Tveggja aðila glæpur

Eitt af heitustu málunum í umræðu síðustu daga, hefur verið aðgerðir lögreglu gegn hælisleitendum í Njarðvík. Sitt sýnist hverjum en persónulega er ég á þeirri skoðun að þó að eitthvað tilefni og rökstuddar grunsemdir hafi verið staðar, þá voru aðgerðirnar langt framyfir tilefnið. Ekki bætti úr skák fyrir lögregluna að þurfa að standa í aðgerðum fyrir musteri mannvonskunar hér á landi í stofnanageiranum, sjálfa Útlendingastofnun. Útlendingastofnun hefur verið ítrekað í sviðsljósinu fyrir annarsvegar mannvonskulegar aðgerðir gegn fólki af erlendu bergi brotni fyrir utan þetta eina skipti sem hún sýndi góða og fljóta afgreiðsu vegna ríkisborgararéttar tengdadóttur ráðherra. Við það bætist að réttlætingin um að þetta verði til þess að flýta meðferð mála hælisleitanda er ansi hláleg, þegar skoðað er að sumir hverjir hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu mála sinna í nokkur ár. En þeim til vonbrigða sem eru að koma sér í æsingargírinn til að tala um vondu útlendingana, þá er ekki ætlun mín að fjalla um þetta mál sem slíkt hér, heldur smá anga af því og vinkill á því.

Eitt af því sem maður hefur orðið var við að talað er um af mikilli hneykslun og vanþóknun, var það að fé sumra þeirra væri kannski peningar fengnir af svartri vinnu. Menn verða bara orðlausir yfir vonsku þessara manna jafnvel þó þeir séu nýbúnir að borga iðnaðarmanninum svart undir borðið fyrir viðvik eða stelpunni sem sér um að þrífa stigaganinn, svo maður færi aðeins í stílinn. Þessa svörtu vinnu unnu hælisleitendurnir fyrir húseigendur í Reykjanesbæ sem vantaði garðslátt, fyrirtæki sem vantaði einhvejra handlagna eða veitingahús í leit að uppvöskurum. Svört vinna er nefnielga ekki glæpur eins aðila, heldur tveggja. Bæði vinnuveitandinn og starfsmaðurinn sem sinnir verkinu sannmælast um það að greiðslan sé ekki gefin upp til skatts og þar með verður samfélagið af tekjum sem færu til reksturs samfélagsins, hluta á borð við skóla og vegaframkvæmdir svo dæmi sé nefnt. Maður fær þó oft á tilfinninguna að margir skilji þetta ekki, heldur tali í gífuryrðum um að ríkið sé að stela af þeim og sumir hverjir sjá alls ekkert rangt við þetta þegar kemur að viðskiptum en gæta sín ekki á því að svört viðskipti veita enga ábyrgð á verkum og vinnunni.

Stundum er það þó skiljanlegt að fólk freistist til að ástunda svarta vinnu líkt og með hælisleitendurnar sem hafa þarna 10.000 kr. á mánuði og eiga að lifa af því. Menn grípa til ýmisra úrræða í nauð til að drýgja tekjurnar og aðgerðarleysið er ekki heldur gott, menn þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni til að þrauka af daginn og áhorf á endusýnignar á Everybody lovers Raymond, á hverjumd egi fengi hvern mann til að hugleiða sjálfsmorð í volæðinu. Að sama skapi skilur maður fólk sem hefur ekki mikið á milli handanna og hver þúsundkall sem það þarf að eyða í óvæntar uppákomur sem þarf utanaðkomandi aðstoð, er þúsund kalli minni í lífsins nauðsynjar.

Þó eru ekki allir svo sem falast eftir svartri vinnu, með lítið á milli handanna, heldur tíma því ekki og vilja ekki leggja af mörkum til samfélagsins þrátt fyrir auð sinn. Að sama skapi sjá þessir aðilar og fyrirtæki sér hag í því að fá ódýrt vinnuafl sem ekki þarf að greiða launagjöld af og er mjög einfalt og þægilegt að traðka á eða reka. Slíkir aðilar eru margir hverjir siðlausir í þess, að notfæra sér neyð annara til að hagnast um einhverjar krónur sem þeir eru í raun að stela af samfélaginu.

Í framhaldi þá veltir maður fyrir sér hvort það verði tekið á hinum "glæpamönnunum" í þessu máli, þeim sem keyptu vinnuna. Verður stormað inn í heilu göturnar í Reykjanesbæ þar sem heimilisbólkhaldið verður gert upptækt og menn þurfa að færa sönnur fyrir horfnu fé af bankareikningum? Verða sparibauka barnanna tæmdir og féð gert upptækt fyrir framan grátandi gríslingana og handjárnuðu foreldranna? Mun sérsveitin storma inn öskrandi með vélbyssur í hönd, inn á veitingahús til að handtaka eigendurnar sem notfærðu sér neyð hælisleitenda og leita á hverjum gesti veitingastaðarins til öryggis?

Varla...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Góður punktur.

Aðgerðirnar voru kannski réttlætanlegar...en aðferðirnar voru fáránlegar.

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vel að orði komist hjá þér, það er ýmislegt sem þarf að laga í okkar samfélagi og þar á meðal lögreglu og útlendingastofnun. Þessi aðgerð var og er fáránleg. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 123106

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband