21.8.2009 | 17:30
Sjónarhorn-Frumsýning á Menningarnótt 2009
Á morgun er Menningarnótt, á morgun er ár eða svo síðan Heimildarmyndaklúbburinn Hómer stóð fyirr kvikmyndatöku á Miklatúni í veröld sem eitt sinn var en er ei meir og á morgun frumsýnir Heimildarmyndaklúbburinn Hómer afraksturinn, mynd sem kallast Sjónarhorn sem verður sýnd í Hljómskálagarðinum kl. 14:30 og Tjarnarbíó kl.18:30. En hvað er Sjónarhorn og hver sagan á bak við þessa mynd?
Hvítasunnuhelgina 2008 ákvað Heimildarmyndaklúbburinn Hómer sem er félagskapur fólks sem hittist reglulega og horfir á áhugaverðar heimildarmyndir saman, að halda til Patreksfjarðar á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg. Hátíðin kveikti í þessu fríða föruneyti löngun og neistann til að skapa eitthvað og framkvæma eitthvað. Hugmyndum var kastað fram og aftur og á öðrum bjór sem oft á tíðum er fylgifiskur kvikmyndagerðar, stakk einn félaganna upp á því að safna saman fólki héðan og þaðan úr ólíkum áttum sem myndi kvikmynda einn atburð og hann klipptur saman í rauntímamynd. Áður en bjór tvö var búin og þessi þriðji sem fær alla til að gleyma góðu hugmyndunum daginn eftir tók við, þá höfðum við dottið niður á að það væri alveg brill að kvikmynda Menningarnætur-tónleikana sem hafa verið stórasti viðburður Menningarnætur með flugeldasýningu á eftir, og fanga andrúmsloftið sem þar ríkti á svæðinu. Ákveðið var að stefna að því að hafa þetta 100 manns og nafngiftina Project 100.
Þegar komið var heim frá Skjaldborgar-hátíðinni dásamlegu, þá hófst undirbúningurinn. Reykjavíkurborg leist velá þetta og veitti smástyrk, starfsmönnum Rásar 2 hrifust einnig með og RÚV lét til hljóðupptökur og baráttan við að fá fólk og styrktaraðila hófst.Erfiðlega gekk það enda voru blikur á lofti um versnandi árferði en þó sáu einhverjir aumur á okkur svo sem Sony Center sem lét okkur í té spólur til upptöku. Smá vonleysi greip mannskapinn um tíma vegna þess að markmiðstalan 100 manns, virtist ekki vera að nást en svo tókum við þá ákvörðun að þó það næðist ekki, þá myndum við einfaldlega framkvæma þetta með öllum þeim mannskap sem vildi taka þátt, bara kýla á þetta eins og einhver orðaði það.
Loks rann stóri dagurinn upp og mannskapurinn dreif að til að fá spólur og myndir teknar af þeim. Einhver afföl urðu og sumir komu hlaupandi að Kjarvalstöðum rétt fyrir töku-stund sem miðuð var við þegar hljómsveitin Hjaltalín myndi stíga á svið og klukkustundu síðar þegar Magnús og Jóhann hefðu lokið söng sínum, þá væri tökum lokið. Tökunum var safnað saman að því loknu og daginn eftir þegar Ísland varð "stórasta land í heimi"svo vitnað sé til fagnaðarláta forsetafrúrnar yfir árangri handboltaliðsins á Ólympíuleikunum, þá vorum við þegar byrjaðir að taka stikkprufur og byrjaðir að hugsa að e.t.v. hefðum við bara gott "stöff" í höndunum og gætum því hjólað í það að reyna að fá meira fjármagn fyrir eftirvinnsluna.
Nokkrum vikum síðar breyttist allt þegar Guð blessaði Ísland og stórasta eyjan breyttist í Helvítis Fokking Fokk-landið. Við það fauk síðasta vonin um fjármögnun dó með blessuninni og líkt og aðrir varð Heimildarmyndaklúbburinn Hómer heltekinn af hruninu, svo heltekinn að margir meðlimir tóku sig til og stóðu saman upp úr sófanum, sögðu:"I'm mad as hell and I'm not going to take it anymore" og framkvæmdu ýmsa hluti yfir þennan stormasama vetur. Meðlimirnir tóku þátt í skipulagningu borgarafunda, mótmælafundum, bloggskrifum, börðu potta, pönnur og trommu í Bónus-poka fyirr framan þinghúsið þar til fólkið sem bað Guð um að blessa Ísland, hrökklaðist frá völdum. Í framhaldi af því gengu sumir m.a.s. svo langt að stofna stjórnmálahreyfingu og bjóða sig fram til þings í öllum hasarnum en ávallt á þessu tímabili eftir hrun, fengum við reglulega áminningu um að okkar biði ólokið verkefni, að gera þessa mynd tilbúna til sýningar.
Loks fór það í gang á ný, lítið sýnishorn sett saman fyrir Skjaldborgar-hátíðina sem gaf okkur innblástur og neistann til framkvæmda, myndn kynnt þar og brjáluð klippivinnatók við yfir sumartímann hjá Herberti Sveinbirnssyni sem sýndi meðlimum klúbbsins endanlegan árangur svo í gær, árangur sem kallast Sjónarhorn.
Þegar maður horfði svo á árangurinn líða yfir tjaldið, þá spruttu upp margar hugleiðingar í kolli manns, hugleiðingar um horfinn heim sem birtist manni þarna áður en allt breyttist, hugleiðingar um heim sem maður sér líklegast aldrei aftur, allt er breytt. En það voru ekki einu hugleiðingarnar því að sjónahorn nær því fimmtíu einstaklinga á sama atburðinn birtust, þá voru þau mörg hver ólík í kringum sama atburðinn, hver sá sitt með sínu augu, hver hafði sinn smekk fyrir hvað væri áhugaverðast hverja stundina, hver og einn dró upp glefsur af hlutum sem við sjáum ekki í matreiddum tónleikamyndum eða ritskoðuðum fréttum af samtíma-atburðum svo maður taki annað dæmi. Þátttakendunum tókst að draga upp samtímaheimild að manni fannst, samtímaheimild um fólk á mannfögnuði sem ætlað er að skemmta mörgum eina kvöldstund.
Þó er það ein hugleiðing hjá mér sem stendur upp úr með þetta allt og það er hugleiðingin sem spratt upp í dag, þegar þessu er öllu lokið. Það þarf ekki mikið til að framkvæma hluti og skapa eitthvað. Það sem eingöngu þarf er hugmyndin, þorið til að hætta að tala engingu og byrja að framkvæma, kraftinn sem fylgir sköpunargleðinni og þolinmæðina til að halda áfram þó á móti blási. Peningaleysi og önnur vandamál er eitthvað sem maður veltir sér ekki upp úr, heldur reynir að finna lausn á frekar en að gefast upp, því ef áhuginn og krafturinn er til staðar leysist þetta á endanum.
Að lokum þá langar mig til að segja að án alls þess góða fólks sem gaf okkur stund af lífi sínu þetta kvöld á Miklatúni fyrir ári siðan, eingöngu af áhuga, gleði og óeigingirni þeirra sem vilja sjá eitthvað verða að veruleika, þá hefði þetta aldrei orðið að veruleika.
Þökk sé ykkur að við getum frumsýnt á Menningarnótt 2009 "öðruvísi" tónleikamynd og vonandi mætir fólk sem flest til að sjá ykkar Sjónarhorn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.