Skrautsýning keisaraynjunnar

Á tímum Rómverja tíðkaðist það að halda stórar skrautsýningar er enhver snéri heim aftur úr frækilegum herleiðangri, hvort sem það var um hernaðarsigur á Spáni, gereyðing Karþagó og menningar þeirra eða bæling þrælauppreisnar þar sem þrælarnir enduðu sem vegskreytingar á krossum fyrir að vilja allir heita Spartacus. Yfirleitt var ekið með hermennina knáu um stræti Rómar á opnum vagni með lárviðarsveig eða svipaðar marklausar skreytingar til að dreifa athygli fjöldans frá óstjórn valdamanna og í þeirri von að ljóminn frá "hetjunum" myndi einnig yfirfærast á keisarann og þá valdamenn sem honum þjónuðu.

Síðar meir þegar dró úr herförum til að fagna þá var stundum til þess gripið að dröslast með skylmingakappa úr hringleikahúsinu sem hafði verið sett á stofn til að tryggja að almenningur færi ekki að hugsa um spillingu og hversvegna þeir ættu varla fyrir sósu með spagettinu á meðan auð- og valdamenn tróðu svo miklu í sig að þeir þurftu að kitla kokið með fjöður svo hægt væri að rýma fyrir meiru.

Enn leifir af þessum venjum í dag, eins og sjást má á gjörðum Þorgerðar Katrínar í tengslum við sigur handboltaliðsins. Bruðlið og kapphlaupið við það að láta ljómman falla á sig frá handboltaliðiðinu og tilraunin til að yfirskyggja djöfulímynd Sjálfstæðismanna frá fornri tíð eða Ólaf forseta, hefur kostað fimm milljónir á sama tíma og uppalendur barna mega varla fá brauðmola af borði hennar og skoðanasystkina sinna sem virðast furða sig á því að þetta fólk skuli ekki bara borða kökur líkt og annað aðalkvendi sagði eitt sinn. Djöfull Sjálfstæðismanna glotti þó með og tók þátt í sýningunni og henti um hálsinn á skylmingaköppunum smá prjáli og gengisfelldi það í leiðinni, í kapphlaupinu um athygli og dýrð valdamanna.

En ekki er nóg með það, heldur er þegar þetta er skrifað að hefjast för hinna nýju skylmingakappa um stræti Reykjavíkur þar sem litlu er til sparað  í formi vagna, riddarasveitar yfirhershöfðingjans og fljúgandi fleyja sem fylgdarliðs og ætlunin er að halda með þá upp á svið til Brútúsinu borgarstjóra, sem ólíkt Rómverjanum fræga sem lét rýtinginn vaða í Sesar til varnar lýðræðinu, notaði rýtinginn sinn til þjónkunar eigin hagsmunum og félaga sinna. Brútusína hefur átt nefnilega í vandræðum með vinsældir síðan og virðist keisaraynjunni hafa dottið það til hugar að það væri nú ansi gott að nota eins og nokkrar milljónir ef ekki yfir tug milljónir af fé skattborgaranna, þeim til dýrðar í popúlismananum. Á sama tíma og féið góða rennur í þessa skrautsýningu, þá fæst varla peningur til að hífa upp laun leikskólafóstra eða til aðstoðar þeim er minna mega sín.

Einnig hafa hirslur keisarahallarinnar verið opnaðar til fagnaðar og einum fimmtíu milljónum úthlutað til skylmingakappaklúbbsins sem vann í hringleikahúsi Kínakommakeisara, sem sumum þykir allt í lagi upphæð á meðan öðrum þykir fullmikið eytt í ágætlega stæðan klúbb eiginmanns keisaraynjunnar sem þrýsti víst aðeins á prjálnefnd um að smella orðu um háls 19 milljón króna á mánuði-manns síns sem varð að láta það nægja að fá allavega flug og uppihald borgað í þetta sinn. 

En nokkrum dögum síðar þegar þessi dýrðarljómi byrjar að hverfa, spillingin og þverrandi fé almennings ásamt reikningnum fyrir showinu, byrjar að hafa áhrif aftur á múginn sem tókst að dreifa athyglinni frá svallveislunum góðu, þá verður komið annað hljóð í strokkinn frá keisaraynjunni ög félögum. Fyrir framan myndavélarnir liggjandi á dívaninum í tóganu með heilt svínslæri í annari og fullan vínbikarinn í hinni, munu þau kyrja gamla góða söngin aftur:

"Almenningur verður að læra að spara og herða sultarólina á þessum erfiðu tímum."

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þrátt fyrir andstæða pólítík þá er ekki hægt annað en að taka undir þessi skrif, því miður!

Ívar Pálsson, 27.8.2008 kl. 18:25

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Svaka góður pistill og samlíking sláandi.

Úrsúla Jünemann, 27.8.2008 kl. 21:02

3 identicon

Hva? Eru silfurdrengirnir OKKAR ekki að höfða til þín Aggi minn.

Sorglegt að sjá hvernig ráðherratrumsið reyndi að baða sig í

vinsældum silfurpeyjanna. Af hverju var ríkisstjórnin að troða sér

upp á svið og kyssa og kjammsa þá fyrir  framan okkur?

Þetta lið er að skreyta sig með stolnum fjöðrum, ekki nokkur vafi. 

Hebbi (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vel skrifað hjá þér...og samlíkingarnar góðar. Þú ert góður penni og kemur hlutunum til skila. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.8.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Fleiri Togaklædda alþingismenn!

Héðinn Björnsson, 28.8.2008 kl. 14:37

6 identicon

   Blót dregur úr annars mjög ágætri orðlist, hjá þér.Óþarflega sterkar áherslur.

höddi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 123106

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband