Hin ÆPANDI þögn Moggans

Eins og flestir hafa tekið eftir þá er stórt mál í gangi í samfélaginu sem tengist veitingu ríkisborgaréttar, ráðherra, störfum þingmanna í undirnefnd allsherjarnefndar og gagnrýni frá starfsfélögum þeirra. Á bloggsíðum, spjallvefjum, vinnustöðum og í vinahópum er spjallað um þetta og sitt sýnist hverjum.

Ekki ætla ég þó að skrifa um málið núna heldur það sem hreinlega öskrar á mig á þessum vef. Það er hin ÆPANDI þögn Mbl.is um málið og þar sem ég les ekki Morgunblaðið dags daglega, þá reikna ég með að þar sé hið sama í gangi, Frá því að Jónína svaraði ásökum Kastljós í frétt hjá mbl.is á fimmtudagskvöldið hef ég ekki séð eina einustu frétt um málið eða i tengslum við ummæli eða slíkt.

Nú hef ég haldið að hlutverk fjölmiðils sé að flytja fréttir og þarne er um að ræða stórmál í dag í samfélaginu og Morgunblaðið kýs að þegja, frekar en að sinna skyldu sinni sem fréttarit. Þetta er ekkert nýtt í gegnum tíðina, það tók nú fjóra daga fyrir þá að minnast einu einasta orði á Árna Johnsen og oft á tíðum hefur komið kannski örfrétt um vandræðaleg mál ráðherra og þingmanna sem spila með "rétta" liðinu í augum ritstjórnar, eða algjöra þögn líkt og nú í aðdraganda kosninga.

Þegar maður skoðar svo þetta í sambandi við orð í Reykjavíkurbréfi Moggans sem skrifuð er af ristjóra líklegast, þar sem koma fram ásakanir um að Samfylkingin hafi reynt að hafa áhrif á ritstjórn mbl.is sem áð hafa staðið á föstu og ekki tekið út frétt, þá slær þetta mann enn meir og ef maður vissi ekki að Mogginn væri fyrst og fremst pólitískt málgagn myndi maður spyrja nokkura spurninga. Lét þá mbl.is undan þrýstingi í þessu máli? Hafa aðrir stjórnmálaflokkar sterkari ristjórnarleg áhrif á Morgunblaðinu? Hver skrúfaði fyrir fréttaflutning af þessu máli? Og fleiri í þeim dúr.

Ef Morgunblaðið og mbl.is ætlar að halda trúverðugleika sínum sem fréttamiðill í aðdraganda kosninga, þá verða þeir einfaldlega að fara að birta fréttir, jafnvel þó að þær komi "liðinu" þeirra illa. Annars sanna þeir enn eina ferðina þá styrku skoðun mína sem olli því að ég sagði upp áskriftinni, að Morgunblaðið er ekkert annað en dulbúið áróðursrit og lítt marktækt fréttablað þegar kemur að málum tengdum Sjálfstæðisflokknum og núverandi ríkistjórn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 123139

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband