25.11.2008 | 22:06
Borgarafundurinn-Hugrenningar undirbúningsaðila
Þegar Gunnar hélt sinn fyrsta borgarafund í Iðnó í lok október upp á eigin spýtur, þá held ég að mér né nokkrum öðrum sem sátu þar, óraði fyrir snjóboltanum sem rúllaði á stað þar með okkur innanborðs. Sá fundur olli því nefnilega að ég ákvað að finna reiði minni í garð stjórnar, bankamanna, auðmanna, eftirlitsaðila og annara óhæfra embættismanna valda út frá flokkskírteinum, farveg í að reyna að gera eitthvað og finna kannski smá von um framtíð hér á Íslandi.
Í frmahaldi af því tróð ég mér í fartesið með Gunnari, Davíð og öllu því ágæta fólki sem einnig var á svipuðum nótum, það vildi svör og það vildi að það væri talað við sig og hlutir útskýrðir. Svo byrjaði boltinn að rúlla, tveir fundir enn, annar í Iðnó og næsti í NASA og að endingum stóðum við í Háskólabío, mánuði seinna eftir þessa hugdettu eins manns, þar sem við vissum ekki hvort nokkur maður myndi mæta né hvort nokkur af þeim háans herrum sem telja sig hafa eina vald til að tala fyrir þjóðina, myndu mæta. En þau undur og stórmerki gerðust að þetta fór fram úr okkar vonum, bíóið meira en troðfylltist, valdamennirnir mættu bíóið með greinilega þá trú að fólk myndi kikna í hnjánum við komu þeirra og meðhöndla þá með silkihönskum þar sem þau fengju að mjálma sömu loðnu frasanna aftur og aftur.
Raunin varð önnur, því líkt og þingmennirnir sem mættu á fyrsta borgarafundinn kynntust illlilega, fengu ráðherrarnir það að mestu málefnalega óþvegið, og manni varð það ljóst að líkt og þingmennirnir flestir ef ekki allir, voru ráðherrarnir ekki í neinum tengslum við fólk, heldur aðskildi gjá þá við fólk, gjá hroka og stéttar sem hvorki deilir né skilur mikið hvað almenningur hefur áhyggjur af eða vill.. Þetta var þó ekki það eina sem líktist fyrsta fundinum, því að mörgu leyti endurtók hann sig í því að fóllk var að upplifa að geta loksins geta talað við ráðamenn, loksins spurt það sem lá þeim á hjarta, loksins reynt að fá svör og einnig að leyfa ráðamönnum að skynja reiðina, sárindin og vantraustið sem borið er til þeirra. Fólk vill einfadlega að það sé hlustað og talað við það og ekki bara það, heldur einnig þá sem m.a. hafa haft framsögu á borgarafundum eða tjáð sig annars staðar með hugmyndir að lausnum og ábendingum um lausnir og hvað þarf að gera strax eða forðast. Því miður virðist svo vera að þeir sem hafa mest gert í því að sökkva skipum, hafi óbilandi trú á að þeir einir hafi vitið og getuna til að bjarga þeim og aðrir séu bara vitleysingar sem kunni ekki neitt í björgun.
Um frammistöðu ráðherra og framsögumanna ætla ég svo sem ekkert mikið að segja, enda hafa marigr tjáð sig um það, heldur bara það eitt að þegar ég hlustaði á ráðherrana og horfði á þingmennina þá kom hugsunin um spurningar sem hefur hvílt á mér lengi: hversvegna á ég að standa í þessu? Hversvegna á maður að hafa áhuga á að taka þátt í þessu samfélagi, borgandi skuldir annara og með sama liðið gjammandi á þingi í stjórn og stjórnarandstöðu sem er orðið svo samdauna rotnu flkkakerfi sem hefur lagt þjoðfélagið í rúst? Á ég ekki bara að gera eins og aðrir eru byrjaðir að gera, flytja út og koma aldrei aftur þar sem lítil von er til þess að þetta samfélag samtryggingar, flokksræðis, spillingar og valdhroka, getur ekki breyst með þetta fólk við stjórnvölinn, fólk sem telur meiri nauðsyn að vernda hina seku og refsa almenningi heldur en að gera nokkuð í átt til breytinga?
Í dag er það eina vonin mín um áframhaldandi Ísland, að samfélagið nái að breytast á næstu mánuðum, þrískipting valds verði að veruleika, gagnsæi og siðferði nái að ríkja í stjórnsýslu og að það náist að útrýma pólitískri spillingu eða lágmarka hana um aldur og ævi. Annars einfaldlega kveður maður Ísland með þá vitneskju að maður reyndi þó á einhvern hátt að hafa áhrif á hlutina en þjóðinni sé þvi miður ekki viðbjargandi fremur en öðrum þjóðfélögum sem hafa dáið út um aldanna rás. Maður er þó ekki einn í því að reyna hvort sem það er með mótmælum, borgarafundum eða dásamlegri flöggun Bónus-fána á Alþingishúsi sem inniheldur fólk sem er rúið trausti, virðingu og sumt hvert heiðarleika, og í því fólki sem reynir að breyta hlutunum, felst eina von Íslands, ekki í fólkinu sem tuðar út í horni og gerir svo ekki neitt nema að borga skuldir sem aðrir komu okkur í, um aldur og ævi.
Að lokum langar mig til að klykkja því út, að maður hafði nú lúmskt gaman af því að sjá umfjallanir og heyra að við sem undirbjuggum þennan fund, værum öfgapakk, eitthvað VG-"lið" sem ég held að Sjálfstæðismennirnir í hópnum okkar, muni finnast furðulegt og að sjá okkur líkt við nasista jafnvel. Ég ætla þó að játa að ég sem gekk um svartklæddur með appelsínugulan borðann, minniti þó nokkuð á SS-mann og hafði nú spurt einhvern í gríni hvort við hefðum ekki getað haft þetta rautt til að fullkomna útlitið á mér. Kannski mun þó einn ráðherrana minnast mín sem slíks fóls, þegar ég kom, sótti viðkomandi og vísaði framfyrir röðinna inn í salinn þar sem pólitísk slátrun viðkomandi fór fram. Ef viðkomandi hugsar til mín á þann hátt, þá segi ég bara:
Ingibjörg Sólrún, þú slátraðir þér sjálf inn í salnum. Ekki kenna öðrum um.
![]() |
Þetta er þjóðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
24.11.2008 | 11:27
Borgarafundurinn í Háskólabíó í kvöld-Mætum öll
Endilega látið sem flesta vita af þessu og fyllum Háskólabíó. Nú er búið að boða ráðherra og verða settir stólar upp á svið fyrir þá. Það er kominn tími til að þeir svari fólki beint og það milliliðalaust.
Hér er svo tilkynningin:
Gott fólk takk fyrir frábærar mætingar á Borgarafundi undanfarnar vikur Nú þurfum við virkilega að vera dugleg og virkja alla til að mæta. Við þurfum að sýna stjórnvöldum að við stöndum saman og viljum milliliðalausar umræður og upplýsingar frá þeim. Fyllum Háskólabíó og sýnum hvers megnug við erum
____________________________________________________
OPINN BORGARAFUNDUR #4
Í Háskólabíói , mánudaginn 24. nóvember klukkan 20:00.
Við hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Á sviðinu verður komið fyrir 12 merktum stólum fyrir ríkisstjórnina, auk stóla fyrir alla alþingismenn. Einn stóll verður sérmerktur seðlabankastjóra.
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
- Öllum stjórnmálamönnum, ráðherrum, alþingismönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um efnahagsástandið.
Fyrirkomulag:
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):
Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur
Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri
Margrét Pétursdóttir, verkakona
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.
Fundarstjórn og tímavarsla verður sem fyrr tekin föstum tökum í nafni lýðræðislegrar umræðu.
Sýnum stuðning með þátttöku spyrjum og heimtum svör látum í okkur heyra.
Við ítrekum breyttan fundarstað. Hittumst í Háskólabíói kl. 20:00.
F.h. undirbúningshóps
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 13:55
Aðstoðuðu þingmenn Samfylkingarinnar við handtökuna?
Einhvern veginn er það nú lýsandi fyrir samfélagið, að maður sem klifraði upp á þak og festi þar upp fána sem er lýsandi fyrir stefnu Alþingis síðustu 10-17 árin eða svo, þ.e. að setja hagsmuni fyrirtækja, auðmanna, bankamanna og fjárfesta framar hagsmunum almennings og þjóðar, skuli vera handtekinn. Á sama tíma hefur ekki einn einasti af þeim óþokkum sem settu landið á hausinn verið hnepptur í varðhald eða séð til þess að þeir séu teknir úr umferð á einhvern hatt svo þeir geti ekki haldið áfram að skaða þjóðina. Þeir sitja enn í bönkunum glottandi, þeir fljúga enn á milli landa og kaupa eignir úr þrotabúum fyrirtkja sinna o eru líklegast komnir í það að semja um að kaupa bankanna og skurtðstofur ódýrt þessa daganna. Enginn og það eru átta vikur liðnar.
En eru þingmenn að hafa áhyggjur af þeim eða grípa til aðgerða? Nei, ef miðað er við þessa lýsingu af handtökunni sem ég set hér inn frá Maurildi, þá er Þjóðaróvinur nr. 1 maðurinn sem er orðinn að hálfgerðri þjóðhetju í dag fyrir þennan flotta gjörning, í augum þingmanna Samfylkingarinnar, framar auðmönnunum og bankamönnunum sem ganga enn lausir og í störfum sínum innan bankanna. Ef fánaflaggarinn hefði heitið Björgúlfur, Hannes, Jón 'Asgeir eða verið í toppstöðu innan "gömlu og nýju" bankanna, þá væru þingmennirnir líklegast með fánahyllingu fyirr framan skrifstofuna hans.
"
G l ó ð h e i t a r - f r é t t i r !
Haukur heimspekinemi dundaði sér við þann táknræna gjörning á dögunum að hengja Bónusfána á Alþingishúsið. Í kvöld beið hann niðurlútur með félögum úr Háskólanum eftir því að fá að hefja skoðunarferð um það sama hús í vísindaferð. Þar sem hópurinn stóð á snakki við Ágúst Ólaf og aðra broddborgara rak þjónustulundaður öryggisvörður glyrnurnar í Hauk.
![]() |
Bónusfánamaður handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.11.2008 | 12:29
Sameining SÍ og FME eða hvernig skal koma Davíð í burtu og það með fulla tösku af seðlum
Ég hef alltaf gaman af kenningum, sérstaklega samsæriskenningum en verst er að þessa daganna hafa flestar þeirra ræst og það sem sannanir um svo óhugnanlega og gífurlega siðspillingu, heimsku, græðgi og hugarfar sem minnir helst á dystópískar lýsingar af verstu ríkjum heims.
En nú er ein kenning kominn upp sem er ansi trúverðug og það er í tengslum við sameiningu Seðlabankans og Fjármála-eftirlitsins. Eins og flestir sem eru ekki enn búnir að koma sér héðan, þá hefur verið talsverð krafa um að losna við Davíð nokkurn Oddson sem er búinn að líma sig fastan við kóngastól í Seðlabankanum þar sem hann gaular Gleðibankann meðan hann brennir efnahagskerfi þjóðarinnar sér til ánægju, hita og kökubaksturs. Almenningur getur jú borðað kökur þegar brauðið er búið. Gamli flokkurinn hans sem dýrkar hann og dáir og getur ekki hugsað sér að láta þennan hamingjusama og taumlausa Fenris-úlf í gereyðingargríni, verða rekinn með þeirri skömm sem hann á skilið. Samfylkingin sem langar svo mikið til að halda völdum, valdanna vegna þessa daganna, getur ekki heldur tekið áhættuna á að missa fallegu ráðherrastólana sem þau hafa fengið að máta. Allt hefur því veirð í status quo í spillingarbaðkarinu sem þjóðinni blæðir út í og hengist hægt og rólega í skuldasnörunni þessu veruleikafirrta fólki til skemmtunar.
En nú hafa samkvæmt þessari kenningu, einhverjir örvæntingarfullir menn í flokkunum sem hafa fundið fyrir eldi í sætum sínum, fundið leið framhjá til að taka tappann Davíð Oddson úr og slegið jafnvel fleiri en eina flugu í höggi. Hjáleiðin er nefnilega sameining Seðlabankans og Fjármála-eftirlitsins sem myndi skila fléttu sem hægt væri að sætta sig við af hálfu ríkistjórnarinnar. Við það gerist nefnilega það að það verður í raun til ný stofnun sem þyrfti að endurskipuleggja. Við endurskipulagninguna þá er nauðsynlegt að auglýsa stöðurnar upp á nýtt: forstjóri FME myndi fá færi á að færa sig um set annað, með afsökun um að "annað spennandi starf væri í boði" og fara í burut í kyrrþey til náðugs starfs annars staðar fyrir ríkið. Við það bætist bónusinn að starfsemi FME færi í algjört uppnám við breytingarnar sem gæfu bankamönnunum og fjárglæframönnunum meiri tíma til að eyða gögnum og koma fé út úr landi. Ekki amarlegur þakklætisvottur það fyrir góðar greiðslur í kosningasjóði. Aðrir embættismenn úr Seðlabankanum fyrir utan Davíð, myndu fara á eftirlaun, stjórnarmenn einnig fyrir utan það að Hannes Hólmsteinn myndi einbeita sér að kennslu um hvað frjálshyggjan hefði verið eyðilögð af synjun Ólafs Ragnars á fjölmiðlafrumvarpinu og hvað alllir hefðu veirð vondir við Davíð, Halldór Blöndal o.fl. afdankaðir yrði komið fyrir á órólegu deildinni á Grund og annað eftir því
En hvað með Davíð? Hann mun ákveða að vegna þessara breytinga sé kominn tími til þess að hann skoði aðra meira spennandi kosti, og hver er sá kostur? Það skyldi þó ekki vera sendiherrastóllinn í Washington sem ekki hefur veirð skipað í, eftir tilfærslu sendiherrans þaðan til Færeyja. Kóngurinn fengi þá að ljúka starfsævinni fyrir utan landsteinana sem honum er ekki lengur vært í, vegna þess að stefna hans og flokksins hans hefur skilað efnahagslegri hryðjuverku-árás gegn þjóðinni. Að sjálfsögðu verður svo eftirlaunafrumvarpið ekki afnumið á meðan því menn eins og Bjarni Benediktsson o.fl. skósveinar, munu tala um að það sé svo "erfitt og flókið" að taka af þessi ólög sem tók þrjá daga að koma á. Loks þegar gamli foringinn er orðinn sjötugur, þá mun hann taka út feita eftirlaunatékkann sinn ásamt öllum ritlaunum sínum, fara með töskurnar fullar af fé til fasteignasala, og kaupa sér búgarð í Texas til að eyða ævikvöldinu á.
Hver veit, kannski verður sá búgarður við hliðina á vini hans, Bush?
![]() |
Nýja Seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.11.2008 | 23:53
Áskorun borgarafundarins
Á þessum magnaða fundi sem haldin var, þá kom fram áskorun frá Gunnari fyrir næsta borgarafund sem verður haldin í Háskólabíó næsta mánudag. Þess er krafist að ríkistjórnin mæti og svari fyrir sig, umbúðalaust og beint til fólks. Maður veit nú ekki hvort þau hafi hreðjar í það, en stólum verður raðað upp á svið, merktum með nöfnum þeirra, þar sem sést hverjir mæta ekki. Einnig er skorað á alla þingmenn, Seðlabankastjóra o.fl. að mæta.
Svo er spurningin hvort fjölmiðlar taki einnig hinum hluta áskorunar, þ.e. að þeir sýni beint og þeir þrýsti á stjórnina að mæta.
Verður gaman að sjá, það verður allavega svo á næstu dögum byrjað að auglýsa þetta upp hjá okkur sem vinnum að undirbúningnum undir dyggri stjórn Gunnars leikstjóra.
Meir um það síðar....
Ákvað að setja inn myndbandið þar sem Gunnar kemur með áskorunina hér.
![]() |
Troðfullt á fundi á Nasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.11.2008 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 11:31
Opinn borgarafundur á NASA í kvöld kl. 20:00! Fjölmennum öll!
Vinir og velunnarar! Nú ríður á að láta þetta fundarboð berast í gegnum tölvupóst, bloggsíður og símskeyti. Hægt er að vista viðhengið og prenta það út.
Á fundinum verður m.a. rætt verður um ábyrgð og stöðu fjölmiðlanna. Í viðhengi er veggspjald fundarins sem er upplagt að festa á bloggsíður, MySpace, Facebook og áframsenda í tölvupósti. Við erum á www.borgarafundur.org.
OPINN BORGARAFUNDUR #3
á NASA við Austurvöll, mánudaginn 17. nóvember klukkan 20:00.
Í pallborði verða ritstjórar og fréttastjórar helstu fjölmiðla landsins, auk fulltrúa frá Blaðamannafélagi Íslands.
Hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Hvetjum ennfremur alla fjölmiðlamenn og konur til að mæta og taka þátt.
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum, bankastjórum, fréttastjórum og öðru fjölmiðlafólki er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um efnahagsástandið.
Fyrirkomulag:
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):
Irma Erlingsdóttir, bókmenntafræðingur
Eggert Briem, stærðfræðingur
Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður
Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.
Fundarstjórn og tímavarsla verður sem fyrr tekin föstum tökum í nafni lýðræðislegrar umræðu.
Sýnum stuðning með þátttöku spyrjum og heimtum svör látum í okkur heyra.
Við ítrekum breyttan fundarstað. Hittumst á NASA kl. 20:00.
F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).
Bendi einnig á www.borgarafundur.org með upptökum frá síðustu fundum, myndum og spjalli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 20:42
„Nei takk, komið aftur eftir hreinsun“
Langaði til þess að benda á þessa grein á NEI, sem er athyglisverð. Ég hef allavega fengið það staðfest að svona er álit heimsins á okkur af hálfu erlendrar stjórnsýslu, frá aðila sem þekkir þar vel til.
Þetta sýnir bara einfaldlega að það þarf að fara fram hreinsun á stjórnkerfinu um leið og við byrjum að huga að breyttu stjórnskipulagi með lýðræði í staðinn fyrir ráðherra- og flokksræðis. Við þurfum einnig að aðgreina þrískiptingu vald og tryggja að vina- og vandamannasráðningum óhæfs fólks til handa óhæfu og flokksbundnu fólki sé gerð brottræk úr íslensku samfélagi. Ef það breytist ekki neitt, þá held ég að það sé óhætt að kvitta upp á einn mesta landlfótta vestræns lands því líkt og afstaða míns vinahóps er, þá er örugglega um 60-70% hans að hugsa um brottflutnig frá landinu. Við höfum bara einfaldlega engan áhuga á að búa í þjóðfélagi þar sem þessi spilling fær að viðgangast og engar breytingar verða á sama tíma og okkur er ætlað að borga óútfyllta IceSave-tékka og skuldir mannana sem ríkistjórnin verndar. Nei takk og bless þá, þjóðfélagið í núverandi mynd er ekki þess virði til að eyða tíma og lífi sínu í.
Minni svo á að á morgun mánudag, þá verður borgarafundur í NASA þar sem fjölmiðlar eiga að svara fyrir þátt sinn og ábyrgð í því hvernig fyrir okkur er komið.
Bloggar | Breytt 17.11.2008 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2008 | 00:35
Opinn borgarafundur í Iðnó laugardag kl. 13:00
Ég ætla að auglýsa hér með borgarafund sem á að vera í Iðnó á laugardaginn. S'iðasti fundur var magnaður og og stemmingin svakaleg. Það sem var þó best við fundinn var það að maður fékk upplýsingar settar fram á mannamáli um hvað gerst hefði og hvað væri hugsanelgt að gerðist næst, og eiginelga eygði smá von fyrir þetta þjóðfélag okkar eftir á.
Nú er búið að munstra að það mæti allavega þrír varaformenn flokkana á fundinn og svari spurningum og fái ekki að vera með neinar framboðsræður, heldur tala við fólk eins og manneskjur. Við þurfum að fá svör því þessi óvissa og upplýsingaleysi er að drepa alla.Svo maður vitni nú í eina sjónvaprseríu:"I'm not a number, I'm a human being!"
Þeir sem ætla að mæta eru Valgerður Sverris, Magnús Þór hafsteinss og Ágúst Ólafur en Sjálfstæðismenn og Vinstir gærnir eiga eftir að staðfesta komu sína eða hvern þeir senda. Ætti að koma í ljós á morgun og endilega látið sem flesta vita með því að afrita textann að neðan og senda á sem flesta. Hérna er svo opinbera auglýisngin á eftir og einnig er búið að setja upp vefsíðu þar sem má m.a. finna myndskeið frá síðasta fundi:
www.borgarafundur.org
Auglýsingin er svona:
OPINN BORGARAFUNDUR
- um stöðu þjóðarinnar -
í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
- Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fyrirkomulag
Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver):
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til þess að svara.
Hverjum stjórnmálaflokki verður boðið að hafa einn fulltrúa á sviði til að svara spurningum. Við boðum formenn eða varaformenn eða að þeir sendi sinn fulltrúa og hvetjum sem flesta þingmenn að mæta .
Fundurinn verður festur á myndband til sýninga á netmiðlum og fyrir sjónvarp.Settir verða upp hátalar bæði í forsal og fyrir utan Iðnó
Fundurinn verður tekinn upp af RUV og sendur út Þriðjudaginn 11 nóv kl. 21.00 á Rás 1 í þættinum Í heyranda hljóði umsjón Ævar Kjartanson
Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.
Takmarkaður sætafjöldi, sýnum stuðning með þátttöku, spyrjum og heimtum svör, látum í okkur heyra.
F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2008 | 16:27
Bankamenn í skilanefndum: Að láta grunaða fjalla um glæpinn
Það er ekki annað hægt en að spyrja í ljósi síðustu fregna af Kaupþingi, hvort þurfi ekki að víkja tveimur starfsmönnum Kaupþings, sem þar sitja frá? Um er að ræða annarsvegar Guðný Örnu Sveinsdóttir sem var varamaður í stjórn gamla Kaupþings og yfirmaður fjármálasviðs þar og er í dag yfir fjármálum og rekstri samkv. skipuriti. Hinn aðilinn er Bjarki H. Diego sem var yfirmaður útlána hjá gamla Kaupþing og er yfir Fyrirtækjasviði í dag sem hann hafði áður umsýslu með, áður en útlánin féllu í hans skaut..
Ég get því miður ekki annað en sagt, að það ber að víkja þeim og starfsmönnum annara banka, úr skilanefndinni og þeim öllum yfirmönnum sem tengjast niðurfellingarmálum, innherjaviðskiptum, ehf.-undanskotum og IceSave til hliða, sem fyrst. Það þarf að tryggja að bankamenn nái ekki að hylja slóðina og bræða úr pappírstætaranum. Þess vegna er það alveg óskiljanlegt að þetta fólk situr enn á sínum stöðum og í skilanefndum ennþá, því þó það sé saklaust, þá er það sett í þá stöðu að fjalla um spillingarmál vina sinna og samstarfsfélaga.
Ef það á að byggja upp traust aftur, þá gengur það hreinlega ekki upp að láta grunaða sýsla með gögn þeim tengd, og í dag liggja allir yfirmenn sem komu úr "gömlu" bnkunum undir grun, um að hafa tekið þátt í einhverju saknæmu. Þó að það sé sagt að maður eigi ekki að dæma fólk fyrifram, þá er staðan enfaldlega sú að það er búið að stela, svíkja, ljúga og svindla of mikið, að að.maður trúir ekki skilanefndum og stjórnendum banka í dag Maður treysti ekki heldur "óháðum" sérfræðingum sem maður veit ekki hvort séu heiðarlegir eða valdir með tilliti til hvítþvottar, og maður treystir heldur ekki Fjármálaeftirlitinu sem hefur sýnt af sér afburða vanhæfni.
Traustið er nefnilega dáið á Íslandi. Bankarnir myrtu það.
![]() |
Skoða meintar milljarðafærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 22:57
Smá tölur til samanburðar.
Í gær kom í ljós að Kaupþings-menn fengu afskrifaður með barbabrellu sem kallast "niðurfelling persónulegrar ábyrgðar" rúma 50 milljarða.
Í dag fréttist að Glitnis og Kaupþings-toppar höfðu fengið lánað rúmar 80 milljarða.
Einnig fréttist það að 100 mlljarðar hurfu út úr landi til landa þar sem erfitt er að nálgast upplýsingar.
Lánið sem Kaupþing ætlaði að fá hjá Seðlabankanum nam um 80 milljörðum ef mig minnir rétt.
Lánið frá Norðmönnum til okkar er um 80 milljarðar.
Kárahnjúkavirkjun kostaði um 70 milljarða ef rétt er munað.
Gjöld Félagsmálaráðuneytis og undirstofnanna er um 25 milljarðar úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum 2008.
Það kostar um 156 miljarða að reka heilbirgði- og almannatryggingakerfið, örlítið meira en talað var um að hefði horifð úr land ásamt samanlögðum barbabrellu-afskriftum.
Þetta er bara rétt að byrja. Hvað kemur í ljós á morgun?
![]() |
100 milljörðum skotið undan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar