28.5.2008 | 21:02
Sér grefur gröf Part II-Skömm Magnúsar
Það má segja að í dag að ýmislegt í fréttaflutningi hafi orðið til að ganga endanlega frá trúverðugleika Magnúsar Þórs og málfutnings hans í flóttamannamálinu stóra sem hann kom af stað upp á Skaga. Eitt af því fyrsta sem birtist í Fréttablaðinu, reyndar á ekkert svo áberandi stað, var frétt um að Magnús Þor lét ekki sjá sig á fundinum um flóttamennina, þetta risastóra mál í hans augum sem hann missti meirihlutann út af og hefur gengið berserksgang út af, í lengri tíma. Afsökun hans fygldi fréttinni eða eins og segir þar:
Ég komst ekki, ég var að sinna minni vinnu í Reykjavík," segir Magnús. Sjálfur hefur hann setið tvo kynningarfundi um málið hjá félagsmálanefnd.
Ég hef gagnrýnt að ekki liggi nóg fyrir um bakgrunn og samsetningu hópsins. Ég geri ekki ráð fyrir að neinar upplýsingar hafi legið fyrir um það í gær."
Nú hefði maður haldið að Magnús hefði verið svo í mun að mæta upp á Skaga til að spyrja um þær upplýsingar sem honum þótti á skorta og fá þá á hreint svörin við spurningunum í greinargerðinni sem hann lagði fram. Maður hugsaði það samt svo að yfirmaður hans í vinnunni: Guðjón Arnar kristjánsson, hefði verið búinn að setja aðstoðarmanni sínum svo erfið og ströng verkefni á borð við blýantsydd, sængufataskipti, straujun og fleira sem þarf að gera fyrir eldhúsdag á Alþingi en því miður fyrir Magnús þá upplýsti Fréttablaðið á bls. 18 í dálkinum Frá degi til dags, hvað Magnús hefði nú haft fyrir stafni á meðan eða eins og segir þar:
"Fjöldi Akurnesinga sótti í fyrrakvöld kynningarfund um væntanlega komu palestínskra flóttamanna til bæjarins. Þrátt fyrir hrakspár úr ranni sumra bæjarbúa að undanförnu voru fundargestir flestir hinir kátustu með fyrirætlanirnar og sumir spurðu jafnvel hvort ekki væri hægt að flýta komu fólksins. Þessi jákvæðu viðbrögð eiga sér þó kannski eðlilega skýringu, því á fundinn vantaði magnarann á óánægjuraddirnar, Magnús Þór Hafsteinsson. Varaborgarfulltrúi Frjálslyndra var hins vegar löglega afsakaður á öðrum fundi - í stjórn Sundsambands Íslands."
Þrátt fyrir að stjórnarfundur hjá Sundsambandi Íslands sé örugglega hið mesta þarfaþing, þá efast ég nú stórlega um að það jafnist á við umfjöllun um 30 mannslíf, þó góður sundmaður geti bjargað einu slíku,. Einkar aumkunarverðara verður þetta þegar maður hugsar til þess að Magnús hefur gert þetta að einstöku deilumáli þar sem hann hefur þvílíkt hrópað fullyrðingar og veifað spurningum í krossferð sinni fyrir "velferð bæjarbúa og framtíð".
En talandi um greinargerðina, þá komum við að þessari frétt sem hér er bloggað við þar sem er vitnað er í tölvupóst frá Magnúsi sem hann lét frá sér þann 6. apríl. Ef við kíkjum á nokkur atriði í greinargerðinni frá 8. maí og berum saman við tölvupóstinn þá má sjá ýmisleg áhugaverð atriði.
Í greinargerðinni stendur m.a. þetta:"Fjölmiðlar 6. maí 2008 greindu frá því að ríkisstjórnin hefði nú ákveðið að bjóða allt að 30 palestínskum flóttamönnum hæli hér á landi, og að þessi hópur komi til landsins í sumar. Samkvæmt tilkynningu félagsmálaráðuneytisins er hér um að ræða fólk sem nú býr í Al Waleed flóttamannabúðunum sem eru á landamærum Írak og Sýrlands. Ekki bárust neinar upplýsingar um að þetta væri sá hópur sem Akranesbær hefur verið beðinn um að taka á móti, þar til þessi frétt kom fram í fjölmiðlum síðdegis 6. maí."
Ef við kíkjum svo á tölvubréf Magnúsar, þá má sjá að hann hefur þegar haft einhverja hugmynd um hvaðan fólkið kæm eftir að hafa að sjálfsögðu þusað um að það væru útlendingar í bænum:"Að ætla síðan að láta sér detta í hug að bæta við 60 manns sem koma úr flóttamannabúðum og hafa upplifað ýmislegt (talað hefur verið um fólk frá Palestínu)"
Margt fleira var örugglega borðliggjandi með spurningar Magnúsar í því moldviðri sem hann kom af stað, eins og ég minntist á áður með íbúðarmál, samsetningu og annað sem viðkom Rauða Krossinum og ríkinu. Aftur á móti hefur hann gerst sekur um margar rangfærslur í viðbót fyrir utan vitneskju sína og dregið aðra með sig inn í lygina á borð við yfirmann sinn í vinnunni sem þvertók fyrir það að Magnús væri nokk á móti komu fólksins því í tölvubréfinu stendur skýrt:"... Kemur bara ekki til mála. Ef bærinn vill hjálpa flóttafólki þá er miklu nær að styðja samtök eins og kirkjuna eða Rauða krossinn til hjálparstarfa í flóttamannabúðum í staðinn fyrir að flytja vandamálin hingað. Við höfum nóg með okkur sjálf hér heima."
Þó Magnús beri við frumskyldu sveitarfélagsins, þá er nú einnig nokkuð til sem heitir mannúð og skylda okkar til að reyna að bjarga lífum ef við getum, nokkuð sem flestir telja mun mikilvægara en að kaupa nýja bolta handa fótboltaliðinu og slíka hluti sem mörg svietarfélgö ástunda.
En eitt af því sem Magnús gerir sig þar að auki sekur um og það er hvenrig hann lítur niður á fólkið. Í augum hans og heittrúaðra stuðningsmanna hans er fólkið fyrst og fremst baggi, plága og/eða afætur. Það er ekk ieinu sinni eins og honum sem og öðrum af hans tagi, detti til hugar að fólkið sem kemur, muni ekki fara á vinnumarkaðinn og muni ekki borga skatta til samfélagsins sem það verður hluti af, líkt og sjá má hér og taka má fleiri dæmi um:"Það má færa sterk rök fyrir því að þetta flóttafólk muni ekki hverfa héðan nema að takmörkuðu leyti þar sem við erum svo nálægt Reykjavíkursvæðinu. Ríkið greiðir í raun bara kostnað við móttöku og svo er þetta meira eða minna á okkar herðum." Svo játa ég að þessi komment um að fólkið muni ekki hverfa nema að takmörkuðu leyti fær mig til að hrista hausinn í skilningsleysi, hvað er maðurinn að fara?
Maður gæti örugglega týnt meira til en maður er þá kannski farinn að sparka í liggjandi mann en ég get ekki annað en spurt hvernig Magnús getur horft yfirleitt framan í fólk, vitandi upp á sig skömmina með allar lygarnar, rangfærslurnar, gífuryrðin og skætinginn sem hann hefur látið út úr sér? Ég get því ekki annað en heimfært orðs umdeilds manns sem sagði þetta um annan tækifærissinnaðan valdamann sem blekkti fólk og spilaði á ótta fólks, upp á Magnús og segi því að lokum þar til Magnús biðst afsökunar:
SHAME ON YOU, MAGNÚS ÞÓR!!!
![]() |
„Við höfum nóg með okkur sjálf“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.5.2008 | 20:44
Heimildarmyndahátiðin Skjaldborg
Um hvítasunnuhelgina fóru nokkrir meðlimir Heimildarmyndaklúbbsins Hómers sem ég hef minnst á áður, til Patreksfjarðar að kynna sér hvað væri í gangi hjá íslenskum heimildarmyndagerðarmönnum annars vegar og svo til að ná tali af snillingnum Albert Maysles. Það verður að segast að þessi ferð fór framar vonum, allir ánægðir, hugmyndir kviknuðu hjá klúbbmeðlimum með verkefni og margt fleira.
Þegar maður lítur yfir þá stóð margt upp úr en ég vill benda á umfjöllun klúbbsins sem heyrðist annarsvegar síðasta laugardag hjá kvikmyndaþættinum Kviku á Rási 1 og verður svo seinni og ítarlegri hluti um hátíðna næsta laugardag. Einnig má benda á ferðasögu eins meðlimisins á heimasíðu okkar þar sem er farið yfir sögu.
Eitt verð ég þó að segja og að hápunktur hátíðarinnar fyrir okkur var þetta prívat-viðtal við Albert Maysles. Við mættum þarna um tíuleytið á laugardegi þar sem þessi 82 ára gamli maður, var nývaknaður efitr barbrölt til klukkan þrjú og settumst niður með honum. Við áttum við hann ca. hálftímaspjall sem var tekið upp en þegar slökkt var á míkrófóninum þá vildi nú sá gamli ekki sleppa af okkur hendinni og ræddi við einræðisherra klúbbsins m.a. um hvernig sá hafði gert myndina Tímamót ásamt því að segja ökkur skemmtilegar sögur. Sá gamli er mjög ern og alveg á fullu ennþá í kvikmyndagerð, skemmtilega grobbinn með verk sín því hann veit að hann á það skilið en grobbið var á skemmtilega hógværan hátt en stendur fast á sínu prinsípp í heimildarmyndagerð um að heimildarmyndagerðarmenn eiga ekki að vera þáttakendur heldur aðeins áhorfendur.
Eina sögu verð ég þó að segja af kallinum sem kemur ekki fram í pistlinum á morgun eða tvær kannski. Sú fyrri var í tenglsum við mynd hans Gimme shleter þar sem George Lucas var tökumaður. Við urðum að sjálfsögðu að spyrja hann og grínuðumst með það hernig hefði verið að starfa með Lucas og hvort hann hefði nú fengið að snerta hann. kallinn tók því gríni ágætlega en sagði okkur það svo að hann hefði aldrei hitt hann á meðan tökum stóð, Lucas hefði verið plantað langt í burtu á tökusvæðinu og svo þegar kíkt var á efnið frá honum reyndist það að mestu ónýtt nema smábútur. Sá bútur endaði svo sem glæsilegar myndbirtingar í lok myndarinnar sem endir hippatímabilsins.
Hin sagan sem Maysles sagði okkur var það að 1962 þá gerði hann mynd sem hét Showman og var svo sýnd á Granda-sjónvarpstöðinni bresku ári síðar. Einhver virtist hafa séð þessa mynd því skyndilega hringdi síminn hjá þeim bræðrum og hann svaraði. Þar var á ferð maður frá Granada sem spurði hann hvort hann væri til í að taka að sér að fylgja eftir Bítlunum sem væru að lenda í BNA eftir tvo klukkautíma. Maysles þagði í smástund, sagði svo við manninn:"Hinkraði aðeins", lagði svo hendina yfir tólið og spurði bróðir sinn:"Hverjir eru Bítlarnir og er eitthvað varið í þá?"
Tveimur tímum seinna voru þeir komnir út a´völl.
Nóg í bili og enda með topp fimm lista af Skjaldborg þar sem myndin Kjötbörg trónar á toppnum. Hinar fjórar í ekki sérstakri röð voru:
Chequered flags of our fathers
Jórunn Viðars
Birginr Andresson
Bad boy Charlie
Ef þið missið af Kviku á morgun þá er hún endurflutt eftir hlegi og síðar verður hægt að nálgast pistilinn á www.hmk-homer.com . Vill svo að endingu þakka Patreksfirðingum, aðstandendum sem og öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og megi Skjaldborg lengi lifa.
Bloggar | Breytt 25.5.2008 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 17:54
Sér grefur gröf....
Þessi gamli málsháttur hefur komið mikið upp í kollinn á mér nú um helgina eftir að hafa fylgst með framkomu, gífuryrða og fúkyrðaflaumi af hálfu Magnúsar Þórs í garð hins nýja meirihluta á Akranesi ásamt því hvernig hann hefur í sífelldu bitið í punginn á sér í málflutningi vegna andstöðu sinnar við komu flóttafólks til Akranesbæjar.
Eftir að Karen Jóns gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna flóttamannamálsins og myndaði nýjan meirihluta, þá umturnaðist Magnús á netinu: upphrópanir um að fólkið sem hann hafði starfað með, væri siðblint, spillt, gæti ekki lesið texta án aðstoðar og allskonar fleiri skítkast fauk frá Magnúsi, sem var kominn á það stig að hann viritst ætla að reyna að toppa fúkyrði og fýlu Sjálfstæðismanna í garð Björns Inga síðastliðið haust, í einhvers konar Fúkyrða-Útsvarskeppni að ég hélt. Það væri svo sem sök sér og honum aðeins til minnkunar að láta reiðina fara svona með sig því þetta skaðar mest hann sjálfan því hver vill vinna með manni í bæjarstjórn framtíðar, sem hefur ausið þvílíkum skít yfir þig?
En þó er þetta fyrrum samherjar hans sem hafa fundið fyrir þessu, heldur í ógurlegri reiði sinni og hefndarþorsta þá hefur Magnús gert gott betur en það í að koma af stað illindum og reyna að búa til þá ímynd af sér að hann sé málsvari réttlætis og hinir illu bæjarfulltrúar hafi staðið í risasamsæri sem teygir sig til ríkistjórnar og víðar út í heim. Á spjallvef Akranesbæjar má finna nokkrar spurningar frá Þorvaldi nokkrum sem hefur gripið áróður Magnúsar hrátt en spyr þó réttilegra spurninga og fær greinargott svar frá Önnu Láru Steindal, fultrúa Samfylkingarinnar í félagsmálanefnd bæjarins. En viðbrögð Magnúsar flokkast seint undir málefnalegheit, heldur byrjar hann að gefa í skyn að þar sem Anna og oddviti Samfylkingarinnar(sem er í minnihluta) séu að þessu vegna einhverra óeðlilegra hagsmunatengsla við Rauða Krossinn og reynir svo að gera Rauða Krossinn tortryggilegan, þ.e. gefur í skyn að mannúðarstofnun sé að koma fyrir flóttamönnum á Akranesi í hagnaðarskyni, eða eins og hann spyr hér með leiðandi rökvillu- og dylgjuspurningu: "Hvað fær Rauði krossinn marga milljóna tugi króna fyrir þetta verkefni?" Eins og sjá má svo á nokkrum svörum þarna, þá eru nú nokkrir Akurnesingar hreint ekki sáttir við þessar dylgjur í garð Rauða Krossins og annara, og finnst nóg um.
Ekki hefur þó fílnum Magnúsi fundist nóg komið í þeirri postulínsbúð sem hann hefur veirð að brjóta og bramla í reiði sinni um helgina, því næsta útspil hans var afhjúpun hans á leyniskjali og sönnunargagni í hans augum um risasamsærið mikla, minnisblað sem bæjarfulltrúar fengu afhent á föstudaginn 16.maí, miðað við dagsetningu þess, á þeim óformlega fundi EFITR valdamissi Magnúsar. Það skal geta þess í leiðinni að nokkru áður hafði farið fram kynningarfundur á vegum RKÍ til handa bæjarstjórn þar sem Magnús hafði nú sjálfur mætt en ekki spurt eins né sýnt nokkra mótstöðu við(óstaðfestur komment á einu bloggi segir að hann hafi meiri áhuga haft á símanum sínum og rokið út í fússi þegar einhver gagnrýndi hann fyrir virðingarleysi, tek því þó varlega) þar til hann ákvað að reyna að nýta tækifærið og ná sér i atkvæði að því viritist út á útlendinga-andúðina og múslimahræðsluna sem hann sem og aðra virðist hrjá hér á landi. Ég geri að því fastlega skóna að það sem stóð á miinnisblaðinu hafi komið einnig fram á kynningarfundinum.
Snúum okkur að minnisblaðinu um samsærið mikla sem Magnús sá í postulíninu þar sem hann sveiflaði rananum. Á bloggsíðu sinni segir hann sigri hrósandi eftirfarandi tekið úr minnisblaðinu sem hann biriir þar, að sé sönnun á hinum ógurlegu flóttamannaátroðningi gegn Akurnesingum:
" Í lið 2 segir (feitletrun mín): "Flóttafólkið sem kemur til Akraness í haust...." Hér er beinlínis afhjúpað af framkvæmdastjóra Rauða krossins á Akranesi að það er búið að ákveða að flóttafólkið fari til Akraness. Þetta hefur þá verið gert án þess að málið hafi verið tekið fyrir til ákvörðunar í bæjarstjórn. Bæjarráð hefur ekki komið með neina afstöðu, félagsmálaráð bæjarins hefur ekki veitt neina umsögn."
Eins og maður benti á hér fyrst, þá er þetta skjal frá 16. maí þar sem búið er að taka óformlega áikvörðun um að flóttafólkið komi til bæjarins og allt upp á borði með það í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar lesið er yfir þennan annan lið þá sést greinielga að þarna er um að ræða lýsingu á hörumulegum aðstæðum þessa flóttafólks.
En þetta er ekki eina "sönunin sem Magnús hendir fram:"Í lið 3 stendur: "Gera má ráð fyrir því að hingað komi mæður og börn á leikskóla-, gunnskóla- og hugsanlega framhaldsskóla aldri. Nánari upplýsingar um fjölskyldusamsetningu flóttafólksins hefur flóttamannanefnd ekki haldbæra......". Þetta þýðir það að bæjarfulltrúar hafa engar upplýsingar um fólkið. Samt á að segja já við því að Akranesbær taki að sér 30 manns nú síðsumars, sem aftur mun þýða 30 manns á næsta ári. Þetta án nokkurrar umræðu eða könnunar á því hvort sveitarfélagið sé yfir höfuð með innviði sem þola þetta álag. Hvergi hefur verið leitað umsagna í heilbrigðisþjónustu, hjá skólum eða öðrum stofnunum innan bæjarins sem bera eiga álagið. Enginn veit hvar fólkið á að búa á sama tíma og 25 fjölskyldur bíða eftir félagslegum íbúðum á Akranesi."
Ég hallast að því að Magnús treysti á að stuðningsmenn séu annað hvort ólæsir eða kynni sér bara spurningalaust það sem hann hefur að segja. Í skjalinu stendur nefnielga á eftir ekki haldbæra, að þegar búið er að taka ákvörðun um það að taka flóttamenn frá ákveðnu svæði eða búðum, fer sendinefnd á svæðið til að taka viðtöl við fólk og velja þá einstaklinga sem teljast best hæfir til að aðlagast nýju samféalgi. Fyrr er ekki hægt að vita nákvæma samsetningu fyrr en valið hefur farið framÍ framhaldi kemur einnig fram að þessu fólki verði ekki sett inn í félagslega kerfið heldur inn á almennan leigumarkað og því fellur fullyrðing Magnúsar um sjálft sig strax, það stendur skýrt í skjalinu sem hann otar fram, og einnig í svari Önnu Láru að allt þetta sé fjármagnað að ríkinu og fólk sé ekki að fara inn í félagslega kerfið. Þetta er þar að auki venjulegt verklag við móttöku flóttafólks, líkt og níu önnur sveitarfélög hafa gengið í gegnum með góðum árangri og því ætti ekki að ganga neitt verr en annars staðar á Akranesi. En jú, Magnús er með svar við því, þetta er ekki fólk frá Júgóslavíu líkt og það skipti einhverju máli. Þetta eru fyrst og fremst flóttamenn óháð uppruna og enn betra til aðlögunar þar sem um er að ræða konur og börn.
Magnús klykkir svo út að þetta sé allt saman pólitísk hrossakaup og samsæri af hálfu Samfylkingarinnar(þessi þarna í minnihlutanum í bænum og í ríkistjórn) sem greinilega nær til Flóttamannahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, því sú stofnun hefur metið það svo að það fólk sem býr við ömurlegar aðstæður í þessum flóttamannabúðum, þurfi að fá nýja búsetu fyrst og fremst en ekki að því sé hjálpað á staðnum líkt og Magnús vill. Ætli næsta röksemd Magnúsar verði þa´ekki að SÞ sé að stimpla búðirnar svona vegna þess að þeir séu að þýðast hinni ógurlegu Ingibjörgu og drauma hennar um öryggisráððssetu?
Margt fleria mætti telja til um bræði fílsins þar sem hann hefur látið gamminn geysa á bloggsíðum og svo nú í SIlfri Egils þar sem hann kom þannig út að það eina sem væri á bak við þetta hjá honum, sé fyrst og fremst útlendingaandúð eða xenophobia eins og það kallast á fræðimálum. Því miður virðist þetta pólitíska haraikiri Magnúsar hafa orðið til þess að svipað þenkjandi einstaklingar ætli sér að safna undirskriftum gegn komu flóttafólksins og fær það mann til að efast um að flóttafólkinu sé hollt að koma í það andrúmsloft fordóma sem Magnús hefur kynt undir með yfirlýsingum sínum. Spurning hvort það væri ekki best að finna annað sveitarfélag sem inniheldur mun vel meinandi fólk heldur en Magnús og stuðningsmenn hans, til að taka við fólki sem sárlega þarfnast bjartari framtíðar, og umhyggju ókunnugs og velviljaðs fólks.
Það versta þó við að við þessa gröf sem Magnús ætlaði fyrst öðrum en hefur grafið sjálfan sig í, er að hann mun líklegast taka með Akurnesinga og jafnvel fleiri með sér, skaðinn af þessari pólitísku tækifærismennsku hans er sá að annarsvegar hefur hann tendrað illdeilur um eitthvað sem er sjálfsagt og hið besta mál meðal siðaðra þjóða þannig að hættan er sú að það skapist aðkast í garð barnanna og kvennana af hálfu einhverra krúnurakaðra bullukolla sem fá þarna útrás fyrir fordóma sína, og hinsvegar að Akurneisngar eru nú settir í þá klemmu að ef svo skyldi fara að undirskriftarlistinn gegn flóttamönnum fari af stað og það blásið upp í fjölmiðlum, að bærinn verði stimplað sem bæjarfélag útlenidngahaturs og yrði KKK-ville Íslands í augum almennings, ímynd sem tæki langan tíma að afmá.
Að lokum þá ætla ég að vona að þetta sé hið síðasta sem við sjáum af Magnúsi sem kjörnum fulltrúa því ef framferði hans er svona þegar kemur að máli sem er ekki stærra en þetta, þá hræðist ég það ef hann kemst til raunverulegra valda. Skaðinn gæti orðið ógurlegri þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
15.5.2008 | 20:24
Fimm hundruð krónurnar hans Magnúsar.
Einstaklega dapurlegt hefur veirð að horfa upp á innlegg Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og já-bræðra í Frjálslynda flokknum, þegar kemur að mannúðarmálum tengdum 10 palestínskum konum og 20 börnum þeirra síðustu daga. Í stað þess að spýta í lófana eins og alvöru karlmenn myndu gera, segja við sitt fólk:"Jæja, bjóðum þau velkomin af öllu hjarta og hjólum í málið, kannski við nýtum tækifærið og klárum nokkra hluti í leiðinni svo að okkur og þeim sé sómi að." og taka svo til hendi við að keyra málið í gegn, þá ákvað hann að gerast nokkurskonar NIMBY(NotInMyBackYard) og tuða um hversvegna sé ekki hægt að hjálpa þessu fólki bara heiman hjá sér?
En skiptir það nokkru máli hvort við hjálpum fólki "heima" í flóttamannabúðum eða hér hjá okkur? Nei, ekki að mínu mati. Þó fjöldinn sé ekki mikill því með móttöku þessa fólks, erum við að veita þeim skjól inn í samfélagi þar sem ekki er stríð í gangi, vosbúð og fólk lifir í óvissu frá degi til dags um hvort það muni lifa næsta dag. Við veitum þeim einnig von og betra líf með því að bjóða þetta fólk velkomið í okkar samfélag.
Svo þegar maður lítur á þessa röksemd Magnúsar um að verið sé að eyða peningi sem gæti nýst mun betur þarna úti, þá gleymir hann því að þarna úti er mikið óvissuástand, fé fer til spillis vegna mútustarfsemi o.fl. og óljóst er um læknisaðstoð, lyf o.fl. Hér á landi höfum við allavega stjórn á hlutunum og getum hlúð að fólkinu við aðstæður sem við þekkjum best. Ekki má svo gleyma því að það fólk sem kemur hingað er sérvalið og passað upp á að þar sé um að ræða fólk sem þarf raunverulega aðsoð og geti aðlagast samfélaginu, um að ræða.
En þá, já, er velt um að verið sé að eyða peningum í útlenidnga þegar ekki er nóg gert fyrir Íslendinga. Þar byrjar gamli, góði Frjálslyndi draugurinn að tjá sig og leggur að jöfnu stríðsástand, hungur og vosbúð við biðlista eftir félagslegum íbúðum. Ef Magnúsi væri svo annt um þessi mál, þá hefði hann nú getað lyft grettistaki upp á Skaganum og hjólað í hlutina, hann hefur nú haft nokkur ár til þess. En nei, ekki hefur nú orðið vart við slíkt frá honum og ekki heyrðist múkk heldur á meðan hann hélt að þetta væri fallegar, ungar konur frá S-Ameríku sem hefðu getað kennt honum tangó.
En viðs kulum halda áfram í peningamálunum sem mörgum Frjálslyndum gremst að skuli notað í þetta. 150 milljónir kosta þessar sem þeim svíður alveg óskaplega yfir, sama fólkinu og sá ekkert að því að eyða yfir 100 milljónum í fáeina aðsoðtamenn handa þingheimi og þar á meðal sínum eigin flokksmönnum. Nokkrir þeirra meira að segja fengu að fljóta með á spenann, þ.á.m. Magnús sjálfur. Hvers vegna létu þeir ekki heyra í sér þá og heimtuðu að þetta yrði slegið af borðinu og peningunum eiytt í flóttamanna-aðstoð?
En svo er það að lokum í bili, röksemdir Magnúsar o.fl. um að konurnar og börn þeirra séu frá ólkum menningarheimi og muni ekki geta plumað sig hér vegna uppruna síns og aðstæðna. Þetta er einfaldlega fáránleg röksemd í öllu tilliti og nægir að líta yfir flóttamenn sem koma hafa hingað í gegnum tíðina: Víetnamar, Króatar, Serbar,Kosvo-búar, Júgóslavar o.fl. Allt fólk frá ólkum menningarheim sem hefur smollið inn í íslensk samfélag með aðstoð Rauða krossins og góðs fólks í litlum bæjarfélögum sem hafa lagt hjarta sitt og sál í það að hjálpa fólki sem á allt undir öðrum komið, betra líf.
En þegar skoðaðar eru svo fleiri röksemdir á bloggsíðum Frjálslyndra og stuðningsmanna þeirra, þá, poppar nú upp sú sem manni grunar að sé aðalástæðan fyrir þessu í huga margra þeirra: þetta eru múslimar og þeir geti ekki aðlagast samfélaginu. Ég veit nú ekki hvenrig söguþekking fólks er, en fyrir seinni heimstyrjöldina þegar gyðingar leituðu hér skjóls undan ofsóknum nasista en var vísað frá, þá heyrðist þessi nákvæmlega sama röksemd á síðum Moggans og Vísirs. Hræðslan og fordómarnir skína hjá mörgum sem tjá sig á síðum Frjálslyndra og ættu þeir nú að setjast niður og tala alvarlega íhugun um samúð, mannúð og gildi þess að bjarga þó ekki nema einu mannslífi. En ekki býst ég nú að það fólk geri það mikið þar sem Skúli Skúlason er æðsti prestur í þeirra augum, varaformaðurinn takandi undir og skrifandi hræðsluáróður á Eyjunni sem hann hefur lært utan af eins og hermikráka að því virðist frá presti sínum og öðrum af sama meiði.
En hver veit? Kannski hef ég einfaldlega rangt fyrir mér um Magnús, kannski þarf hann bara svo mikið á þessum fimm hundruð kalli sem það kosta hvern Íslending fyrir að aðstoða 30 manneskjur til betra lífs, að hann tímir honum ekki ásamt hinum já-bræðrum og systrum.
Ef svo er, þá skal ég glaður borga þennan fimm hundruð krónur fyrir Magnús, svo hann geti átt fyrir bjór eða blandi í poka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
13.5.2008 | 20:26
Að stela stórt
Þegar litið er yfir einkavinavæðngarferli ríkistjórnar Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar, á ÍAV, þá sumblar manni af siðblindunni og spillingunni sem réð þar för, sérstaklega þar sem hagsmunum almennings var fórnað svo innvígðir og innmuraðir gætu stolið eigum almennings. Stór orð, já, það veit ég en þegar maður skoðar eftirfarandi og hugleiðir út frá því, þá fyllist maður reiði í garð þeirra sem að þessu stóðu.
- Fulltrúi Framsóknarflokksins, Jón Sveinsson, í einkavæðingarnefnd, sat í stjórn Íslenskra Aðalverktaka þar sem hann vann naíð með forstjóra og öðrum stjórnendum að útboðinu. Einnig vann lögmannstofa hans fyrir ÍAV og vinnur enn fyrir hina nýju eigendur fyrirtækisins og átti þar með Jón mikilla viðsiptalegra hagsmuna að gæta.
- Forstjóri ÍAV, Stefán Friðfinnson, var samkvæmt lögum fyrirtækisins, sá eni sem mátti samþykkja hvaða trúnaðarupplýsingar fengjust uppgefnar.
- Stefán Friðfinnsson var í forsvari fyrir EAV sem keypti fyrirtækið. Það fyrirtæki samanstóð af nefndum Stefáni ásamt öðrum stjórnendum Íslenskra Aðalverktaka sem höfðu aðgang að trúnaðaruppýsingum.
- Endurskoðandi ÍAV,Benóný T. Eggertsson, veitti fyrirtækinu EAV, ráðgjöf við tilboðsgerð. Eftir kaupin var hann einnig ráðin sem endurskoðandi fyrir hina nýju eigendur og átti þvi greinlegra viðskiptalegra hagsmuna að gæta.
- Aðrir bjóðendur í hlut ríkisins fengu vísvítandi uppgefnar rangar upplýsingar í útboðslýsingu, þ.e.a.s. þær upplýsingar sem Stefán forstjóri ákvað að þeir fengju að vita. Í þeirri lýsingu sem Jón Sveinsson kynnti fyrir mönnum á kynningarfundi, var dregin upp mjög dökk mynd af fyrirtækinu og að það væri mörg hundruð milljón króna tap af rekstri fyrirtækisins. Eignir voru vísvítandi vanmetnar.
- Landsbankinn sem sá um tilboðsgerð, reyndist vanhæfur vegna þess að hann tengdist tveimur tilboðum náið. Annarsvegar ætlaði hann að fjármagna kaup Stefáns forstjóra og var einnig hluthafi í eignharhaldsfélagi með ÍAV. Einnig var fulltrúi þess tengdur Jarðborunum sem átti hæsta tilboðið.
- Ekki tókst að sýna fram á að hæsta tilboðið frá Jarðborunum hefði verið ógilt á neinn hátt, en samt var gengið að tilboði sem var talsvert lægra eða tveir milljarðar.Er ekki með töluna á tilboði Jarðborana akkúrat nú en það má búast við að íslenska ríkið og almenningur hafi þarna orðið af nokkur hundruð milljónum hið minnsta.
- Eitt af því sem var vanmetið vívítandi af hálfu endurskoðenda og forstjóra sem veittu upplýsingar, var Blikastaðarland. Eftur að sala gekk í gegn þá var það endurverðmetið upp á þrjá milljarða. Eigendur greiddu sér þá út arð upp á 2,3 milljarð og má segja að þeir hafi fengið fyrirtækið gefins.
- Blikastaðarland var svo í framhaldi selt í síðasta janúar og samkvæmt fréttum er söluvermætði einhvers staðar á bilinu 15-20 milljarðar.
- Einnig hefur því verið fleygt fram(man ekki hvort það kom fram í fréttum þó) að forstjóri og stjórnendur ÍAV hafi látið fyrirtækið kaupa mikið magn af vinnuvélum sem ríkið greiddi en ekki sýnt það sem eignir í tilboðinu. Má þar reikna með að það hafi verið nokkur hundruð milljónir sem íslenskir skattborgarar hafi verið hlunnfarnir um þar, ef rétt reynist.
- Eftir á eftir að koma í ljós hvort ríkið sé skaðabótaskylt vegna þess að kaupin reyndust ólögleg og ef Jarðboranir fara í mál, þá má reikna með að íslenskir skattborgarar þurfi að blæða meir.
Einnig kom Halldór Ásgrímsson víst óeðlilega að málum með afskiptum af störfum nefndarinnar en þegar litð er á þetta í heild, þá er ýmislegt þarna sem stingur í augun. Miðað við þetta þá hafa verið framinn þarna skjalafals í formi vísvítandi rangrar upplýsingargjafar, samsæri um að hafa fé og eignir af íslenska ríkinu með vitund opinberra embættismanna og fjársvikamylla sett af stað. Allt þetta er refsivert samvkvæmt lögum um opinberra starfsmenn, hegningarlög og örugglega einhverjum fleirum lögum sem tengjast viðskiptum. Réttast væri að þar sem salan er ólögmæt að kaupin gengi til baka miðað við þá glæpsamlegu þætti sem þarna um ræðir.
Því miður þá virðist það vera svo að þegar menn fremja svona umfangsmikil fjársvik líkt og virðast hafa farið fram hér, innvígðir og innmúraðir í rétta stjórnmálaflokka og með velþóknun stjórnarherra, þá aðhefst lögregla ekki neitt líkt og hér, eða setur annað hvort einn mann í málið og klúðrar því(viljandi?) líkt og með olíumsamráðsmenn. En þegar kemur að fyrirtæki sem forsætisráðherra innvígðra og innmúraðra hatast við, þá er öllu tjaldað til hjá lögreglu og mörg hundruð milljónum eytt í handónýtt og tilgangslaust mál.
En já, svona er það víst á Íslandi. Ef þú mótmælir þá ræðst lögreglan á þig með skildum og piparúða, öskrandi GAS-GAS-GAS eins og vanvitar, og ef þú rænir klinki úr banka, þá er allt lið lögreglu sent á efitr þér með sérsveitum og þyrlum. Ef þú aftur á móti stelur stórt frá almenningi í formi einkavinavæðingar með svikum og prettum, þá gerir lögregla né þeir sem eiga að gæta að hagsmunum almeninings ekki neitt, heldur bjóða þér í næstu silkihúfuveislu með fríu kampavíni og stökkva þér til varnar svo þú getir notið þýfisins um aldur og ævi.
Ef menn vilja skoða þessi mál betur þá bendi ég á ágæta umfjöllun 24 stunda um málið sem og Fréttablaðsins fyrri hluta desember 2006.
![]() |
Sala á ÍAV úrskurðuð ólögmæt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.5.2008 | 20:10
Eru nafn og myndbirtingar hin íslenska aftaka?
Fyrir örfáum árum síðan þá braust út ofsareiði meðal almennings í garð DV, vegna sjálfsmorðs manns sem blaðið hafði birt nafn og mynd af. Maðurinn hafði verið grunaður kynferðisrotamaður en nafnbirtingin virtist þó þegar öll kurl komu til grafar, ekki vera sá faktor sem réð þessari ákvörðun. Umræðan sem spannst í kjölfarið þar sem fórnarlömb mannsins höfðu m.a. orð á því að þessi blaðaumfjöllun og afleðingar hennar, hefði orðið til þess að eyðileggja málið gegn manninum og því myndi aldrei sannleikurinn ná að koma fram. Í kjölfarið á þessu máli þá var hætt að birta nafn og mynd af grunuðum einstaklingum og féll málið í gleymsku fyrir utan það að menn töluðu við og við um fréttamennsku DV í fyrirlitningrtón.
En líkt og annað, þá virðist svona ferli fara í hringi. Nú nýverið hefur það verið að ágerast hjá fjölmiðlum að birta nöfn og myndir af grunuðum einstaklingum og helst draga í viðtal til að fá áhorf eða lestur og hafa Fréttablaðið og Stöð 2 verið harðast að manni finnst í þessari athyglisleit sinni. Í fyrstu voru það myndir eingöngu birtar af útlendingum því líklegast hefur þótt viðkomandi fréttamönnum og ritstjórum það þægilegast því þeir geta ekki varið sig né líklegri til að eiga ættingja sem gæti þótt það sárt að sjá umfjöllunina í fréttum og í framhaldi á blogg-síðum eða spjallvefjum.
En loks kom að því að það var ekki nóg og nú um helgina birtist frétt um prest og sagt að verið væri að kæra hann vegna kynferðisbrota og nafn hans og mynd birt. Reis upp þá æstur múgurinn sem álítur grun samansem sekt og greip sér heygaffla og kyndla í hönd sem hjá nútímamanninum finnst í formi lyklaborðs og Internet-tengingar. Í framhaldi má segja að viðkomandi prestur hafi gersamlega verið hengdur og það allt út frá einni frétt um mál sem er ekki búið að rannsaka. Fáum virðist hafa dottið það til hugar að kæra jafngidli ekki dómi í málnu sem óljósar upplýsingar voru til um. Að sama skapi má segja að þó að málið myndi falla niður vegna þess að sannanir skorti t.d. þá er ferill mannsins og orðspor ónýtt um aldur og ævi, búið er að hnýta reipið í formi sleggjudóma almennings.
Sami almenningur virðist oft gleyma því að grunaðir einstaklingar eiga einnig fjölskyldur sem eiga jafn erfitt út af málum og fjölskyldur fórnarlamba. Ég þekki slíkt dæmi frá konu sem ég vann með og var náskyld manni sem framdi glæp. Í kjölfar áfallsins fyrir fjölskylduna sem var í áfalli yfir því að viðkomandi skuli hafa framið slíkan glæp, þá reyndi það mjög svo andlega á viðkomandi konu sem þurfti að heyra og sjá umfjallanir um málið.
Í framhaldi af þessu þá fór maður að velta fyrir sér enn og aftur, um réttlætingu nafn- og myndbirtinga í okkar litla samfélagi. Mynd- og nafnbirtingar eru oft á tíðum réttlætar með því að verið sé að benda á hættulega ofbeldismenn, nauðgara og barnaníðinga, nokkuð sem er erfitt að færa rök gegn, þegar menn á borð við Steingrím Njálsson eiga í hlut. Að sama skapi veitir það ákveðið aðhald að almenningur sé látinn vita af því þegar opinberir aðilar fara glæpsamelga með fé líkt og Árni nokkur Johnsen og miðað við okkar samfélag þá er það nauðsyn að lsíkt frétti fólk, vegna þöggunaráráttu stjórnmálamanna á gjörðum flokksbræðra sinna. Einnig getur verið þörf á því að fólk viti að það sé að eiga í viðskiptum við þekkta fjárglæframenn eða vafasama viðskiptamenn t.d. þegar kemur að fasteignaviðskiptum og öðrum hlutum þar sem það leggur aleiguna undir.
En slæmu hliðarnar eru margar þegar litið er til okkar litla samfélags. Útskúfun manna verður algjör oft á tíðum fyrir það að vera grunaðir um hryllilega glæpi þó svo að á endann reynist þeir saklausir, íslensk þjóðarsál er einstaklega dómhörð án sannana og smjattað er oft á tíðum á sögum um viðkomandi um langa tíð. Að sama skapi eru fréttamenn of æstir í að halda vinsældum og keppni, að þeir virðast ekki dómbærir á að beita því tvíeggja sverði sem þetta er, og nöfnum og myndum skellt fram án þess að bíða eftir frekari upplýsingum um málin. Einnig má segja að duttlungar ráði oft ferð eða ótti við stjórnmálamenn og peningamenn því á meðan skellt er fram myndum af grunuðum þá er ekki fjallað um samviskulausa fjárlglæpamenn sem hrekja fólk út úr húsum eða nöfn slíkra persónna birt opinberlega í fjölmiðlum, jafnvel þó viðkomandi hafi verið dæmdur og nafngreindur fyrir rétti.
Að lokum má segja það, að spurningin um réttmæti nafn- og myndbirtingar sé ekki hægt að svara með einföldu já eða nei. Því miður verða þó fjölmiðlar að læra að meðhöndla þetta tvíeggja sverð með ábyrgð og varfærni hvort sem það erí formi vinnureglna eða almennrar siðferðisvitundar og einnig því að við búum í litlu samfélagi þar sem sleggjudómarar hengja menn byggða á fyrstu fréttum óháð sönnunum í málum hvort sem það er prestsmálið eða Lúkasarmálið.
Það gæti nefnilega komið að því einn daginn að einhver saklaus svipti sig lífi eftir heykvíslar bloggara og ábyrgðarlausa fréttamennsku fjölmiðla. Ef svo færi, hvern ætti að kæra fyrir morð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.5.2008 | 20:15
Heimildarmyndaklúbburinn Hómer
Nú þegar styttist í heimildarmyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirið, þá flaug upp í hausinn á mér hvort það væri ekki óvitlaust að kynna Heimildarmyndaklúbbinn Hómer sem ætlar að mæta á hátíðna til að fylgjast með, ræða við heiðursgestinn Albert Maysles en hann og bróðir hans hafa sett sitt mark á kvikmyndasöguna með myndum sínum, ásamt því að klúbburinn sér þarna tækifæri á að hrinda heimsvalastefnu sinni í framkvæmd....úpps, ég kjaftaði kannski af mér.
En hvaða félagsskapur er þetta og hvað gerir hann? Heimildarmyndaklúbburinn Hómer spratt upp úr hópi áhugasamra manna um kvikmyndir og heimildarmyndagerð, sem bæði tækifæri til að hitta félagana og svo til þess að sjá eitthvað spennandi fyrir þennan hóp bjór- og fróðleiksþyrstu manna. Herbert Sveinbjörnsson sem ásamt Guðmundi Erlingssyni(einnig klúbbmeðlimur) stóðu á bak við heimildarmyndina Tímamót, er forsprakki og einræðisherra klúbbsins(stundum er einræði gott þegar kemur að félagstarfi) og stjórnar með harðri hendi dagskránni sem hann velur af einstakri list. Yfirleitt er horft á 2 myndir í fullri lengd og oft á tíðum eru þetta eitthvað þema sem hægt er að tengja saman, þó ekki sé alltaf svo. Í framhaldi af áhorfi kvöldsins er oft spjallað um efni og fleira sem þróast út frá samræðunum og hafa klúbbar staðið eitthvað framyfir miðnætti þegar mesti hamurinn er í mönnum eftir áhorfið, og margt skemmtilegt og fróðlegt flakkar í bland við dægurmálin.
En Hómer er ekki lengur ósýnilegur í dimmum sjónvarpsherbergjum þar sem myrkraverk um framtíð heimsins og heimsyfirráð eru rædd, heldur er hann farinn að láta á sér kræla á opinberum vettvangi. Nú nýverið þá fékk Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur, Hómer til að flytja pistla um áhorf sitt, í þætti sínum Kvika á Rás 1 og ef alt gengur að óskum þá verða reglulegir pistlar fluttir þar, sem meðlimir semja og útbúa fyrir flutning. Einnig hefur klubburinn komið sér upp heimasíðu sem verður bloggað á frá Skjaldborg þar sem einnig verður tekið viðtal við hinn merka Albert Maysles, ef allt gengur að óskum.
Að lokum ælta ég að láta fylgja með nýjasta pistil klúbbsins úr kviku. Til ábenidngar má benda á að þar sem stendur SB, þá þýðir það að þarna eigi að koma hljóðbrot úr viðkomandi mynd og er þá þýðingin strax á eftir.
"
Nader og Schwarzenegger - Pistill
Heimildamyndaklúbburinn
Hómer
Kynnir
útvarpsumfjöllun um myndirnar:
An Unreasonable Man eða Ósveigjanlegur maður
eftir Henriette Mantel og Steve Skrovan
frá 2006
og
Running With Arnold eða Boðið fram (eða hlaupið) með Arnold
eftir Dan Cox
frá 2006
3.maí.2008
An unreasonable man
SB #1
Takk Ralph fyrir Íraksstríðið, takk Ralph fyrir skattalækkanirnar, takk Ralph fyrir eyðilegginguna á umhverfinu og fyrir eyðilegginguna á stjórnarskránni.
Þetta er verra enn barnalegt þetta jaðrar við íllsku.
Mér finnst að maðurinn verði að fara, hann ætti að búa í öðru landi. Hann er búinn að valda nægum skaða hér nú er komið að einhverju öðru landi.
Ralph, snúðu þér aftur að afturendum bifreiða ekki eyðileggja möguleika Demokrata á forsetastólnum aftur líkt og þú gerðir fyrir fjórum árum.
Þessi upphafsorð lýsa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af neytendalögfræðingnum Ralph Nader frá því að úrslit í bandarísku forsetakosningunum árið 2000 voru kunngerð. En er þetta hin rétta sýn á manninn? Það er umfjöllunarefni myndarinnar An unreasonable man eða Ósveigjanlegur maður.
Hinn líbanskættaði Nader vakti fyrst athygli á sér þegar hann skrifaði bók þar sem hann gagnrýndi bandarískan bílaiðnað harkalega fyrir lélegar öryggiskröfur og gallaða bíla sem fyrirtækin settu á markað, í fullri vitneskju um hversu léleg og hættuleg hönnunin væri.
Ekki voru þessi risafyrirtæki hrifin af baráttu Naders fyrir öryggi bíleigenda og fljótlega fór honum að finnast sem hann væri eltur. Einnig fór að bera á dularfullum símhringingum og heimsóknum ókunnugra manna til vina Nader, í þeim tilgangi að fræðast um einkalíf hans. Þá birtist skyndilega glæsileg kona í matvöruverslun sem gekk upp að honum og vildi eiga við hann samræður um stjórnmál. Konunni var þó ekki ætlað að eiga samræður við Nader heldur átti hún að tæla hann til samræðis svo hægt væri að þagga niður í honum með svo sem einu kynlífshneyksli.
Umfjöllunarefni bókar Naders endaði fyrir þingnefnd þar sem bílafyrirtækin játuðu sig sigruð og báðust afsökunar á framferði sínu í hans garð.
SB#2
Ég vil biðja nefndina afsökunar sem og Ralph Nader og ég vona að afsökunarbeiðnin verði tekin til greina.
Þessi sigur Naders gegn bílaframleiðendum varð svo til þess að alríkislög um öryggiskröfur í bílum og umferð voru sett árið 1972.
En baráttu Naders fyrir hagsmunum neytenda og almennings var hvergi nærri lokið. Nader, sem eyðir 18 stundum á dag í hugsjónabaráttu sína, fór þannig að sanka að sér fólki sem var tilbúið til að leggja hönd á plóginn. Það fólk öðlaðist fljótt nafnbótina Naders raiders eða Víkingar Naders og einbeitti sér að baráttu fyrir hag neytenda með því að kafa í gögn og vekja athygli á spillingu ýmissa aðila. Harkaleg gagnrýni Naders og samstarfsfélaga varð þannig til þess að mörgum lögum var breytt til hins betra ásamt því sem neytenda-, vinnu- og umhverfisvernd jókst. Má e.t.v. segja að uppeldi Naders, þar sem faðir hans úthlutaði honum pólitískum verkefnum á hverjum morgni sem kröfðust gagnrýninnar hugsunar og verja þurfti að kveldi, hafi skilað þessu árangursríka framlagi Naders til hagsbóta fyrir almenning.
SB#3
Á hverjum morgni fyrir skóla tilkynnti pabbi Ralphs umræðuefni sem átti að ræða yfir kvöldmatnum.
Til dæmis, við ætlum að ræða um bílastæðavandamál við aðalgötuna. Þannig að við reyndum að finna lausn á bílastæðavandanum.
Í stjórnartíð Jimmy Carters fór að síga á ógæfuhliðina hjá Nader sem hafði stutt Demókrata dyggilega í gegnum tíðina. Hann hafði ávallt talið að málefni hans ættu góðan hljómgrunn hjá Demókrötum, en þegar á reyndi var það mest í orði. Með valdatöku Regans hófst svo niðurrif á öllu því sem Nader hafði barist fyrir. Niðurrif sem varð til þess að stofnanir sem ætlað var að hafa eftirlit með fyrirtækjum og sinna réttindum neytenda voru stórlaskaðar og ekki svipur hjá sjón þegar valdatíð Clintons hófst. Valdataka Clintons breytti þó litlu fyrir þennan ötula baráttumann. Demókratar höfðu nefnilega dottið ofan í sömu gryfju og Repúblikanar og voru orðnir hallir undir ýmis fyrirtæki vegna ríflegra styrkja í kosningasjóði. Hugsjónir þær sem Nader gat tengt sig við á þeim bæ voru því horfnar.
Í gegnum tíðina hafði Nader oft verið spurður að því hvort hann myndi skella sér í forsetaframboð en ávallt svarað því neitandi. Að lokum var forsetaframboð þó hið eina sem hann sá í stöðunni til að vekja athygli á baráttumálum sínum eða fá þeim framgengt. Ákvörðun um framboð til forseta fyrir hönd Græningja var því tilkynnt.
SB#4
Eins og þið vitið ætla ég að bjóða mig fram til forseta sem óháður frambjóðandi í öllum fylkjum. Mikilvægast er að forsetaframbjóðendur taki tillit til fólksins, því þessir frambjóðendur hafa ekki staðið sig lengi. Flokkarnir tveir hafa ekki staðið sig, það þarf að hrista upp í þeim og halda þeim á tánum.
Kosningabarátta Naders fór að mestu fram í stórum samkomuhúsum þar sem leikarar og þekktir listamenn komu fram til stuðnings honum. Þar á meðal Susan Sarandon leikkona og Michael Moore kvikmyndagerðamaður.
SB#5
Þið verðið að skilja að snýst um meira en að sigra, þetta snýst um heildamyndina og hér byrjar heildarmyndin.
Við erum þar sem við erum því að við höfum sætt okkur við svo lítið svo lengi. Ef við höldum því áfram versnar þetta bara, ef þú sættir þig við skárri kostin af tveimur íllum endarðu samt uppi með vondan kost.
Fjölmiðlar vildu sem minnst vita af honum vegna tengsla eigenda þeirra við annað hvort Demókrata eða Repúblikana og var Nader því skipulega haldið í burtu frá þeim. Þessi kæfing á málfrelsi Naders náði þó fyrst hámarki þegar kom að kappræðum forsetaframbjóðendanna. Þar komu stóru stjórnmálaflokkarnir ekki einungis í veg fyrir þátttöku hans, því þegar háskólanemi gaf honum miða á kappræðurnar sjálfar svo hann gæti fylgst með, fékk fylkislögreglan fyrirskipanir um að meina honum aðgang.
En svo fór sem fór. Bush vann og í biturð sinni yfir ósigrinum fundu demókratar sér blóraböggul í Nader. Honum var kennt um ósigur Gore og allsherjar rógsherferð fór af stað gegn honum.
En var tapið honum að kenna? Þegar litið er nánar á þær fullyrðingar í myndinni kemur annað í ljós.
SB#8
Allir frambjóðendurnir fengu fleiri enn þessi 537 atkvæði sem skildu að Bush og Gore Demokratar fóru að leit að blóraböggli sem þeir fundu í Nader Og litu framhjá staðreyndinni að 10 milljón Demokratar kusu Bush.
Þetta varð þó Nader einnig dýrkeypt á annan hátt. Margir snéru við honum baki og ósættir við nána samstarfsmenn í gegnum tíðina ollu vinslitum. En ótrauður hélt hann áfram og bauð sig fram aftur árið 2004 við lítinn fögnuð þeirra sem gleypt höfðu við þeim áróðri að hann hefði stuðlað að valdatöku Bush.
SB#7
Þegar þú ferð inn í kjörklefann og hugsar, mér mun líða vel að kjósa Ralph Nader, því að hann er hreinn og ég er hreinn og mig langar að líða vel. Þannig að ég ætla að kjósa Nader. Hlustið vinir, foreldrar ykkar hljóta að hafa kennt ykkur að fyrir fimm mínútna vellíðan þurfið þið að borga fyrir alla ykkar ævi.
Við lok myndarinnar um þennan hugsjónamann koma upp í hugann skilgreiningarnar sem birtar eru í upphafi. Þær segja að sveigjanlegur maður aðlagi sig heiminum, en að ósveigjanlegur maður aðlagi sig ekki heiminum heldur reyni að aðlaga heiminn að sér. Til þess að framfarir verði í samfélaginu þurfum við ósveigjanlega menn. Nader sé hinn ósveigjanlegi maður.
Running with Arnold
SB#8
Viltu í alvöru fá leikara í framboð til ríkisstjóra. Hver er betri en leikari einhver sem hægt er að leikstýra og getur farið eftir handriti. Hann hefur einfaldningslegan sjarma sem gæti höfðað til kjósenda en hann er gangandi sviðsmynd.
Þegar stórstjarnan Arnold Schwarzenegger bauð sig fram til ríkisstjóra Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum i þeim tilgangi að bola demókratanum David Gray frá völdum, varð uppi fótur og fit. Í myndinni Boðið fram (eða hlaupið) með Arnold eða á ensku Running with Arnold, er farið yfir feril hins metnaðargjarna Arnold Schwarzenegger sem ungur að aldri fékk áhuga á vaxtarrækt. Vaxtarræktin varð brátt aðaláhugamál hans og gekk það svo langt að hann strauk úr hernum til að geta tekið þátt í keppni. Eftir að hafa sankað að sér titlum í greininni flutti Schwarzenegger til Bandaríkjanna með 20 dollara í vasanum og stóra drauma. Eins og flestir vita náði hann miklum frama í kvikmyndum og varð að stórstjörnu, en þar fyrir utan auðgaðist hann mikið á líkamsræktarstöðvum og fasteignaviðskiptum. Við þetta bættist að hann giftist inn í Kennedy-fjölskylduna. Arnold varð því eins konar holdtekja ameríska draumsins.
En hugur Arnolds stefndi einnig inn í stjórnmálin og tengist myndin að mestu þeim heimi. Farið er yfir skuggalegri hliðar Schwarzenegger: framhjáhöld, vinskap við fyrrum nasista, kynferðislega áreitni, heimskuleg ummæli og sú mynd dregin upp að hann sé tækifærissinnaður maður sem geri hvað sem er fyrir frægð og frama.
Þeirri einsleitu mynd sem dregin er upp af Arnold er ætlað að fá áhorfendur til að halda að hann sé holdgervingur illskunnar. Myndin er þannig í raun rógsherferðarmynd dulbúin sem heimildarmynd og er því gott dæmi um að áhorfendur þurfa einnig að vera gagnrýnir á heimildirnar og samsetningu þess efnis sem fyrir augu ber. Þótt sannleikur kunni að leynast í þeim ásökunum sem á Arnold eru bornar, er matreiðslan þannig að gagnrýnir áhorfendur efast um gildi ásakananna og grunsemdir um hálfsannleik naga þá.
SB#9
Hasta la vista baby
Þegar á heildina er litið gefa báðar myndirnar ágætis sýn inn í bandaríska stjórnmálaveröld, þótt á ólíkan hátt sé. Myndin An unreasonable man gefur manni þá sýn að þó að hugsjónamenn séu ötulir þá séu það fyrirtækin og peningarnir sem ráði ferðinni og veiki stoðir lýðræðisins illilega. Hin myndin gefur manni innsýn í þá skuggahlið bandarískrar kosingabaráttu þar sem persónuárásir ráða ríkjum en málefnin gleymast eða falla í skuggann. Í þessum skúmaskotum ráða gamlar slúðursögur úrslitum frekar en það hvort menn hafi eitthvað fram að bera til hagsbóta fyrir almenning. Að sama skapi má segja að myndirnar endurspegli þann sorglega raunveruleika að tækifærissinnaðir athafnamenn á borð við Arnold, sem hugsa um þrönga hagsmuni þeirra sem gefa í kosningasjóðinn, séu búnir að ryðja hugsjónamönnunum í burtu til að setjast sjálfir að kjötkötlunum.
Það var heimildamyndaklúbburinn Hómer sem færði ykkur þennan pistil. Okkur er að finna á slóðinni www.hmk-homer.com.
Góðar stundir, klaufabárðar."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2008 | 10:31
Að pirra smáborgaranna
Ég get ekki annað en glott út í annað út af þessari kvörtun þar sem ég bý í grennd við þar sem þessi list berst um. Ég steinsvaf í gegnum þetta bænakall eftir öll drykkju- og skrílsslætin sem ómuðu um hverfið höfðu haldið mér vakandi og voru þau nú frekar mikil í nótt eða allavega til um þrjú en þá náði ég loks að sofna. Á tímabilinu 1-3 þá mátti heyra röfl í íslenskum, háværum fyllibyttum út á götu, syngjandi og öskrandi einhvers staðar standaindi en barst kvörtun út af því? Nei, það virðist ekki vera og ekki nennti ég að hringja og kvarta því íslensku bytturnar fara fyrir rest, jafnvel þó þær hafi staðið þarna í hálftíma.
Nokkrir háværir búmm-búmm bílar með græjurnar í botni ruku einnig framhjá eða stoppuðu, væntanlega svo kraftmiklu bassarnir gætu hrist heilaselluna í hnakkanum við stýrið, í gang fyrir eða eftir bjórdrykkju kvöldsins eða hentu út bjórflösku á ferð. En kvartaði ég eða nokkur annar? Nei, þetta eru hefðbundin læti og eitthvað sem fylgir hnakka-þjóðflokknum.
Einnnig ómuðu drykkjulæti, skvaldur og tónlist úr partý sem virtist vera haldið í garði eða út á svölum/götu, og var enn í gangi þegar ég sofnaði. Hafði nokkur kvartað? Nei, allavega ekki ég né nokkur annar að því virtist heldur var þetta nú hefðbundið íslenskt partý sem flestir líta framhjá og breiða bara koddann yfir hausinn til að sofna.
En þegar heyrist múslimskt bænakall í ca 2-3 mínútur, þá veðrur allt vitlaust í kjötheimum og bloggheimum, smáborgararnir eiga ekki orð af hneykslun yfir múslimskum og rjúka í símann til að kvarta, jafnvel þó þeir hafi hundsað líklega drykkjulæti og aðra trúarlega dýrkun hins venjulega Íslendings á djammlífinu. Granni minn sagðist hafa rumskað við þetta í nótt og þetta hefði hvorki verið minna né meira en læti íslensku fyllibyttnana sem ganga framhjá á nóttinni í hverfinu, og steinfosnafði hann aftur. Ég aftur á móti steinsvaf sjálfur í gegnum þetta og hrökk svo upp hér við vélsagar og slípirokkshljóð sem hafa haldið hverfinu vakandi frá því upp úr hálf níu til níu í morgun.
En er kannski einmitt einnig smá gjörningur í þessu hjá listamanninum? Að ætlunin hafi verið einmitt að sýna framá hræsni og hneykslun smáborgaranna þegar kemur að múslimum á sama tíma og brjáluð drykkulæti eru í bænum og varla svefnfrið að fá. Um leið og orðið múslimi heyrist þá rjúka margir upp til handa og fóta og að hætti íslenskra sleggjudómara úr sma´borgarastétt, þá er skrifuð heilu bloggin um hvað múslimar eru voðalegir, að þeir eigi ekki að fá mosku svo þeir trufli ekki vodka í kók-drykkju þeirra o.sv.frv. Pirringur smáborgaranna verður svo augljóselga sýnilegur þegar hljóðmengun í næsta nágrenni er látinn óátalinn vegna þess að það er bara Nonni og Gunna að halda partý og þau mega það, en þegar það kemur "vondi hryðjuverkamaðurinn"(stimplun sleggjudómara á öllum múslimum) að ákalla Allah til að menga okkar íslenska, hreina eyra í smástund, þá verður allt vitlaust.
Aftur á móti, þá mætti nú listamaðurinn eftir þessar kvartanir, færa bænaköllin til svo að þau séu innan marka laga, þ.e. hafa þetta innan þeirra reglna sem fjalla um hávaða og framkvæmdir og láta semsagt bænakallið vera klukkan 7 á virkum dögum, 8 á laugardögum og 9(eða 10?) á sunnudögum. Reyndar yrði það flott að hafa það á sama tíma á sunnudögum þegar Hallgrímskirkja byrjar að æra heilan bæjarhluta, yrði skemmtileg hljóðblanda.
Það þarf nnefnilega að taka tillit til smáborgaranna líka, jafnvel þó þeir séu eins og versta mávager .
![]() |
Kvartað til lögreglu yfir bænakalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
AK-72
Tenglar
Borgarahreyfingin
Kvikmyndir og því tengt
- Heimildarmyndaklúbburinn Hómer Félagskapur sem hittist til að drekka í sig fróðleik og bjór á þriggja vikna fresti
Project 100
- Heimasíða Project 100 Viltu vera einn af 100?
Bloggvinir
-
don
-
soleys
-
tharfagreinir
-
sigurgeirorri
-
neddi
-
smali
-
omnis
-
nanna
-
baldurkr
-
siggi-hrellir
-
gorgeir
-
paul
-
geimveran
-
skari60
-
semaspeaks
-
vest1
-
thj41
-
gudrunlilja
-
zeriaph
-
siggisig
-
gudbjorng
-
svatli
-
athena
-
ace
-
ragnarb
-
einarolafsson
-
amadeus
-
brell
-
thorsaari
-
tbs
-
vilhjalmurarnason
-
patent
-
jennystefania
-
drum
-
folkerfifl
-
larahanna
-
ragnar73
-
hildurhelgas
-
ladyelin
-
sigurduringi
-
sij
-
hedinnb
-
valgeirskagfjord
-
hehau
-
baldvinj
-
jonarnarson
-
olinathorv
-
saemi7
-
agustg
-
ingaragna
-
liljaskaft
-
astajonsdottir
-
reisubokkristinar
-
lehamzdr
-
sparki
-
malacai
-
leifur
-
evaice
-
gus
-
tryggvigunnarhansen
-
kjarri
-
vistarband
-
fun
-
einari
-
spurs
-
annaeinars
-
gattin
-
kaffistofuumraedan
-
launafolk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar