.
Annars staðar stóð Davíð Oddson fyrrum forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem gerði sig að Seðlabnakastjóra. Sá maður einkavinavæddi Landsbankans til Björgólfs-feðga og hrópaði þeir lengi lifi, var alltaf frekar blíður í garð þeirra feðga og Landsbankans sem notaður var sem atvinnumiðlun fyrir Sjálfstæðisflokkinn og endaði sú vernd með ósköpum þar sem IceSave-skuldirnar féllu á landann og skilyrði um samning um þá mál sett inn í samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með undirritun Davíðs Oddsonar Seðlabankastjóra.
Í dag stóð Davíð Oddson og mótmælti þeirri undirskrift sinni, einkavinavæðingu bankanna og hlustaði heillaður á Einar Már Guðmundsson bölsótast yfir stefnu og ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins og vina þeirra sem þjóðin þarf að borga.
Enn er verið að leita að Hannesi Hólmsteini, Kjartani Gunnarssyni og Björgólfs-feðgum á myndbandi en vænta má að þeir ásamt fleirum öflugum Sjálfstæðisfmönnum sem kölluðu mótmælendur skríl, lýð og töldu að lögreglan ætti að berja þá til óbótar í vetur, sama lögregla og stóð nú og klappaði með Davíð og Bjarna. Reikna má með niðurstöðu innan skamms.
Í dag var ég kallaður Quislingur, landráðamaður og föðurlandsvikari fyrir að vilja ekki sýna samstöðu og telja þennan fund póltískt lýðskrum auglýst upp með þjóðernishyggju, í þágu Sjálfstæðisflokksins.
Ef þessi súrrealíski heimur á hvolfi, er afleiðing innhverfar íhugunar David Lynch, þá hef ég bara eitt að segja:
GUÐ BLESSI ÍSLAND, ÉG ER FARINN!
![]() |
Sneisafullur Austurvöllur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:36 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tær snilld!
Margrét Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 20:51
Gerist ekki betra
Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 21:16
En eitt dæmið um hvernig allt hefur snúist við, áður voru það VG sem stóðu fyrir álíka samkomum, svo hvað er að þessu? Þá stóðu Ögmundur, Steingrímur og fleiri innan um mótmælendur... Úr því sem komið er, búið að stilla okkur upp við vegg og heimta að við borgum (sem við eigum að gera með réttlátum samning), þá verðum við að láta heyra í okkur! Kynna okkar málstað en ekki taka það bara í þurt þú veist. Það er ekki fyrr en núna sem huldukonan Jóhanna er farin að gera það með grein í Financial Times, meira af því takk.
Boli (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 21:21
Góður. Ég var þarna og hlustaði á Egil Ólafs syngja ágætis söng og flytja alveg þokkalegt ávarp. En ég satt að segja nennti ekki að hlusta á restina og ég sá hvorki Dabba né BíBí nýja eða gamla. Það eru allir á móti þessu æseivkjaptæði og allir vilja að peningalegar eignir pólitískra gagna verði teknar úr umferð.
Baldur Fjölnisson, 13.8.2009 kl. 21:48
Bloggið þitt Aggi - verður merk sagnfræði í framtíðinni því gerspilltir fjölmiðlar þessa lands geta aldrei sagt neitt nema lygi. We are few and ugly now - but let the futur condem us og not!
Þór Jóhannesson, 14.8.2009 kl. 01:15
Aldeils frábært hvernig þú setur þetta upp. En ekki voru þeir þarna í alvöru Bjarni Ben og Davíð Odds? :))
Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.8.2009 kl. 09:12
Jú, Þórdís, þeir félagar voru þar báðir tveir svo sannarlega.
AK-72, 14.8.2009 kl. 10:20
Bæði Hannesarjafni og Bíbí??
Og hvorugur spýtti rauðu?
Þór! Þú hefðir betur verið á staðnum. Þú hefðir getað bætt úr því.
marco (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:20
Það var óneitanlega sérkennilegt að virða fyrir sér mannfjöldann sem mætti á „Samstöðufund Íslendinga“ á Austurvelli í gær. Hér var engin búsáhaldabylting á ferðinni; um völlinn gengu kempur sem fram til þessa hafa ekki látið sjá sig á útifundum þar sem ástandinu er mótmælt. Eftir nánari skoðun þá læddist að mér sá grunur að hér byggi annað að baki en „samstaða“ - hin nýju andlit á Austurvelli bentu fremur til þess að hér væru valdaflokkarnir fyrrverandi, Sjálfstæðis og Framsókn, að reyna að fylkja liði gegn núverandi stjórn. Gunnar á krossinum var þar og Davíð Oddsson brosti í blíðunni. Hætt er við að hann hefði orðið fyrir aðkasti ef hann hefði mætt í vetur þegar pottar og pönnur glumdu. Nú virtist hann vera meðal vina og samherja. Kanski mæta Björgúlfur og Ólafur í Samskip á næsta fund.
Hjálmtýr V Heiðdal, 14.8.2009 kl. 15:23
Deila og drottna - með elstu trixum í bókinni.
Baldur Fjölnisson, 15.8.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.