Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.1.2007 | 15:20
Dabbi kóngur og Jón biskup
Einhvern veginn verður mér alltaf hugsað til Hinriks II, Englandskonungs og Beckets biskup, þegar kemur að Baugs-málinu. Hinrik og Becket höfðu eitt sinn verið mátar en svo lenti þeim saman þegar Becket neitaði að beygja sig undir ofurvald konungs og setja kirkjuna undir hæl hans. Þetta endaði í illdeilum sem páfi neyddist til að skipta sér af og þær enduðu með því að Hinrik hreytti út úr sér orðum um hvers vegna einhver losaði sig ekki við þennan helvítis prest. Fjórir riddarar skildu þetta sem skipun, skipulögðu og framkvæmdu morð á Becket í kirkju hans. Sumir sagnfræðingar segja að það hafi verið með fullri vitund Hinriks sem hafi eingöngu verið að tala undir rós til að forðast ákæru fyrir skipulagt morð. Morðið á Becket snérist í höndunum á Hinriki og undirsátum, páfi gerði Becket að dýrlingi og að lokum þurfti konungur að auðmýkja sig opinberlega og iðrast við gröf Beckets sem var almennt orðinn að píslarvotti.
Í Baugsmálinu varð atburðarrásin þannig að Davíð Oddson eða Dabbi kóngur byrjaði að leggja fæð á Jón Ásgeir og Baugsmenn fyrir að vilja ekki setja kirkju sína, markaðinn, undir hæl Davíðs. Sumir segja að þetta hafi byrjað í tíð Davíðs sem borgarstjóra en ég tel að þetta hafi byrjað við einkavæðingu FBA sem Davíð fagnaði í fyrstu en trompaðist svo yfir þegar hann sá að Jón nokkur Ólafs hafði keypt bankann ásamt Jóni Ásgeiri. Jónarnir tveir voru ekki hluti af aðalsmönnum þeim er mynduðu hirð Davíðs:heildsölum, Kolkrabbafjölskyldunum og kvótagreifum, heldur höfðu þeir byggt upp veldi sitt samkvæmt þeim reglum er kóngu setti en skildu ekki að menn þurftu að tilheyra hirðinni til að mega það. Hirðmönnum sem hirðfíflum mislíkaði þessi ótukt götustrákana að dirfast að halda að þeir sætu að sama borði þegar kæmi að einkavinavæðingu, sérstaklega þó kónginum sem leit á ríkið sem sitt. Óvild kóngsins og hirðar hans í garð Jón Ásgeirs, manna hans og veldi, magnaðist svo með ýmsum hætti og almennt var það orðið viðurkennt að þarna var ekki kært á milli.
Enginn veit i raun hvort Dabbi kóngur hreytti út úr sér svipuðum orðum og Hinrik en riddarar, trúir kóngi sínum, tóku sig til og ákváðu að nú væri kominn tími til að þagga niðri í biskupi markaðarins, honum Jóni Ásgeiri. Þrír settust niður á skrifstofu í einum kastala valdsins:Morgunblaðinu, ræddu um og skipulögðu aðförina gegn Jóni Ásgeiri og lénsveldi hans Baugi, með þeim vopnum sem þeim höfðu áskotnast, fyrrum heitmey gamla barónsins af Baugi sem mislíkaði það illa að hafa verið velt út úr rúmi og landflótta fésýslumanni í hefndarhug sem taldi Jón hafa dregið konu sína á tálar.
Þegar áætlunin var tilbúin var haft samband við fógeta ríkisins sem var trúr sínum kóngi og hafist handa. Fógetanum var gert að finna einhverjar sakir á hendur Jóni, foður hans og undirsátum, sönnum sem upplögnum og skaða þá sem mest í augum annara lénsherra sem og almennings með stóru höggi. Ráðist var inn í kirkju Jóns en áætlunin tókst ekki sem skyldi. Baugsveldið féll ekki í valinn svipstundis heldur barðist hatrammlega á móti árás konungsveldisins fyrir rétti sem og annars staðar.
Kóngurinn varð brátt óvinsæll vegna misnotkunar á valdi sínu þegar hann reyndi að keyra lög í gegn sem klárlega var beint gegn eigum Baugs er hafði að gera með fjölmiðla ásamt því að hafa lýst yfir stuðningi við stríð yfirgangsams stórveldis og fleiri verkum. Almenningur sem og aðrir mislíkaði það og að lokum neyddist Ólafur Ragnar Grímsson páfi til að grípa í taumana og stoppa kónginn sem var orðinn líkt og illvígur tarfur í drápsham í stríði sínu við Baugs-veldið og almenning i landinu.Á endanum hrökklaðist konungur frá völdum og var hann sendur í útlegð í hinn afskekkta kastala Seðlabankann þar sem hann situr bitur og áhrifalaus dreymandi um endurkomu sína til valda.
Örlög riddara hans og vopna þeirra eru þó óráðin, einum var verðlaunað með dómarasæti sem gæti komið fyrrum kóngi og hans hirð vel síðar, sá er básunaði hvað mest orð konungs hefur glatað traust fólks á blaði sínu en engum tekst að ýta honum í burt, sá þriðji var hrakinn frá hirðinni af nýjum kóngi og fógetinn eyðilagði trúverðugleika sinn og löggæslumanna sinna. Bréf heitmeyjarinnar um samsæri riddarana kom fyrir sjónir almennings og að lokum lenti fésýslumaðurinn á sakamannabekk við hlið óvinar síns og nafna.
Jón Ásgeir og veldi Baugs náði að koma sér undan aðför konungs og hans manna þó því sé ekki alveg lokið. Hirðinni mistókst og aðförin snérist í andhverfu sína og gerði Jón að dýrlingi og píslarvætti í augum almennings sem var orðinn þreyttur á harðræði og spillingu konungs og hirðmanna.
Nú er spurningin hvað gerist næst, mun þáttur konungs og hans manna vera rannsakaður? Mun einhver þurfa að bera ábyrgði á stórfelldum útgjöldum af skattpeningum upp á hundruðir milljóna? Mun yfirmaður lögreglu og leyniþjónustu konungs taka ábyrgð á gjörðum fógetanum og böðlum hans og fara frá? Eða munu fjölmiðlar sem þeir sem á þingi sitja forðast að taka á málinu og þeir seku munu halda áfram í sínum störfum, bruggandi ný launráð? Og svo að lokum, mun einhver af fjölmiðum landsins, hjóla í gamla, bitra kónginn og minna hann á orð sín um að ef aðför fógeta væri pólitískur gjörningur, þá myndu dómstólar vísa málinu frá sér?
Í Baugsmálinu varð atburðarrásin þannig að Davíð Oddson eða Dabbi kóngur byrjaði að leggja fæð á Jón Ásgeir og Baugsmenn fyrir að vilja ekki setja kirkju sína, markaðinn, undir hæl Davíðs. Sumir segja að þetta hafi byrjað í tíð Davíðs sem borgarstjóra en ég tel að þetta hafi byrjað við einkavæðingu FBA sem Davíð fagnaði í fyrstu en trompaðist svo yfir þegar hann sá að Jón nokkur Ólafs hafði keypt bankann ásamt Jóni Ásgeiri. Jónarnir tveir voru ekki hluti af aðalsmönnum þeim er mynduðu hirð Davíðs:heildsölum, Kolkrabbafjölskyldunum og kvótagreifum, heldur höfðu þeir byggt upp veldi sitt samkvæmt þeim reglum er kóngu setti en skildu ekki að menn þurftu að tilheyra hirðinni til að mega það. Hirðmönnum sem hirðfíflum mislíkaði þessi ótukt götustrákana að dirfast að halda að þeir sætu að sama borði þegar kæmi að einkavinavæðingu, sérstaklega þó kónginum sem leit á ríkið sem sitt. Óvild kóngsins og hirðar hans í garð Jón Ásgeirs, manna hans og veldi, magnaðist svo með ýmsum hætti og almennt var það orðið viðurkennt að þarna var ekki kært á milli.
Enginn veit i raun hvort Dabbi kóngur hreytti út úr sér svipuðum orðum og Hinrik en riddarar, trúir kóngi sínum, tóku sig til og ákváðu að nú væri kominn tími til að þagga niðri í biskupi markaðarins, honum Jóni Ásgeiri. Þrír settust niður á skrifstofu í einum kastala valdsins:Morgunblaðinu, ræddu um og skipulögðu aðförina gegn Jóni Ásgeiri og lénsveldi hans Baugi, með þeim vopnum sem þeim höfðu áskotnast, fyrrum heitmey gamla barónsins af Baugi sem mislíkaði það illa að hafa verið velt út úr rúmi og landflótta fésýslumanni í hefndarhug sem taldi Jón hafa dregið konu sína á tálar.
Þegar áætlunin var tilbúin var haft samband við fógeta ríkisins sem var trúr sínum kóngi og hafist handa. Fógetanum var gert að finna einhverjar sakir á hendur Jóni, foður hans og undirsátum, sönnum sem upplögnum og skaða þá sem mest í augum annara lénsherra sem og almennings með stóru höggi. Ráðist var inn í kirkju Jóns en áætlunin tókst ekki sem skyldi. Baugsveldið féll ekki í valinn svipstundis heldur barðist hatrammlega á móti árás konungsveldisins fyrir rétti sem og annars staðar.
Kóngurinn varð brátt óvinsæll vegna misnotkunar á valdi sínu þegar hann reyndi að keyra lög í gegn sem klárlega var beint gegn eigum Baugs er hafði að gera með fjölmiðla ásamt því að hafa lýst yfir stuðningi við stríð yfirgangsams stórveldis og fleiri verkum. Almenningur sem og aðrir mislíkaði það og að lokum neyddist Ólafur Ragnar Grímsson páfi til að grípa í taumana og stoppa kónginn sem var orðinn líkt og illvígur tarfur í drápsham í stríði sínu við Baugs-veldið og almenning i landinu.Á endanum hrökklaðist konungur frá völdum og var hann sendur í útlegð í hinn afskekkta kastala Seðlabankann þar sem hann situr bitur og áhrifalaus dreymandi um endurkomu sína til valda.
Örlög riddara hans og vopna þeirra eru þó óráðin, einum var verðlaunað með dómarasæti sem gæti komið fyrrum kóngi og hans hirð vel síðar, sá er básunaði hvað mest orð konungs hefur glatað traust fólks á blaði sínu en engum tekst að ýta honum í burt, sá þriðji var hrakinn frá hirðinni af nýjum kóngi og fógetinn eyðilagði trúverðugleika sinn og löggæslumanna sinna. Bréf heitmeyjarinnar um samsæri riddarana kom fyrir sjónir almennings og að lokum lenti fésýslumaðurinn á sakamannabekk við hlið óvinar síns og nafna.
Jón Ásgeir og veldi Baugs náði að koma sér undan aðför konungs og hans manna þó því sé ekki alveg lokið. Hirðinni mistókst og aðförin snérist í andhverfu sína og gerði Jón að dýrlingi og píslarvætti í augum almennings sem var orðinn þreyttur á harðræði og spillingu konungs og hirðmanna.
Nú er spurningin hvað gerist næst, mun þáttur konungs og hans manna vera rannsakaður? Mun einhver þurfa að bera ábyrgði á stórfelldum útgjöldum af skattpeningum upp á hundruðir milljóna? Mun yfirmaður lögreglu og leyniþjónustu konungs taka ábyrgð á gjörðum fógetanum og böðlum hans og fara frá? Eða munu fjölmiðlar sem þeir sem á þingi sitja forðast að taka á málinu og þeir seku munu halda áfram í sínum störfum, bruggandi ný launráð? Og svo að lokum, mun einhver af fjölmiðum landsins, hjóla í gamla, bitra kónginn og minna hann á orð sín um að ef aðför fógeta væri pólitískur gjörningur, þá myndu dómstólar vísa málinu frá sér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 16:35
Óskars-tilnefningarnar komnar-Ekki mikið óvænt
Jæja, þá er loksins komnar tilnefningar fyrir aðaluppskeruhátíð ársins: Óskarsverðlaunin. Það er svo sem ekki margt sem kemur á óvart í rauninni, maður vissi að Dreamgirls fengi margar tilnefningar, Scorsese yrði útnefndur, Pan's labyrinth sem besta erlenda mynd en Sena hefur ekki áhuga á að sýna hana því eins og þeir orðuðu það:"HAHAHAHA, hver heldurðu að hafi áhuga á að sjá mexíkanskar myndir?". Little miss sunshine er svo sem ekki neitt óvænt frekar en Babel og ég hefði orðið mjög hissa ef Peter O'Toole hefði ekki fengið tilnefningu enda fer karlinn víst á kostum í Venus. Verst að Will Smith fær tilnefningu, hef hrikalegt óþol gegn honum þó maður gefi honum kredit fyrir leik við og við.
Það sem kannski helst kemur á óvart er Ryan Gosling fyrir besta leik í karlhlutverki, Borat fyrir besta handrit og að Jackie Earle haley hafi fengið tilnefningu sem er skemmtilegt því hann hvarf í fjölda ára eftir að hafa leikið í myndum á borð við Breaking away og minnistæður sem mest óþolandi krakki í heimi í The day of the locust. Alltaf gaman þegar það er endurkoma með stíl. Einnig kom mér það nú aðeins á óvart að hin hrollvekjandi heimildarmynd Jesus camp skuli vera útnefnd. Ánægjulegt þó umfjöllunarefnið sé óhugnanlegt: Kristnar sumarbúðir sem heilaþvo börn að hætti Talibana og eru með mikla hernaðarhyggju og tilbeiðslu til Bush sem hins nýja Messíasar, sem hluta af heilaþvottinum.
Nú þarf maður bara að leggjast yfir þetta og spá í spilin næsta mánuðinn þar til stundin rennur upp. Kvikmyndaklúbburinn Afspyrna hefur hingað til horft á afhendinguna með sínum venjulegu hefðum: vöfflubakstri, veðmálum, teljandi hversu oft sama auglýsingin birtist í hléum og hvaða bull og vitleysu þulurinn á Stöð 2 lætur út úr sér.
Það sem kannski helst kemur á óvart er Ryan Gosling fyrir besta leik í karlhlutverki, Borat fyrir besta handrit og að Jackie Earle haley hafi fengið tilnefningu sem er skemmtilegt því hann hvarf í fjölda ára eftir að hafa leikið í myndum á borð við Breaking away og minnistæður sem mest óþolandi krakki í heimi í The day of the locust. Alltaf gaman þegar það er endurkoma með stíl. Einnig kom mér það nú aðeins á óvart að hin hrollvekjandi heimildarmynd Jesus camp skuli vera útnefnd. Ánægjulegt þó umfjöllunarefnið sé óhugnanlegt: Kristnar sumarbúðir sem heilaþvo börn að hætti Talibana og eru með mikla hernaðarhyggju og tilbeiðslu til Bush sem hins nýja Messíasar, sem hluta af heilaþvottinum.
Nú þarf maður bara að leggjast yfir þetta og spá í spilin næsta mánuðinn þar til stundin rennur upp. Kvikmyndaklúbburinn Afspyrna hefur hingað til horft á afhendinguna með sínum venjulegu hefðum: vöfflubakstri, veðmálum, teljandi hversu oft sama auglýsingin birtist í hléum og hvaða bull og vitleysu þulurinn á Stöð 2 lætur út úr sér.
23.1.2007 | 13:07
Rúv ohf.-frumvarpið: Innihald og umfjöllun fjölmiðla
Í gær lauk svokölluðu "málþófi" stjórnarandstöðunnar við RÚV ohf.-frumvarpið, mér til mikilla vonbrigða. Já, vonbrigða þar sem ég hafði haft fyrir því að lesa mér meira til um frumvarpið vegna þess að fjölmiðlar stóðu sig ekki í stykkinu og fóru yfir málið og um hvað væri deilt.Það má eignilega segja að aövörunarbjöllurnar hjá mér hafi farið á fullt þegar meirihlutinn ákvað að keyra málið í gegn eftir að Þorgerður hafði þurft að afhenda gögn sem hún hafði leynt. Það eitt að mönnum sé ekki gefinn tími til að kíkja á gögn segir manni margt.
Eftir að hafa kynnt mér frumvarpið og athugasemdir við það auk hvernig vinnubrögðin hafa verið, er ég sannfærður um að þetta sé enn ein lögin sem eru keyrð í gegn, stórgölluð og vegna óvandaðra vinnubragða mun þurfa að tjasla mikið upp á það síðar meir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, allt út af því að ráðherra er komin í þráhyggjulegt frekjukast. Síðast þegar það gerðist, þá voru það meingölluð fjölmiðlalög Davíðs Oddsonar.
Í fljótu máli þá sá ég þetta m.a. út úr frumvarpinu.
Kostir:
Nefskattur i stað afnotagjalda.
Peningar sem fóru í rekstur innheimtudeildar nýtist í annað.
Gallar:
Enn er óljóst með samkeppnismál og lokaálit frá ESA er ekki komið. Ef það reynist neikvætt og spár einhverra lögfræðinga ganga eftir, þá gæti það þýtt talsverð málaferli og deilur með tilheyrandi kostnaði.
RÚV mun þurfa að beita sér af meiri hörku gegn samkeppnisaðilum og hefur yfirburðarstöðu á markaðnum(minnir óþægilega mikið á Símann) sem auglýsingamiðill um land og sjó allan.
Réttindamissir starfsmanna-Þó að Páll segi að það verði óbreytt, er ekkert um það í frumvarpinu um að starfsmenn njóti sömu lífeyrisréttinda eða annara réttinda sem þeir njóta undir lögum um opinbera starfsmenn. Þvert á móti viriðist sem að þeir glati ýmsu: áminningarétt og andmælarétt, lífeyrisréttindum o.fl. Auk þess verður launaleynd komið á og RÚV getur tekið upp þá gömlu venju sína að láta starfsmenn vinna í verktöku. Þetta eykur þar að auki hættuna á því að fólk í sömu störfum fái ekki greitt sömu laun fyrir sömu vinnu.
Krumla pólítisks valds verður enn meiri á RÚV-Alþingi kýs stjórn RÚV sem hefur algjört vald til að reka/ráða útvarpstjóra. Útvarpstjóri hefur algjört vald yfir stofnunni og vegna þess að lög um opinbera starfsmenn gilda ekki lengur, er hægt að reka fólk sem hefur ekki réttar pólítískar skoðanir að mati stjórnenda. Þetta býður hættunni heim í mínum augum, að RÚV ohf. verði beitt í pólitískum tilgangi gegn andstæðingum ríkistjórnar hverju sinni, m.ö.o. gæti orðið ríkisrekið FOX news.
Ekki verður lengur hægt að leggja fram fyrirspurnir um mál tengd RÜV og þeirra málum á þingi því afsökunin er komin:"Við getum ekki skipt okkur af því hvað er gert innan fyrirtækja"
Ég sé eiginlega engan tilgang í þessum ohf.-væðingum, það er talað fjálglega um einvherja óljósa hagræðingu sem enginn hefur hugmynd um hver er og miðað við Flugstoðir og MATÍS má búast við allsherjar veseni og leiðindum í kringum starfsmannamál. OHF virðist bara einfaldlega vera til að leyna hlutum betur og jafnvel auka launamisrétti. Hver veit? Maður man nú hvernig hf. væðing Símans fór þar að auki, þeir misnotuðu sér yfirburðarstöðu sína gegn keppinautunum, svo kom í ljós að gjaldkerinn var duglegur við að halda upp sjónvarpstöð og maðurinn sem kjaftaði frá var rekinn, keyptu svo viðkomandi sjónvarpstöð til að fara í samkeppni við helsta óvin Dabba og svo einkavætt til fákeppni með yfirburðarstöðu og verri þjónustu.
Það sem er kannski verst við lætin í kringum þetta, er hvernig fjölmiðlar hafa forðast það eins og heitan eldinn að fjalla um frumvarpið og kynna fyrir almenningi um hvað RÚV snýst, á hlutlausan hátt heldur virðist eins og flestir ef ekki allir fjölmiðlar hafi tekið þá afstöðu að einblína og tala um málþóf en ekki hvers vegna þessi orrahríð stóð yfir á þingi. Reyndar skortir nær því alla íslenska fjölmiðla vilja og þor til að kafa ofan í mál og velta við steinum þegar kemur að ráðandi öflum hvort sem það er í stjórnmálum, viðskiptum eða öðrum. Aumingjaskapur, yfirborðsmennska, hlutdrægni og áhugaleysi íslenskra fjölmiðla í innlendum sem erlendum málum, held ég reyndar að sé efni í langan pistil síðar meir.
Nóg í bili.
Eftir að hafa kynnt mér frumvarpið og athugasemdir við það auk hvernig vinnubrögðin hafa verið, er ég sannfærður um að þetta sé enn ein lögin sem eru keyrð í gegn, stórgölluð og vegna óvandaðra vinnubragða mun þurfa að tjasla mikið upp á það síðar meir með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, allt út af því að ráðherra er komin í þráhyggjulegt frekjukast. Síðast þegar það gerðist, þá voru það meingölluð fjölmiðlalög Davíðs Oddsonar.
Í fljótu máli þá sá ég þetta m.a. út úr frumvarpinu.
Kostir:
Nefskattur i stað afnotagjalda.
Peningar sem fóru í rekstur innheimtudeildar nýtist í annað.
Gallar:
Enn er óljóst með samkeppnismál og lokaálit frá ESA er ekki komið. Ef það reynist neikvætt og spár einhverra lögfræðinga ganga eftir, þá gæti það þýtt talsverð málaferli og deilur með tilheyrandi kostnaði.
RÚV mun þurfa að beita sér af meiri hörku gegn samkeppnisaðilum og hefur yfirburðarstöðu á markaðnum(minnir óþægilega mikið á Símann) sem auglýsingamiðill um land og sjó allan.
Réttindamissir starfsmanna-Þó að Páll segi að það verði óbreytt, er ekkert um það í frumvarpinu um að starfsmenn njóti sömu lífeyrisréttinda eða annara réttinda sem þeir njóta undir lögum um opinbera starfsmenn. Þvert á móti viriðist sem að þeir glati ýmsu: áminningarétt og andmælarétt, lífeyrisréttindum o.fl. Auk þess verður launaleynd komið á og RÚV getur tekið upp þá gömlu venju sína að láta starfsmenn vinna í verktöku. Þetta eykur þar að auki hættuna á því að fólk í sömu störfum fái ekki greitt sömu laun fyrir sömu vinnu.
Krumla pólítisks valds verður enn meiri á RÚV-Alþingi kýs stjórn RÚV sem hefur algjört vald til að reka/ráða útvarpstjóra. Útvarpstjóri hefur algjört vald yfir stofnunni og vegna þess að lög um opinbera starfsmenn gilda ekki lengur, er hægt að reka fólk sem hefur ekki réttar pólítískar skoðanir að mati stjórnenda. Þetta býður hættunni heim í mínum augum, að RÚV ohf. verði beitt í pólitískum tilgangi gegn andstæðingum ríkistjórnar hverju sinni, m.ö.o. gæti orðið ríkisrekið FOX news.
Ekki verður lengur hægt að leggja fram fyrirspurnir um mál tengd RÜV og þeirra málum á þingi því afsökunin er komin:"Við getum ekki skipt okkur af því hvað er gert innan fyrirtækja"
Ég sé eiginlega engan tilgang í þessum ohf.-væðingum, það er talað fjálglega um einvherja óljósa hagræðingu sem enginn hefur hugmynd um hver er og miðað við Flugstoðir og MATÍS má búast við allsherjar veseni og leiðindum í kringum starfsmannamál. OHF virðist bara einfaldlega vera til að leyna hlutum betur og jafnvel auka launamisrétti. Hver veit? Maður man nú hvernig hf. væðing Símans fór þar að auki, þeir misnotuðu sér yfirburðarstöðu sína gegn keppinautunum, svo kom í ljós að gjaldkerinn var duglegur við að halda upp sjónvarpstöð og maðurinn sem kjaftaði frá var rekinn, keyptu svo viðkomandi sjónvarpstöð til að fara í samkeppni við helsta óvin Dabba og svo einkavætt til fákeppni með yfirburðarstöðu og verri þjónustu.
Það sem er kannski verst við lætin í kringum þetta, er hvernig fjölmiðlar hafa forðast það eins og heitan eldinn að fjalla um frumvarpið og kynna fyrir almenningi um hvað RÚV snýst, á hlutlausan hátt heldur virðist eins og flestir ef ekki allir fjölmiðlar hafi tekið þá afstöðu að einblína og tala um málþóf en ekki hvers vegna þessi orrahríð stóð yfir á þingi. Reyndar skortir nær því alla íslenska fjölmiðla vilja og þor til að kafa ofan í mál og velta við steinum þegar kemur að ráðandi öflum hvort sem það er í stjórnmálum, viðskiptum eða öðrum. Aumingjaskapur, yfirborðsmennska, hlutdrægni og áhugaleysi íslenskra fjölmiðla í innlendum sem erlendum málum, held ég reyndar að sé efni í langan pistil síðar meir.
Nóg í bili.
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
- don
- soleys
- tharfagreinir
- sigurgeirorri
- neddi
- smali
- omnis
- nanna
- baldurkr
- siggi-hrellir
- gorgeir
- paul
- geimveran
- skari60
- semaspeaks
- vest1
- thj41
- gudrunlilja
- zeriaph
- siggisig
- gudbjorng
- svatli
- athena
- ace
- ragnarb
- einarolafsson
- amadeus
- brell
- thorsaari
- tbs
- vilhjalmurarnason
- patent
- jennystefania
- drum
- folkerfifl
- larahanna
- ragnar73
- hildurhelgas
- ladyelin
- sigurduringi
- sij
- hedinnb
- valgeirskagfjord
- hehau
- baldvinj
- jonarnarson
- olinathorv
- saemi7
- agustg
- ingaragna
- liljaskaft
- astajonsdottir
- reisubokkristinar
- lehamzdr
- sparki
- malacai
- leifur
- evaice
- gus
- tryggvigunnarhansen
- kjarri
- vistarband
- fun
- einari
- spurs
- annaeinars
- gattin
- kaffistofuumraedan
- launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar