4.5.2007 | 18:06
Dómsdagur nálgast...
Í gegnum tíðina hafa kvikmyndir verið duglegur sem miðill til að vara okkur við spádómsorðum Biblíunnar um að endalok heimsins sé i nánd, And-Kristur sé á leiðinni og dómsdagur sé óumflýjanlegur, í gegnum myndir á borð við The omen, The rapture og The seventh sign svo maður nefni nokkrar.
Menn hlustuðu þó ekki og einn daginn kom að því að teiknin breyttust með tímanum frá blóðrauðum ám(enginn tekur eftir slíku, mengunin er það mikil núorðið) yfir í að koma sér á framfæri í gegnum kvikmyndir til fjöldans.
Þetta sannfærðist ég um í gær því tvö teikn birtust um enda heimsins, í formi kvikmynda. Fyrra teiknið var nýjast mynd Jean-Claude Van Damme sem nefnist Until death sem var þokkaleg löggumynd EN Van Damme lék bara þokkalega vel sem vafasöm lögga og má taka því sem fyrsta teikn um enda heimsins.
Hin kvikmyndin sem klingdi viðvörunarbjöllum og fékk mig til að komast á þá skoðun að dómsdagur hlyti að vera að nálgast, er gagnrýni um myndina Postall. Fyrir þá sem þekkja ekki til er Postal byggð á tölvuleik og leikstýrð af Uwe Boll. Uwe er kvikmyndaáhugamönnum að "góðu" kunnur því hann hefur gert þó nokkrar myndir eftir tölvuleikjum sem hafa verið svo afspyrnuvondar að blætt hefur úr augunum á fólki, hausar sprungið og geðdeildir fyllst af katatónískum áhorfendum og nægir að nefna þar Bloodrayne, Alone in the dark og House of the dead.
Gagnrýnin hljóðaði á þann veg að Postal væri bara nokkuð góð, drepfyndin og skemmtilega klikkuð og var hún skrifuð af Todd nokkrum sem er með vefinn Twitch-films, og var hann í skýjunum og sagðist aldrei hafa búist við svo góðri mynd frá Uwe.
Þegar ég hafði lesið þetta yfir, þá brenndi ég strax í Bónus, keypti helling af dósamat og þaðan í Veiðbúðina eftir haglabyssum og kom mér fyrir í neðanjarðarbyrginu. Ég er nefnilega fullviss um það að bráðlega fái Denise Richards Óskarinn fyrir að leika Helen Keller og þá er síðasta teiknið komið fram....
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gerði Uwe Boll góða mynd???
Já, þá get ég allt eins trúað því að heimsendir sé í nánd ...
Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 18:13
Þetta er satt, ekkert djók og hérna er dómurinn:
http://www.twitchfilm.net/archives/009894.htmlAK-72, 4.5.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.