Færsluflokkur: Bloggar
27.1.2007 | 09:56
Tilviljanir
Tilviljanir geta verið áhugaverðar stundum. Ég er búinn að vera lesa bækur í þyngri kantinum upp á síðkastið, og ákvað að grípa í einhverja afþreyingu til að kæla heilann aðeins í gær. Mundi eftir íslenskri spennusögu sem var búinn að vera upp í hillu í lengri tíma og náði í hana. Þetta var bærilegur reyfari skrifaður 2002 sem var um hana Stellu Blómkvist og heitir Morðið í þinghúsinu.
Nú er örugglega einvher byrjaður að velta fyrir sér hvað þetta kemur tilviljunum við(ef menn hafa ekki lesið bókina). Aðalmálið í bókinni er um dauða blaðakonu sem hrapar af þingpöllum þegar öfgafullir þjóðernissinnar eru með læti á þingpöllum, hrópandi slagorð á borð við "Ísland fyrir Íslendigna" og í gegnum bókina má sjá tal þjóðernissinna um að útlendingar séu að stela vinnunni frá okku og sömu frasa og heyrst hafa í umræðunni hér um útlendinga . Ástæðan fyrir þessum látum er sú að umræða er á þingi vegna orða dómsmálaráðherra, um að takmarka þurfi flæði útlendinga til landsins. Tilviljunin er sú að ég hafði ekki hugmynd um söguþráðinn og fer að lesa bókina á sama degi og Frjálslyndir byrja sitt flokksþing.
Önnur Frjálslynd tilviljun er dagurinn í dag. Þegar Frjálslyndir ganga til kosninga í dag þá er annars staðar í heiminum verið að minnast fórnarlamba Helfararinnar og er þessi dagur nefndur Auschwitz-dagurinn. Þar er verið að minnast hvernig spilað hefur verið á hörpur þjóðernishyggju og fordóma, til að fremja ein hryllilegustu grimmdarverk síðustu aldar. Enn í dag hljóma sömu frasarnir og nasistar beittu þegar kemur að því að kynda upp hræðslu gegn öðrum trúarhópum, kynþáttum eða litarhætti: Þýskaland fyrir Þjóðverja, það er þeim að kenna að þið hafið ekki vinnu, þeir vilja ekki aðlagast samfélaginu og rotta sig saman í hverfi, þeir nauðga hvítum, kristnum, arískum konum o.sv.frv.
Ég efast þó stórlega um að svipaðar ofsóknir séu í huga þeirra sem ala mest á hræðslu við útlendinga meðal Frjálslyndra en sporin hræða miðað við söguna, sérstakelga þegar kemur að stjórnmálamönnum sem eru að ná sér í atkvæði. Tækifærismennska sumra er nefnilega sprottinn upp úr þeirra örvæntingu um að vera ekki lengur við kjötkatlana og þá er gripið til ýmisra ráða til að tryggja áframhaldandi veru á þingi, sérstaklega ef menn geta ekki haldið áfram á eigin verðleikum. Í raun eins og félagi minn sagði við mig, þá var þetta eiginlega spurningin hvor yrði til: Framsókn eða Frjálsyndir. Það er er nefnilega mjög auðvelt að ná sér í atkvæði út á hræðsluáróður við minnihlutahópi, sérstaklega hér á landi því við Íslendingar erum gjarnir að koma fram með sleggjudóma og alhæfingar um þjóðfélagshópa af öllu tagi.
Ég vona að þetta sé ekki fyrirboði um það að Hvítt afl sigri á flokksþingi Frjálslyndra eða hvert stefnir. Ef svo fer, þá mun ég berjast gegn þeim af fullri hörku á hvern þann hátt sem ég get.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2007 | 15:20
Dabbi kóngur og Jón biskup
Í Baugsmálinu varð atburðarrásin þannig að Davíð Oddson eða Dabbi kóngur byrjaði að leggja fæð á Jón Ásgeir og Baugsmenn fyrir að vilja ekki setja kirkju sína, markaðinn, undir hæl Davíðs. Sumir segja að þetta hafi byrjað í tíð Davíðs sem borgarstjóra en ég tel að þetta hafi byrjað við einkavæðingu FBA sem Davíð fagnaði í fyrstu en trompaðist svo yfir þegar hann sá að Jón nokkur Ólafs hafði keypt bankann ásamt Jóni Ásgeiri. Jónarnir tveir voru ekki hluti af aðalsmönnum þeim er mynduðu hirð Davíðs:heildsölum, Kolkrabbafjölskyldunum og kvótagreifum, heldur höfðu þeir byggt upp veldi sitt samkvæmt þeim reglum er kóngu setti en skildu ekki að menn þurftu að tilheyra hirðinni til að mega það. Hirðmönnum sem hirðfíflum mislíkaði þessi ótukt götustrákana að dirfast að halda að þeir sætu að sama borði þegar kæmi að einkavinavæðingu, sérstaklega þó kónginum sem leit á ríkið sem sitt. Óvild kóngsins og hirðar hans í garð Jón Ásgeirs, manna hans og veldi, magnaðist svo með ýmsum hætti og almennt var það orðið viðurkennt að þarna var ekki kært á milli.
Enginn veit i raun hvort Dabbi kóngur hreytti út úr sér svipuðum orðum og Hinrik en riddarar, trúir kóngi sínum, tóku sig til og ákváðu að nú væri kominn tími til að þagga niðri í biskupi markaðarins, honum Jóni Ásgeiri. Þrír settust niður á skrifstofu í einum kastala valdsins:Morgunblaðinu, ræddu um og skipulögðu aðförina gegn Jóni Ásgeiri og lénsveldi hans Baugi, með þeim vopnum sem þeim höfðu áskotnast, fyrrum heitmey gamla barónsins af Baugi sem mislíkaði það illa að hafa verið velt út úr rúmi og landflótta fésýslumanni í hefndarhug sem taldi Jón hafa dregið konu sína á tálar.
Þegar áætlunin var tilbúin var haft samband við fógeta ríkisins sem var trúr sínum kóngi og hafist handa. Fógetanum var gert að finna einhverjar sakir á hendur Jóni, foður hans og undirsátum, sönnum sem upplögnum og skaða þá sem mest í augum annara lénsherra sem og almennings með stóru höggi. Ráðist var inn í kirkju Jóns en áætlunin tókst ekki sem skyldi. Baugsveldið féll ekki í valinn svipstundis heldur barðist hatrammlega á móti árás konungsveldisins fyrir rétti sem og annars staðar.
Kóngurinn varð brátt óvinsæll vegna misnotkunar á valdi sínu þegar hann reyndi að keyra lög í gegn sem klárlega var beint gegn eigum Baugs er hafði að gera með fjölmiðla ásamt því að hafa lýst yfir stuðningi við stríð yfirgangsams stórveldis og fleiri verkum. Almenningur sem og aðrir mislíkaði það og að lokum neyddist Ólafur Ragnar Grímsson páfi til að grípa í taumana og stoppa kónginn sem var orðinn líkt og illvígur tarfur í drápsham í stríði sínu við Baugs-veldið og almenning i landinu.Á endanum hrökklaðist konungur frá völdum og var hann sendur í útlegð í hinn afskekkta kastala Seðlabankann þar sem hann situr bitur og áhrifalaus dreymandi um endurkomu sína til valda.
Örlög riddara hans og vopna þeirra eru þó óráðin, einum var verðlaunað með dómarasæti sem gæti komið fyrrum kóngi og hans hirð vel síðar, sá er básunaði hvað mest orð konungs hefur glatað traust fólks á blaði sínu en engum tekst að ýta honum í burt, sá þriðji var hrakinn frá hirðinni af nýjum kóngi og fógetinn eyðilagði trúverðugleika sinn og löggæslumanna sinna. Bréf heitmeyjarinnar um samsæri riddarana kom fyrir sjónir almennings og að lokum lenti fésýslumaðurinn á sakamannabekk við hlið óvinar síns og nafna.
Jón Ásgeir og veldi Baugs náði að koma sér undan aðför konungs og hans manna þó því sé ekki alveg lokið. Hirðinni mistókst og aðförin snérist í andhverfu sína og gerði Jón að dýrlingi og píslarvætti í augum almennings sem var orðinn þreyttur á harðræði og spillingu konungs og hirðmanna.
Nú er spurningin hvað gerist næst, mun þáttur konungs og hans manna vera rannsakaður? Mun einhver þurfa að bera ábyrgði á stórfelldum útgjöldum af skattpeningum upp á hundruðir milljóna? Mun yfirmaður lögreglu og leyniþjónustu konungs taka ábyrgð á gjörðum fógetanum og böðlum hans og fara frá? Eða munu fjölmiðlar sem þeir sem á þingi sitja forðast að taka á málinu og þeir seku munu halda áfram í sínum störfum, bruggandi ný launráð? Og svo að lokum, mun einhver af fjölmiðum landsins, hjóla í gamla, bitra kónginn og minna hann á orð sín um að ef aðför fógeta væri pólitískur gjörningur, þá myndu dómstólar vísa málinu frá sér?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 16:35
Óskars-tilnefningarnar komnar-Ekki mikið óvænt
Það sem kannski helst kemur á óvart er Ryan Gosling fyrir besta leik í karlhlutverki, Borat fyrir besta handrit og að Jackie Earle haley hafi fengið tilnefningu sem er skemmtilegt því hann hvarf í fjölda ára eftir að hafa leikið í myndum á borð við Breaking away og minnistæður sem mest óþolandi krakki í heimi í The day of the locust. Alltaf gaman þegar það er endurkoma með stíl. Einnig kom mér það nú aðeins á óvart að hin hrollvekjandi heimildarmynd Jesus camp skuli vera útnefnd. Ánægjulegt þó umfjöllunarefnið sé óhugnanlegt: Kristnar sumarbúðir sem heilaþvo börn að hætti Talibana og eru með mikla hernaðarhyggju og tilbeiðslu til Bush sem hins nýja Messíasar, sem hluta af heilaþvottinum.
Nú þarf maður bara að leggjast yfir þetta og spá í spilin næsta mánuðinn þar til stundin rennur upp. Kvikmyndaklúbburinn Afspyrna hefur hingað til horft á afhendinguna með sínum venjulegu hefðum: vöfflubakstri, veðmálum, teljandi hversu oft sama auglýsingin birtist í hléum og hvaða bull og vitleysu þulurinn á Stöð 2 lætur út úr sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2007 | 09:48
Fyrsta bloggfærsla
Jæja, þar kom að því að maður hóf blogg og spurningin er örugglega eins og hjá flestum, hversu lengir helst þetta út eða verður þetta virkt hjá manni í skrifum eða hvort þetta muni lognast út eins og áhugi á fótbolatamyndum af EM.
Ætla reyndar að nota þetta blogg kannski fyrst og fremst til að skrifa hugleiðingar, gagnrýna stjórnmálamenn sem og annað sem mér ekki að skapi eða hrósa eftir þörfum, fjalla um eitthvað skemmtilegt eða áhugavert úr sagnfræði ef ég dett í það skap og ekki má gleyma bíómyndum og bókum. Set mér það markmið að reyna að skrifa eitthvað sem ég vill að sjáist hér frekar en innantómrar tilvísunar í frétt eða linka á eitthvað sem þykir skemmtilegt án þess að tjá sig að einvherju leyti um efnið. Ég vona að þetta séu ekki of háleit markmið í upphafi, best að byrja smátt í heimsyfirráðunum.
Gott í bili, páfagaukurinn og harðstjórinn á mínu heimili þarf að fara að komast í Frétttablaðið og slagsmálin um kaffibollann.
AK-72
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 123367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar