27.8.2008 | 18:14
Skrautsýning keisaraynjunnar
Á tímum Rómverja tíðkaðist það að halda stórar skrautsýningar er enhver snéri heim aftur úr frækilegum herleiðangri, hvort sem það var um hernaðarsigur á Spáni, gereyðing Karþagó og menningar þeirra eða bæling þrælauppreisnar þar sem þrælarnir enduðu sem vegskreytingar á krossum fyrir að vilja allir heita Spartacus. Yfirleitt var ekið með hermennina knáu um stræti Rómar á opnum vagni með lárviðarsveig eða svipaðar marklausar skreytingar til að dreifa athygli fjöldans frá óstjórn valdamanna og í þeirri von að ljóminn frá "hetjunum" myndi einnig yfirfærast á keisarann og þá valdamenn sem honum þjónuðu.
Síðar meir þegar dró úr herförum til að fagna þá var stundum til þess gripið að dröslast með skylmingakappa úr hringleikahúsinu sem hafði verið sett á stofn til að tryggja að almenningur færi ekki að hugsa um spillingu og hversvegna þeir ættu varla fyrir sósu með spagettinu á meðan auð- og valdamenn tróðu svo miklu í sig að þeir þurftu að kitla kokið með fjöður svo hægt væri að rýma fyrir meiru.
Enn leifir af þessum venjum í dag, eins og sjást má á gjörðum Þorgerðar Katrínar í tengslum við sigur handboltaliðsins. Bruðlið og kapphlaupið við það að láta ljómman falla á sig frá handboltaliðiðinu og tilraunin til að yfirskyggja djöfulímynd Sjálfstæðismanna frá fornri tíð eða Ólaf forseta, hefur kostað fimm milljónir á sama tíma og uppalendur barna mega varla fá brauðmola af borði hennar og skoðanasystkina sinna sem virðast furða sig á því að þetta fólk skuli ekki bara borða kökur líkt og annað aðalkvendi sagði eitt sinn. Djöfull Sjálfstæðismanna glotti þó með og tók þátt í sýningunni og henti um hálsinn á skylmingaköppunum smá prjáli og gengisfelldi það í leiðinni, í kapphlaupinu um athygli og dýrð valdamanna.
En ekki er nóg með það, heldur er þegar þetta er skrifað að hefjast för hinna nýju skylmingakappa um stræti Reykjavíkur þar sem litlu er til sparað í formi vagna, riddarasveitar yfirhershöfðingjans og fljúgandi fleyja sem fylgdarliðs og ætlunin er að halda með þá upp á svið til Brútúsinu borgarstjóra, sem ólíkt Rómverjanum fræga sem lét rýtinginn vaða í Sesar til varnar lýðræðinu, notaði rýtinginn sinn til þjónkunar eigin hagsmunum og félaga sinna. Brútusína hefur átt nefnilega í vandræðum með vinsældir síðan og virðist keisaraynjunni hafa dottið það til hugar að það væri nú ansi gott að nota eins og nokkrar milljónir ef ekki yfir tug milljónir af fé skattborgaranna, þeim til dýrðar í popúlismananum. Á sama tíma og féið góða rennur í þessa skrautsýningu, þá fæst varla peningur til að hífa upp laun leikskólafóstra eða til aðstoðar þeim er minna mega sín.
Einnig hafa hirslur keisarahallarinnar verið opnaðar til fagnaðar og einum fimmtíu milljónum úthlutað til skylmingakappaklúbbsins sem vann í hringleikahúsi Kínakommakeisara, sem sumum þykir allt í lagi upphæð á meðan öðrum þykir fullmikið eytt í ágætlega stæðan klúbb eiginmanns keisaraynjunnar sem þrýsti víst aðeins á prjálnefnd um að smella orðu um háls 19 milljón króna á mánuði-manns síns sem varð að láta það nægja að fá allavega flug og uppihald borgað í þetta sinn.
En nokkrum dögum síðar þegar þessi dýrðarljómi byrjar að hverfa, spillingin og þverrandi fé almennings ásamt reikningnum fyrir showinu, byrjar að hafa áhrif aftur á múginn sem tókst að dreifa athyglinni frá svallveislunum góðu, þá verður komið annað hljóð í strokkinn frá keisaraynjunni ög félögum. Fyrir framan myndavélarnir liggjandi á dívaninum í tóganu með heilt svínslæri í annari og fullan vínbikarinn í hinni, munu þau kyrja gamla góða söngin aftur:
"Almenningur verður að læra að spara og herða sultarólina á þessum erfiðu tímum."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.8.2008 | 15:24
Loka-útkall í Project 100 heimildarmyndatöku á Menningarnótt
Jæja, gott fólk. Nú eru síðustu forvöð til að skrá sig til þáttöku í Project 100 á Menningarnótt. Við ætlum að taka upp tónleikana á Klambratúninu með þáttöku almennings. Nánari upplýsingar má finna á www.projecthundred.com og þar er einnig hægt að skrá sig. Ég ætla svo að biðja svo það fólk sem eki hefur fengið staðfestingu að annað hvort reyna að skrá sig aftur eða senda tölvupóst af síðunni þar sem skráningarformið hefur verið að stríða okkur við og við. Ef það eru einhver vandræði enn, er hægt að senda mér póst á mrx@mi.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 13:44
Opið bréf til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks
Nú get ég ekki lengur bundist orðum yfir framgöngu og framferði ykkar, eftir að hafa horft á ofsaakstur Hönnu Birnu úr ráðhúsinu, laumupúkahátt bakdyramegin úr Ráðhúsinu og svaraleysi ykkar þegar beðið er um svör hvað sé í gangi. Þið skuldið borgarbúum skýringar á hvað er að gerast því þið eruð í vinnu fyrir OKKUR BORGARBÚA, ekki fyrir flokkinn, ekki fyrir sjálfa ykkur og ekki fyrir hagsmuna-aðila á borð við verktaka sem vilja fá Bitruvirkjun eða Listaháskólann á borð til sín í kreppunni. Við borgarbúar viljum svör um hvað sé að gerast í þessum skrípaleik sem þið hafið komið af stað í þessum farsa valdagræðgi og við viljum einnig fá SKÝR SVÖR um hvort við séum að fá enn einn borgarstjórameirihlutann og SKÝR SVÖR um hvers vegna þið teljið ykkur fært á að sitja áfram. Meira að sgja einn af ykkar mönnum er greinilega búinn að fá nóg og er að flýja land frá ástandi sem lætur ítölsk stjórnmál líta út eins og Þingvallarvatn á lygnum degi.
Einnig vill ég sem borgarbúi fá að vita sannleikann um hvað veldur þessi upphlaupi nú og engar refjar. Þið kvittuðu upp á samkomulag þar sem talað var um að varðveita götumynd við Laugaveg en þegar hönnuðir Listaháskóla skila af sér kubbaskrímsli sem stendur í stúf við umhverfið, þá er stefnu-yfirlýsing ykkar ekki þóknanleg. Eru það hagsmunir verktaka í miðbænum og Landsbankamanna sem valda þessu upphlaupi nú hjá ykkur?
Einnig berast fréttir af því að að aðalástæða þessarar skyndilegu skrípaláta ykkar, að það sé vegna ráðningu manns sem fyrrum formaður flokksins ber heift til go hans fylgismenn. ER ÞAÐ RÉTT?? Ef svo er, eruð þið að þjóna hagsmunum borgarbúa með því að láta persónulega gremju formannsins fyrrverandi og fylgismanna, setja allt á annan endann hér? Eigið þið þá ekki að segja af ykkur ef þið getið ekki komið ykkur yfir sandkassaþroskann?
Ég tel að ég sem borgarbúi og útsvarsgreiðandi eigi heimtingu á svörum og það strax. Þessi farsi sem þið hafið sett í gang, fær mann til þess að íhuga þann kost að sækja um pólitískt hæli í Zimbabwe, þar er allavega tryggara stjórnmálaástand.
Og að lokum, þá segi ég aftur við ykkur,
ÞIÐ ERUÐ AÐ VINNA FYRIR OKKUR BORGARBÚA, EKKI EIGIN RASS!
![]() |
Óvissa um meirihlutann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.8.2008 | 23:03
Kremlin við Reykjavíkurtjörn
Í den þá áttum við vinirnir til að grípa í ýmiskonar borðspil okkur til skemmtunar. Eitt af þeim spilum sem var gripið í þegar heilinn var ekki stemmdur fyrir flókna hluti á borð við útfærslu landamæra Þriðja ríkisins eða Machiavellískar rýtingsstungur á Endurreisnar-tímabilinu, var skemmtilegt spil sem hét Kremlin. Kremlin var spil sem var frekar einfalt og gekk út á valdabaráttu í Kreml. Þar kljáðust fylkingar á um það hver ætti aðalritarann og var fjárfest á ýmsan hátt í skrautlegum persónum á borð við kvennabósann Vikotr Vaselín, spilasjúkan hershöfðingja sem hafði sér til frægðar unnið að tapa skriðdrekanum sínum til ítalskra hermanna við Stalingrad og fyrrum kúluvarpsdrottningu sem var ókrýndur Sovétmeistari í bjarndýraglímu kvenna. Til að vinna spilið þurfit maður að "eiga" sama aðalritarann þrjú ár í röðog láta hann veifa á 1. maí til almennings(eina skiptið sem minnst var á pöpulinn þar). Öllum brögðum var beitt á bak við tjöldin, stressfaktor á þessum karakterum með KGB-rannsóknum, mönnum komið fyrir á heilsuhæli eða jafnvel sendir á sovéskt geðveikrahæli í þrjú ár, ef enihver fylkingin náði meirihluta atkvæða í miðstjórn flokksins.
Einhvern veginn er ástandið í ráðhúsinu, rýtingsstungur og örvæntingarfull plott Sjálfstæðismanna, farinn að minna ískyggilega á spilið. Vilhjálmur veifaði eitt sinn á 17. júní til almennings en vegna innri baráttu fylkinga í flokknum sem tengdust REI-máli þá varð hann að láta sig hverfa og önnur fylking náði stólnum en ekki 17. júní. Nú eru Sjálfstæðismenn svo byrjaðir að biðla til Óskars B. um samstarf, þegar Ólafur F. gengur ekki í takt við skipanir þeirra og asnast til að hafa sjálfstæðan vilja til að gera hluti, bæði góða og slæma,jafnvel þó að hann sé búiinn að veifa einu sinni á 17. júní. Óskar Bergs vill þó ekki láta kaupa sig nema að aðalritaranum, fyrirgefið borgarstjóranum, verði hent í burtu.
En er Óskar einnig tilbúinn til þess að gleyma því sem hann sagði eftir ókvæðisorð og brjálæðisköstin sem Sjálfstæðismenn tóku, eftir að Björn Ingi stakk þá í bakið? Þá sagði Óskar að það væri eitt gott með REI-málið og yfirgang Sjálfstæðismanna þar þar sem Hanna Birna ætlaðist til að Framsóknarmennirnir gerðu bara það sem þeim væri sagt, Sjálfstæðismenn réðu,og að það væri komið upp á yfirborðið hvað hann og Björn Ingi hefðu þurft að þola í "samstarfinu". Það má gera því skóna að Sjálfstæðismenn séu jafnvel tilbúnir til þess að leyfa Óskari að veifa eins og einn 17. júni fyrir kosningar, ef þeir fá einhvern sem hlýðir skipunum, í þeirri baráttu þeirra við að fá að veifa einnig á næsta tímabili.
Þó borgarstjórastóll væri freistandi ásamt ótakmörkuðu aðgengi að kjötkötlum, þá vona ég að Óskar beri gæfa og gáfur til þess að láta ekki freistast til að reyna að skera Sjálfstæðisflokkinn úr snöru valdagræðgi og spillingar sem er að herpast að hálsi flokksins þar. Hættan er sú að Framsóknarmennirnir flækist í snörunni sjálfir og dauðateygjur þeirra verðii endanlegar í borginni um leið og líkið af Sjálfstæðisflokknum er holað niður í mengaðri tjörninni, andargreyjunum lítt til ánægju.
Andargreyin hafa þó fengið einnig að finna fyrir þessu því nú er sá sem vildi fækka mávunum sem ónáða endurnar, á leið á heilsuhæli við Svartahafið....fyrirgefið, í háskólanám til Edinborgar. Endurnar höfðu bundið vonir til hans en sáu fljótt efir REI-mál að það væri nú betra að losna við mávabannan í burtu þar sem hann hafði misst áhugann og andafylkingin í Sjálfstæðisflokknum hafði ekki haft efni á að kaupa hann aftur til starfa. Jóakim hefur greinielga ekki tímt því.
Að lokum þá er spurningin með að fara að finna þetta spil aftur. Reyndar leitaði ég nýverið að því eða fyrir ca. 2 árum og miðað við hvað er í gangi í borginni, þá er spurning hvort ég rölti ekki upp í Valhöll og biðji þá um að skila því. Það er nefnilega miklu skemmtilegra að spila það heima í stofu við vini sína en að horfa á spilið leikið með raunverulegum persónum í Kremlin við tjörnina.
![]() |
Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 10:14
Project 100 vantar enn fólk í heimildarmyndatöku
Fyrr í sumar þá setti ég færslu inn um Project 100 sem er hugarfóstur okkar félaganna í Heimildarmynaklúbbnum Hómer. Ætlun okkar er að fá 100 manns með Mini-DV vélar til að taka upp tónleikanna á Menningarnóttu í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rás 2. Í framhaldinu verður svo klippt saman heimildarmynd um upplifunina séð í gegnum þessa 100 einstaklinga og sýna á næstu Menningarnótt.
Þrátt fyrir að lítið hafi veirð auglýst og sumarfrí sem vinna hafi tekið sinn toll af undirbúningnum, þá hefur það samt skilað okkur nær þriðjungi þess mannskaps sem við þurfum. Nú erum við loks að reyna að koma þessu í fjölmiðla af viti og vonandi skilar því að við getum framkvæmt þetta. Ef einhverjir eru áhugasamir og vilja taka þátt í þessari heiimildarmyndagerð, endilega kíkið á heimasíðunna okkar og skráið ykkur:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar