25.1.2009 | 22:38
Opinn borgarafundur á Selfossi mánudagskvöldið 26. janúar kl. 20:00
Þá er búið að negla næsta Borgarafund og verður farið út fyrir höfuborgarsvæðið í þetta sinn, til Selfoss. Verður fundurinn haldinn á Hótel Selfossi.
Við munum bjóða þó upp á rútu frá húsnæðinu í Borgartúni 3, ef enhverjir áhugasamir vilja fara með og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Einhverjir ráðherrar voru búnir að staðfesta komu sína, sýslumaður og þingmenn.
Hér er svo tilkynningin sem var send á fjölmiðla og birt á heimasíðu okkar www.borgarafundur.org:
"Nú munum við halda Opinn borgarafund á Hótel Selfossi, mánudaginn 26. janúar kl 20-22. Við hvetjum íbúa Suðurlands að fjölmenna á fundinn.
Rútuferðir
Kl. 18:30 fer rúta frá Borgartúni 3 og hvetjum við íbúa höfuðborgarsvæðisins að fjölmenna austur fyrir fjall. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er hinsvegar nauðsynlegt að panta sæti í rútuna. Það gerið þið með því að senda póst á borgarafundur@gmail.com þar sem fram verður að koma nafn, fjöldi sæta og símanúmer.
Fundarefni
Staða þjóðarinnar. Fortíð - Nútíð - Framtíð.
Frummælendur
- Hallgrímur Helgason - rithöfundur
- Sigríður Jónsdóttir - bóndi, kennari og skáld
- Ásta Rut Jónasdóttir - Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Svanborg Egilsdóttir - yfirljósmóðir.
Auk þess er öllum þingmönnum suðurlands, sýslumanninum í Árnessýslu, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.
Fyrirkomulag
Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.
Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.
Spyrjum, hlustum og fræðumst."
Bloggar | Breytt 26.1.2009 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 19:10
Hvað var fyrrum bankaráðsmaður Landsbankans að gera í stjórn FME????
Ég er ekki vanur að blogga stuttar færslur við fréttir, en ég verð að vekja athygli á þessu. Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrum stjórnarmaður í bankaráði Landsbanka Íslands, þegar sá var í eigu Björgúlfana, var varamaður í stjórn FME. Hvað var hann að gera þar? Hver skipaði hann þarna? Hvaða upplýsingar hafði hann aðgang að? Eru þetta ekki greinilegir hagsmuna-árekstrar? Sátu bankaráðsmenn úr öðrum bönkum í stjórn FME?
Og svona í leiðinni, hvers vegna á Jónas að fá yfir 20 milljóna kr. starfslokasamning?
Svör óskast.
![]() |
Jónas hættir 1. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.1.2009 | 13:08
Hversvegna fer ég út að mótmæla stjórnvöldum?
Fyrir nokkrum vikum síðan þá byrjaði góður vinur minn að mæta á fullu að mótmæla, með fjölskyldu sinni. Ástæðan fyrir því að hann loksins kom, var að honum var tilkynnt um uppsögn í miðju fæðingarorlofi, af vinnuveitenda sínum RÚV. Það vantaði víst fyrir bensíni á jeppann hans Páls Magnússonar. Miðað við aðstæður hans og fjölskyldu þá má reikna með að framtíðin hér á landi verði mjög erfið fyrir þau, þar sem ætlunin er að gera ekkert varðandi verðtrygginguna og stefnan virðist vera á að keyra heimilin í þrot, ólíkt auðmönnnunum sem fá að halda sínum eigum og kaupa á gjafverði aftur.
En þetta er ekki sá eini sem er að lenda í erfiðleikum úr mínum vina- og fjölskylduhópi. Margir eru að taka á launaskerðingu, miklar hækkanir lána og uppsagnir í sama pakkann. Annar vinur minn stendur í þeim sporum að hann er nýbúinn með nám, var byrjaður að búast við því að geta lifað þokkalegu lífi loksisn með sína fimm manna fjölskyldu í íbúð sem hæfði þeim. Staðan í dag er sú, að hann hefur vinnu fram á vor, verðtryggingin sér til þess að það gæti farið svo að heimili hans er í hættu og ekkert hefur verið gert sem gæti aðstoða hann í þessum erfiðleikum, aðeins frestun skulda á meðan auðmenn, bankamenn og stjórnmálamenn fá sínar felldar niður. Nú í dag er fjölsklyda hans ásamt mjög mörgum af mínum vinum að hugsa um að flytja úr landi til frambúðar og einnig ég sjálfur.
Þessi tvö ofangreind dæmi eru aðeins brot af því sem gengur á hjá mér og mínum, en við eigum ýmislegt sameiginlegt þegar kemur að því hversvegna við mætum niður á Austurvöll og tökum virkan þátt í baráttunni þar sem og annars staðar. Við erum sammála um að samfélagssáttmálinn hafi verið rofin, okkar traust og trú á þá sem áttu að vernda almenning er dautt, traustið var myrt af auðmönnunum, bankamönnunum, embættismönnum og stjórnmálamönnunum. Við viljum breytingar, við viljum réttlæti, og við viljum að menn axli ábyrgð. En hefur það verið gert?
Ef við lítum yfir síðustu mánuði, þá virðist aðeins að menn hafi sætt ábyrgð í Kaupþingi og örfáir aðilar í Landsbankanum og látnir taka pokann sinn auk örfárra hluta í viðbót sem snúa að bönkunum. En þeir sem bera höfuðábyrgð gagnvart almenning, þeir sem áttu að hugsa um að vernda okkur fyrir óheiðarleika og tryggja að þjóðin nyti verndar, tellja það nægja að slíkt sé aðeins gert í kosningum og flokksdindlarnir sem settir voru fullkomlega vanhæfir í embætti, eigi að njóta verndar þrátt fyrir öll sín afglöp og jafnvel vísvitandi skaðleg athæfi.
Skoðum nú dæmin sem snúa að stjórnsýslunni, þingi og ríkistjórn frá því að ég skrifaði færsluna Tveir mánuðir af ábyrgðarleysi í desember.
- Stjórnendur FME sem áttu að fylgjast með og skoða hvort eitthvað óeðlilegt hafi veirð í gangi, sitja enn þrátt fyrir að hafa brugðist öllum skyldum sínum. Hafa ekki þurft að sýna ábyrgð, heldur fengið aukin völd.
- Þingmaður sem sat í stjórn Glitnis Sjóða, situr enn, þrátt fyrir að það hafi verið ýmislegt vafasamt þar. Grunur um að 11 milljörðum hafi verið dælt í Sjóð 9 til að bjarga honum, hefur ekki enn veirð afsannaður.
- Ráðuneytstjóri sem grunaður er um að hafa nýtt sér upplýsingar, til að losa sig við hlutabréf í Landsbankanum, situr sem fastast og hefur yfirlýst traust ráðherra. Engin rannsókn hefur farið fram á athæfi hans, heldur er slegið skjaldborg í kringum hann.
- Seðlabankastjóri gasprar og lætur allskonar rugl út úr sér í viðtölum sem valda titringi á alþjóðavísu og er hugsanelg orsök að þriðji bankinn fór í þrot. Enga ábyrgð hefur viðkomandi þurft að sýna heldur fær að sitja sem fastast ásamt vanhæfri stjórn Seðlabankans, sem hefur tekið stórskaðlegar ákvarðanir á borð við hringl með stýrivaxtahækkanir, lækkaða bindiskylda til handa bönkunum og fleira sem hefur átt sinn þátt í að skapa aðstæður fyrir þetta þjóðargjaldþrot.
- Ráðherrar sem virtust hafa haft pata af og vitað um hvert stefndi, sitja sem fastast og vilja ekki víkja. Ábyrgð þeirra felst nefnilega í því að fá launaseðilinn en ekki að víkja til að leyfa hæfari mönnum og ótengdum mistökunum að taka við.
- Þingmenn sem áttu að veita ráðherrum aðhald, sinna eftirliti og setja lög til varnar því að svona færi, brugðust algjörlega og létu flokksskírteinið og ráðherraræðið vísa sér leið. Enginn þeirra hefur sýnt manndóm og sagt af sér.
Nú rúmum einum og hálfum mánuði seinna hefur ekkert gerst innan stjórnmálanna stjórnsýslunnar í átt til ábyrgðar, heldur er aðeins ríghaldið í valdið og reynt að verja þá sem axla ættu hana, með öllum ráðum. En meira hefur komið upp á yfirborðið sem sýnir manni það, að við búum frekar í Dýrabæ eða undir stjórnvöl fólks sem skilur ekki að almenningur borði ekki kökur, þegar brauðið er búið. Tökum nokkur dæmi:
- Byrjað var að vara við efnahagshruninu fyrri part síðasta árs en það hundsað af ráðamönnum sem fengið höfðu skýrslu hagfræðingsins Buiters í hendurnar.
- St. Jósefs-spítali er lagður niður og ætlunin er að flytja hann til Reykjanesbæjar, þar sem fyrsta skref í einakvinavæðingu heilbrigðiskerfsins verður sett af stað. Við skurðborðin þar bíða auðmenn eftir þessari nýju tekjulind í boði ríkistjórnar.
- Við niðurskurð á fjárlögum er gengið nálægt ýmislegri grunnþjónustu. Á sama tíma er aukið fé til stjórnmálaflokkana og haldið áfram að dæla peningum í gæluverkefni á við hátæknisjúkrahús sem ekki er sjáanlegt að verði hægt að reka nokkurn tímann.
- Eftirlaun þingmanna var örlítið breytt en samt er enn viðhaldið mismunun í kerfinu, af þeim sömu og settu eftirlaunakerfi þingmanna á.
- Neitað er að taka upp hátekjuskatt eða grípa til aðgerða gegn auðmönnum sem hafa með svívirðlegu framferði sínu, átt sinn þátt í efnahagshruninu.
- Eftir stórar yfirlýsingar um að farið yrði í máli við breska ríkið vegna hryðjuverkalaganna, hættir íslenska ríkið við og talar um að það svari ekki kostnaði, sem nær rétt svo að fara yfir framlag ríkisins til stjórnmalaflokka.
- Skýrslur endurskoðenda um bankanna fyrir FME, eru ekki birtar heldur farið með sem leyniskjöl.
- Seðlabankastjóri segist opinberlega, vita hversvegna hryðjuverkalögin voru sett en þegar gengið er að honum, þá ber hann fyrir sig bankaleynd og fær að sleppa undan því að svara.
- Eftir fögur orð um að erlendir aðilar myndu sjá um rannsókn á hruninu svo niðurstaðan verði trúverðug, er skyndilega kvæðum vent í kross og innlendir aðilar látnir sjá um rannsókn og hvítþvottanefnd sett á laggirnar. Tengsl viðskiptalífs og stjórnmálalflokka á ekki að rannsaka.
Þetta er bara hluti af því sem manni hefur flogið í hug um hluti sem eru í gangi í kerfinu. Ýmislegt fleira er hægt að taka til en þessi dæmi næjga til áminningar um ástæður til að mótmæla stjórnvöldum. Í dag eru það nefnilega þau sem standa í vegi fyrir réttlæti og ábyrgð, því þau hafa sett sig í veg fyrir það að eitthvað sé gert í átt til þess að menn axli ábyrgð, lögum verði komið yfir menn, eignir auðmanna verði frystar og hafa velt skaðanum yfir á alemnning fyrst og fremst, ekki stjórnmálastéttina, auðmannastéttina og aðra þá sem bera ábyrgð.
Hversvegna fer ég út að mótmæla stjórnvöldum? Svarið er einfalt: öll þessi upptalning gerir það því mér og mínu fólki ofbýður allt þetta. Þó mótmæli ég það fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, því að ef ég stend ekki upp og reyni að gera mitt til að breyta í átt til réttlætis, ábyrgðar og endursköpun trausts sem getur ekki orðið án fyrrgreindra þátta, þá get ég ekki horfst i augun við sjálfan mig í spegli.
Og ef það tekst ekki, þá reyndi ég þó að hafa áhrif og brást því ekki sjálfum mér eða vinum mínum sem manneskja. Auk þess hef ég aðra valkosti ef krafan um breytingar mistekts, til að sýna skoðun mína á því rotna samfélagi sem við búum í.
Icelandair, Iceland Express eða Norræna, aðra leið.
![]() |
Mótmæli halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.1.2009 | 15:04
Mótmælum áfram-Vanhæf ríkistjórn situr enn
Ætla að byrja á því að segja, að ég óska þess innilega að Geir nái fullum bata, því þrátt fyrir allt, er manni ekki illa við hann sem manneskju. Hinsvegar eru störf hans sem embættismaður allt annar handleggur, hann brást manni sem forsætisráðherra og hefur tekið margar afleitar ákvarðanir í starfi né gert það sem þarf að gera . Því verður ekki blandað saman við veikindi hans né hans fjölskyldulíf en ég vona að hann sýni það hyggjuvit að taka veikindafrí sem fyrst því menn þurfa að hugsa um heilsuna fyrst og fremst, ekki starfið.
Þó það hafi verið boðað til kosninga í vor, þá eru ekki sjáanlegar neinar breytingar fram að því. Davíð situr enn sem límdastur í Seðlabankanum og aðrir stjórnendur þar eru ósnertanlegir þrátt fyrir gífurleg mistök sem hafa átt sinn þátt í þjóðargjaldþroti. Stjórn FME situr enn og enginn þar axlar ábyrgð heldur fá frjálsar hendur við að fela slóðir. Fáir hafa þurft að víkja úr bönkunum en enn sitja þar margir sem áttu sinn þátt í hruninu. Ráðherrar og þingmenn sem brugðust okkur, sitja sem fastast og vilja ekki gefa eftir neitt.
Þegar tillit er tekið til þess er enginn ástæða til að hætta mótmælum því kosningar er ekki nema smásigur á meðan ekert breytist í raun þegar kemur að spilingunni og vanhæfni sem umlykur auðmenn, embættismenn, þing og stjórn. Stjórnin þarf að víkja enda er hún algjörlega óstarfhæf og það án þess að tekið sé tillit til veikinda, og ekki er sjáanlegt að hún sýni þá reisn sem þarf og segi af sér.
Höldum áfram mótmælum af fullum krafti, en gerum eitt, gefum Geir grið sem persónu en höldum þó málefnalegri gagnrýni a hans störf áfram sem embættismann, ef tilefni er til.
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
16.1.2009 | 14:36
Tilkynning vegna afsökunarbeiðnii Stöðvar2
Fréttastofa Stöðvar 2 hefur sent frá sér tilkynningu um að ranghermt hafi verið upp á okkur mótmælendurnar sem sendum til þeirra tilkynningu fyrr í vikunni um söfnun vegna skemmda á tækjabúnaði. Hafði Stöð 2 sagt í inngangi frétta að við hefðum skemmt tækjabúnaðinn og biðst velvirðngar á því. Einnig hefur Ari Edwalds beðist afsökunar á ummælum sínum varðandi fórnarlömb nauðgana og höfum við einnig átt smá málefnaleg skoðanaskipti við Sigmund Erni um atvikin á gamlársdag.
Við lítum því á að um mannleg mistök hafi veirð að ræða og eftirleikurinn hafi verið leiðinda misskilningur. Lítum við því á að málið sé dautt af okkar hálfu og engin eftirmáli né kali í garð fréttastofu og starfsmanna Stöðvar 2.
Hér er svo tilkynning þeirra:
"
Stóðu ekki fyrir skemmdum á tækjabúnaði
Í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 14. janúar síðastliðinn var ranghermt. Þar var sagt frá söfnun sem hópur fólks hefur boðist til hefja til að greiða fyrir skemmdir sem urðu á tækjabúnaði í Kryddsíldarmótmælunum á gamlársdag.
Í inngangi fréttarinnar var sagt að fólkið sem hafi boðist til að safna upp í skemmdirnar hafi einnig framið þær. Það mun ekki vera rétt heldur tók fólkið þátt í mótmælunum með friðsömum hætti.
Fréttastofa biðst velvirðingar á þessu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2009 | 10:16
Ógeðfelld "frétt" eða fréttafölsun Stöðvar2, Ari Edwalds og gengisfelling nauðgana
Af gefnu tilefni, hefur eftirfarandi mótsvar við fréttafluntingi Stöðvar 2, verið send til fjölmiðla:
Þegar við þrjú sem rituðum andsvar vegna mótmælanna við Hótel Borg á gamlárskvöld, þá datt okkur aldrei til hugar, að Ari Edwald og Stöð 2 myndu bregðast við með svo ógeðfelldum hætti og varð raun. Til að útskýra með andsvarið, þá vorum við þrjú stödd við mótmælin við Borgina inn í portinu, og mótmæltum friðsamlega. Atgangurinn þar endaði eins og fólk þekkir með sprautun piparúða yfir hóp fólks, sem sumt hvert var að halda á brott. Flest okkar sem voru þar á svæðinu höfðu hvorki hugmynd um átök við starfsfólk Stöðvar 2 og flestir ekki heldur hugmynd um að að kapalsgrey hafði verið brennt í sundur né að svo ömurlega skyldi fara að meiðsl yrðu í átökum.
Í framhaldi þá hófst við mikill darraðardans þar sem allir sem voru við mótmælin, voru stimplaðir skemmdarvargar, skríll, hryðjuverkamenn og svo uppáhald okkar:kommúnistadrullusokkur sem svartstakkur nokkur hefur gert að góðu grínslanguryrði. Ekki voru það bara misvitrir bloggarar og aðrir sem ekki höfðu verið á staðnum, heldur einnig fréttastofa Stöðvar 2, sem hafði ákveðið að notfæra sér mótmælin til að krydda Síldina sem var þegar orðin ónýt vegna ýldubragðs efnahagsástandsins, í von um að það yrði metáhorf. Eftir að þeim varð ljóst að ýldulyktin hafði aðeins farið á þá eftir þessa misheppnuðu markaðstilraun, þá sigu þeir fljótt í þann ham að hefja aftur þá djöfulgeringu og einstaklega hlutdræga fréttaflutning, sem þeir hafa reynt að draga upp af mótmæla-Jóni fyrir eiganda sinn, séra Jón Ásgeir. Ekki nægði þeim það, heldur mætti rauðþrútinn af reiði eða þynnku, forstjóri fyrirtækisins í viðtal hjá fréttastofunni á Nýársdag og krafðist í hroka valdsins, harðari aðgerðir en piparúðun á mótmælendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá þýðir það barsmiðar með kylfum, sem myndi hafa þær afleiðingar, að mótmæli og annað, myndu færast yfir á mun harðara stig með jafnvel skelfilegum afleiðingum og nokkuð sem á að forðast.
Okkur ofbauð þessi orð Ara en vorum einnig reið og sár yfir þessum alhæfingum um þau mörg hundruð manns sem mótmæltu við Borgina. Í framhaldi af því kom upp þessi hugmynd að bjóðast til að standa að söfnun fyrir tækjabúnaði Stöðvar 2, en sú upphæð og hvað átti að hafa eyðilagst hafði verið mikið á reiki frá degi til dags. Töldum við því að best væri að fá óháðan aðila til að segja til um skaðann, enda ætti það að vera í samræmi við þá skoðun okkar að algjörlega óháður aðili myndi rannsaka bankahrunið. Um leið ákváðum við að koma gagnrýni okkar á framfæri og þeim skilaboðum að við hefðum komið í friðsamlegum tilgangi til mótmæla, ekki til að valda skaða á neinn hátt né gerðum við slíkt á nokkurn hátt.
Yfirlýsingin birtist svo hjá flestum fréttamiðlum, og í framhaldi þá hafði fréttastofa Stöðvar 2 samband við einn úr hópnum og tók viðtal þar sem spurðar voru nokkrar spurningar um atriði sem komu fram í yfirlýsingunni. Einnig var spurt varðandi óþægindi starfsmanna Stöðvar 2, sem hópurinn hafði samúð og skilning með og var sagt svo. Svaramaður þessi taldi að enn væri von um að fréttastofan notaði gamlar kennslubækur um heiðarlega fréttamennsku en svo var ekki raunin. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom berlega í ljós, lyga- og áróðursblaðamennska að hætti FOX NEWS og TASS-fréttastofunnar gilda á fullu, þegar kom að óvinum valdsins sem slíkir áróðursmiðlar studdu og/eða styðja. Einnig getur hafa spilað inn í, viðkvæmt egó prímadonnu Kryddsíldar og gagnrýnisóþolinn sál forstjórans hafi orði eitthvað viðkvæm. Í hádegisfréttum Bylgjunnar miðvikudaginn 14. Janúar stundi fréttaþulurinn af áfergju því upp úr sér að mótmælendurnir(þ.e. við) sem eyðilögðu tæki Stöðvar 2, ætluðu að safna fé til að borga skemmdirnar. Örfá valin orð svaramanns voru nýtt, og lyginni klykkt út með forstjóranum Ara Edwald, nær því grátandi krókódílatárum yfir vonsku mótmælanda og endað á yfirgengilega melódramatískri lýsingu á ástandi starfsmanna þar sem hann líkti þeim við fórnarlömb nauðgunar.
Ekki ætlum við að rengja það að starfsmenn sem tuskuðust á við mótmælendur(eða nauðgarana í huga Ara) hafi orðið orðið skelkað og ómótt og eiga samúð og fullan stuðning skilið. Þó má ekki gleyma því að þeir sem stóðu fyrir utan og mótmæltu, urðu einnig margir hverjir fyrir áfalli þegar beitt var piparúða, og hina friðsömu sem urðu skelkaðir þegar hræddir lögreglumenn spreyjuðu af handahófi í hóp fólks og þótti sumum sem að verið væri að ýta saklausum inn í bununa um tíma. Má því fyrir það fyrsta benda fréttamönnum Stöðvar 2, að það eru fleiri hliðar á atburðum en skoðun eiganda eða forstjóra. Einnig má benda þeim á að þegar aðili segist ekki hafa skaðað né ollið skaða, þá er það ekki í valdi fréttastofu að fullyrða annað, án sannana og gæti það flokkast undir gróf meiðyrði.
En ummæli Ara er ei létt að svara, því þessi líkingarmynd hans um fórnarlömb nauðgunar er alveg forkastanleg. Nauðgun er einn af verstu og viðbjóðslegustu glæpum sem til er, og eru ummæli Ara ekkert annað en gengisfelling á því sálarmorði sem framið er, og einnig er einstaklega ógeðfelld athæfi það, að reyna að gera nauðgara, samnefnara við mótmælendur. Erum við alveg fokill yfir því, að vera dregin í sama dilka og slík ómenni, og ætti Ari því að sýna manndóm og biðja fórnarlömb nauðganna afsökunar sem og þá sem hann líkir við nauðgara, og segja upp starfi sínu í iðrunarskyni.
Ef ekki kemur neitt fram í átt til iðrunar af hálfu Ara eða Stöðvar 2, þá teljum við réttast, að taka upp hugmynd Ara og benda fólki á að styrkja Stigamót, Mæðrastyrksnefnd eða öðrum sem munu þurfa aðstoð í því ástandi sem hann hefur átt sinn þátt í að skapa sem lobby-isti atvinnulífsins í SA og Viðskiptaráði Íslands. Eru því mótmælendur við Borgina og mótmælendur almennt auk andstæðinga nauðgana, hvattir til þess að segja upp Stöð 2 og leggja hlut ef ekki heila mánaðaráskrift í sjóð til styrktar þessum aðilum.
En við megum ekki gleyma fréttastofu Stöðvar 2 og sjáum við nú greinilega að okkar synd, var fyrst og fremst að ónáða hana frá meir spennandi hlutum heldur en mótmælendum sem eru fyrir neðan þeirra virðingu og eiga lygar og allt vont skilið. Við skulum því sjálf taka það til okkar og hætta samskiptum við þá, hvetja aðra mótmælendur og mótmælahópa sem fréttastofan fyrirlítur vegna andstöðu þeirra við valdið, aðra meðmælendur andófs og andstæðinga valdsins í orði og riti til að einfaldlega að hundsa frekjulegan fréttamanninn með hrokafullar spurningar þess sem ætlar sér að niðurlægja mótmælandann. Einnig skulum við mótmælendur hætta að senda þeim fréttatilkynningar og sleppa mætingu í innantómt sófaspjall til uppfyllingar um hluti sem fréttamennirnir skilja hvorteð er ekki eða telja yfir sig hafna.
Við slíkt þá myndi fréttastofa Stöðvar 2 gefast meiri tími, til að sinna því sem þeir telja mun fréttnæmara í samfélaginu: líkamsrækt, lýtalækningar og auglýsingagerð fyrir önnur Baugs-fyrirtæki. Ef það gerist of leiðigjarnt og metnaður og heilindi skyldu fyrirhitta fréttamennina, þá bendum við þeim á að kynna sér hvernig alvöru blaðamenn starfa í öðrum löndum.
Látum við því þessu mótsvari okkar lokið við lygum og fyrirlitlegum málflutningi þar sem sálarmorð er gengisfellt. Vonandi þurfum við aldrei að ræðast við aftur og getum við ekki sagt að við séum sérlega döpur yfir því. Þau óheilindi að ljúga upp á fólk skemmdarverkum og öðru sem það hefur ekki framið, í ljósi þess að við tókum fram að við ollum engu slíku, hafa skilað því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.1.2009 | 22:24
Fréttatilkynning vegna mótmælanna á gamlársdag
Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið sent á Ara Edwalds, Sigmund Erni og fjölmiðla.
"Andsvar vegna mótmæla við Hótel Borg 31.12.08
Í tengslum við yfirlýsingar Ara Edwald og Sigmundar Ernis um skemmdarverk á tækjabúnaði Stöðvar 2 viljum við sem ábyrgir mótmælendur þennan dag bjóðast til að safna fé upp í skaðann á tækjabúnaði stöðvarinnar. Við óskum eftir upplýsingum um það sem skemmt var frá óháðum aðila.
Við vitum að við getum ekki bætt tilfinningalegt uppnám þeirra félaga né teljum þörf á því vegna fullrar vitneskju þeirra um að mótmælt yrði af krafti, en hörmum innilega áverka tæknimannsins.
Við komum ekki til mótmælanna með því hugarfari að valda skaða, enda gerðum við það ekki, heldur til að láta skoðun okkar í ljós og mótmæla því að formenn flokkanna telji mun mikilvægara að mæta í froðukenndan skemmtiþátt og koma enn og aftur með sömu efnislausu setningarnar yfir kampavíni og síld fremur en að upplýsa þjóðina af heiðarleika og tæpitungulaust um raunverulegt ástand landsins og skuldahalann, sem börn og barnabörn munu erfa.
Við viljum svo bæta því við að lokum, að það vekur furðu okkar að Ari Edwald telji sig hafa það vald að geta sagt lögreglu okkar til um hvernig hún eigi að haga störfum sínum.
Fyrir hönd ábyrgra mótmælenda,
Björg Sigurðardóttir
Gunnar Gunnarsson
Agnar Kr. Þorsteinsson"
Bloggar | Breytt 14.1.2009 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.1.2009 | 20:42
Opinn borgarafundur-Mánudagskvöldið kl. 20:00 í Háskólabíó
Nú er komið að næsta borgarafundi hjá okkur sem stöndum í þessu, og ætti þessi að verða áhugaverður. Fyrir það fyrsta skal nefna að Robert Wade sem skrifaði grein þar sem hann varaði við hruninu, síðastliðið sumar, mun vera einn af frummælendum og ég reikna fastlega með að það verði ansi áhugavert hvað hann hefur að segja. Einnig er örugglega einnig áhugavert að hlusta á Raffaellu Tenconi með sína sýn og Sigurbjörg hef ég séð í Silfrinu og lesið viðtal við hana þar sem hún talar um hvað sé mein stjórnsýslunnar hér.
Þó ætla ég að viðurkenna, að ég er persónulega mest spenntur fyrir ræðu hans Hebba vinar míns. Hann er búinn að vera að íhuga og vinna í þessari ræðu í lengri tíma þar sem hann ætlar að tala um samfélagssáttmálann og þrískiptingu valds, hluti sem hafa verið honum hugleiknir, eftir hrunið. Umræðuefnið er honum einnig mikið hjartans mál því líkt og mér, finnst honum samfélagið vera ónýtt á margan hátt því stoðirnar eru ekki bara fúnar, heldur er einnig grunnurinn ónýtur. Einnig verður myndband sem er nokkurskonar annáll borgarafunda sýnt, nokkuð sem hann hefur veirð að eyða degi sem nótt síðustu vikuna við að klippa.
Svo til að svara spurningum verðar formenn flokkana(þeir sem geta mætt), og Viðskiptaráð Íslands sem er sterkasti þrýstihópur hér á landi, því ef skoðað er hvað ríkistjórnir síðustu ára hafa samþykkt af þeirra kröfum, þá er það sláandi, eða um 90% af stefnumálum Viðskiptaráðsins, í tengslum við viðskipta- og fjármálalífið. Mæli með því svo að fólk mæti undirbúið með spurningar, ef það sé eitthvað ákveðið sem það er að velta fyrir sér í tengslum við alla þessa hluti.
En nóg um það, hérna er auglýsingin um fundinn og látið sem flesta áhugasama vita og vonandi mætið þið sem flest.
"Í Háskólabíó, mánudaginn 12. janúar kl 20-22.
Fundarefni
Íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir.
Frummælendur
Robert Wade - prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics
Raffaella Tenconi - hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir - stjórnsýslufræðingur
Herbert Sveinbjörnsson - heimildamyndagerðarmaður og aðgerðarsinni
Auk þeirra hefur formönnum stjórnmálaflokkanna og Viðskiptaráði Íslands verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.
Fyrirkomulag
Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.
Rétt er að taka fram að enskumælandi frummælendum verður gert kleift að svara spurningum sem bornar eru fram á íslensku með aðstoð túlks, og erindi þeirra og svör verða sömuleiðis þýdd á íslensku.
Spyrjum, hlustum og fræðumst.
Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2009 | 20:32
Eru skýrslur endurskoðenda um bankanna leyniskjöl?
Í upphafi hrunsins þöndu ráðamenn þjóðarinnar brjóstkassa sína og gjömmuðu eins og verstu poodle-hundar, um að allt skyldi vera haft upp á borðum, öllum steinum yrði velt við og erlendir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka málin. Erlendu aðilarnir duttu stuttu síðar í burtu, væntanlega við það að málin yrðu of óþægileg fyrir stjórnmálaöflin sjálf og svo málið þft þar til pólitískt skipuð hvítþvottarnefnd var stofnuð, eftir mikið japl og jæja. En hefur þó ekki fundist saksóknari með rétt flokkskírteini svo smávon er enn um að erlendur aðili taki það að sér....æ, gleymdi því, Björn Bjarna stoppaði það af.
Í dag fréttist það svo, að endurksoðendur hefðu skilað inn skýrslum um Landsbankann og Kaupþing og framferði þeirra í aðdraganda hrunsins. Viðbrögðin komu svo sem ekkert á óvart frá FME, ekkert gefið upp né niðurstöður skýrslanna gerðar opinberar. Ég veit ekki hvort ég hafi misst af einhverju, en allavega var talað um að allt yrði lagt á boroðið og varla telst það að gera skýrslur um bankanna að leyniskjölum í fórum manna sem hafa klúðrað öllu sem hægt er að klúðra og tala um að "unnið verði faglega úr þeim", líkt og forstjóri FME orðaðið það. Ekki get ég annað lesið úr þeim nema þá tvo möguleika, að fyrir það fyrsta að endurskoðendurnir hafi skilað af sér amatörískri og lélegri skýrslu, fyrst það þarf að vinna úr henni, eða líkt og manni grunar, að skoða eigi efni skýrslanna með tilliti til hagsmuna auðmanna og bankamanna, sem hafa forgang hjá ríkistjórninni framyfir almenning. Í framhaldi af því má reikna með að gögn tengd skýrslunni hverfi jafn snögglega og Jimmy Hoffa.
Eða missti ég af einhverju? Er það kannski bull í mér að finnast það ekki sæmandi að svona gögn séu leyniskjöl í fórum manna sem hafa klúðrað öllu sem hægt er að klúðra, og hafa hagsmuni fyrirtækja að leiðarljósi fremur en almennings?Eða er þetta bara ofsóknaræði í mér, vegna þess að flestar ef ekki allar samsæriskenningar um bankahrunið, hafa reynst sannar?
Svör og skýrslur óskast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 00:55
Mótmælin á gamlársdag og Ari Edwald
Ég er einn af þessum skríl, lýð, atvinnumótmælenda, VG-pakk, krakki og öllum öðrum nöfnum sem maður er víst kallaður af smáborgaralegum unnendum spillingar, sem mætti á mótmælin við Hótel Borg sem fara líklegast í annála. Í dag hef ég aðeins fylgst með umræðunni, horft á myndbönd, skoðað ljósmyndir o.fl. og langar að setja mitt sjónarhorn inn um þetta, enn einn vitnisburð þeirra sem voru þarna en sitja ekki í sófanum sínum með blammeringar og stimplanir á okkur "skrílinn", og kannski skilja ekki hvað er að fara að gerast á þessu ári og því næsta sem verður mun verra að öllum líkindum.
Atburðarrásin er eins og ég sá hana frá mínum sjónarhóli inn í portinu, er frá mínum sjónarhóli séð svona. Eftir að einhverjir klifruðu inn í portið og opnuðu hliðið þar, þá fór fólk þar inn og ég þar á meðal, ásamt tveimur félögum mínum sem voru líkt og ég að taka myndir. Fólk var þá komið inn á Hótel Borg og ég sá nú ekkert hvað var að gerast þar inni og get því ekki borið vitni til um það. Lögreglumenn héldu sig frá, tvístigandi bak við eitt hlið þar og litu flestir út fyrir að vera óviljugir til að fara að standa í einhverju stappi, enda í sama helvítis fokking fokkinu og við hin. Svo tók maður eftir því að þar var kominn einhver yfirstjórnandi sem fór að gefa fyrirskipanir og stuttu síðar færði lögreglan sig inn að mótmælendum. Um tíma stóðu þeir þar, þar til nokkrir lögreglumenn fóru inn og var þeim hleypt góðfuslega í gegn af fólki, enginn var að veitast að þeim eða hrópa að þeim heldur flestir talið að þeir ætluðu bara að ýta fólki út eða taka sér öryggisstöðu inni. Loks tóku sér lögreglumenn stöðu í dyrunum, til að hleypa ekki neinum inn.
Í framhaldi af því, þá verða kaflaskipti þegar gasinu er beitt þar inni og maður heyrir sársaukaöskur í fólki þar, sem er innikróað. Ég get vel skilið að lögreglan hafi ætlað sér að koma fólki út, en að innikróa það til að beita vopnum gegn fólki, er ekki beint til þess fallið að róa ástandið niður, og líklegast hefðu nú gamlir jaxlar á borð við Geir Jón getað komið fólki þarna út með góðu. Við þetta verða margir reiðir og reiðin beinist í átt að lögreglunni fyrir þetta. Það er hrópað að þeim,og loks er byrjað að syngja og senda þeim fingurinn. Þá stormar fram foringinn með kalltækið sitt, gargar að fólk sé með ólögleg mótmæli sem ég skil ekki hvernig hann fær út, tilkynnir í kalltækinu sem varla heyrist í, fyrir öðrum hávaða, að beitt verði táragasi. Maður hugsaði með sér þá, hvað í andskotanum er í gangi í kollinum á þessum manni, að gasa fólk fyrir að hrópa og syngja?
Skyndilega brjótast svo fram GAS-man og félagar, og byrja að sprauta á fullu eins og óðir yfir fólkið sem sumir hverjir höfðu lyft höndum upp til að sýna að það væri óvopnað og ekki með neitt ófriðsamegt í huga, á meðan aðrir lögreglumenn byrja að rífa þá upp sem sátu eða vísa fólki í burtu. Einn fór upp að mér og bað mig um að fara í burtu og hlýddi ég fyrirmælum, lyfti upp höndum til að sýna að ég væri friðsamelgur, en komst ekki mikið þar sem fólk hreyfðist hægt í burtu. Lögreglan hélt áfram að ýta við bakinu á manni með kylfunum upp að mannlegri keðju þarna og var ég orðinn fastur upp við. Viðkomandi lögreglumaður hvæsti þá á mig að hreyfa mig en ekki náði ég að svara honum um að slíkt væri ekki hægt, þareð keðjan losnaði og skyndilega fannst mér eins og e.t.v. öðrum, að verið væri að ýta mér upp að þar sem verið var að gasa fólk. Úðiinn fannst manni vera orðinn aðeins of nálægt og ég játa að ég hefði misst allt álit á lögreglunni ef þeir hefðu ýtt manni bununa sem stóð frá þessu árásarvopni.
Svo fór nú ekki og fór maður út úr sundinu klakklaust og án þess að vera gasaðureða verra. Eftir á, stóðum við félagarnir og fylgdumst með m.a. gömlum, reiðum manni sem hafði veirð þarna í sundinu að ég held, sem las yfir lögreglumönnunum pistilinn fyrir að hafa úðað yfir fólk sem hafði ekki gert neitt nema vera í sundinu. Fólk fyrir utan Borgina, var margt hvert yfir sig hneykslað á gasárás lögreglunnar, því þetta fyrir utan var árás en ekki vörn eða nauðsyn. Ég ætla þó mér ekkert að réttlæta það sem gerðist inn á Borginni, og ekki sæmandi að beita aðra manneskju ofbeldi, og finnst það einnig ömurlegt að lögreglumaður hafi endað á spitala. Ég skil svo sem ofsareiðina sem greip um sig af hálfu þessa einstaklings, að rífa upp grjót og henda efitr gasárásina, en það réttlætir það engan veginn ekki. Mér finnst eiginlega að við mótmælendur ættum að rölta með konfekt og blóm niður á lögreglustöð og biðja félaga hans um að koma þeim til skila, svona um leið og við lesum þeim pistilinn fyrir yfirgengilg viðbrögð fyrir utan hús. Ég er nefnilega hræddur um að þetta atvik leiði bara til dýpra vantrausts í garð lögreglunnar sem bitnar á heiðarlegum mönnum þar, en ekki vanhæfri yfirstjórn, sem vernda hina raunverulegu glæpamenn í landinu vegna flokks- og vinatengsla. Hinir almennu lögreglumenn eru nefnilega engir sökudólgar, heldur eru í óþægilegri stöðu á milli steins og sleggju og ég efast ekki um að þeir vildu frekar vera að handtaka auðmenn, bankamenn og spiltla stjórnmálamenn fremur en að berja á fólki sem er í sama skítnum og þeir sjálfir.
En þá að öðrum hlut í tengslum við þessi mótmæli og það er Stöð 2 og Ari Edwald. Ég er enn að reyna að átta mig á hvað Stöð 2 var að hugsa fyrir það fyrsta að hafa Kryddsíld eftir allt saman, þátt þar sem úr sér gengnir stjórnmálamenn og atvinnugasprar sem njóta einskis trausts lengur, troða út á sér belginn og láta út úr sér sömu þvæluna enn og aftur, í andvana skilningsleysi á því hversvegna fólkið fyrir utan borðar ekki bara kökur þegar brauðið klárast.Einnig hefði þeim átt að vera ljóst og fullkunnugt um að mótmæli væru fyrihuguð við Borgina. Kannski var það ætlunin, að hleypa smá fjöri í hrútleiðinlegan þátt og reyna að búa til smá fjör, hver veit?
Á sama tíma þvældist fólk fyrir utan frá þeim að taka viðtöl við mótmælendur og eins og venjulega, reyndu þeir mikið til þess að reyna að gera lítið úr fólki með barnalegum og háflvitalegum spurningum, sem kokkaðar voru upp í Valhöll. Fjölmiðlar hérlendis hafa hingað til nefnilega tekið afstöðu með valdinu í gegnum tíiðina, svona í svipuðum dúr og aðrir sambærilegir fjölmiðlar erlendis:Fox news, Pravda og TASS svo maður nefni dæmi. Engin breyting virðist vera á þessum þankagangi hjá Fréttastofu Stöðvar 2, enda kannski erfitt þegar þeir vinna fyrir gerendur hrunsins og í meðvirkni sinnni vilja vernda höndina sem gefur þeim að éta og segir þeim jafnvel hvað þeir eigi að hugsa og segja.
Maður var því þokkalega undirbúinn undir fréttaflutning Stöðvar 2 sem var orðinn að þáttakanda í frétt og kastaði í burtu þykjustuhlutleysinu sínu sem er ágætt mál því engum þarf að dyljast það lengur með hverjum þeir standa. Hefðbundin frétt sást frá þeim þar sem reynt var að draga upp þá mynd að mótmælendur væru vondir ofbeldismenn upp til hópa, örugglega eitthvað sem Ari Edwald hefur heimtað til réttlætingar orða sinna um "vopnaða glæpamenn".Var fólk að beita vopnum þarna fyrir utan grjót tekið upp í reiði? Og hvað með þessi skemmdarverk? Það sést bara einn bruninn kapall, nokkuð sem gerðist eftir að lögreglan beitti táragasi. Hvaða aðrar skemmdir áttu að vera framdar á tækjum Stöðvar 2? Og já, er gasárás ekki nógu hart að þínu mati? Hvað vildirðu, Ari? Að lögreglan myndi hefja skothríð á fólk?
Ari Edwald má þó eiga það að hann kallaði fram reiði hjá manni og einstaklega mikla klígju yfir Ara sem minnti mann helst á þa atvinnurekendur og landeigendur fyrr á öldum sem letu berja og myrða fólk sem barðist fyrir réttindum verkafólsk. Sór ég þess eið að ég myndi aldrei gerast áskrifandi að Stöð2 eftir þau orð, og var hálffúll yfir því að vera ekki áskrifandi, því ég hefði getað sagt upp áskriftinni með þeim formerkjum. Ari Edwalds er nefnilega einn af þeim mönnum sem hafa átt þátt í að setja landið á hausinn því fyrir utan það að vera stjórnandi einstaklega skuldsetts Baugs-fyrirtækis og hafa sukkað með lífeyrissparnað fólks, þá var hann einn af þeim félögum í Viðskiptaráði sem þrýsti á ríkistjórnina og mótaði aðgerðarleysisstefnu gagnvart fjármálaglæpum og glæframennsku því eins og Viðskiptaráð sagði, þá ættu fyrirtæki að sjá um að móta reglur sjálf um sig, ekki ríkið sem ætti ekki að skipta sér af starfsemi fyrirtækja á neinn hátt. En hverjir eru í Viðskiptaráði með Ara? Klingja einhverjar bjöllur við nöfn manna á borð við Lárus Welding, Erlend Hjaltason forstjóra Exista o.fl slíkt lið sem hefur framkallað þjóðargjaldþrot? Viðskiptaráð hefur nefnilega í gegnum tíðina fengið um 90% af sínum hlutum í gegn, vegna náinna tengsla í gegnum Sjáflstæðisflokkinn og afleiðingarnar sjáum við nú með efnahgshruninu.
Takki, Ari fyrir það, og vonandi verða fleiri sem þakka þér fyrir þinn þátt í ástandinu, með því að segja upp áskrfitinni að Stöð 2 og hætta viðskiptum við fyrirtæki sem þú kemur nálægt.
Hér eru svo hlekkir á skrif fólks af staðnum, ljósmyndir og videó af mótmælunum svo fólk geti séð þetta frá sem flestum sjónarhornum:
http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/758972/
http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063228
http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/759037/
http://eyjan.is/blog/2008/12/31/myndband-fra-hotel-borgar-motmaelum/
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/759143/
http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/758550/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar