24.11.2008 | 11:27
Borgarafundurinn í Háskólabíó í kvöld-Mætum öll
Endilega látið sem flesta vita af þessu og fyllum Háskólabíó. Nú er búið að boða ráðherra og verða settir stólar upp á svið fyrir þá. Það er kominn tími til að þeir svari fólki beint og það milliliðalaust.
Hér er svo tilkynningin:
Gott fólk takk fyrir frábærar mætingar á Borgarafundi undanfarnar vikur Nú þurfum við virkilega að vera dugleg og virkja alla til að mæta. Við þurfum að sýna stjórnvöldum að við stöndum saman og viljum milliliðalausar umræður og upplýsingar frá þeim. Fyllum Háskólabíó og sýnum hvers megnug við erum
____________________________________________________
OPINN BORGARAFUNDUR #4
Í Háskólabíói , mánudaginn 24. nóvember klukkan 20:00.
Við hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Á sviðinu verður komið fyrir 12 merktum stólum fyrir ríkisstjórnina, auk stóla fyrir alla alþingismenn. Einn stóll verður sérmerktur seðlabankastjóra.
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
- Öllum stjórnmálamönnum, ráðherrum, alþingismönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um efnahagsástandið.
Fyrirkomulag:
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):
Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur
Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri
Margrét Pétursdóttir, verkakona
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.
Fundarstjórn og tímavarsla verður sem fyrr tekin föstum tökum í nafni lýðræðislegrar umræðu.
Sýnum stuðning með þátttöku spyrjum og heimtum svör látum í okkur heyra.
Við ítrekum breyttan fundarstað. Hittumst í Háskólabíói kl. 20:00.
F.h. undirbúningshóps
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.