Færsluflokkur: Bloggar

Illa unnin frétt, skjaldborgin um Davíð og umhugsanarverð blaðamennska

Það er ekki svo langt síðan að Pétur Gunnarson fyrrum Eyjumaður, gagnrýndi fjölmiðla fyrir tilkynninga-blaðamennsku og er þessi frétt um mótmælin á Austurvelli gott dæmi um slíkt. Hún er byggð upp á tveimur tilkynningum og ber þessi greinilega merki að viðkomandi hafi ekki veirð á svæðinu, ólíkt mér.

Fyrir það fyrsta þá sýndist mér vera e.t.v. um 2 þúsund manns þarna , frekar en fimm hundruð og gætu verið talsvert fleiri. Mikið af fólki bættist í hópinn eftir að mótmælafundurinn hófst og gæti jafnvel verið mun meiri fjöldi hafa verið þarna.

Svo er það þetta með að verið sé að leggja Davíð í einelti og hann einn eigi að axla ábyrgð. Það er engan veginn ekki rétt enda voru ég sem og mitt fólk þarna undir þeim formerkjum, að það yrði að skipta um stjórn og stjórnendur Seðlabankans 1,2 og 3. Ekki vorum við þau einu, heldur einnig allir þeir sem tóku til máls ásamt því að fleiri yrði að draga til ábyrgðar. Hörður Torfason orðaði það mjög snyrtilega að tll þess að draga mennina sem hafa leitt okkur til glötunar, yrði að taka tappan úr baðkarinu fyrst til að baðkarið tæmdist, og Davíð er sá tappi. Ef hann fer, þá fylgja þeir á eftir sem bera ábyrgð á þessu öllu.

Annars velti ég nú þessu fyrir mér með hversu mikil skjaldborg er slegið utan um einn mann. Það virðist vera minni áhugi hjá Sjálfstæðismönnum að taka á málunum heldur en að bjarga þessum fallna foringja sínum frá því að þurfa gjalda gjörða sinna. Frekar á þjóðarskútan að farast heldur en að sól hans hverfi í myrkur sögunnar ásamt græðgisvæðingunni sem hann á sinn þátt í. Maður veltur því einnig fyrir sér hvort menn séu bara hreinlega í svona mikilli afneitun um þátt hans í glötun okkar eða hvað það sé. Hann er ekki eini aðilinn sem er ábyrgur heldur einn af tugum, ef ekki hundruði, og allir verða þeir að þeir að víkja frá völdum.

Því miður verður örugglega þannig að á meðan Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar rannsókn mála, þá verður hvítbókin hvítþvottur á þeirra innvígðu og innmúruðu flokksmönnum og ræstingakonunni kennt um. Ekki get ég allavega séð að byrjunin hafi verið beysin,fólkið sem bar ábyrgð á sjóðunum og IceSave situr sem fastast í Landsbankanum sem er skipaður pólitískr sjtórn, og Illugi Gunnarsson ekki einu sinni spurður af fjölmiðlum um ábyrgð sína sem stjórnarmanns í Glitnis-sjóðum.

Svo má velta því fyrir sér að lokum hvort það hafi ekki áhrif á dómgreind blaðamanna Morgunblaðsins að vera fyrst og fremst flokksmálgagn en ekki fjölmiðll. Allavega virðist ekki fara mikið fyrir blaðamennsku þegar kemur að þætti Sjáflstæðsiflokksins og Davíðs í þessum málum, heldur er forðast að ræða þau mál. Allavega hefðu flestir fjölmiðlarslegið því upp á forsíðu að Seðlabankasjtóri væri að hringja í forstjóra N1 til að segja honum að fyrirtækið fengi gjaldeyri, og hjólað í Seðlabankastjórann og samflokksmann hans á Alþingi, sem er stjórnarformaður sama fyrirtækis. Er ekki hlutverk fjölmiðla einmitt að vera ekki að fela sovna hluti heldur draga þá fram? Er ekki hlutverk fjölmiðla að veita aðhald í stað þess að sitja eins og þægir rakkar í bið eftir frétt matreidda af valdamönnum, ef þeim það þóknast. 

En svona er það, það mun ekkert breyast hér heldur ræður hið gamla Ísland ríkjum enn með þægum fjölmiðlum, spilltum stjórnmálamönnum og gráðugum hýenum i teinóttum jakkafötum.


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarmaðurinn Illugi Gunnarsson og Sjóður 9

"Einn stjórnarmanna í sjóðum Glitnis, þar á meðal Sjóði 9, sem gaf sjóðsfélögum rangar upplýsingar um samsetningu sjóðsins, var og er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem nú er seðlabankastjóri. Hvað var hann að gera inni á gafli hjá Glitni?"

Ég hnaut um þessa setningu þegar ég las grein Þorvalds Gylfasonar í morgun þar sem fettað var fingur út í óeðlileg tengsl í fjármálageiranum m.a.Fyrsta nafnið sem flaug í hausinn við lýsinguna á þingmanninum, var Illugi Gunnarsson og þegar nánar var leitað, þá kom í ljós að það var rétt.

Nú veltir maður fyrir sér ábyrgð Illuga sem stjórnarmanns í Glitni sjóðum hf og hvaða vitneskju og ákvarðanir hann tók, sérstaklegaa með tilliiti til Sjóðs 9. Sjóður 9 var sá peningasjóður þar sem ekki stóð steinn yfir steini þegar kom að samsetningu bréfa þar og ekki snifsi af ríkisskuldabréfum sem átti að vera kjölfestan þar. Þegar viðbættist hin ranga upplýsingagjöf þá var þetta farið að daðra við að vera fjársvikamylla og hið minnnsta vörusvik.

Nú veit ég ekki hvort ég leggi réttan skilning í hlutverk stjórnar og stjórnarmanna, en minn skilningur er sá að henni sé m.a. ætlað ákveðið eftirlitshlutverk með stefnu og markmiðum fyrirtækja ásamt stefnumótun. Ef svo er þá hefur Illugi klárlega brugðist skyldum sínum þarna, og stóra spurningin er: hver er ábyrgð og vitneskja hans, og mun hann axla ábyrgð sem fulltrúi "nýja Íslands" eða vonast eftir gleymsku kjósenda líkt og fulltrúar "gamla Íslands" hafa gert hingað til?

Því miður er ég sannfærður um að "gamla 'Island" ráði för. Ekkert breytist né mun breytast

 

 


Að verðlauna hershöfðingja fyrir klúðrið en hengja hermennina

Þegar ég sá frétt Eyjunnar um að maðurinn sem bar ábyrgð á IceSave-klúðrinu, hafi verið gerður að yfirmanni innra eftirlits Landsbankans, þá blöskraði mér. IceSave er við það að fara að setja Ísland á hausinn og tengist einnig milliríkjadeilum okkar við Breta, og e.t.v. í framtíðinni gæti hann þurft að rannsaka sjálfan sig og hvort óeðlileg viðskipti hefðu átt sér stað með IceSave. Enga ábyrgð virðist maðurinn þurfa að axla þrátt fyrir ofurlaun í samræmi við "ábyrgð", nokkuð sem var klifað á aftur og aftur þegar bent var á laun yfirmanna bankanna.

Virðist það sjónarmið hafa ráðið nokkru við þetta nýja skipurit bankans því þegar rennt er neðar í athugasemdum við fréttina, má sjá að maðurinn sem ber ábyrgð á Eignastýringasviði og þar með Peningasjóðunum sem almenningur og lífeyrissjóðir hafa tapað stórfé á, fær einnig að halda sinni stöðu. Eigi veit ég um aðra þarna en hygg þó að flestir fái að halda áfram í sínum, mjúku, góðu stólum á meðan fjöldi fólks sem asnaðist til að hlýða fyrirskipunum þeirra, er látið taka poka sinn vegna ákvarðanna þessara sömu yfirmanna.

Ábyrgð þessara yfirmanna er mikil á því hvernig komið er. Margir þeirra tóku ákvarðanir, vitandi um stöðu bankans, um að láta þau boð ganga að ákveðnum fjárfestingum yrði otað að fólki, blekkingum og fölskum loforðum yrði beitt líkt og sjá má í mörgum sögum er hafa birst á bloggi Egils Helgasonar sjónvarpsmanns.Ekki mun þessi skipun á fólki sem bar ábyrgð á hvernig fór, vera til þess fallinn að vekja traust né virðingu fyrir hinum "nýja Landsbanka", sérstaklega þar sem þeir munu fá að sleppa við alla ábyrgð á gjörðum sínum.

Óhjákvæmilega flaug mér í hug myndin Paths of glory hans Stanley Kubricks þar sem fjórir hermenn voru tekniraf lífi fyrir allsherjarklúður hershöfðingja, sem olli dauða þúsundir manna. Gott ef hershöfðingjarnir fengu ekki orðu í lokin fyrir vasklega framgöng.

Maður hefði einhvern veginn haldið það að stjórnmálamennirnir sem gaspra um nýja tíma og breytingar hefðu lært af reynslunni, og byrjað á því að hreinsa burtu fólkið sem ber ábyrgðina á þessum ósköpum en nei, líkt og venjulega bitnar þetta á fótgönguliðunum eða almenningi. Það er því ekkert annað en óbragð sem kemur í munninn þegar maður heyri klisjusönginnum um "að leita ekki að sökudólgum heldur horfa fram á veginn", á meðan þeir sem bera ábyrgð sitja enn á sinum stað í bönkunum, verma sætin sín í Seðlabankanum og FME, eða blaðra af fullkomnu innihaldsleysi um mál sem skipta engu máli á þingi.

Ég er farinn að hallast að því meir og meir að við sem tilheyrum almenningi verðum hengd í skuldareipi framtíðarinnar og la´tinn deyja hægum, kvalafullum dauðdaga. Á meðan hersjöfðingjar vorir á þingi, bönkum og stofnunum munu sötra sitt kampavín í einhverri veislunni, ábyrgðar- og áhyggjulaus með úttroðinn maga af kavíar á okkar kostnað.

Ekkert mun breytast né verða breytt.


mbl.is Brynjólfur yfirmaður innri endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar hreinsanir í bönkunum

'i gær heyrði ég það frá innanbbúðarmanni í Landsbankanum að andrúmsloftið þar væri þrúgandi. Margir eru reiðir ríkinu og telja að bankanum hefði vel verið hægt að bjarga, fólk grætur á göngunum og sorgin yfir komandi atvinnuleysi félaga sinna nístir þá sem halda vinnunni, að beinum.

En eitt er óhugnanlegt og ömurlegt. Eitt af því sem er notað til grundvallar hverjir fái að halda vinnuni, eru pólitískar skoðanir viðkomandi og réttlætiskennd. Þannig eru víst þeir sem vilja leita réttar síns hjá verkalýðsfelögum reknir med det samme, og einnig þeir sem teljast til "vinstri" í skoðunum. Menn sem eru "bláir" halda vinnunni og einnig þeir sem eru passívir og hafa ekki þorað að tjá skoðanir sínar.

Mig rámar eins og að það hafi verið talað um af hálfu formanns Sjálfstæðisflokksins að þjóðin ætti að sameinast, sýna samstöðu og samheldni. Ekki get ég séð að Sjálfstæðisflokkurinn sé að ýta undir það með því að grípa til ofsókna vegna skoðanna, í þessum hörmungum sem yfir okkur dynja. 

En svona er það, Sjálfstæðsiflokkurinn, þessi mikli "frelsis"-flokkur telur víst að það megi bara vera ein rétt skoðun og McCarthy-ismi sé leyfileg vinnuaðferð. Hvar er frelsið til skoðana og tjáningar þegar kemur að andstæðum sjónarmiðum?

Óafsakanlegt.


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítþvegnir englar

Fyrir þó nokkrum árum þá gekk stjórnmálamaður fram með svo miklum gusti að fjölmiðlafulltrúar fyrirtækja roðnuðu af öfund og auglýsingastofur vildu helst fá hann í vinnu eftir atganginn. Stjórnmálamaðurinn kynnti með stolti nýtt fyrirtæki vinar síns sem væri himnasending fyrir Íslendinga og gekk svo langt í sannfæringunni að honum tókst að sannfæra þá menn er sátu í stjórnarmeirihluta með honum, að þetta væri svo pottþétt að hinn opinberi stimpill RÍKISÁBYRGÐ myndi sannfæra endanlega Íslendinga um gæði fyrirtækisins. Stimplinum var smellt á, því sannfæring og trú samflokksmanna á stjórnmálamannin hafði blindað þá svo mikið að hann var orðinn að engli með stóran geislabaug í þeirra huga. Blindaðir af bjarma geislabaugsins, létu þeir einnig eftir honum þá ósk, að vinur hans fengi aðgang að viðkvæmustu persónu-upplýsingum Íslendinga, þær er snúa að heilsufari.

Við tók svo mikil söluherferð þar sem bankar léku mikið hlutverk ásamt ungum fjármálasnillingi, fremstum í fararbroddi. Almenningur skyldi látinn fjárfesta eins miklu og hægt væri í fyrirtækinu ríkistryggða og hófst sölumennskan á hlutabréfum. Gengi hlutabréfanna hækkaði og hækkaði upp úr öllu valdi með aðkomu fjármálasnillingsins og bankanna sem keyptu á fullu til að hífa verðið upp. Loks kom að því að þessir aðilar ákváðu að losa sig við hlutabréfin og gekk svo skipun innan bankans allt niðurtil þjónustufulltrúa, að bréfin skyldu seljast Sauðsvartur almúginn var svo sannfærður um að kaupa á þeim forsendum bankamanna, að ekki væri hægt að tapa á þessum kaupum og voru margir hverjir svo sannfærðir af auglýsingu stjórnmálamannsins og gullnum loforðum þjónustufulltrúans, að teknar voru milljónir í lán til kaupanna.

Varla hafði blóðrautt blekið úr gylltum penna fjármálasnillingsins og bankamannana þornað, að logar vítis byrjðu að leika um fólkið sem hafði látið glepjast af þessum Faustísku loforðum um ríkidóm með veði í húseignum. Hlutabréfin hröpuðu hraðar en Lúsifer af himnum, og fólk sat uppi með verðlaus plögg og skuldakláfa af bakinu sem var svo stór að eignarmissir var sjáanlegur. Haft var á orði af hálfu eins fjölmiðils hér á landi, að sölumennskan hefði jafnvel verið ólögleg og skrifaði eitt erlent stórblað grein þar sem sagt var frá mönnum sem neituðu að borga lánin vegna þess. Grein stórblaðsins birtist að hluta til í einum fjölmiðli en málið gufaði upp strax enda mátti ekki fjalla neikvætt um þann heilaga englakór sem söng einkavæðingar og útrásarsönginn sem var stjórnmálaenglinum mikið að skapi. Engillinn sá hafði þó náð að flögra í burtu og ekki mátti spyrja hann út í auglýsingamennskuna né ræða auglýsingaskrum hans og ekki snerti eftirlitsaðilinn við hans samstarfsaðilum í sölunni.

Í framhaldi af þessu, þá gekk fyrirtækinu vel í smátíma en endaði með að margir sem töldu sig hafa trygga vinnu þar, fengu sparkið og í dag þykir það ekki góður fjárfestingakostur. Fjármálasnillingurinn varð að manni ársins í viðskiptalífinu nokkru síðar og vildu allir vera hann, en stjarna hans hrapaði hratt niður á sama ári og Britney Speares hvarf af himnu. Bankamennirnir fengu að halda óáreittir áfram í svívirðilegu braski og blekkingum þar til spilaborgin sú hrundi með skeflilegum afleiðingum fyrir þjóðina.

Og stjórnmálamaðurinn með vænigna og geislabauginn? Eftir mörg ár þar sem vængirnir og geislabaugurinn voru svartari en nóttin, og gjörðir hans höfðu skilað honum á verndaðan vinnustað  fyrir afdankaða og hálfæra stjórnmálamenn, slapp hann út í sviðsljósið aftur. Sviðsljósið varð þó aldrei bjartari fyrr en í gær þar sem geislabaugurinn glitraði af Ajax og vængirnir höfðu verið hvítþvegnir með Þjarki í Kastljósi. Þar þóttist hann aldrei hafa gert neitt rangt, átt nokkra ábyrgð á neinu og klykkti út með að tala um að hans fornu félagar væru óráðsíumenn.

Er þessi ekki hvítþvegni engill, ekki bara Svartur engill eins og hinir sem hafa fallið frá náð þjóðarinnar?

 


Bera meðlimir þjóðkirkjunnar ábyrgð á barnaníði kaþólskra presta?

Þessi spurning er stór en eftir að hafa skoðað nokkrar bloggfærslur og röksemdir í gær ásamt því að líta yfir eldri punkta í umræðum, þá er svarið tvímálalaust já miðað við ákveðna rökfræði. Vissulega bera meðlimir þjóðkirkjunnar ábyrgð á barnaníði kaþólskra presta. Þeir eru nefnilega allir saman kristnir.

En hvað var það sem fær mig til að komast að þessari niðurstöðu og hversvegna nú? Jú, í gær birtust fréttir af því að múslimar á Íslandi væru orðnir þreyttir á seinagangi borgaryfirvalda og trega til að úthluta þeim lóð undir mosku og menningarmiðstöð. Borgayrifrvöld hafa drattast með þetta í 9 ár á meðan öðrum trúarhópum hefur verið úthlutuð lóð auk þess sem margur verktakinn hefur fengið að stökkva framfyrir í biðröðinni ásamt því að ekki er hægt annað en að sjá að þetta sé brot á góðum stjórnsýsluháttum.

En það eru viðbrögðin við þessari frétt sem og öðrum málum er tengjast múslimum á Íslandi, sem vekja mesta umhugsunina. Nokkrir sem margir hverjir eru "sannkristnir" og með sömu rpkfærslurnar, hafa geyst fram á ritvöllinn, og eiga ekki orð yfir frekju múslima að vilja fá lóð fyrir bænahús líkt og aðrir trúarhópar hér á landi hafa fengið. Enda er það nú ekki annað en dæmalaus frekja og óþolinmæði að bíða í 9 ár og fara þá að ókyrrast eftir svari og hvað þá að telja sig jafna frammi fyrir lögum og stjórnarskrá landsins. Lásu þessir freku múslimar ekki það fína letur í stjórnarskránni að allir væru jafnir fyrir lögum óháð trú nema ef þeir væru múslimar. Reyndar gæti veirð að það hafi verið eitthvað óljóst enda var búið að krota ofan í orðið gyðingar í upprunulegu útgáfunni sem var hömruð saman fyrir byrjun seinni heimstyrjaldarinnar.

En það er fleira sem þessir ofurhneyksluðu aðilar hafa út á moskur múslima að setja, því múslimar hér á landi er gert það til höfðus að sæta ábyrgð fyrir öll verk trúbræða sinna í Sádi-Arabíu sem hneigjast til öfga-útgáfu trúarinnar sem kallast Wahab-ismi, sem er nett form af fasisma með trúarlegu yfirbragði og ofstæki. Að sjálfsögðu eru þessir einsaklingar svo vel að sér í trúarheimi Íslams og vel lesnir af heimasíðum sem í gamla daga hefðu yfirleitt fjallað um vonsku gyðinga og alheimssamsæri Zionista gegn gildum þýsku þjóðarinar, að þeir færa sífellt sönnur fyrir því að allir múslimar hugsi eins og hegði sér eins og þessir Wahabistar.Þessi 1,6 milljarður manna sem aðhyllist Íslam er víst klónaher, hugsar eins og hagar sér eins og versta afbrigði trúarinnar.

Sumir ganga svo langt í áhyggjum sínum af kvenkúgun Íslams að þeir hringja heim í systur formanns félags múslima á Íslandi og heimta að fá að vita hvort hún sé neydd af bróður sínum til að vera með höfuðklút og hvort bróðir hennar hafi hætt að tala við hana eftir barneign með íslenskum manni.. Þar sem þessi múslimska kona neitaði að svara spurningum um sitt einkalíf frá ókunnugum samborgara sem var uppfullur af heilögum anda eða Kristsins vodka, þá hlaut þetta að vera satt. Reyndar kom á óvart að viðkomandi einstaklingur skuli ekki hafa haft orð á því að þessi múslimi væri að vanvirða vestræn gildi með því að svara ekki ókunnugu fólki þegar það kemur með beinar spuringar um einka- og fjölskyldulíf þess. Get þó huggað þennan einstakling með því að segja að samkvæmt minni vitneskju þá  þarf eiginkona Salmans ekki að ganga með höfuðklút,hún m.a.s. hneppir frá blússunni sinni og sé bara hreinlega nokkuð frjálslynd í öllu fasi.

En snúum okkur nú aðeins aftur að þessu með moskuna, því þar er nú ein gullna og vel ígrundaða röksemdin í málflutningi þessa æsta og hrædda "sannkristna" fólks. Moskur eru nefnilega djöfullegar byggingar þar sem múslimar hittast til að skipuleggja samsæri og hryðjuverk alls staðar í heiminum eða eins og ein sannkristin mær segir í ótta sínum:"Nú þegar eru um þúsund múslimar í landinu og þeim fjölgar dag frá degi. Ef moska verður byggð á Íslandi mun þeim fjölga til mikilla muna.Moskan er ekki bænahús nema að nafninu til.  Hún er félagsheimili þeirra sem leggja á ráðin og skipuleggja hryðjuverk. Yfirlýst markmið múslima eru heimsyfirráð. Útrýming á öllu sem samræmist ekki þeirra eigin gildum og trú." Reyndar kæmi mér ekkert á óvart þó að þessi kenni múslimum um allt, m.a. það að henni var gert að hætta að blogga við fréttir og er það alveg óskiljanlegt ef færslur hennar hafa verið jafn uppfullar af heilögum sannleik sem hún ritar þarna í kappi við læriföður sinn Skúla Skúlason sem ásamt tveimur nýnasistabloggurum, hefur þann heiður að hafa þurft að hætta að upplýsa okkur hér á Moggablogginu um hætturnar af óæðri trúarbrögðum og kynþáttum. 

Svo má ekki gleyma hvað múslimar hér á landi,eru hrikalega óumbyrðarlyndir og miklir skoðanakúgarar eins og Wahab-istarnir í Sádi-Arabíu. Ég meina, come on sko, þeir leyfa þessu "sannkristna" fólki að að vera með þvílíkan óhróður um sig á hverjum degi og stunda  skoðanakúgun með því að svara nær því aldrei þessum svæsnu árásum í sinn garð, bæði um þá alla sem og árásir á nafngreinda forsvarmsenn þeirra hér á landi. Svo eru þeir svo óumburðarlyndir að þeir iðka sína trú án þess að vera að troða henni inn á aðra, ólíkt mörgum af hinum "umburðarlyndu sannkristnu" mönnum hér á landi sem heimta að þróunarkenningin verði slegin af, sköpunarsaga Biblíunnar kennd sem sannleikur, fóstureyðingar(og líklegast getnaðarvarnir) bannaðar og að allt sé ritskoðað sem þeim þóknast ekki. Hvílíkt óumburðarlyndi og skoðanakúgun af hálfu múslima.

Þegar maður hefur lesið yfir svona stórkostlegar röksemdir fyrir því að múslimar eigi ekki að fá mosku hér á landi, þá getur maður ekki annað en tileinkað sér rökfræði þessa þegar kemur að öðru stórum trúarbrögðum eins og kristni. Nú hafa kaþólskir prestar gerst margoft sekir um barnaníð og má því örugglega gera að því skóna að Biblían segi þeim að ástunda þetta.. Kirkjurnar eru svo samkomustaður þar sem ákveðið er hvernig skal staðið að barnaníðinu og hugað að heimsyfirráðum í leiðinni. Þegar svo er tekið inn í jöfnuna aðkristnir hugsa allir eins og versti samnefnarinn og séu samábyrgir fyrir gjörðum sinna verstu trúbræðra, hvort sem það er öfgatrúarmenn í BNA á Biblíubeltinu eða í eða á leið í Hvíta húsið, eða barnaníðingar í prestsklæðum, þá er niðurstaðan við upphafs-spurningunni: einfalt já, meðlimir þjóðkirkjunnar bera ábyrgð á barnaníði kaþólskra presta.

QED(með rökfræði íslenskra, "sannkristinna" og annara múslimahatara)

 

 

 


Valdarán eineltisklíku

Á sínum tíma varaði Margrét Sverris, formann Frjálslnydra við því að hleypa liðsmönnum Nýs afls eða Hvíts afls eins og maður hefur séð það gengi einnig kallað af gárungum,  inn í flokkinn og til áhrifa þar, þar sem hún taldi þar á ferð varga í véum. Guðjón Atli hlustaði einhverra hluta ekki á hana, hvort sem það var að hann bar of lítið skynbragð á slíkt fólk eða lét blekkjast af fagurgala frá Ormstungu hins Hvíta afls, honum Jóni Magnússyni sem fljótlega gerði sig breiðan í nafni flokksins. Í framhaldi af því hófust grimmar nornaveiðar af hálfu þessara varga í garð Margrétar og mátti m.a. heyra í nokkrum þeirra á Útvarpi Sögu þar sem svívirðingarnar fuku á fullu um Margréti og var þar fremstur í flokki Eiríkur nokkur Stefánsson sem helsta framlag til viðhalds íslenskrar menningu og gi, var að hafa rotað mann á verkalýðsfundi fyrir austan, með fundargerðarbókinni.

Að lokum fór sem fór, Margrét hraktist út úr flokknum undan liðsmönnum Hvíts afls, sem sá sér mikið sóknarfæri í að halda áfram að veitast að fólki, nema nú á stærri skala. Upphófst aftur ofstopafullur áróður sem höfðaði m.a. mikið til reiðs, ungs fólk sem vanalegaí bíomyndum á borð við This is England, gengur um göturnar í hermannaklossum og telur að allt sé einhverjum öðrum að kenna, sérstaklega innflytjendum og múslimum sem hafa tekið við af gyðingum og svertingjum í heimssýn slíks fólks. Auðvelt er að kenna slíkum minnihlutahópum yfirleitt um því vegna tungumála-erfiðleika t.d., á það erfiðara um vik að skilja hvað er í gangi í umræðunni og erfiðara þarmeð að verja sig sjálft í umræðunni.

Brátt flykktist fólk af slíku tagi til liðs og áhrifa innan flokksins, sérstaklega ungliðahreyfingarinnar, sem gleypti við lymskulegum hræðsluáróðri hins tækifærissinaða foringja hins Nýja afls innan Frjálslnydra. En ekki voru þó allir sem gengu til liðs við flokkinn út frá þessum ástæðum heldur m.a. út af baráttunni um kvótakerfiby sen höfðaði meir til þess fólks heldur en hræðsluáróður um nágranna þeirra og samstarfsfélaga í þeim sjávarplássum er áttu um sárt að binda. Einnig bættist þar til liðs gamall þingmaður, Kristinn nokkur Gunnarsson, sem hafði hrakist úr Framsóknarflokknum fyrir að vera ekki 100% hækja Davíðs Oddsonar og annara yfirmanna í Sjálfstæðisflokknum.

Ásamt formanninum tókst svo Kristni að ná tveimur þingsætum í kjördæmi þeirra félaga, m.a. vegna persónufylgis þeirra beggja. En sumir voru gramir út í Kristinn af einhverjum ástæðum, líkt og Sigurjón Þórðarson sem var nú fyrrum þingmaður og virtist kenna Kristni um allt sem miður fór með það m.a. að hafa ekki orðið að þingmanni né framkvæmdastjóra flokksins sem Jón Magnússon studdi hann í. Svo leið og beið þar til Kristinn sem hafði greinilega lesið málefnahandbók og samþykktir flokksins, skrifaði grein þar sem hann varaði við að ala á ótta í garð útlendinga. Þessu reiddust útlendingahatarnir illilega og hófu upp raust sína með svíviðringum og persónuárásum ásamt þeim sem vildu koma höggi á Kristinn. Kristni var bætt við á listann um "allt að kenna"-fólksins sem er svipaður listi og sá er bitirir áfengissjúklingar hefja raust sína um þegar þeir þurfa að kenna einhverjum um allt sitt volæði.

Hin tækifærissinaða Ormstunga sá þá sér tækifæri með að nýta sér þetta í ráðagerð sem myndu færu honum lokatakmarkið: formennsku í flokknum þar sem draumsýn hans um "kristilegan Repúblikanaflokk" yrði að veruleika og miðað við hvað sú tegund flokks hefur afrekað í nafni Sáms frænda, þá myndi það verða óhugnanleg martröð fyrir Íslendinga. Hamrað skyldi á þessum ofsa í garð Kristinns og hann lagður í einelti að hætti verstu fanta og handrukkara og hjólað í formanninn sem studdi Kristinn um leið.

Eftir átök í vor þar sem varaformaður flokksins sem miðað við bókmenntakynningu sína telur að múslimar ætluðu sér að taka yfir Evrópu með því að fjölga sér(Eurabia-kenningin),  varð sér og flokk sínum til skammar með fyrilitlegum hætti vegna móttöku flóttafólks, þá greinilega virtist vera komið andrúmsloftið fyrir valdarán varganna sem biðu þó haustsins til að hefja aðgerðir, eða þar til að formaðurinn færi erlendis sem þykir góður siður og hefð þegar kemur að valdaránum.

Loks kom að því og aðgerðirnar hófust með því að Frjálslnydir í Eyjafirði sem leiddir eru af Jóhanni Kristjánssyni, sem virðist einnig vera sá sami og kvittar undir hjá ungum Frjálslyndum, skoraði á SIgurjón Þórðarsson, hatursmann Kristinns, til að bjóða sig fram til formanns. Sami Jóhann vildi svo ekki meina að áskorun um framboð gegn sitjandi formanni, væri ekki árás á þann formann, sem er með furðulegri röksemdum sem hafa heyrst í stjórnmálum í lengri tíma. Um svipað leyti þá réðst formaður ungra Frjálslyndra og miðstjórnarmaður, til atlögu gegn Kristni þar sem sárasaklaus grein um flóttamenn var sögð vera árás og dylgjur um flokkinn. Í lok greinar Viðars hins unga, þá klykkti hann út að Kristinn ætti að segja af sér þingflokksformennsku. 

Þá var komið að næsta stigi ráðagjörðar og var það miðstjórnarfundur þar sem fulltrúar Nýs afls og útlendingahatarnir, samþykktu tillögu Eiríks Stefánssonar sem var nú orðinnn að föstum, tilfinningaþrunginn svívirðingameistara á Útvarpu Sögu og má reikna með að ýmis miður falleg orð hafi komið úr munni hans þar um Kristinn síðustu mánuði. Tillaga þessi gekk einmitt út á það að Kristinn ætti að segja af sér þingflokksformennsku og virtist nokkuð samhljóma því sem áður hafði komið frá Viðari í þessari samræmdu aðgerð.

Öll spjót stóðu nú á Kristni af hálfu þessara flokksfélaga sinna, m.a. Sigurjóns Þórðar sem sagði Kristinn vera með Messíasar-komplexa og einnig Guðjóni fyrir að verja Kristinn gagnvart þessari eineltisliði líkt og Guðjón kallaði hana. Á sama tíma heimtaði svo miðstjórnin að Guðjón drægi sig úr nefnd um eftirlauna-ósómann, nokkuð sem varaformaðurinn taldi galið og óásættanleg afskiptasemi af þingflokknum, sem var á skjön við viðbrögð hans er kom að Kristni. Að þessu viðbættu kom svo hótun um að Guðjóni yrði refsað ef hann færi ekki í einu og öllu eftir tilmælum ráðabruggarana líkt og kemur fram í orðum Valdimars Jóhannesson, eins þeirra:"Kristinn hefur sagt opinberlega að samþykkt miðstjórnar jafngildi vantrausti á formann flokksins. Það mat Kristins er því aðeins rétt að Guðjón bregðist ekki eðlilega við ályktun miðstjórnar. Þá er því miður ljóst hverjum klukkan glymur"

Svo í gær steig svo fram höfuðpaurinn í sviðsljósið, með árásir á Kristinn og Guðjón, sem minntu óþægilega mikið á árásir þeirra félaga á Margréti Sverris áður:"Þá talar Jón um einkavinavæðingu innan flokksins að hálfu formannsins og þingflokksformannsins.  Hann segir að hæfasta fólkið sé ekki valið til starfa og segir að framkvæmdastjóri flokksins sé vinur og stuðningsmaður formannsins." Að sjálfsögðu þykist hann svo ekki hafa ekki mikinn áhuga á þingflokksformanninum sem stendur enda kitlar formaðurinn meir, en ef planið næst ekki allt í gegn nú, þá er formannsætið í næstu atrennu þegar þeir hafa losað sig við Kristinn.

Svo í dag birtast tvö ný atvik í tengslum við þetta valdabrölt allt. Sigurjón Þórðarsson mælist til að Grétar Mar verði gerður að þingflokksformanni sem "sáttamiðlun", kannski búinn að sjá að Jón vill frekar konungsdæmið allt en ekki bara þingflokksformanninn. Svo kom þessi fádæma yfirlýsing frá Ungum Frjálslnydum þar sem miðstjórnarmaðurinn Viðar Guðjohnsen kvittar undir í krafti valds síns, þar sem heimtað er að Kristinn segir af sér formennsku fyrir það eitt að fylgja stefnu flokksins samkvæmt málefnaskrá.

Nú þegar allt er komið á suðupunkt hjá Frjálslnydum og skriður kominn á valdaránið, þá má búast við ansi fjörugum dögum hjá Frjálslyndum sem sumir hverjir hafa áttað sig á hvað er í gangi líkt og Helgi Helgason, formaður félags Frjálslyndra í Kópavogi sem segir svo:"Það verða örugglega líflegar umræður. Ekki síst í ljósi nýjustu atburða þar sem ákveðinn hópur fólks innan flokksins reynir nú ljóslega yfirtöku á flokknum,“, líkt og segir á heimasíðu flokksins. Einnig verður forvitnilegt að sjá viðbrögð Guðjóns, hvort hann nái að bæla niður uppreins þessara sjóræningja a skipi sínu, eða hvort hann verði meðvirkur til að halda Jóni góðum, nokkuð sem væru mistök þar sem Guðjóni hlýtur að vera orðið það ljóst hverskonar nöðru hann ól við brjóst sitt þegar hann hleypti Jóni til áhrifa innan flokksins. Meðvirkni og lúffun fyrir eineltisgengi Nýs afls, myndi þýða aðeins tímabundinn frest á því að Jón tæki yfir flokkinn, nokkuð sem er öruggt að verði banamein hans eftir allan þennan hamagang þar sem varla nokkur maður þar halar inn atkvæði, nema Vestfirðingarnir tveir.

Endaleikurinn verður hið minnsta blóðugur fyrir flokkinn, það er öruggt.

 

 


mbl.is Lýsa vantrausti á Kristin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja aðila glæpur

Eitt af heitustu málunum í umræðu síðustu daga, hefur verið aðgerðir lögreglu gegn hælisleitendum í Njarðvík. Sitt sýnist hverjum en persónulega er ég á þeirri skoðun að þó að eitthvað tilefni og rökstuddar grunsemdir hafi verið staðar, þá voru aðgerðirnar langt framyfir tilefnið. Ekki bætti úr skák fyrir lögregluna að þurfa að standa í aðgerðum fyrir musteri mannvonskunar hér á landi í stofnanageiranum, sjálfa Útlendingastofnun. Útlendingastofnun hefur verið ítrekað í sviðsljósinu fyrir annarsvegar mannvonskulegar aðgerðir gegn fólki af erlendu bergi brotni fyrir utan þetta eina skipti sem hún sýndi góða og fljóta afgreiðsu vegna ríkisborgararéttar tengdadóttur ráðherra. Við það bætist að réttlætingin um að þetta verði til þess að flýta meðferð mála hælisleitanda er ansi hláleg, þegar skoðað er að sumir hverjir hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu mála sinna í nokkur ár. En þeim til vonbrigða sem eru að koma sér í æsingargírinn til að tala um vondu útlendingana, þá er ekki ætlun mín að fjalla um þetta mál sem slíkt hér, heldur smá anga af því og vinkill á því.

Eitt af því sem maður hefur orðið var við að talað er um af mikilli hneykslun og vanþóknun, var það að fé sumra þeirra væri kannski peningar fengnir af svartri vinnu. Menn verða bara orðlausir yfir vonsku þessara manna jafnvel þó þeir séu nýbúnir að borga iðnaðarmanninum svart undir borðið fyrir viðvik eða stelpunni sem sér um að þrífa stigaganinn, svo maður færi aðeins í stílinn. Þessa svörtu vinnu unnu hælisleitendurnir fyrir húseigendur í Reykjanesbæ sem vantaði garðslátt, fyrirtæki sem vantaði einhvejra handlagna eða veitingahús í leit að uppvöskurum. Svört vinna er nefnielga ekki glæpur eins aðila, heldur tveggja. Bæði vinnuveitandinn og starfsmaðurinn sem sinnir verkinu sannmælast um það að greiðslan sé ekki gefin upp til skatts og þar með verður samfélagið af tekjum sem færu til reksturs samfélagsins, hluta á borð við skóla og vegaframkvæmdir svo dæmi sé nefnt. Maður fær þó oft á tilfinninguna að margir skilji þetta ekki, heldur tali í gífuryrðum um að ríkið sé að stela af þeim og sumir hverjir sjá alls ekkert rangt við þetta þegar kemur að viðskiptum en gæta sín ekki á því að svört viðskipti veita enga ábyrgð á verkum og vinnunni.

Stundum er það þó skiljanlegt að fólk freistist til að ástunda svarta vinnu líkt og með hælisleitendurnar sem hafa þarna 10.000 kr. á mánuði og eiga að lifa af því. Menn grípa til ýmisra úrræða í nauð til að drýgja tekjurnar og aðgerðarleysið er ekki heldur gott, menn þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni til að þrauka af daginn og áhorf á endusýnignar á Everybody lovers Raymond, á hverjumd egi fengi hvern mann til að hugleiða sjálfsmorð í volæðinu. Að sama skapi skilur maður fólk sem hefur ekki mikið á milli handanna og hver þúsundkall sem það þarf að eyða í óvæntar uppákomur sem þarf utanaðkomandi aðstoð, er þúsund kalli minni í lífsins nauðsynjar.

Þó eru ekki allir svo sem falast eftir svartri vinnu, með lítið á milli handanna, heldur tíma því ekki og vilja ekki leggja af mörkum til samfélagsins þrátt fyrir auð sinn. Að sama skapi sjá þessir aðilar og fyrirtæki sér hag í því að fá ódýrt vinnuafl sem ekki þarf að greiða launagjöld af og er mjög einfalt og þægilegt að traðka á eða reka. Slíkir aðilar eru margir hverjir siðlausir í þess, að notfæra sér neyð annara til að hagnast um einhverjar krónur sem þeir eru í raun að stela af samfélaginu.

Í framhaldi þá veltir maður fyrir sér hvort það verði tekið á hinum "glæpamönnunum" í þessu máli, þeim sem keyptu vinnuna. Verður stormað inn í heilu göturnar í Reykjanesbæ þar sem heimilisbólkhaldið verður gert upptækt og menn þurfa að færa sönnur fyrir horfnu fé af bankareikningum? Verða sparibauka barnanna tæmdir og féð gert upptækt fyrir framan grátandi gríslingana og handjárnuðu foreldranna? Mun sérsveitin storma inn öskrandi með vélbyssur í hönd, inn á veitingahús til að handtaka eigendurnar sem notfærðu sér neyð hælisleitenda og leita á hverjum gesti veitingastaðarins til öryggis?

Varla...


Hvar í heiminum er Osama bin Laden?

Nú nýverið varð ég þeirrar ánægju að sjá nýjustu heimildarmynd Morgan Spurlocks(Super size me), Where in the world is Osama bin Ladem? Þar tekst Morgan á við það verkefni að reyna að finna Osama kallinn sem hefur gert heiminn hættulegan og óöruggan, að sögn bandarískra stjórnvalda, og ætlar sér að  gera heiminn öruggari fyrir væntanlegt barn sitt.Ekki sakar það að verðlaunin fyrirmanninn illræmda myndu nú lyfta fjárhag væntanlegrar barnafjölskyldu vel upp.

Upphefst þá vegferð sem byrjar í landi óttans þar sem Morgan fær þjálfun í hvenrig skal bregðast við væntanlegum tilraunum til mannráns og hryðjuverka gegn sér í áætluðu ferðalagi, þar sem honum er kennt hvernig skal t.d. bregðast við handsprengju-árásum, að hann eigi ekki að sitja fyrir miðju á veitingastað og sprengjuleit á farartækjum sínum. Eftir það heldur Morgan af stað í leit sinni sem hefst í Egyptalandi og þaðan til Marokkó, Ísrael og Palestínu, S-Arabíu, Afganistan og að lokum Pakistan þar sem vegferðin fær niðurstöðu.

Fyrir þá sem vilja ekki vita meir í tengslum við myndina og/eða vilja ekki "SPOILERS" er hollast að hætta að lesa núna.

 

 

 

 

 

Nokkrir áhugaverðir hlutir standa upp úr í þessari skemmtilegu en umhugsunarverðu mynd. Fyrir það fyrsta skal nefna það sem er aðall þessarar mynda og það eru samtölin við almenning í þessum löndum sem er uppistaðan í myndinni. Fyrir utan það að Morgan sýnir okkur að þarna býr venjulegt fólk en ekki froðufellandi hryðjuverkamenn sem berji konurnar sínar og drepi alla Vesturlandabúa um leið og þeir sjá þá(eða svo vilja þeir sem eru að kynda undir múslimahatur meina), þá eru viðhorf þeirra að mestu leyti svipuð okkur Vesturlandabúum, grunnþarfir og kvörtunarefni þau sömu.

Flestir viðmælenda  líta á Al Queda sem glæpamenn og óþverra en gagnrýna einnig Bush-stjórnina sem þeir segja af sama meiði og Al Queda, bara betur vopnaða, nokkuð sem margir Vesturlandabúar geta kvittað upp á einnig. Sumir nota tækifærið einnig og gagnrýna ástand mannréttindamála í löndum sínum sem flest eru studd af Bandaríkjunum í staðinn fyrir aðgang að olíu eða aðstoð í sínu "war of terror" svo dæmi séu nefnd. 

Þó eru tveir staðir í ferðinni sem vekja upp mestan áhuga í myndinni. Sá fyrri er að sjálfsögðu hið illæmda land S-Arabía þar sem kúgunin greinilega ríkir ríkjum þegar Morgan tekur viðtal við tvo skóladrengi sem óttinn skín af og virðast hafa lært svörin utan af eða reyna að svara þeim sem varfærnislegast. Þar standa yfir þeim tveir kennarar sem eiga að gæta að ekkert sé sagt sem sé slæmt í tengslum við ríkið og er Morgan spyr óþægilegrar spurningar er tengist Ísrael, þá er skyndilega klippt á samtalið. Einnig má sjá súrrealíska senu þar sem nær því alhuldar konur ganga um í nýtiskulegri verslunarmiðstöð þar sem Morgan er hundsaður þegar hann reynir að tala við fólk.

Hinn áfangastaðurinn sem vakti mikinn áhuga var Ísrael og hernumdu svæðin. Á hernmdu svæðunum eru viðmælendur síður en svo hrifnir af Al Queda og öllum öðrum þeim sem eru að misnota baráttu Palestínumanna fyrir frelsi sínu, í pólitískum tilgangi eða sér til framdráttar. Biturlega segja sumir að þessum aðilum sé nokk sama um baráttuna og Palestínumenn þurfi ekki aðstoð frá svona illmennum. Ísraels-megin má heyra frá einum gyðngi að þessar deilur milli Ísraela og Palestínumanna geti ekki endað nema með því að þarna verði tvö ríki, annað sé fásinna og því fyrr sem tekst að koma öfgamönnunum sem ráða ríkjum báðum megin, því fyrr ríki friður þarna.

Það er þó í Ísrael sem við sjáum í fyrsta sinn að Morgan kemst í hann krappann og er það þegar hann ætlar að ræða við heittrúaða gyðinga við grátmúrinn. Þar nær hann varla að bera upp spurningu áður en ráðist er að honum með fúkyrðum og hrindingum sem verða svo aðgangsharðar að hermenn þurfa að grípa inn í. Ekki virðist hafa verið um að kenna neinum dónaskap eða slíku og þegar Morgan kemst loks í burtu undan æstum ofsatrúarmönnunum þá er hann greinilega forviða á öllum látunum.

Það næsta sem ég ætla að minnast á, er Afganistan og nokkuð sem er íhuganarefni sem væri vert að reyna að kanna betur. Hvar vetna þar sem Morgan drepur fæti niður meðal almennings í Afganistan virðist aljgör örbirgð ríkja, enn er kennt í rústum skóla og ekki sjáanlegt að uppbygging sé í gangi. Þegar nánar er kannað, þá segja allir sömu söguna, peningarnir sem ætlað var að fara í uppbygginguna hafa allir lent í höndum spilltra stjórnmálamanna og valdsmanna að mestu. NATO-þjóðirnar virðast láta sig þetta litlu varða og er óánægja meðal almennings með þetta. Ef ástandið er svona, þá er þetta ávísun á frekari vandræði og harðari andspyrnu í Afganistan því ef þú hefur ekki fólkið með þér og gerir ekki neitt af því sem lofað er á sviði uppbyggingar og öryggis, þá snýst almennningur fyrr eða síðar gegn frelsurunum þar. 

Síðasti hluturinn sem ég minnist á í sambandi við myndina, er í tengslum við upphaf myndarinnar í BNA. Þetta land óttans við allt og alla, virðist hafa tekist að gera hræðsluna að iðnaði í allskonar sjálfsvarnar-námskeiðum þar sem spilað er á hræðslu fólks við það sem það þekkir ekki og staðalímyndir Hollywood-mynda. Maður veltir því fyrir sér hvort það sé ekki einmitt tilgangur þessarar ofurhræðslu,  að þetta sé eitt það fáa sem haldi hagkerfi Bandaríikjanna gangandi í dag ásamt vopnaframleiðslu, og þess vegna verði að viðhalda henni ásamt því að dreifa athygli almennings frá innri vandamálum Bandaríkjanna sem öfgafrjálshyggjan og spilltri fyrirtækjahygluninni hefur ollið.

Að lokum þá mæli ég eindregið með að sjá þessa mynd ef hún ratar í bíó hér sem er vonandi, ef ekki þá er hún allavega komin út á DVD í Bandaríkjunum.

 


Skrautsýning keisaraynjunnar

Á tímum Rómverja tíðkaðist það að halda stórar skrautsýningar er enhver snéri heim aftur úr frækilegum herleiðangri, hvort sem það var um hernaðarsigur á Spáni, gereyðing Karþagó og menningar þeirra eða bæling þrælauppreisnar þar sem þrælarnir enduðu sem vegskreytingar á krossum fyrir að vilja allir heita Spartacus. Yfirleitt var ekið með hermennina knáu um stræti Rómar á opnum vagni með lárviðarsveig eða svipaðar marklausar skreytingar til að dreifa athygli fjöldans frá óstjórn valdamanna og í þeirri von að ljóminn frá "hetjunum" myndi einnig yfirfærast á keisarann og þá valdamenn sem honum þjónuðu.

Síðar meir þegar dró úr herförum til að fagna þá var stundum til þess gripið að dröslast með skylmingakappa úr hringleikahúsinu sem hafði verið sett á stofn til að tryggja að almenningur færi ekki að hugsa um spillingu og hversvegna þeir ættu varla fyrir sósu með spagettinu á meðan auð- og valdamenn tróðu svo miklu í sig að þeir þurftu að kitla kokið með fjöður svo hægt væri að rýma fyrir meiru.

Enn leifir af þessum venjum í dag, eins og sjást má á gjörðum Þorgerðar Katrínar í tengslum við sigur handboltaliðsins. Bruðlið og kapphlaupið við það að láta ljómman falla á sig frá handboltaliðiðinu og tilraunin til að yfirskyggja djöfulímynd Sjálfstæðismanna frá fornri tíð eða Ólaf forseta, hefur kostað fimm milljónir á sama tíma og uppalendur barna mega varla fá brauðmola af borði hennar og skoðanasystkina sinna sem virðast furða sig á því að þetta fólk skuli ekki bara borða kökur líkt og annað aðalkvendi sagði eitt sinn. Djöfull Sjálfstæðismanna glotti þó með og tók þátt í sýningunni og henti um hálsinn á skylmingaköppunum smá prjáli og gengisfelldi það í leiðinni, í kapphlaupinu um athygli og dýrð valdamanna.

En ekki er nóg með það, heldur er þegar þetta er skrifað að hefjast för hinna nýju skylmingakappa um stræti Reykjavíkur þar sem litlu er til sparað  í formi vagna, riddarasveitar yfirhershöfðingjans og fljúgandi fleyja sem fylgdarliðs og ætlunin er að halda með þá upp á svið til Brútúsinu borgarstjóra, sem ólíkt Rómverjanum fræga sem lét rýtinginn vaða í Sesar til varnar lýðræðinu, notaði rýtinginn sinn til þjónkunar eigin hagsmunum og félaga sinna. Brútusína hefur átt nefnilega í vandræðum með vinsældir síðan og virðist keisaraynjunni hafa dottið það til hugar að það væri nú ansi gott að nota eins og nokkrar milljónir ef ekki yfir tug milljónir af fé skattborgaranna, þeim til dýrðar í popúlismananum. Á sama tíma og féið góða rennur í þessa skrautsýningu, þá fæst varla peningur til að hífa upp laun leikskólafóstra eða til aðstoðar þeim er minna mega sín.

Einnig hafa hirslur keisarahallarinnar verið opnaðar til fagnaðar og einum fimmtíu milljónum úthlutað til skylmingakappaklúbbsins sem vann í hringleikahúsi Kínakommakeisara, sem sumum þykir allt í lagi upphæð á meðan öðrum þykir fullmikið eytt í ágætlega stæðan klúbb eiginmanns keisaraynjunnar sem þrýsti víst aðeins á prjálnefnd um að smella orðu um háls 19 milljón króna á mánuði-manns síns sem varð að láta það nægja að fá allavega flug og uppihald borgað í þetta sinn. 

En nokkrum dögum síðar þegar þessi dýrðarljómi byrjar að hverfa, spillingin og þverrandi fé almennings ásamt reikningnum fyrir showinu, byrjar að hafa áhrif aftur á múginn sem tókst að dreifa athyglinni frá svallveislunum góðu, þá verður komið annað hljóð í strokkinn frá keisaraynjunni ög félögum. Fyrir framan myndavélarnir liggjandi á dívaninum í tóganu með heilt svínslæri í annari og fullan vínbikarinn í hinni, munu þau kyrja gamla góða söngin aftur:

"Almenningur verður að læra að spara og herða sultarólina á þessum erfiðu tímum."

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

AK-72

Höfundur

AK-72
AK-72
Með óþrjótandi áhuga á kvikmyndum, sögu og stjórnmálum.Telur sig hafa fullt frelsi til að hrósa og gagnrýna hvern sem er og hvenær sem er.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1212_913482
  • ...ner1_568492
  • ...rad-banner1
  • Screenshot

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband