23.1.2007 | 16:35
Óskars-tilnefningarnar komnar-Ekki mikið óvænt
Jæja, þá er loksins komnar tilnefningar fyrir aðaluppskeruhátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er svo sem ekki margt sem kemur á óvart í rauninni, maður vissi að Dreamgirls fengi margar tilnefningar, Scorsese yrði útnefndur, Pan's labyrinth sem besta erlenda mynd en Sena hefur ekki áhuga á að sýna hana því eins og þeir orðuðu það:"HAHAHAHA, hver heldurðu að hafi áhuga á að sjá mexíkanskar myndir?". Little miss sunshine er svo sem ekki neitt óvænt frekar en Babel og ég hefði orðið mjög hissa ef Peter O'Toole hefði ekki fengið tilnefningu enda fer karlinn víst á kostum í Venus. Verst að Will Smith fær tilnefningu, hef hrikalegt óþol gegn honum þó maður gefi honum kredit fyrir leik við og við.
Það sem kannski helst kemur á óvart er Ryan Gosling fyrir besta leik í karlhlutverki, Borat fyrir besta handrit og að Jackie Earle haley hafi fengið tilnefningu sem er skemmtilegt því hann hvarf í fjölda ára eftir að hafa leikið í myndum á borð við Breaking away og minnistæður sem mest óþolandi krakki í heimi í The day of the locust. Alltaf gaman þegar það er endurkoma með stíl. Einnig kom mér það nú aðeins á óvart að hin hrollvekjandi heimildarmynd Jesus camp skuli vera útnefnd. Ánægjulegt þó umfjöllunarefnið sé óhugnanlegt: Kristnar sumarbúðir sem heilaþvo börn að hætti Talibana og eru með mikla hernaðarhyggju og tilbeiðslu til Bush sem hins nýja Messíasar, sem hluta af heilaþvottinum.
Nú þarf maður bara að leggjast yfir þetta og spá í spilin næsta mánuðinn þar til stundin rennur upp. Kvikmyndaklúbburinn Afspyrna hefur hingað til horft á afhendinguna með sínum venjulegu hefðum: vöfflubakstri, veðmálum, teljandi hversu oft sama auglýsingin birtist í hléum og hvaða bull og vitleysu þulurinn á Stöð 2 lætur út úr sér.
Það sem kannski helst kemur á óvart er Ryan Gosling fyrir besta leik í karlhlutverki, Borat fyrir besta handrit og að Jackie Earle haley hafi fengið tilnefningu sem er skemmtilegt því hann hvarf í fjölda ára eftir að hafa leikið í myndum á borð við Breaking away og minnistæður sem mest óþolandi krakki í heimi í The day of the locust. Alltaf gaman þegar það er endurkoma með stíl. Einnig kom mér það nú aðeins á óvart að hin hrollvekjandi heimildarmynd Jesus camp skuli vera útnefnd. Ánægjulegt þó umfjöllunarefnið sé óhugnanlegt: Kristnar sumarbúðir sem heilaþvo börn að hætti Talibana og eru með mikla hernaðarhyggju og tilbeiðslu til Bush sem hins nýja Messíasar, sem hluta af heilaþvottinum.
Nú þarf maður bara að leggjast yfir þetta og spá í spilin næsta mánuðinn þar til stundin rennur upp. Kvikmyndaklúbburinn Afspyrna hefur hingað til horft á afhendinguna með sínum venjulegu hefðum: vöfflubakstri, veðmálum, teljandi hversu oft sama auglýsingin birtist í hléum og hvaða bull og vitleysu þulurinn á Stöð 2 lætur út úr sér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Kvikmyndir, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Tölvur og tækni, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mar verður að fara að sjá þessar myndir, alveg skandall að vera bara búin að sjá tvær af fimm, en af þeim þá gef ég Babel Skara fyrir bestu myndina en Little miss sunshine fær Skara fyrir besta handritið :)
Sóley Björk Stefánsdóttir, 23.1.2007 kl. 17:17
Þú ert nú svo viðkvæm þannig að það er spurning hvernig blóðbaðið á Iwo Jima og gansterarnir hans Scosrese fara með þig:) Persónulega held ég að það verði Babel, Iwo eða The departed sem vinni sem stendur, The queen og Little miss sunshine fá önnur verðlaun. Aftur á móti er ég ekki viss um að Little miss sunshine fái fyrir handritið, Pan's labyrinth þykir MJÖG sterkur kandidat þar. Svo er það bara spurningin með pólitíina í Hollywood, hver er í náðinni, hverjum þeim finnst þeir skulda Óskar o.sv.frv. Það er nefnilega ekki endilega það besta sem vinnur hverju sinni(Gwyneth Paltrow framyfir Cate Blanchett t.d.) og svo yfirleitt eru Bandaríkjamenn sigurstranglegri en aðrir þegar kemur að leik. Þetta verður erfitt í ár, úff.
AK-72, 23.1.2007 kl. 18:01
Mjög spennandi hvernig að þetta fer. Eitt er þó auðvitað sögulegt við þetta. Dreamgirls með flestar tilnefningar en ekki tilnefnd fyrir bestu mynd eða leikstjórn. Man ekki hvað þarf eiginlega að fara langt aftur til að finna dæmi um þetta, en langt er það. En vonandi vinnur Scorsese hnossið loksins.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2007 kl. 18:46
Spurning með Scorese, Stebbi. Hann á sterka möguleika en ég er á því persónulega að þó að The departed sé fjári góð mynd, sé þetta ekki beint Óskarsmynd hvorki í eiginlegri merkingu og svo sem Scorsese-mynd. Síðan er bara spurningin með hvort þeir séu með móral. Þó að Clintinn sé víst með fjári góða mynd þá er það spurningin, hann er nýbúinn að fá fyrir Million dollar baby. Greengrass gæti fengið þó fyrir United 93, maður veit aldrei en ég hef grun um að það sé Departed, Iwo Jima eða Babel.
Svo mundi ég eftir að Il Maestro Morricone verður heiðraður, ég held að ég þurfi að klappa standandi á fætur fyrir goðinu, hef allavega náð tveimur tónleikum með honum og maðurinn hefur sannað snilld sina í gegnum kvikmyndasöguna.
AK-72, 23.1.2007 kl. 20:31
Scorsese fær þetta fyrir ferilinn í og með. En hann er auðvitað snillingur. Mjög líklegt að menn vilji láta hann fá verðlaunin. Tel mun minni líkur á að The Departed vinni sem besta myndin. Finnst Babel standa mjög sterkt að vígi, myndi spá henni hnossinu sem besta mynd núna. Í fyrra fékk Ang Lee leikstjóraóskarinn en Brokeback Mountain tapaði svo fyrir Crash sem besta mynd.
Morricone er auðvitað algjör snillingur. Hreint út sagt. Skrifaði þennan pistil um hann þegar að var tilkynnt að hann fengi heiðursóskarinn. Það er auðvitað skandall að þessi mikli meistari hefur aldrei fengið verðlaunin fyrr.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.