26.8.2009 | 14:47
"Smear campaigning" gegn Sigmundi Erni og Eldmessu-ræða hans
Síðustu daga hefur borið aðeins á því að sumir Íslendingar sem sanna orð götusóparans eftir Menningarnótt um að Íslendingar séu svín, velti sér upp úr forarvaði slúðurs og kjamsa á mjög klipptu myndbandi sem ætlað er að sýna Sigmund Erni nokkurn í sem verstu ljósi og þeirri sögu komið á kreik að hann sé fullur. Þó ég hafi heyrt bæði góðar og slæmar sögur um viðkynni af þessum mann(og verið reiður út í hann út af Hótel Borgar-mótmælum)i, þá eiginlega ofbýður mér framferði þessara svína slúðursins og sóðaherferðar sem minnir mann helst á aðferðir Repúblikana-flokks Bush nokkurs eða andlegs tvíburaflokks Repúblikana hér á landi: Sjálfstæðisflokksins.
Þegar litið er á umrætt myndband þá má sjá að það er mjög klippt með ákveðna takta sem minnir á svokölluð "smear campaigning". Klippt til úr ræðum og andsvörum kvöldsins með hæðnislegum athugasemdum og allt dregið fram í sem verstu ljósi auk Guðlaugs Þórs(sem á sína athugasemd skilið miðað við framgöngu hans í ýmsum hlutum) sem hefur verið einnig talsvert skotmark svokallaðrar náhirðar Sjálfstæðisflokksins kennda við Davíð og inniheldur þá siðferðislega gjaldþrota menn sem hafa skapað þvílíkar hörmungar til handa íslenskri þjóð með siðblindunni sem felst í óheftri frjálshyggju, frjálshyggju sem hefur skaðað þjóðina svo mikið að hún mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og lítillar viðreisnarvon ef lýðskrumandi frjálshyggjan fær að ráða.
Í framhaldi af svona byrjun á herferð er komið kjaftasögu á kreik um að viðkomandi hafi gerst sekur um eitthvað athæfi sem þykir ekki boðlegt og jafnvel glæpsamlegt, mannorðið svert þar til skaðinn er skeður, og sama hvað viðkomandi reynir að verja sig, þá trúir fólk sögunni sem komið er á kreik eða eins og hér: léttvínsglas með mat er orðið að allsherjarfyllerí, nokkuð sem ég held að stór hluti Íslendinga stundar og sér ekkert að enda ekki fyllerí um að ræða.
"Let the bastard deny it" var eitt sinn sagt af slíkum mönnum sem notuðu þessa mannorðsárásar-fræði, menn á borð við Joseph McCarthy sem íslenskir hægrimenn sumir hverjir telja hafa veirð misskilda hetju, Richard Nixon sem taldi sig þurfa að njósna um andstæðinga sína og lét brjótast inn í Watergate og George W. Bush jr. sem beitti sóðalegum ófræingarherferðum gegn andstæðingum sínum um að þeir væru á móti föðurlandinu og fleira.
Allt eru þetta hetjur íslenskra hægrimanna sem kenna sig við frjálshyggju Davíðs Oddsonar hvort sem það er Frjálshyggju-félagið, Der Sturmer-rit þeirra Vef-þjóðviljinn, AMX og náhirðin sem gerði þjóðna gjaldþrota og iðrast einskins heldur vill koma sér til valda á ný svo hægt sé að koma í veg fyrir að rannsóknir verði framkvæmdar og hafist verði handa við að tryggja valda-ættum, auðmönnum og öðrum ribböldum þeim sem riðu um hérað og kveiktu í bæjum íslensks almennings eftir að hafa nauðgað Fjallkonunni við bæjarhliðið, völdin áfram til að ræna, rupla og nauðga þjóðinni í heild sinni með aðstoð svikulla kotkarla sinna í Framsókn sem fengu hluta þýfisins.
Þegar horft er á ræðu Sigmunds Ernis, viðbrögð, frammíköll, andsvör o.fl. þá er mér nokkuð ljóst að maðurinn er ekki drukkinn og hef ég umgengist nógu marga drukkna einstaklinga um ævina. Það eru aðrir sem ættu að skammast sín og ætti að ræða við þarna um hegðun og framferði, svo sem þingmaðurinn sem segir að Sigmundur vinni fyrir auðmenn en er sjálfur í fóstri auðmanns í formannssæti". Einnig er spurningin með hvort þingkonan sem vill umræður nú um hegðun þingmanna, ætti ekki að líta í eign barm þegar hún ræðst ekki gegn Sigmundi efnislega heldur kallar hann heimskan með orðaskrúði. Hvað þá um þá sem garga á meðan Eldmessu Sigmundar stendur yfir og kalla Baugur eða ESB sem sök á öllu illa en neita að horfast augu við það að það sem SIgmundur bendir á, að við verðum að líta okkur nær með hverjir orsökuðu hrunið, sökudólgarnir sem ekki má leita að.
Nei, þeir sem eru óviðeigandi eru þeir sem horfast ekki í augun við eigin gerðir, þeir sem neita að iðrast og standa upp með lófaklappi, hálfgrátandi af geðshræringu yfir ræðu Flugnahöfðingjans mikla úr Svörtuloftum sem siðblindur kann aðeins eitt, að kasta smérinu á sem flesta til að breiða yfir sekt sína. Þeir sem neita að iðrast, þeir sem lýðskruma til að deila og drottna sér og auðmönnum sínum til hagsbóta, þeir sem vissu betur inn á þingi en héldu áfram leiknum, þeir sem vilja halda öllu óbreyttu í faðmi frjálshyggjunnar,það eru þeir sem eru ekki þinginu sæmandi, hvað þá íslensku samfélagi.
Ég mæli svo með að fólk hlusti eða lesi magnaða ræðu Sigmundar, hlusti svo á andsvör, frammíköll og annað til að meta þetta sjálft. Ræðuna má finna hér í texta-formi á vef Alþingis og listann yfir ræður og andsvör má finna hér en þar má einnig horfa og hlýða á ræðuna. Dæmið svo fyrir ykkur sjálf en látið ekki vel klippt myndband segja ykkur matreidda og fyrirfram ákveðna sýn, segja ykkur niðurstöðuna.
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Ég hef líka oft verið fyllri en þetta! Og gott ef ekki sást í smettið á Hannesi Hólmsteini gægjast upp úr bokkunni þegar þingmaðurinn hafði klárað börnin!
Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2009 kl. 14:58
ánægður með þig AK :) tek undir þetta hjá þér.
Óskar Þorkelsson, 26.8.2009 kl. 15:05
Innilega sammála þér Aggi.
Við vitum öll að þú ert enginn Samfylkingaraðdáandi og þar sem fáir vita jafn vel og ég hversu reiður þú varst í kringum áramótakryddsíldarmótmælamálið þá extra plúsa fyrir þessa grein.
Þú sýnir og sannar að þú ert sanngjarn og heiðarlegur og lætur ekki fyrri ágreininga eða stöðu hafa áhrif á þá eiginleika.
Ef bara brot af þjóðinni sem nú veltir sér upp úr þessu máli eins og afskræmd Gróa á Leiti hefði smá vott af þinni visku þá væri þetta strax mikið betri heimur.
Geimveran, 26.8.2009 kl. 15:13
Reyndar var það annar sem stóð í beinu orðaskaki við Sigmund en við vorum auðvitað þrjú frekar reið sem áttum þarna í deilum við stöð 2, sigmund og Ara.
AK-72, 26.8.2009 kl. 15:26
HAHAHAHA er þetta blogg grín eða alvara? Allavega mikil veruleika firring hér á ferð. Gaman að lesa það engu að síður.
:O (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 21:19
Þessar aðfarir gegn Sigmundi þykja mér afar lágkúrulegt spil auðvaldsins til að rægja góðan mann.
En ég hef tekið eftir því að ekki er hikað við að beita slíkum aðferðum gegn þeim sem tala m.a. með ESB og því að við stöndum við skuldbindingar okkar í Icesave málinu.
Kjartan Jónsson, 26.8.2009 kl. 22:30
SER varð sjálfum sér, þingi og þjóð til skammar.
Það eru tvær gerðir af myndbandi í gangi. Annars vegar er um að ræða stytta útgáfu með skýringum í römmum til að glöggva áhorfendur um það sem er að gerast eins og t.d. hvaða spurning það er sem SER er a reyna að svara. Það er ekki hægt með nokkurri sanngirni að segja að það styttra sýni SER eitthvað í verra ljósi en hið óstytta. Það hljómar kannski ágætlega að nota þá átyllu fyrir þau ykkar sem vilja bera blak af SER.
Hvernig viljið þið t.d. skýra af ykkur beinar lygar SER þegar hann sagði fréttamönnum í einhver skipti að hann hefði ekki snert áfenga drykki þennan dag ? Þá er DV með heimildarmenn innan úr matarboðinu sem hann var í sem segja SER hafa hellt í sig.
Undirritaður hefur oft séð SER bæði drukkinn sem ódrukkinn um tíðina. Miðað við myndböndin bæði, þá hallast skrifari að því að SER hafi verið meira en miðlungs hífaðan. Þetta fæst víst aldrei sannað þar sem ekki er blásið í áfengismæli né tekin blóðprufa á ALþingi þegar svona kemur upp.
SER varð sjálfum sér, þingi og þjóð til skammar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.8.2009 kl. 23:17
Ég bakka ekkert með það, að ég sá þarna þreyttan mann frekar en í glasi, mann sem gerði þau mistök reyndar að skrímsladeild dára þeirra sem í Valhöll búa eða annara þeirra sem nærast á Íslands óhamingju, sáu þarna færi til að höggva í mann sér til skemmtunar. Önnur mistök gerði hann einnig og það er að segja ekki hreint út strax allt og því situr hann uppi sem fórnarlamb vel heppnaðrar "smear campaignin" sem fjölmiðlar hafa velt sér upp úr í dag líkt og öll hin íslensku svínin.
En það urðu margir sér til skammar þetta kvöldið líkt og sést á myndskeiðum frá þingi:Ragnheiður Ríkharðs, Höskuldur Framsóknargutti og allskonar frammúrköll og fleira frá svefnvana, drukknum eða dópuðum þingmönnum sem varla hefðu fengið inn á leikskóla miðað við hegðun. Að hugsa sér að þetta eigi vera æðsta stofnun landsins.
AK-72, 26.8.2009 kl. 23:56
Trúlega er þessi pistill skrifaður áður en Sigmundur játaði að hafa drukkið. Ég ætla því ekki að skjóta hér öðru en því að hér er fjöldi manna að kóa með honum og verja það sem blasti við öllum.
Sigmundur er búinn að vera það mikið fyrir framan alþjóð í sjónvarpi að það er öllum nokkurn veginn ljóst hvernig hann hagar sér edrú. Nú hefur að sjálfsögðu komið í ljós að svo var ekki.
Hann hefur játað að hafa drukkið tvö glös af rauðvíni og mín skoðun er sú að hann var sjáanlega svo drukkinn í þinginu af þessum tveimur glösum að ég myndi telja hann stórhættulegan og óökufæran fengi hann sér malt með mat. Maðurinn er þarna að játa að hann sér algjör hænuhaus.
Haukur Nikulásson, 27.8.2009 kl. 06:23
Blogghöfundur er vel skrifandi og vel meinandi, en ég bakka ekki með það að það sé alger vanvirðing að mæta drukkinn í ræðustól Alþingis og það er algerlega óásættanlegt að ljúga að þjóðinni um það.
Alþingi þarf á því að halda að endurvekja virðingu og traust almennings. Þessi framkoma og hátterni þingmannsins er andstæða þess og myndböndin eru ekkert persónulegt skítkast eða "smear campaign". Maðurinn mætti drukkinn í ræðustól, ef hann hefði ekki gert það, værum við ekki að ræða eitthvert myndband af honum - svo einfalt er nú það.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 27.8.2009 kl. 07:05
Mér finnst fáránlegt að hnýta í Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir það að sætta sig ekki við að SER var fullur. Þetta er mesta hitamál í sögu þjóðarinnar og hann leyfir sér að koma fullur í vinnuna, hvað þá að hann telji sig geta tekið þátt í umræðunni í þessu ástandi. Nei hann var of fullur til þess að hafa einu sinni vit á því að hann væri of fullur til að taka til máls eða yfir höfuð mæta í vinnu. Það eru stjórnsýslulög hér á landi og lög um opinbera starfsmenn. Lái Ragnheiði hver sem vill. Mér finnst ámælisvert í besta falli að koma drukkinn í vinnu.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.8.2009 kl. 07:10
Ennfremur hef ég athugasemdir varðandi ummæli þín um sök hægrimanna. Hvað mig varðar eru nú allir flokkar búnir að s**** upp á bak. Icesave samninganefndin og undirritun afglapasamnings í skjóli nætur sem setur þjóðina í óverðskuldað skuldafen toppaði algjörlega allt það sem fyrri stjórnir hafa gert rangt.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.8.2009 kl. 07:15
Adda: Það er ekki það að heimta umræður um þetta sem ég hnýti í Ragnheiði, heldur vegna þess að hún stendur þarna í pontu og hagar sér eins og smákrakki, kalla Sigmund hálfvita og heimskan með frekar augljósu orðalagi á meðan hálfslefandi samflokksþingmenn hennar(eða úr undirdeildiinni Framsókn) eru búnir að vera öskra og grípa frammí ræðum og oðru:"Allt ESB að kenna, Baugur er vondur, Baugur á þig" o.sv.frv. Þetta var vitleysingahæli þennan fimmtudag og ef Sigmundur var fullur sem ég stend hart við að hafi ekki verið, þá var það líklegast svo hann gæti umgengist þennan skríl sem líklegast var annað hvort fyllri eða dópaðri en hann þarna á þinginu, eða nýsloppið út af Kleppi með bleyjurnar enn á sér innundir jakkafötunum.
Og hvað varðar sök hægri manna. Þeir egia helstu og aðalsök á ástandinu hér í dag og því sem býður okkar handan hornsins sem hrikalegt. Allir flokkar hafa skitið að einhverju leyti upp á bak, það er rétt en höfuð orsakavaldur hrunsins eru íslenskir hægrimenn, blinda þeirra og mannfjandsmelg frjálshyggjutilraunin sem þeir gerðu a þjóðinni. Þeir iðrast einkins og þeim verður ekkert fyrirgefið né má búast við sátt hér í lanidinu ef þeir ná völdum á ný, enda höfum við sem þurfum að borga og þjást fyrir þessa frjálshyggjutilraun, engar skyldur að borga skatta né styðja við bak samfélags á einn eða annan hátt sem hefur Sjálfstæðisflokkinn við valdastól. Til þess var skaðinn of mikill og samfélagssáttmálinn var rofinn endanlega af þessum vítisenglum Valhallar sem hafa ríkt hér síðustu 18 árin.
Og hvað varðar IceSave, þá var ekki komist undan með að ná einhverskonar samkomulag um þessa blóðskömm Sjáflstæðisflokksins sem ríkti í Landsbankanum og ríkistjórn og neita að taka ábyrgð á eigin hermdarverkum.
AK-72, 27.8.2009 kl. 10:28
Haukur: Játa að ég glotti yfir seinni partinum hjá þér, skemmtilegt háð.
AK-72, 27.8.2009 kl. 10:31
Sökin er hjá þeim sem stjórnuðu bönkunum fyrst og fremst og já vissulega hjá slælegu eftirliti. Ég er nú samt ansi hrædd um að sagan eigi ekki eftir að fara mildum orðum um aðkomu VG að þessari hræðilega vanhæfu samninganefnd og tilraun ríkisstjórnarinnar til að læða þessu inn í þingið og láta þingmenn sína samþykkja óséð. En annars er ég orðin ansi þreytt á "blame-game" því ég vil að þessi stjórn fari að gera eitthvað annað en vitleysur. T.d. hjálpa heimilum.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.8.2009 kl. 10:37
Það má vel vera að sagan fari ekki mildum höndum um, en eftir að hafa séð glitta í hvað er framundan, þá held ég að sagan fari betri höndum um þá sem samþykktu samninginn með fyrirvörunum.
En ég er ekki þreyttur á "blame game" enda er ég harður og fullviss um það að aðalsökin er Sjálfstæðsiflokkurinn og frjálshyggjutilraun þeirra sem endaði með þessum hörmungum. Það verður ekki hætt fyrr en þeir sem bera ábyrgð innan Sjálfstæðiflokksins, náhirðin öll og bankamennrinr sem þeir hönnuðu kerfið sérstaklega fyrir, verða búnir að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Fjandinn hafi það, þessi flokkur sem þáði mútur fyrir að selja Hitaveitu Suðurnesja til Geysi Greens og er ekki verið að rannsaka það, hefur ennþá Kjartan Gunnarsson, einn af ábyrgðarmönnum IceSave í miðstjórn og hefur ekki einu sinni haft dug í sér til að sparka Davíð, Kjartani, Sigurjóni Árnasyni, Jónasi Fr og öðrum þeim sem komu nálægt IceSave út úr flokknum með skít og skömm, líkt og hverjum öðrum einstaklega óheiðarlegum óreiðumönnum.
AK-72, 27.8.2009 kl. 10:46
!!HÆNUHAUS!! , hvorum lísir það.Takk fyrir pistilin tek ofan fyrir Kriddsíldar höfðingjanum geng glaður á móti öllum andstæðingum xd og b, Samspilling fari í aflúsun þá getu kanski orðið til Jafnaðarmannaflokkur, svo vona ég að þið takið frekar eftir hvað eg segi en hvernig.Gamall Vilmundar sinni .Árni Hó
ps Lísi eftir málefnarlegri umræðu
Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:13
Þetta er löng grein hjá blogghöfundi. Og honum tókst í stíl Samspillingarliða að koma Davíð Oddsyni, Richard Nixon, nasisma, náhirð og öllu þessu venjulega fyrir í blaðrið.
Og tókst algerlega að sleppa því að minnast á að Simmi var blindfullur í ræðustól, laug til um það og fékk svo aðstoð félaga sinna í Flokknum til að ljúga enn meira (að MP hafi tekið yfir Spron)
Hversu löng hefði þessi grein AK þurft að vera til að rúma sannleikann í málinu líka?
Hilmar (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 17:40
Það er þitt persónulega mat að hann hafi verið fullur, það er mitt persónulega mat að hann hafi ekki verið það.
Ég vill svo benda á það að hann hafi gert mistök með því að segja ekki hreint út með hlutina ef þú lest aðeins svörin, Hilmar. Mikið af fólki sem var hjá SPRON fór yfir til MP banka enda hafði MP ætlað að taka yfir starfsemi SPRON en það rann út í sandinn þökk sé skilanefndinni, svo maður rifji upp fréttir vetrarins. MP fór þá sjálfur af stað með útibú fyirr almenn bankaviðskipti.
Síðan finnst mér ágætt að þú minnist á Nixon, Oddson, nasismann en ámælisvert að gleyma að minnast á McCarthy. Þetta er nefnilega allt samki skíturinn með mismunandi formerkjum þegar það kemur að stórhættulegu fólki sem lýðskrumar og hefur firrta sýn á veruleikann.
Hvað pistill þarf að vera langur til að rúma sannleikann, tja, hvað er sannleikur? Hvernig er sannleikur? Hver dæmir hvað sé sannleikur? Er ekki sannleikurinn staðreyndir eða byggir hann á sjónarhorni og reynslu viðkomandi? Er sannleikurinn huglægt mat hvers og eins? Ef svo er, þá erum við báðir að segja sannleikann, þú frá þínu sjónarhorni og ég frá mínu. Hundrað manns sem sjá sama atburð sjá hann aldrei í sama ljósi, og mæli með að kíkja á meistara Kurosawa fjalla um ólík sjónarhorn í Rashomon ef þú hefur ekki séð hana. Einnig getur þú lesið bókina Underground eftir Murakami þar sem hann tekur einmitt mörg og ólík sjónarhorn á sama atburð og sýnir marga sannleika.
AK-72, 27.8.2009 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.